Morgunblaðið - 22.11.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.11.1938, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. nóv. 1938. Fær Franco ófriöar rjettinöi? Andstæðingar Chamberlains Dagskrá ráðherra- fundarins í París EUkert rætt um sam- komulag við Djóðverja Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Mr. Chamberlain og Halifax lávarður fara til París ar á morgun, til viðræðna við franska ráðherra. Þeir verða tvo daga í París. I breskum og frönskum blöðum er mikið um það rætt, hvaða mál verða tekin fyrir á þessum fundi. „Sunday Tim- es“ skýrir frá því, að ætlunin hafi upphaflega verið að ræða sem aðalmál möguleikana á fullu samkomulagi við Þjóðverja, þ. á. m. samkomulag um nýlendumálin. En vegna Gyðinga-ofsóknanna hafa þessi mál verið lögð á hilluna fyrst um sinn. í Englandi virðist sú skoðun ríkjandi meðal alls þorra manna að ekki geti komið til mála að nýlendur verði látnar af hendi við Þjóðverja að svo stöddu. Með því myndi niinnihluta þjóða- brotum í þessum nýlendum verða stofnað í voða. UM LANDVARNAMÁL. 1 svari við spurningu í breska þinginu í dag, skýrði Mr. Cham’ berlain frá því, að þýsku stjórninni væri að fullu ljóst, hve slæm áhrif hin óvinsamlegu skrif þýskra blaða í garð Breta hefðu á sambúð Breta og Þjóðverja. Hann sagði að Halifax lá- varður hafi þá ekki sjeð ástæðu til þess að draga athygli þýsku stjórnarinnar að þessu í sjerstakri orðsendingu. Stjórnmálafrjettaritarar í London eru alment þeirrar skoðunar, að aðalmálið sem rætt verði um í París, verði landvamamál Frakka og Breta, og þá fyrst og fremst loftvamir. í Englandi eru menn áhyggjufullir yfir því, hve loftvarnir Frakka ná skamt. j ENGIN LOFORÐ FYRIRFRAM. Einnig er búist við að rætt verði um Spán. Mr. Chamberlain var spurður að því í neðri málstofu breska þingsins í dag hvort hann gæti gefið ákveðin loforð um að ekki muni verða rætt um að veita Franco hernaðarrjettindi. Mr. Chamberlain kvaðst engin slík loforð geta gefið, þar sem ómögulegt væri að segja fyrir- fram hvaða mál kunni að bera á góma. í frönskum blöðum kemur al- ment fram öflug mótspyrna gegn því að Franco verði veitt hernaðarr j ettindi. AÐSTOÐAR- MAÐUR GÖRINGS í gær kom til London óvænt, Bodenschatz, aðstoðarmaður Görings marskálks. Eór hann í þýska sendiráðið og var talið að för hans sje mikilvæg og standi í sambandi við hinn * væntanlega Parísarfund. Bodenschatz fór heimleiðis í dag (skv. FÚ). Við burtförina lýsti hann yfir því, að hann hefði ekki komið í mikilvægum stjórnmálaerindum og ekki rætt við breska stjórnmálamenn. EKKERT SVAR London í gær F.Ú. í umfæðunum í neðri mál- stofunni í dag var upplýst af hálfu stjórnarinnar, að ekk- ert svar hefði borist frá þýsku stjórninni við orðsendingu bresku stjórnarinnar, þar sem kvartað var yfir árásum á breska stjórnmálamenn í ræðu og riti. Heldur eigi hefir svar borist við orðsendingunni, þar sem krafist er að rjettindi Gyð- inga af breskum ættum væri virt. ÚTFÖR ATATíiRKS. London í gær. FU. Utför Kemals Atatíirks Tyrk- landsforseta fór fram í An- kara í dag. Lík hans var flutt á fallbyssuvagni til þjóðfræðissafns- byggingarinnar, þar sem það verð- ur geymt, uns reist Jiefir verið veglegt grafhýsi, þar-sem lík for- setans verður geyfnt í framtíð- inni. Við útförina í Ankara komu fram fyrir hönd Bretlands Bird- wood herforingi og Pound aðmír- áll Miðjarðarhafsflotans. 200 bresk ir sjóliðar voru í líkfylgdinni Fyrir hönd Þjóðverja var við- staddur von Neurath, ráðherra. Þessi mýnd er af foringjum stjórnarandstæðinga í Englandi. Lengst til vinstri er Attlee major, foringi verkamannaflokksins. Brosandi er Sir Archibald Sinclair, foringi frjálslynda flokksins, mikill mælskumaður. Þriðji maðurinn er Snell lávarður, foringi verka- mannaflokksins í efri málstofunni. Myndin var tekin er þeir voru á leið á þingfund nýlega; Mussolini kem- ur Hitier á óvart Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Samningar voru undirritaðir í Berlín í dag milli Tjekka og Þjóðverja um endanleg landamæri Tjekkóslóvakíu. — Með þessum samningi fá Þjóð- verjar