Morgunblaðið - 22.11.1938, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.11.1938, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. nóv. 1938. Mr. Wendall Bratsliam, sem er fertugur að aldri, lenti í bílslysi nýlega í San Francisco. Hann fjell í öngvit og raknaði ekki við fyr en eftir nokkrar klukkustundir. Honum fanst ekki hann kannast við 'umhverfið, en komst þó að lokum að því, að hann var staddur í líkstofu eins sjúkrahússins í borginni. Utan við sig reis hann á fætur og gekk út úr líkstofunni. Þá rakst hann á yfirlæknirinn, sem vitanlega varð forviða á að sjá mann, sem hann hjelt að væri dauður, koma Ijóslifandi út úr líkstofunni. — Hvað á þetta að þýða? spurði Wendall. — Yið hjeldum að þjer hefðuð dáið í slysinu, svaraði læknirinn. Við reyndum að opna annað augnalok yðar og eftir útliti aug- ans að dæma voruð þjer stein- dauður. — Nú, það hefir verið vinstra augað, svaraði Wendall, því það er glerauga og varla von að þið sæuð líf í því. ★ Dvergvaxinn Svertingjakyn- flokkur í Afríku notar enn þann dag í dag eitraðar örvar við veiðar. Á örvaroddunum eru eitr- aðir mannakjötsbitar. Frá fylgsn- um sínum í skógunum geta dverg- ar þessir lagt að velli stærstu dýr eins og t. d. fíla með þessum vopnum sínum. Dýrin finna ekki neitt til þegar örvunum er skotið í þau vegna þess að eitrið er deyfandi dg venjulega eru dýrin því róleg þar til þau detta niðurj steindauð. ★ Þektur amerískur miljónamær- ingur hefir óvenjulega aðferð, en þó um leið eðlilega til að halda heilsu sinni. Hann hefir ráðið til sín lækni, og í stað þess að gréiða ■ lækninum há laun þegar miljóna- mæringurinn verður lasinn greiðir hann lækninum kaup á meðan ekkert verður að. Undir eins og miljónamæringur- inn verður veikur hættir hann að borga lækninum kaup þar til hann verður frískur aftur. ★ Sagt er að í Bergen rigni svo mikið, að hestar fælist ef þeir sjá fólk regnhlífalaust á götunum. Bftirfarandi saga er frá Bergen: Það var að sumarlagi og jeg var ásamt nokkrum erlendum ferðamönnum á leið í land frá ferðamannaskipi, sem lá á höfn- inni. Með okkur í bátnum var Persi í hvítum fötum og með rauð- an „fez“ á höfðinu. Þegar hann var farinn í land sagði ferjumað- urinn við mig: — Hvaða náungi var þetta nú? — Hann er Persi sagði jeg. Þjóð hans er einkennileg að því leyti að þeir tilbiðja sólina sem guð. Skilurðu það? — Já, það skil jeg vel og hann hefir þess vegna komið hingað til Bergen til að hvíla sig- dálítið. ★ MÁLSHÁTTUR: Margt æfikvöld kemur um há- degi. JCaup&kaju u? Tvistar í svuntur og morgun- kjóla frá 3.90 í kjólinn. Versl. „Dyngja“. Morgunblaðinu. Best að auglýsa í L. O. G. T St. Verð ndi nr. 9. Fundur í kvöld kl. 8. Vígsla nýliða. Skip- un árshátíðarnefndar. Embætt- ismenn stúkunnar Framtíðin nr. 173 heimsækja. Þorst. J. Sig- ursson: Erindi. Lára Lárusdótt- ir: Sjálfvalið. Nýkomið telpubolir og telpu- buxur. Versl. „Dyngja“. Silkisnúrur, nýkomnar. Versl. „Dyngja“. Slifsi frá 3.75 — Svuntuefni frá 5,63 í svuntuna. Georgette í upphlutssett á 11,25 í settið. Versl. „Dyngja“. 4 teg. Satin í peysuföt. 2 teg. herrasilki í upphluta. — Versl „Dyngja“. Rósótt og einlit efni í barna kjóla frá 2,95 mtr. Rósótt flöj- el á 3,50 mtr. Versl. „Dyngja“ Mjó dömubelti í úrvali frá 1,50 stk. Dömukragar frá 2,25 stk. Versl. „Dyngja“. Axlabönd á drengi. Barna- sokkabönd. Dömusokkabönd frá 0,65 par. Sokkabanda- teygja. Mjó teygja, svört og hvít. Versl. „Dyngja“. Athugið. Hattar og aðrar karlmannafatnaðar vörur, ull- arpeysur, nærföt, dömusokkar, tvinni, teygjubönd og ýmsar smávörur o. m. fl. Handunnar hattaviðgerðir sama stað. Hafn- arstræti 18. Karlmannahatta- búðin. 