Morgunblaðið - 19.10.1938, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 19. okt. 1938.
eo
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Ritstjörar: Jön Kjarvansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgBarmatSur).
Auglýsingar: Árni Óla.
*
Ritstjörn, auglýsingar og afgreiCsla: Austurstræti 8. — Simi 1600.
Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuöi.
í lausasölu: 15 aura eintakiö — 25 aura meö Lesbók.
HÖGG, SEM HÁTT VAR REITT
Stundum verður lítið úr
högginu, sem hátt er reitt.
Svo fór að þessu sinni. Þegar
Tíminn bljes til atlögu fyrir
nokkrum vikum, stóð mikið til.
Alþýðublaðið og Þjóðviljinn
hlupu upp til handa og fóta. Og
síðan ruddist þessi harðvítuga
þrenning fram með vopnabraki
og miklum gný. Nú átti að
yeita verslunarstjettinni þann
áverka, að ekki þyrfti um að
foinda. Tíminn til þessa var
heppilega valinn. Árum saman
hafði verið dregið úr vöruinn-
flutningi til kaupmanna. Þess-
vegna höfðu þeir neyðst til að
hækka álagningu á ýmsar vöru-
tegundir stórkostlega frá því
sem áður var, eða að öðrum
kosti að reka hundruð manna
út á kaldan klaka atvinnuleys-
isins.
Jafnframt því sem kosti versl
unarstj ettarinnar var þannig
þrengt, voru önnur fyrirtæki
látin njóta „sjerstakra hlunn-
inda“. Það var því ofur eðlilegt
að allur almenningur liti svo á,
að þau fyrirtæki, sem auk
ýmsra ívilnana í löggjöf lands-
ins væri látin „njóta sjerstakra
hlunninda" í skjóli innflutn-
ingshaftanna Ijetu almenning
njóta góðs af þessum „sjer-
stöku hlunnindum“ með því að
selja vörur lægra verði en kaup-
menn.
Líklega hefðu menn alment
staðið í þessari sælu trú enn
þann dag í dag, ef Tíminn, Al-
þýðublaðið og Þjóðviljinn hefðu
ekki með frumhlaupi sínu orð-
ið til þess, að farið var að
grenslast eftir verðlaginu hjá
skjólstæðingum valdhafanna.
Fyrsti árangurinn af þessari
herferð er þannig sá, að það
I hefir komist upp, að þrátt fyr-
:ir hin „sjerstöku hlunnindi“ er
almenningi ekki hlíft neitt
meira í búðum hinna „útvöldu“
en búðum kaupmanna.
f öðru lagi hefir það sýnt sig,
hverjir ráða verðlaginu. Menn
höfðu margir hverjir, ekki lagt
mikið upp úr því, þótt þeir
sömu aðiljar, sem nú gerðu að-
súginn að verslunarstjettinni,
hældu sjer af því fyrir rúmu
ári, að kaupfjelögin rjeðu verð-
laginu. Nú hefir það sýnt sig,
að í þessu tilfelli höfðu þessir
menn rjett fyrir sjer. Kaupfje-
lögin ráða verðlaginu. En
hvernig það verðlag er, sjest
best á því, að ríkisstjórnin tel
ur það óforsvaranlegt, að sitja
lengur hjá án þess að hlutast
til um það.
Þannig hafa málin hrakist
fyrir Tímamönnum og fylgjend-
um þeirra. Og þó er ótalið það,
sem þeim fellur sárast.
í þessum umræðum hefir ver-
ið sýnt fram á, hve náið sam-
starf er milli Tímamanna og
hommúnista. Það hefir verið
sannað, að kommúnistar eiga
upptökin að því, að framkvæmd
innflutningshaftanna er með
alt öðrum hætti hjer á landi en
nokkurs staðar, þar sem til
þekkist í heiminum. Kommún-
istar sjálfir fara ekki dult með
það, að þeir telja það stærsta
sigur sinn hjer á landi, að fá
fjármálaráðherrann til að
ganga inn á „línuna“ frá
Moskva í verslunarmálunum.
Höggið, sem átti að lenda á
verslunarstjettinni hefir fyrst
og fremst lent á þeim mannin-
um, sem af mestu yfirlæti hef-
ir stundað rangsleitnina í versl-
unarmálunum undanfarin ár,
Eysteini Jónssyni fjármálaráð-
herra. Menn vita betur en áð-
ur var, hvert þessi maður sæk-
ir hugmyndir sína til viðreisnar
þessu þjóðfjelagi. Menn vita
hvaðan kenningarnar um út-
rýmingu heilla stjetta eru komn
ar. Þessar umræður hafa sann-
að, að samband Eysteins Jóns-
sonar við kommúnista er miklu
nánara og innilegra en menn
hafði órað fyrir.
Umræðuefnið í dag*.
Stjórnarbreytinffin í
Englandi.
Ný bók:
Og áiin llða -
Sigurður Helgason: Og árin
líða. Þrjár stuttar skáldsög-
ur. Útgefandi: ísafoldarprent-
smiðja h.f. Reykjavík 1938.
þessari bók eru, eins og segir á
titilblaðinu, þrjár stuttar
skáldsögur, og er sú fyrsta eigin-
lega aðeins smásaga, en hinar tvær
eru lengri. Er þar skjótt af að
segja, að allar eru sögurnar góð-
ar, og er auðsjeð á þeim mikil
framför frá fyrri sögum liöf. Sýn-
jr hann nú næman skilning á fín-
ustu blæbrigðum sálarlífsins, og
stíll hans er orðinn fastur og per-
sónulegur, en algerlega yfirlætis-
laus sem áður. Höf. er raunsæis-
skáld í bestu merkingu orðsins,
lýsir skini og skúrum daglegs lífs
og venjulegrar reynslu á sannan
og' áhrifamikinn hátt í öllu sínu
hæglæti. Náttúrulýsingar hans eru
einnig nærfærnari og fegri en
áður.
Fyrsta sagan segir frá því á
skemtilegan hátt, hvernig fátæk-
ur kotbóndi fær djörfung til að
hrinda af sjer ásælni lireppstjór-
ans, lánardrottins síns, við konu
hans og hvernig hann bjargast út
úr vandræðum sínum. Önnur sag-
an lýsir afleiðingum samvisku-
bits og afbrýði átakanlega. En sú
síðasta lýsir æfiferli einstæðings
stúlku með barn í eftirdragi á nær
færinn og sannfærandi hátt.
Málið á sögunum er yfirleitt
gott og frágangur allur í besta
lagi. Jakob Jóh. Smári.
MORGUNBLAÐIÐ
5
Höfundur „Bernsk-
unnar" sextugur
Það fegursta
sem jeg man
eftlr....
Effir Þorslein
Jóiepsson
J
Pað fegursta sem jeg' man eftir
frá því að jeg var barn,
voru þær stundir sem sjóndeildar-
hringur skynjana minna og skiln-
ings víkkaði og útsýn mín til auk-
innar þekkingar og fegm*ðar óx.
Mjer gleymast aldrei þau augna-
blik er mjer í íyrsta sinni var
sagt frá biljónum hnatta sem
reika um ómælanlegt rúmið, eða
er mjer var fyrst sagt frá upp-
runa og þróun lífsins á þeirri jörð
sem við byggjum. Þetta álít jeg
stærstu og gildismestu augnablik
lífs míns.
Að vísu ltollvörpuðu þessi nýju
sannindi ýmsum kennisetningum,
sem mjer hafði áður verið kent að
trúa í blindni, að trúa án skiln-
ing's. Og' hversu kærkominn var
mjer því ekki þessi sannleikur, er
hann loks birt.ist mjer, stórfeldari,
undursamlegri og jafnframt auð-
skildari en allar trúarsetningar og
sköpunarsögur, sem jeg hvorki
skildi nje trúði.
Þá strax varð mjer ljós sú öm-
urlega staðreynd, að á meðan lijá-
trúarkendri heimsskoðun vissra
trúarbragða er þröngvað með
dæmafárri þröngsýni inn í sak-
laus börn, skuli öll raunsæ heims-
skoðun vera útilokuð úr kenslu-
bókum íslenskra barnaskóla. Og
þess vegna er það, að flest börn,
sem komin eru á fermingaraldur.
og sem hafa eytt mikíum tíma í
það að þululæi’a kverið, eru gjör-
sneydd allri þekkingu á því
stærsta og veigamesta í lífinu —
á frumsögu forfeðra sinna, á þró-
un og vexti lífsins á jörðunni.
Til þessa hefir enginn bókakost-
ur verið til á íslensku, sem gat
bætt úr þessari þörf fyrir börn
eða unglinga. En nýlega kom á
markaðinn bólc, eftir Adam Gow-
ans Whyte, sem fjallar í mjög
ljósum og jafnframt skemtilegum
dráttum um þetta efni. Hún ber
nafnið „Jörðin okkar og við“ og
er í mjög einfaldri og aðgengi-
legri þýðingu, eftir Valtý Guð-
Lær að nota nú og hjer
öll þau huldu öfl, er blunda
inst. og dýpst í sjálfum þjer.
S. Sv.
eg minnist þeirra tíma. „Hef-
urðu lesið Bernskuna?“ „Nei“.
„0, lestu hana! Kauptu þjer
hana. Hún er skemtilegasta bók-
in, sem jeg hefi lesið“. Þetta var
álit leikfjelaganna á mínum aldri,
tíu—ellefu ára skeiðinu.
Jeg bað fóstra minn að gefa
mjer „Bernskuna“ og það gerði
hann. Jeg las, og jeg lifði aftur
sumar gleði- og hrygðarstundirn-
ar mínar. — Bókin var heillandi.
Hún er sígild.
Löngu seinna tók jeg eftir því,
svo að jeg mundi, að höfundur
„Bernskunnar“ hjet Sigurbjörn
Sveinsson og þótti innilega vænt
um hana mömmu sína. Hvar
skyldi hann svo eiga heima, þessi
maður? Skyldi hann altaf vera
að skrifa svona góðar barnabæk-
ur ?
Árin liðu — liðu mörg. Þá
mættumst við höfundur „Bernsk-
unnar“ á vegamótum. Þau liggja
víða, sem betur fer.