enn nokkuð landsvæði, að vísu enga stórborg, en 60 þorp með um 50 þús. íbúum. Samtímis var undirritaður samningur um rjettindi þýska þjóðernisminnihlutans í Tjekkó- slóvakíu. Loks var undirritað- ur samningur um að gerður skuli skipaskurður frá Oder að Donau. — Þýsk og tjekknesk firmu eiga að sjá um þetta verk. Skeyti frá Berlín hermir að Þjóðverjar sjeu hrædd- ir um að Pólverjar og Ung- verjar reyni með valdi að sameina Rutheníu Ung- verjalandi. „Essener National Zeitung" (blað Görings) segir að Pól- verjar og Ungverjar hafi dregið saman herlið við landamæri Rutheníu. Italir virðast styðja þessar ráð stafanir Pólverja og Ungverja á laun. Þýsk blöð segjast vera for- viða á því, að ítalska frjetta- stofan „Agenzia Stefani" hafi birt þá fregn að þjóðarráðið í Rutheníu hafi kvatt ungverska herinn til þess að leggja undir sig Rutheníu til þess að koma þar upp aga og reglu. Kyrsetu- verkföll í Frakklandi Frá -frjettaritara vorum. Khöfn i gær. Kyrsetu-verkföll eru nú að hefjast um alt Frakkland í mót- mælaskyni við viðreisnarlöggjöf Daladiers. Mótmælunum er eink um stefnt gegn lögunum, sem nema úr gildi 40 klst. vinnu- vikuna. Sumstaðar hefir borgarliði verið falið að reka verkamenn úr verksmiðjum, þar sem þeir höfðu sest að. Á |einum stað neituðu 500 af 600 verkamönn- um að vinna lengri dagvinnu, en ákveðið er með reglugerð um 40 stunda vinnuviku. Óttast er, að verkföll þessi breiðist út næstu daga, þó sjerstaklega þegar viðræðum frönsku og bresku ráðherranna í París er lokið. THORVALDSENSHÁTÍÐ í KHÖFN. Kalundborg í gær. FÚ. dag eru 100 ár liðin síðan myndsnillingurinn Bertel Thorvaldsen var kjörinn heið- ursborgari Kaupmannahafnar. Fara hátíðahöld fram í borg- inni í dag í tilefni af því. 1 kvöld pfnir einnig borgar- stjórn Kaupmannahafnar til mannfagnaðar í ráðhúsi borg- arinnar. Gyðingar geta fengið 15 þús. ferkm. I Guineu 50 þús. ekrur i Tanganylka Skýrsla Ghamberlains ira Frá frjettaritara vorum. Khöfn i gær. MR. Chamberlain skýrði neðri málstofu breska þingsins frá því í dag, að svör hefðu borist frá nýlendustjórn- unum við fyrirspurn um hvort þær gætu tekið við flóttamönn- Nýlendustjórnin í Guineu svaraði á þá leið, að mögu- leikar væru á því, að láta af hendi 15 þúsund ferkílómetra- svæði til ábúðar fyrir flótta-. menn. Er þetta skóglendi og mýrlendi. I TANGANYIKA Frá Tanganyika hafa þau svör borist að þar sjeu skilyrði til þess að taka við flóttamönn- um í stórum stíl, aðallega í há- lendinu sunnarlega í landinu og nokkrum hluta vesturlands- ins. I hálendinu munu vera um 50.000 ekrur lands, sem taka má til ræktunar. En ef um það er að ræða, að taka fyrst um sinn við aðeins fáum flóttamönnum, þá eru strax skilyrði til að taka við 2000 manns. í ÖÐRUM NÝLENDUM London í gær F.Ú. I Kenya hefir nýlendustjómin fallist á framkvæmd tilraunaáforms á þessu sviði. Veröui' leyfð landvist ung- um Gyðingum, sem hafa fengið æf- ingu við landbúnaðarstörf í Þýska- landi, og ef þetta gengur vel, fá fjöl- skyldur þeirra uö setjast í landinu. Ennfremur kvað Chamberlain geta komiö til mála, að flóttamenn úr flokki Gyðinga yrðu fluttir til Norður-Rho síu og Nýja-Sjálands. Taldi Chamberlain æskilega sam- vinnu við Gyðingafjelög og aö þau sendu fulltrúa í athugunarskyni til þeirra nýlendna, sem taka við flótta- mönnum. r lícf II ÞÚSUND í BRETLANDI Forsætisráðherrann minti á það, að eklti væri víst, að lönd Bretaveldis gætu tekið við flóttamönnum í stórum stíl, og kæmi hjer margt til athug- unar, fjárhags- og atvinnulífsástæöur, Lftslag og hagsmunir hinna innfæddu og loks, að ekki væri hægt að koma í kring fólksflutningum til landnáms mjög stórum stíl til neins lands innan Bretaveldis þegar í stað. Til Bretlands iafa komið 11,000 flóttamenn frá ár- inu 1933. Forsætisráðherrann ræddi og hvað samveldislöndin myndu gera I þessum efnum. ; ( Mr. Chamberlain gaf þær uþplys- ingar, aö breska stjómin liefði Snúið ier til þýsku stjómarinnar viðvíkj- aiidi lausn þessara mála og þau hefðu verið rædd við margar ríkisstjórnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.