Morgunblaðið - 22.11.1938, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.11.1938, Blaðsíða 5
J»riðjudagur 22. nóv. 1938, MORGUNBLAÐIÐ 5 3!lorgtt«Waí>ÍÍ> Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjörar: Jön Kjartansson og Valtýr Staf&nnon (ábyrgBarmaOur). Auglýsingar: Árnl Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiBala: Auiturstræti 8. — Slml 1800. Áskrlftargjald: kr. 8,00 á mánuOi. í lausasölu: 16 aura elntaklB — 16 aura meB Leabðk. 11 TRÚARJÁTNINGIN" Hin einfalda list að hafa góða heilsu“ orgunblaðið skýrði á laug- ardaginn var nokkuð M írá reynslu Dana af innflufn- ingshöftunum. Danir höfðu í 7 ár búið við ströng innflutnings- höft, og altaf hjeldu valdhaf- -arnir, að með höftunum væru l>eir að bæta verslunarhaginn •Og þjóðarbúskapinn yfirleitt. Margir voru þó annarar skoð- unar um þetta, og meðal þeirra voru ýmsir reyndustu kaup- sýslumenn og hagfræðingar. Stjórnmálamennirnir deildji einnig um árangur haftanna, en -TÍkisstjórnin og hennar stuðn- ingsflokkar höfðu öll ráð í sinni Tiendi. Stjórnin hjelt dauða- haldi í höftin og þau stóðu í sjö éx. Svo kom loks að því, að rík- isstjórnin kom ofurlítið til anóts við andstæðingana. Hún gekk inn á, að taka fáeinar vör- ur undan höftunum og gefa þær fijálsar. Voru þessar vörur sett- ar á svonefiídan frílista. Árang- urinn varð stórkostlegur. Vör- urnar, sem urðu frjálsar lækk- uðu istrax í verði um 25—50%, •og sumar vörur lækkuðu enn aneira. Við þessa reynslu urðu radd- ir almennings háværar um það, að fá fleiri vörur á frílistann. Almenningur í Danmörku átti sem von er erfitt með að þola það, að vera skattlagður um hundruð miljóna króna árlega fyrir það eitt, að þurfa að búa við ströng innflutningshöft, sem hin Norðurlandaríkin höfðu mesta vantrú á, og töldu J alla staði skaðleg. Almenningsálitið í Danmörku varð til þess að ríkisstjórnin gaf enn meiri tilslakanir. Og hún hefir undanfarið verið að smábæta við vörum á frílistann, og er nú svo komið, að a. m. k. iveir fimtu hlutar alls innflutn- ings Dana er orðinn frjáls og óháður höftunum. Árangurinn hefir undantekningarlaust verið hinn sami: Varan hefir lækkað stórkost- lega í verði, til ómetanlegs gagns fyrir alla framleiðslu og almenning í landinu. ★ Morgunblaðið óskaði þess, að aslensku stjórnarvöldin kyntu sjer þessa reynslu Dana af höf- unum. Blaðið fór fram á að íslenska stjórnin færi eins að og Danir, byrjaði með því að taka nokkrar brýnustu nauð- synjavörur undan haftaokinu og gefa þær frjálsar. Árangur- inn myndi hjer verða nákvæm- lega hinn sami og hjá Dönum, sem sje að varan myndi stór- lækka í verði, og það myndi aftur ljetta talsvert á hinni ó- bærilegu dýrn’ð, sem nú ríkir f landinu, og almenningur er að sligast undir. ★ Satt að segja hafði Morgun- blaðið ekki mikla trú á, að stjórnarflokkarnir hjer hefðu öðlast þann þroska í þessu máli, að neinna umbóta væri . að vænta frá þeirra hálfu. Þetta hefir og komið á daginn, því að Alþýðublaðið er þegar byrj- að að skrifa gegn þessari uppá- stungu og telur öll vandkvæði á því, að slaka megi á höftun- um. Hinsvegar nota þetta ve- sæla málgagn hins framliðna Alþýðuflokks tækifæ.’.ð til að kasta hnútum til kaupmanna, segir að Morgunblaðið ráðist á þá fyrir okurálagningu. Einu sinni var sú tíðin, að forseti Alþýðuflokksins, Jón Baldvinsson og Alþýðublaðið voru innilega sammála Morgun- blaðinu um það, að fyrsta af- leiðing haftanna yrði hækkandi verð á vörum og þar af leið- andi aukin dýrtíð í landinu. En nú, þegar flokkskríli Stefáns Jóhanns sækir það fast að kom- ast í flatsængina með maddömu Framsókn, þá ber að forðast alt sem kann að styggja þá háu herra sem ráða í Framsóknar flokknum, en höftin hafa sem kunnugt er verið trúarjátning þeirra. Rímna- handritið í Árnasafni Það eru víst senn liðin fjög- ur ár síðan. Eysteinn Jónsson lofaði lækningu allra meina með höftunum. Hver hefir svo árangurinn orðið? Eru ekki miljónirnar altaf að fjölga, í óreiðu og vanskilaskuldum, sem safnast hjer fyrir í bönkunum? Nei; baráttan, sem hjer er nú háð, er vonlaus. Við sökkum stöðugt dýpra og dýpra, af þeirri einföldu ástæðu, að okk- ur tekst ekki að fá framleisðl- una til að bera sig. Og meðan svo er, að framleiðslan ber sig ekki, getur enginn vænst þess, að nýtt líf færist í framleiðsl- una, en það er þó eina vonin til þess, að við getum nokkurn tíma vænst bata á ástandinu. Það er ekki til neins að neita þeim sannindum, að innflutn- ingshöftin eigi djúpan þátt í því, að framleiðslan hjá okkur ber sig ekki. Þau keyra alt verð- lag upp úr öllu, og eiga því sinn þátt í dýrtíðinni. En, eins og Morgunblaðið hefir áður sagt: Innflutnings- höftin eru orðin að trúarjátn- ingu hjá stjórnarflokkunum. Þessvegna mun verða haldið daugahaldi í höftin, og það jafn vel eftir að fyrir liggja upp- lýsingar um hina dýrkeyptu reynslu Dana af höftunum þar í landi. En afleiðingin fyrir okkur verður sú, að við sökkum stöðugt dýpra og dýpra, uns svo er komið, að við fáum ekki við neitt ráðið og hrunið skell- ur yfir. Corpus eodieum islandicorum medii aevi. Edited by Ejnar Munksgaard. Vol. XI. Early Ieelandic rímur. 'W’ith an in- troduction by Sir William A. Craigie. Copenhagen 1938. Petta er hið mikla rímnahand- rit 604, 4to í Árnasafni, 248 blöð. I því eru 33 rímnaflokkar. Handritið er talið frá öðrum fjórð- ungi 16. aldar og er fagurlega skrifað. Það er og merkilegt fyrir þá sök, að skrifarinn, sem virðist hafa heitið Tómas Arason, hefir víða skrifað hitt og þetta á blað- röndina, einkum að neðan. Meðal annars eru þar yfir 200 málshætt- ir, ýmsar vísur og vísnastúfar og athugasemdir, er skrifarinn gerir um skrift sína, penna og blelc, og hitt og þetta um sjálfan hann og aðra, bænarkvak til guðs og helgra manna o. s. frv. Hefir Kaalund fyrir löngu (1886) gefið það alt út í ritlingi. I formálanum gerir Sir William Craigie grein fyrir handritinu og innihaldi þess, skýrir stnttlega frá einkennum rímna og rímna- hátta og gildi þeirra og bendir á hvað út hefir verið gefið af rím- unum og um þær ritað. Fer hann þar lofsamlegum orðum urn rit dr. Björns K. Þórólfssonar: Rím- ur fyrir 1600. Allur frágangur er með sömu ágætum og áður. G. F. Náttúrleg hreysti, eða hin einfalda list að hafa góða heilsu“, svo heit- ir kver eitt, tæplega 100 bls. í 8 blaða broti, sem enskt verslunar- og bókafjelag: eitt hefir sent mjer og mælst til að jeg kynti fyrir íslenskum lesendum. Höfundur þessa kvers heitir Courtney D. Farmer, þektur rit- höfundur og vel að sjer í heil- brigðismálum, þó ólæknisfróður sje. Mjer er næsta ljúft að verða við þessum tilmælum, ekki síst vegna þess, að um þessi mál er lítið skráð á íslensku, og engri grein bókmenta minni sómi sýnd- ur, enda er alþýða manna á Is- landi afar ófróð um heilbrigða lifnaðarháttu og alt, sem þeim við kemur. Best hefði verið, að bók- in væri þýdd á íslensku. Þar fylti hún autt rúm. Ekki þætti mjer það neitt að ólíkindum, þótt ýmsum alþýðu- mönnum væri farið að finnast talsvert athugavert við lifnaðar- háttu og heilsufar manna, bæði í kauptúnum og sveitum landsins. Er það og næsta athyglisvert, hve mjög meltingarkvillar ágerast, og ekki aðeins þeir, heldur og allir mögulegir kvillar. Eltir- Jónas Kristjánsson H Samskotin krónur og 80 aurar barst blaðinu í gær í samskotasjóðinn, og er heildar- upphæðin þá orðin kr. 36.982.30. Ónefndur 5.00 Sjálfsta:ðiskv.- fjel. Hvöt 200.00. Starfsfólk Raf- magnsveitu Reykjavíkur 440.00. Þ. Á. 10.00. Skipshöfnin á Detti- fossi 143.00. N. N. 5.00. N. J. 25.00. X. 2.00. R. N. 10.00. Helga J. 5.00. S. E. 10.00. N. Ramsay South-Shield, England (gefið og safnað af honum) 748.80. Skips- höfnin á Hannesi ráðherra 500.00. Fast starfsfólk hjá h.f. Alliance 290.00. Alls 2.393.80. Áður birt 34.588.50. Samtals kr. 36 982.30. Sænski sendikennarinn, ungfrú Osterman, flytur fyrirlestur í há- skólanum í kvöld kl. 8. „Tímarit Iðnaðarmanna", 4. hefti, er komið út. Helgi H. Ei- ríksson ritar um iðnsýningar, fundi o. fl. 1938. Tómas Tómas- son iðjuhöldur fimtugur. Ríkharð- ur Jónsson fimtugur. Nýtt innlent iðnfyrirtæki (flókagerð). Margt fleira er í heftinu. inn frægi aldraði skurðlækn- ir Sir Arbutnat Lane hefir ritað stuttan fonnála fyrir þess- ari bók, og lýkur á hana lofsorði, og kveður sjer kærkomna sam- vinnu við svo sannmentaðan mann, í því að fræða alþýðu um heilsufræðisleg efni, þótt ekki sje liöfundurinn læknir, meðan lækna stjettin sem heild hafi ekki fund- ið köllun hjá sjer að gegna sinni fyrstu skyldu, þeirri að fyrir- byggja sjúkdóma. Við lestur þessarar bókar kom mjer fyrst í hug gamalt ljóða- kver, eftir skáldið og gáfumann- inn Sigurð Guðmundsson á Heiði í Gönguskörðum, langafa Valtýs Stefánssonar og þeirra frændsyst- kina. Þessi bók er nokkurskonar „Varabálkur", heilbrigð og holl ráð til þess að mönnum farnist vel lífsferðalag sitt. ★ Höfundurinn heldur því frarn, sem efalaust er rjett, að hver rjett bygður maður ætti að njóta góðrar heilsu um langa æfi með- an kraftar endast, án þess að grípa þurfi til nokkurra sjer- stakra ráða, lyfja eða þesskonar Heilbrigð sál í heilbrigðum lík- ama er eðlileg afleiðing rjettra lifnaðarhátta og heilnæmrar at- vinnu. Ef heilsan bilar, þá er það vanalega áreiðanlegasti vottur þess, að menn hafa vanrækt skyldurnar við sjálfa sig, verið sjálfum sjer ótrúir. Það að varð- veita heilsuna er fyrsta og sjálf- sagðasta skyldan við sjálfan sig. Svo koma ráðin, hvers er að gæta og hvað að varast í hverju tilfelli. Skerin, sem menn. stranda á, eru ekki síður andlegs en lík- amlegs eðlis, t. d. það, að forð- ast þær hugsanir, sem hafa ill á- hrif á þá, og varpa þeim frá sjer. Sál og líkami eru svo nátengd, að þau hafa gagnkvæm áhrif hvert á annað. Lífið er ekki ein- tómt sólskin, þessvegna verða menn að gera sjer sólskinsbletti, jafnvel í svartasta skammdegi, og setjast þar og gleðjast. Daprar hugsanir, sorg, áhyggjur, reiði og hatur slíta manui meir en nokk- uð annað. Slíkar hugsanir verka á líffæri manna éins og skamm- hlaup í rafhlöðu. Varpið slíknm hugsunum frá yður eins og óhreinu fati, sem saurgar yður. ★ Svo jeg nefni nokkrar fyrir- sagnir fyrir hinum mörgu smágreinum í bókinni, tek jeg nokkrar af handahófi; Hvað veld- Ur kvefi? Hvernig verður það fyr- irbygt? Ilvað veldur svefnleysit Hverníg verðuv 0 ið fyrirbygt? Svefninn er Iivíld fvrir öll lif- færi iíkamans og endurhleðsla eyddrar raforku taugakerfisins verður að vera friðhelgur staðnr, við dagsins önn. Svefnherbergið þar sem ríkir friður, kyrð og ró- semi. Þar eiga engar þrætur eða kappræður að fara fram. Tauga- kerfið hvílist ekki nema þar, eem friður og helgi ^riðarins ríkir. Áhrif djúprar og óþvingaðrar öndunar á líffærin og þýðing hennar fyrir heila og sjúka. Verndun sjónarinnar. Þægileg birta. Taugaveiklun. Kyrsetnr og hreyfing. Langar gönguferðir. Viðhald þreks og þols. Heit og köld böð. