Morgunblaðið - 22.11.1938, Síða 3

Morgunblaðið - 22.11.1938, Síða 3
Þriðjudagur 22. nóv. 1938 MORGUNBLAÐIÐ 3 Kirkjugarðurino við Suðurgötu 100 ðra KLUKKAN 1 e. h. á morgun fer fram minningarathöfn í líkhúsinu í kirkjugarðinum við Suðurgötu í tilefni af því, að garðurinn er þá 100 ára. Síra Helgi Thordarson vígði garðinn 23. nóvember árið 1838. Síra Bjarni Jónsson flytur minning-arræðu og sálmar verða sungnir á undan og á eftir. All- mikil viðgerð hefir farið fram á líkhúsinu undanfarið. Ef mannmargt verður við at- höfina verða ráðstafanir gerðar til þess að þeir, sem ekki kom- ast inn í líkhúsið geti heyrt það sem fram fer. Hefir komið til mála að síra Bjarni flytti ræðu sína í dyrum líkhússins, svo að þeir geti heyrt jafnt sem inni eru og úti. Fer þetta nokkuð eftir veðri. Umferðin og lögreglan Samial við Erling Pálsson yflrlög- regluþjón Lögreglan vinnur stöðugt að! því að gera umferðina hjer í bænum og á þjóðvegunum ör- uggari. Eftir því sem bærinn stækkar og umferðin eykst verður þörfin fyrir aukið eftir- lit meiri. Jeg átti tal um þessi mál við Erling Pálsson yfirlögregluþjón í gær, og spurði hann hvernig það hefði gefist að hafa sjer- stakan bíl við eftirlitsstarf, eins og gert hefir verið undanfarna daga. — Þetta er í sjálfu sjer ekk- ert nýmæli, segir Erlingur, að hafa bíl við eftirlitsstarf. Við höfum altaf öðru hvoru undan- farin ár haldið uppi þessháttar eftirlitsstarfi. Bíiakostu? lög- reglunnar, sem má heita góður, leyfir samt ekki að hafður sje sjerstakur bíll við þennan s'.arfa og vantar okkur tilfinnanlega bíl til eftirlitsstarfsins. Eins og getið hefir verið um í blöðunum fekk lögreglan leigðan bíl og bílstjóra frá rík- inu til þess að hafa eftirlit með umferðinni. Var Björn Bl. Jóns- son löggæslumaður fenginn í þann starfa. Til fróðleiks mætti geta þess, segir Erlingur, hve marga við á- mintum fyrsta daginn, sem við vor um í þessari eftirlitsferð. Enginn var að vísu kærður, en jeg skrif- aði hjá mjer alt, sem fyrir kom og hvers eðlis: Ljóslausir bílar eða með ólögleg ljós voru 6, seiu við ámintumi Keðjulausir 3. Reiðhjól ljóstaus 5. Þá aðgættum við líka sleðaferðir barna. Búið er að girða FRAMH. Á SJÖTTU 8ÍÐU í c\ a <1 J Starfsvið verðlag§nefndar: Vef naðarvörur, byggi ngaref n i og búsáhöld Innlendar saumastofur VERÐLAGSNEFNDIN er nú að taka til starfa af fullum krafti, og birtist hjer í blaðinu í dag tilkynning frá nefndinni um það, hvaða vörur og vöruflokkar starfssvið nefndarinnar nær til, en það er ríkisstjórnin sem þetta ákveður. Samkvæmt þessari tilkynningu nær starfssvið nefndarinnar til eftirtaldra þriggja vöruflokka: Vefnaðarvöru, byggingarefnis og búsáhalda. Ennfremur er í tilkynningu nefndarinnar „lagt fyrir allar saumastofur, þar með taldar kjóla- og kápusaumastofur, klæð- skerasaumastofur, skju’tugerðir, húfu- og hattagerðir, hálsbinda- gerðir, vinnufatagerðir og hvers- konar aðrar fatagerðir, er sauma og selja til verslana eða beint til neytenda, að gera verðlagsnefnd grein fyrir hvaða reglum nefndar stofnanir nú fylgja um verslunar álagningu á framleiðslu sína“. Starfssvið verðlagsnefndaf nær yfir alt landið. Skýrslur um á- lagningu og verðlag skulu koínnar til nefndarinnar fyrir 6. des. úr Reykjavík og nágrermi, 'en fyrir 22. des. annarsstaðar af landinu. Er því lagt fyrir alla þá, sem versla með framangreindár vörur í umboðssölu, heilðsölu' eða- smá- sölu, að gera verðlagáneínd grein fyrir „hvaða reglum þeir nú fylgja um verslunarálagniogá; |á| vörur þessar“, eins og segir í til-; kynningu nefnaarinnar. Mikil þátttaka í skíðaferðum utn helgina Skíðafólk fór allmargt úr bæn- um um helgina, en veður var óhagstætt og skíðafæri ekki gott, vegna þess að snjóinn hefir skaf- ið. Var talið að 500—600 manns hefðu farið á skíði. Með Skíðafjelagi Reykjavíkur fóru um. 100 manns á sunnudags- morguninn og fór í Instadal og í Flengingarhrekku. Á þessnm slóðum var einnig hópur skíða- fólks úr Hafnarfirði, Mentaskól- anum og margt í einkabílum. I. R.-ingar fóru að Kolviðar- hóli, um 80 í hóp. Flestir þeirra gengu í Instadal, en aðrir voru að vinna við stökkbrautina nýju. K. R.-ingar fóru rúmlega 40 á laugardag og gistu uni nóttina í skálanum í Skálafelli. Álíka stór hópur kom þangað á sunnudag. Skíðafæri var ekki gott og snjó- koma meiri hluta dags. Rúmlega 20 Áfmenningar gistu í skála sínum í Jósefsdal á sunnu dagsnótt og um 70 komu þangað á sunnudag. Lítill skíðasnjór er ennþá í dalnum, en sæmilegt uppi í Bláfjöllum. Gengu margir þang- 1 að. Lottur Bjarnason útgerðarmaður sýknaður Dómur var upp kveðinn í Hæstarjetti í tfær í málinu valdstjórnin gegn Lofti Bjarnasyni , út^erðar- manni í Hafnarfirði, sem kærður var fyrir að hafa gefið toffurum ui);olýsingar um ferðir varðskipanna, en sýknaður bæði í undirrjetti og Hæstarjetti. TVálavextir eru þessir: Loftur Bjamason hefir um nokk urfa ára skeið haft með höndum fra^ikvæm.dastjórp togaranna Júpíter úg Venus, sem gerðir eru út frá Hafnarfirði. Þegar togara- njósnamálin svonéfndu komust á skrið hjer á áruojum var Loftur meðal þeirra, stjaii ákærður var. Tilefui þess, að Jiaun var ákærður, var það, að- loftskeytamaðurinn á b.v. Venus, Daníel Kristján Odds- son, har það undir rannsókn máls- ins, að Loftur hefði að staðaldri sent togaranum dulskeyti með upp lýsingar um ferðir varðskipanna. En önnur vitni voru ekki til frá- sagna, um þetta, og bæði skip- stjórinn á Venusi og skipsfjóri og loftskeytamaður á Jiipiter neituðu að hafa fengið slík skeyti frá Lofti. I fórum Landssímans var fjöldi dulskeyta frá Lofti til tog- aranna, en þau var ekki hægt að þýða, þar eð búið var að eyði- leggja lyklana. Loftur neitaði jafnan mjög á- kveðið við rannsókn málsins, að hann hefði sent skipunum upp- lýsingar um ferðir varðskjpaima. Það þótti því vanta sannanir fyrir því, að ákærði, Loftur Bjarna son, hafi gefið togurunum upp- flýsingar ijin varðskipin og var hann því sýknaður í undirrjetti. Hæstirjettur staðfesti að öllu leyti dpm undirrjettar, og ákvað að sakarkostnaður skyldi greidd- ur úr ríkissjóði. Sækjandi málsins var Theodór Líndal hrm. og verjandi Stefán Jóh. Stefánsson hrm. --------------& Sújðin var á Bíldudal í gær- kvöldi. Matad Noregs- drotning Ijest i svefni Þjóðariorg í Noregi Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. AUD NOREGSDROTNING andaðist í Lon- don um miðnættið síðastliðinn laugar- dag. — Hún var skorin upp við alvarlegum magasjúkdóm síðastlið- inn miðvikudag. Læknisaðgerðin gekk vel og næstu daga var hún talin á batavegi. En dauðan bar að með þeim hætti, að hjartað bilaði. Hún var þá í svefni. ' U Enginn var viðstaddur andlát hennar nema hjúkrunarkona. Hákon konungur hefir verið í London síðan á fimtudag. Brá hann strax við, er hann frjetti um veikindi drotningar og hraðaði sjer til London. Þegar hann var á leið yfir Ermarsund lá Maud drotning á skurðarborði. Maud drotning. StórhríQ Norðanlands um heigina Siglufirði mánudagskvöld. jer hefir verið látlaus fann- koma síðan á laugardag, og komin mikil fönn. Brim hefir ver- ið hjer mikið, enda þótt veðurhæð hafi verið tiltölulega lítil, og hefir flytt talsvert upp í hæinn, það mikið, að fólk flúði á sunnudags- morgun úr tveim htisum, sem standa nyrst á kaupstaðareyrinni. Hefir vatn hlaupið í kjallara á allmörgum húsum. Um verulegt tjón á mannvirkj- um hefir ekki frjest. Hjer var auð jörð í sveitum er laugardagshríðin skall á, og fje víða úti. Hefir verið erfitt um smalamensku og mun talsvert af fje vera úti á mörgum hæjum, hvernig svo sem því reiðir af. „Nordiske samling“ heitir nýtt mánaðarrit, sem hefir norræna samvinnu mentamanna að mark- rniði. Gert er ráð fyrir þátttöku mentamanna í öllum Norðurlönd- unurn fimrn, en aðalritstjórn verð- ur í Stokkhólmi. Sven Jansson lektor, meðlimur ritstjórnarnefnd arinnar, skrifar í fyrsta heftið, sem er nýútkomið, um norrænar tungur. KFB) Á VIÐHAFNAR- BÖRUM Khöfn í gær. FÚ. Lík Maud drotningar hefir nú verið flutt til kapellunnar í Marlborughhouse, en í Marl- borughhousé var hún fædd. — Hefir það verið lagt á viðhafn- ar börur í kapellunni og mun norskum þegnum og öðrum er þess kunna að óska, gefinn kostur á að koma þangað í kveðju skyni við hina látnu drotningu. Á miðvikudaginn verður lík- ið flutt með aukalest til Ports- mouth og verður þaðan flutt með breska herskipinu Royp.1 Oake til Noregs og jarðað þar. Með herskipinu fara þeir einn-, ig Hákon konungur, Ólafur rík- iserfingi og sennilega hertog- inn af Kent sem verður opinber fulltrúi Bretakonungs við jarð- arförina. Talið er að drotningin muni fyrst um sinn verða jörðuð við höllina í Akerhus. En síðar er búist við að lík hennar verði flutt í dómkirkjuna í Niðarósi. í þeirri kirkju voru í fornöld jarðaðir margir af konungum Noregs og drotningum. ÞJÓÐARSORG Þegar tíðindin um lát drotn- ingar spurðust til Noregs hjelt Ólafur ríkiserfingi undir eins ríkisráðsfund og fól Nygaards- vold forsætisráðherra ríkis- stjórn. Sjálfur lagði hann af stað til London í gærkvöldi. Norsk blöð komu út í gær í aukaútgáfum með minningar- greinum og myndum af Maud drotningu. Þjóðarsorg ríkir í Noregi og við hirðina hefir ver- ið skipuð sex mánaða sorg. Er þetta í fyrsta skiftið í sex hundruð ár, sem Norðmenn syrgja lát manns eða konu úr eigin konungsfjölskyldu. ★ » ■ i! Maud var fyrsta drotning Norö- manna frá þvi á ofanveröri 14. öld. Þá rjeð ríkjum í Noregi Hákon VI. Magn- úsarson, sem kvæntur var Margrjeti, dóttur Valdemars Atterdag. Eftir hans dag sameinuðust Danmörk, Norgur og Svíþjóð í eitt ríki undir stjórn Mar- grjetar ðrotningar. Svíar brutust úr FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.