Nú skil jeg svo mæta vel, hvers
vegna einmitt Sigurbjörn gat
skrifað „Bernskuna“. Einkenni
skapgerðar hans eru: hin barns-
lega, einlægni, hinar ríku tilfinn-
ingar, lii'ð viðkvæma hjartalag og
meðfæddi skilningur á hugsun
barnsins og tilfinningalífi, ásamt
trúartrausti.
Sigurbjörn er sem sje fæddur
19. okt. 1878 að Kóngsgarði í Ból-
staðahlíðarhreppi í Húnavatns-
sýslu. Foreldrar hans voru þar í
húsmensku sökum fátæktar. Síð-
ar flnttust þau til Skagafjarðar,
en Sigurbjörn var á hrakningi, og
þó öðru hvoru með móður sinni,
eins og sjá má af bernskuminn-
ingum hans.
Milli fermingar og tvítugs lærði
Sigurbjörn skósmíði í Reykjavík.
Nokkrum áruin síðar settist lvann
að á Akureyri og rak þar eigin
skósmíðavinnustofu. Atvinna var
næg og varð hann brátt bjarg-
álnamaður.
Þá var það kvöld eitt árið
1906, eftir að hafa lesið þýdda
barnasögu, að liann tók að hug-
leiða, hve lítið væri til á íslensku
af frumsömdum barnasögum.
Hann segir svo sjálfur frá: „Þessi
hugsun greip mig svo sterkum
tökum, að jeg lá andvaka alla
næstu nótt, og daginn eftir tók
jeg til að skrifa bernskuminning-
ar mínar, sem síðan birtust í 1.
hefti „Bernskunnar". Það tók mig
tvö ár að ljúka við bæði heftin,
jónsson kennara. Að bókin er
prýdd f jölda mynda gerir hana | me<5 Því að jog viðaði að mjer efni
enn eigulegri og læsilegri, einkum ' sögurnar í síðara heftinu um
fyrir hina yngri lesendur.
Jeg keypti og las þessa bók
strax og jeg komst til þess, og
lestur hennar varð mjer til ósegj-
anlegrar ánægju. Hún verðskuld
ar að vera gerð að kenslubók í
barnaskólum, en á meðan hún er
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
alt land, þar sem allar sögurnar
eru sannar“.
Enginn kann tveim herrum að
þjóna. Það sannaðist nú á Sigur-
birni Sveinssyni. Hann var með
allan hugann við ritstörfin, dag
og nótt. Hann vanrækti því iðn
sína, eins og hann kemst sjál#ur
að orði, og flosnaði upp á Akur-1
Sigurbjörn Sveinsson.
eyri, snauður efnalegra gæða.
Hann fluttist þá til Reykjavíkur
árið 1908 og gerðist kennari við
barnaskólann.
Sigurbjörn er að mestu leyti
sjálfmentaður. Árið 1919 sagði
hann lausri þessari kennarastöðu
og hugðist að stunda ritstörf ein-
göngu. Hann sá þó brátt, að ó-
kleift var að framfleyta fjöl-
skyldu, konu og tveim börnum,
á þann hátt. Flnttist hann því
hingað til Vestmaunaeyja haustið
1919 og gerðist kennari við barna-
skólann hjer. Þeirri stöðu hjelt
hann til ársins 1932, að liann Ijet
af kenslustörfum vegna heilsu-
brests.
Sigurbjöi'n hefir skrifað margar
barnabækur, svo sem kunnugt er.
Sjálfsagt eru þær misjafnar að
gæðum eins og gengur. Þó mupu
börn yfirleitt hafa vndi af flestu
því, sem hann hefir skrifað. Eng-
ar barnabækur munu meir lesnar
hjer á landi en lians, ef álykta
má af iitgáfu- og eintakafjölda
og atlmgað er, að þær eru engar
gefnar út sem skólalesbækur sjér-
staklega. |
ísafoldarprentsmiðja liefir gef-
ið út flestar bækur höfundarins.
Nokkrar sögur höfundarins
hafa verið þýddar á dönsku og
fleiri erlend tungumál, og vakið
eftirtekt.
Síðasta verk hans er Þingvalla-
þula. Hvin er ort í tilefni af Al-
þingishátíðinni 1930. Þnlan er í
æfintýralegum búningi, þannig,
að mosavaxinn steinn í Þingvalla-
hrauni kallar börnin til sín í
mjúka mosató og hjalar við þau
um fegurð náttúrunnar og at-
burði liðna tímans. Vonandi verð-
ur þulan gefin út áður en langt
um líður.
Sigurbjörn má við þessi tíma-
mörk æfinnar minnast þess, j að
hann á sínum tíma fórnaði ýel-
megun sinni fyrir það „liulda afl“.
sem liann fann vakna af blundi
andvökunóttina örlagaríku, jsvo
að það mætti verma og glöðja
margar íslenskar barnasálir.
. Jeg veit, að þessum vinsæla höf-
undi barnanna berast margar hlý.i-
ar þakklætiskveðjur í dag.
Þorsteinn Þ. Víglundsson.