Morgunblaðið - 22.11.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.11.1938, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 22. nóv. 1938. ÚR DAGLEGA I LlFINU | «]□□□□□□□□□□ □nDDQOOCDCDO Minningarorð um Stein Lárusson SíSan minst var hjer á það, hvaSa nafn skyldi velja hinu væntanlega, skipi Eimskipafjelagsins hafa ýmsir brotiS heilann um það, og komist aS mismunandi niðurstöðum. Austfirðingur skrifar: Jeg vil leggja til að skipið heiti „Göngufoss“. Göngufoss er í Gilsá í BreiSdal. Spýtist hann langt fram af háu bergi, en undir því er skúti, og er altaf hægt að ganga undir fossinn, hve mikil sem áin er. Fossinn myndar því samgönguleið milli bæja, því áin er straumhörð og fljótt ófær yfirferðar í vatnavöxtum. ★ „Múrari sendir þá tillögu, að skipið verði látið heita „Hjálparfoss". Sendir hann svohljóðandi vísu: Hjálpi goðin, hjálp í oss hjálpi góður andi. Hjálpargnoðin Hjálparfoss hjálpar þjóð og landi. ★ „Nafnlaus náungi“ sendir eftirfar- andi hugleiðingar: Hingað til hefir skipum Eimskipa- fjelagsins verið valin nöfn hinna stærstu fossa. Menn hafa hugsað meir um fegurð og vatnsmagn fossins sjálfs, heldur en fegurð og tign nafnsins. En almenningi mun vera augljóst að fæst- um þeim, sem sjá skipið, heyra eða lesa nafn þess, gefst nokkurtíma tæki- færi til þess að sjá fossinn sjálfan. Þess vegna verður aldrei neitt samband milli fossins og skips þess, sem ber nafn hans. Mjer finst því engin ástæða til þess að hugsa eingöngu mn stærö og fegurð fossins sjálfs, enda hefir nafnavalið oft mishepþnast. ★ . Dettifoss er til dæmis ákal'! >a óvið- feldið nafn á skipi. I nafninu Selfoss, sem skipsheiti, er ekkert vit. Lagarfoss er aftur á móti viðeigandi nafn á skipi. Nöfnin Brúarfoss og Gullfoss eru fal- leg og táknræn. — En hinu fagra og foma nafni Goðaf*ss er því miður svo oft misþvimt af útlendingum vegna stafsetningarinnar. Og Danir hafa snú- ið því upp í Go’da’-foss. ★ Þetta nýja skip á að vera miklu stærra og hraðskreiðara en liin. Þess vegna væri það viðeigandi að því yrði valið fallegt og tignarlegt nafn. TröIIin I þjóðsögum okkar voru geysistór, og einnig voru þau fljót í ferðum. Af ofantöldum ástæðum vil jeg að hið ný.ja og stóra skip verði kallað: „Tröllafoss“. Fyrir útlendinga munu engir staf- setningarörðugleikar vera í þessu nafni, enda munu Norðurlandaþjóðimar skilja það, og þar með óhugsandi að það verði afbakað. En fyrir okkur Islendinga er nafnið fallegt og tiikomumikið og mun sóma nýja skipinu vel. Að lokum er sú tillaga, sem er frá blaðipu, að skipið verði látið heita „Skógafoss". Þó það sje rjett, sem sá „nafnlausi“ segir, að fæstir, sem skipin sjá, hafi nokkumtíma tækifæri til að sjá fossana, sem þau heita eftir, og meira sje því um vert, að hafa sjálft nafnið fallegt, en að nefna skipin eft ir fallegum fossum, þá kemur hjer til greina, að fegurð Skógafoss er þjóð- kunnug af myndum. En hitt er það, að með því að láta skipið heita þessu fallega nafni, þá minnir það alla, sem það nefna á, að 'dið sje ekki gróðurlaust heimsskauta iand, sje ekki í eðli sínu ís-landT ★ Jeg er að velta því fyrir mjer hvort Nýja-Dagblaðið hafi ekki dáið fyrir tímann. Hinn 12. þ. m. andaðist á sjúkrahúsinu Sólheimum Steinn Lárusson í Gerðum, sem elstur var eftirlifandi í Garði af hinum eldri útvegsbændum þar. Hann var fæddur 4. júlí 1857 í Reykjavík. Foreldrar hans voru: Lauritz Michael Knudsen kaup- maður og kona hans Jóhanna Sig- mundsd. Johnsen. Föðursystkini hans voru Lúðvík Knudsen versl- unarmaður, frii Guðrún Guðjónsen og þau mörgu Knudsenssystkini og er það alkunn ætt. Steinn notaði þó aldrei Knudsensnafnið en rit- aði sig Lárusson, mun hafa þótt það íslenskulegra. Ársgamall flutt- ist hann til Kálfatjarnar á fóstur til síra Stefáns Thorarensens og konu hans Steinunnar Sivertsen og dvaldi þar til þrítugsaldurs. Síra Stefán vildi setja hann til menta, en hann kaus sjálfur heldur sjó- menskuna, þótt hann skorti ekki námshæfileika. Um þrítugt flutti hann suður í Garð og hefir búið þar aila tíð síðan til dauðadags iltvegsbóndi og formaður á opnum skipum meðan hann mátti sjó sækja, alls milli 40 og 50 ár. Hinn 21. des. 1894 kvæntist hann Guð- rúnu Þórðardóttur skipasmiðs Jónssonar, síðast í Gróttu. Þau áttu eina dóttur barna, Steinunni, sem gift er Gísla Sighvatssyni út- vegsbónda í Garði. Stéinn var maður mjög yfirilæt- islaus, en miög var hann mikils metinn og virtur af öllum sveit- ungum og stjettarbræðrum og tal- inn jafnan með hinum fremstu þeirra, jafnt sakir mannkosta og atorku. Formenskan fórst honum farsællega, var sjósóknari og afla- maður, enda við sjálfstæð efni þótt ekki væri hann ríkur.. Opinberum störfum gegndi hann lítið, var lengi sóknarnefndarmaður og stundum meðhjálpari. Mjer er af kunnugum skrifað um hann: „Hann var hvers manns hugljúfi, prúður og stiltur og orðvar. Af- burða dugnaðarmaður og fjell aldrei verk úr hendi. Sjerstaklega söngelskur og hafði góða söng- rödd“. Sjálfum var mjer og alt þetta kunnugt, og minnist ekki að hafa kynst grandvarari manni. Nokkur síðustu árin var hann haldinn þjáningamiklum sjúkdómi. En 'alt bar hann það með karl- mensku og trúartrausti, enda hafði verið karlmenni að burðum og kjarki. Jeg á í honum tryggum 35 ára vini á bak að sjá og bið nú ásamt ástvinum hans og sveitungum guð að blessa minningu góðs manns. Kristinn Daníelsson. MORGUNBLAÐIÐ Takið vel góðum gestum Hr. ritstj. Síðastliðið fimtudagskvöld fóru skátarnir Víða um bæ- inn og söfnuðu fje til byggingar nýrra kirkna í Reykjavík. — í kvöld munu þeir fara í sömu erindum um þau stræti, séín þeir komust ekki yfir að heim- sækja þá. Eru þessar líhur rit- aðar til þess að gera þeim, sem hafav ekki áður verið heimsótt- ir, aðvart um þetta. Sumum hefir þótt þessi tími illa valinn til þessarar fjár- söfnunar, — vegna annarar að- kallandi söfnunar. En þeir eru beðnir um að athuga það, að þessri fjársöfnunardagar voru ákveðnir fyrir alt að því mán- uði, og var mjög erfitt að breyta þeirri ráðstöfun vegna annara starfa, sem að fjársöfn- unarmönnunum — skátunum — kalla. Það er aðdáunarvert hve mikið starf þeir leggja á sig fyrir almenn velferðarmál, og er vonandi að ríki og bæjarfje- lag sýni í verkinu, að þessi mikla fórnfýsi þeirra sje ein- hvers metin, — og að viðtök- urnar verði fyrir það hlýrri hjá þeim heimilum, sem þeir heim- sækja nú í kvöld, sem sam- verkamenn þeirra sem eldri eru að eflingu guðríkis í Rvík. Fylgi blessun Drottins ferð- um þeirra. F. Hallgrímsson. SAMTAL VIÐ ERLING PÁLSSON, FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. þær götm-, þar sem börmnn ea' leyfilegt að vera með sleða. Voru allar sleðaferðir barna, sem við sáum, vítalausar nema að á stöku stað voru smábörn með sleða á ak- brautinni. Myndi það án efa vera til bóta, að foreldrar mintu börn sín á, að þau mega ekki vera með sleða á akbrautum. — En hvað er að segja um gang andi fólk, fer það alment eftir settum reglum 1 — Nei, á það vantar töluverl ennþá, að fólk gangi eftir gang- brautvumm og gangi rjett yfir götur. Er það sjerstaklega hættu- legt nú, meðan hált er á götunum og erfitt að stjórna ökutækjum. Nú eru umferðarmerkin á götun- um víðast hvar fent í kaf og því erfitt að áitíta sig á, hvar leyfilegt er að ganga yfir akbrautirnar. Er í ráði að setja greinileg merki við krossgötur. Þá er og í ráði að setja upp umferðarsteina 1 þver- götur, hjá krossgötum, en ekki þar sem krossgötur skerast, eins og gert hefir verið. Verða það tveir steinar með sjerstöku lagi og á gangandi fólk að ganga yfir göt- una milli þessara steina. Munu veir sjást greinilega, þó dálítið snjói. Bæjarverkfræðingur er nú að láta gera þessa steina, en það er seinlegt verk. Verður því samt vonandi hraðað eins og tök eru á. Að lokum sýndi Erlingur mjer skrá yfir bíla og ökutæki, sem lögreglan hefir haft afskifti af undanfarið vegna einhverra brota á umferðarreglunum. Var það langur listi, sem sýndi að mikið starf hlýtur að fara í að sinná þessum málum. I X Hjartans þakkir fyrir ástúð og vinsemd, gjafir, blóm og ■j. heillaskeyti á 85 ára afmæli mínu. I loilcn'H ■ j*j Ingibjörg Helgadóttir frá Vbgi. 1 Tilkyniniiiig. Skv. heimild í 4. gr. laga nr. 70, 31. des 1937, er hjer með lagt fyrir alla þá, sem versla með vefnaðarvörur, byggingarefni eða bús- áhöld í umboðssölu, heildsölu eða smásölu, að gera verðlagsnefnd grein fyrir, hvaða reglum þeir nú fylgja um verslunarálagningu á vörur þessar. Samkvæmt sömu heimild er hjer með einnig lagt fyrir allar saumastofur, þar með taldar kjóla- og kápusaumastofur, klæðskera- saumastofur, skyrtugérðir, húftt- og hattagerðir, hálsbindagerðir, vinnufatagerðir og hverskonar aðrar fatagerðir, er sauma pg selja til verslana eða beint til neytenda, að gera verðlagsnefnd grein fyrir hvaða reglum nefndar stofnanir nú fylgja um verslunarálagningu á framleiðslu sína. Nefndar skýrslur um verslunarálagningu skulu gefnar á eyðu- blöðum, sem verðlagsnefnd leggur til og fást á skrifstofu nefndar- innar í Atvinnudeild Háskólans, Reykjavík og hjá lögreglustjórum eða uinboðsmönnum þeirra úti um land, eftir komu fyrsta pósts frá Reykjavík eftir 21. þ. m. Með nefndum skýrslum skulu fylgja til verðlagsnefndar ým» gögn og upplýsingar, sem nánar er kveðið á um á skýrslueyðublöðun- um sjálfum. Fyrnefndar skýrslur og gögn skulu vera komin til skrifstofu verðlagsnefndar í Reykjavík svo sem lijer greinir,- 1. Úr Reykjavík og næsta nágrenni ekki síðar en 6. des. n.k. 2. Annars staðar að af landinu ekki síðar en 22. des. n.k. Reykjavík, 22. nóvember 1938. Verðlagsnefnd. Tiskusýning verslunarinnar „Gullfoss“ verður haldin að Hótel Borg: n.k. fimtudag kl. 4 og kl. 9 síðdegis. Sýnt verður: Hádegis-, eftirmiðdags-, cocktail- og kvöldkjólar, saumaðir á saumastofu vorri Austurstræti 5. Hattar frá Hattabúð frú Gunnlaugar Briem, Austur- stræti 14. Skíðaföt, frakkar og loðskinnskápur frá klæða- verslun Andrjesar Andrjessonar, Laugaveg^3. Náttkjólar frá Saumastofunni „Smart“, Kirkjustræti 8 B. Hanskar frá Hanskagerð frú Guðrúnar Eiríksdóttur, Austurstræti 5. Snyrting og hárgreiðsla frá Snyrtistofunni „Edina“, Pósthússtræti 13. Þar eð oss vantar heimilisfang margra viðskiftavina vorra, eru þeir, er láðst hefir að senda kort til, en mættu óska að fara á sýninguna, vinsamlegast beðnir að vitja að- göngumiða í verslun vora hið fyrsta, því pláss er mjög takmarkað. Virðingarfylst Verslunin GULLFOSS Austurstræti 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.