3 Glanspappír í jólapoka og erepe-pappír. fallegir litir, Bókaverslun Sigurðar Kristjánssonar Bankastræti Kaupum flöskur, stórar og smáar, whiskypela, glös og bón- dósir. Flöskubúðin, Bergstaða- stræti 10. Sími 5395. Sæk-jum heim. Opið 1—6. SZC&ynniny£w Notið Venus húsgagnagljáaB afbragðs góður. Aðeins kr. 1.50' glasið. Heimatrúboð leikmanna í Hafnarfirði, Linnetsstíg 2.-- Lotningarsamkoma í kvöld kU 8, og öll næstu kvöld vikunnar.. Allir velkomnir. Dömuhattar, nýjasta tíska. Einnig hattabreytingar og við- gerðir. Hattastofa Svönu og Lárettu Hagan, Austurstræti 3. Sími 3890. Dömukragar í fjölbreyttu úr- vali. Georgettéklútar, blóm o. fl. Versl. og saumastofan „Ey- gló“, Laugaveg 58. Ódýrir frakkar fyrirliggj- andi. Guðmundur Guðmundsson dömuklæðskeri, Kirkjuhvoll. íslensk frímerki kaupir hæsta verði Gísli Sigurbjörnsson Aust- urstræti 12 (áður afgr. Vísir), pið 1—4. Kaupum flöskur, flestar teg- undir, soyuglös, ónýtar Ijósa- perur, whiskypela og bóndós- ir. Sækjum heim. Versl. Hafn- arstræti 23 (áður B.S.I.) Sími 5333. Kaupum flöskur, flestar teg. Soyuglös, whiskypela, meðala- glös, dropaglös og bóndósir. — Versl. Grettisgötu 45 (Grettir). Sækjum heim. Sími 3562. KAUPI GULL af öllu tagi. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4. Heimalitun hepnast best úr Heidmann’s litum. — Hjörtur Hjartarson, Bræðraborgarstíg 1. Nýkomið flauel, svart, dökk- blátt, rautt og grænt. Hvítt silki-cheviot. Verslun Guðrúnar Þórðardóttur, Vesturgötu 28. Lítil búð, á góðum stað í bænum, óskast. Þarf að vera hentug fyrir fornbókasölu. — Upplýsingar gefur Egill Sigur- geirsson lögfræðingur. Sími 1712. Piltar, sem lesa þriðja bekk Mentaskólans, vantar námsfje- laga. Uppl. í Unglingaskóla Reykjavíkur, Hallveigarstíg 10. Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. Minningarspjöld fyrir minn- ingarsjóð Einars Helgasonar, fást á eftirtöldum stöðum: I Búnaðarfjelagi Isl., Gróðrar- stöðinni, Laugaveg 50, Þing- holtsstræti 33, Túngötu 45 og' afgreiðslu Morgunblaðsins. — Hafnarfirði á Hverfisgötu 38 Saumum fóðraða hanska fy ir dömur og herra. Glófinn*. Kirkjustræti 4. Munið Húlsaumastofuna, — Grettisgötu 42 B. Einnig saum- aður rúmfatnaður. Vöndu$> vinna. Fljót afgreiðsla. Guðrúnt> Pálsdóttir. Otto B. Amar, löggiltur út- varpsviki, Hafnarstræti 19. —- Sími 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. Fóta-aðgerðir. Geng í hús og: veiti alskonar fóta-aðgerðir. — Unnur Óladóttir. Sími 4528. Skíðahúfur og einnig viðgerð- r á höttum. Kristín Brynjólfs- dóttir, Austurstræti 17. Látið okkur hreinsa og smyrja reiðhjól yðar og geyma. það yfir veturinn. örninn, Laugaveg 8 og 20, Vestur- götu 5. E. PHILLIPS OPPENHEIM: MILJÓNAMÆRINGUR I ATVINNULEIT. Nú var augnabliks þögn. Mr. Coekerill var orðinn náfölur. „Ef þjer viljið kæra mig“, hjelt Bliss áfram, „er yður það velkomið. Jeg sagði dyraverðinum, að það gæti vel verið, að jeg kallaði í hann, og þá skyldi hann ná í lögregluþjón“. „Jeg læt handtaka ykkur báða“, hrópaði Mr. Cock- erill og reis á fætur. „Jeg á þessa skjalatösku og það sem í henni er“. „Mjer leiðist að þurfa að segja það“, svaraði Bliss, „en jeg held að þjer sjeuð Iygari. Hvað sem því líð- ur verðið þjer að eiga það undir Mr. Fenwick, hvort hann afhendir yður innihald töskunnar, — og svo er það nokkuð annað“. — Hann rjetti út hendina og benti á tóma glugga- kistuna og auða hilluna. Mr. Cockerill æstist um allan helming. „Hvað hafið þjer gert af fuglunum mínum?“ öskraði hann. „Þeir eru að leika sjer úti í sólskininu", svaraði Bliss. „Ef þjer takið þessu skynsamlega, koma þeir aftur áður en langt um líður. En ef þjer gerið það ekki, sný jeg þá úr hálsliðnum og kasta þeim á ösku- liauginn“. Mr. Cockerill reis hægt á fætur, náði í silkihattinn sinn, setti liann varlega á sig, og tók hanska sína og regnhlíf. „Jeg skal koma með yður á skrifstofuna, Fenwick“, sagði hann auðmjúkur. „Þjer getið litið í töskuna og eyðilagt það sem yður sýnist. Það sem jeg á í henni afhendið þjer mjer“. „Eruð þjer ánægður með það“, spurði Bliss Mr. í'enwick. „Já, það veit hamingjan“!, svaraði hann. Bliss rjetti honum skjalatöskuna og fylgdi þeim til dyra. „Þjer lítið eftir fuglunum áður en þjer farið?“, sagði Mr. Cockerill í auðmjúkum bænarróm. „Jeg skal hleypa þeim inn þegar í stað“, sagði Bliss. „Og að því loknu komið þjer og heimsækið mig“, sagði Mr. Fenwick og rjetti honum nafnspjald sitt. „Hjer er heimilisfang mitt“. „Þakka yður fyrir“, svaraði Bliss. Þegar þeir voru farnir hleypti Bliss fuglunum inn. Hann lagaði til í skrifstofunni, fór því næst út og læsti á eftir sjer. Lykilinn fór hann með heim til Mr. Cock- erill. Eftir það rölti hann út í skemtigarðinn og settist þar á éinn bekkinn. Hann tók lítið almanak úr vasa sínum og krotaði í það. Enn var hann orðinn atvinnu- laus, og þó voru eftir níu inánuðir, tvær vikur og einn dagur, uns æfintýri hans væri lokið. X. Mrs. Heath leit á peningana, sem Bliss hafði sett á borðið eftir morgunverð, og tók þá eins og henni væri það þvert um geð. „Er þetta eltki rjett, Mrs. Ileath spurði Bliss og reyndi að vera glaðlegur. „19 skildingar og 7 pence, alt of lítið fyrir alla yðar miklu hjálp“. ITún horfði á hann á báðum áttum. „Upphæðin stemmir“, sagði hún. „En hvað líður yður sjálfum? Þjer eigið ekki mikið eftir fyrir miðdegis- verði og slíku!“ Bliss hringlaði smápeningum í vasa sínum. „Jeg hefi að minsta kosti fyrir miðdegisverði“, sagði hann sannfærandi. „Og jeg liefi það á tilfinningunni að jeg fái eitthvað að gera í dag“. „Jeg skal gjarna eiga lijá yður 1 eða 2 skildinga. ef þjer viljið —“, sagði hún. „Nei, það kemur ekki til mála“, tók hann fram í fyrir henni. „Það er mánudagur í dag, og- mánudagur hefir altaf verið mjer til láns“. „Ætlið þjer að fara til Smithson aftur?“ „BIiss hætti að hringla peningunum. Lægsta þóknun hjá Smitlison voru 2% skildingur. „Jeg er ekki viss um það“, svaraði hann. „Þeir send3, mann oft út í erindisleysu. Jeg hafði frekar hugsað mjer að rölta um og leita gæfunnar“. „Þjer hafið aldrei reynt á vinnumiðlunarskrifstofu?",. sagði Mrs. Heath í spurnarróm. „Nei, en það væri ekki úr vegi að gera það“, sagði Bliss og tók hatt sinn. „Jeg er orðinn dauðleiður á Smithson“. Hann gekk blístrandi niður stigann, en hægði heldur á ferðinni, þegar hann kom út á götu. Síðustu dag- arnir höfðu verið eins og heil eilífð leiðinda og að- gerðaleysis, og alt umhverfið hafði þjakandi áhrif á hann. Taugaóstyrkur hans var þó að mestu horfinn, en í stað þess fann hann stundum til þróttleysis og óþolinmæði, er hann hugsaði til þeirra daga, sem hann ætti framundan. Hann sneri sjer til næstu vinnumiðlunarskrifstofu, og fór þaðan nokkrum mínútum síðar með miða í vas- unum og keppinaut um stöðuna á hælunum. Sá síðar- nefndi tafðist í götuuppþoti, svo að Bliss koinst langt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.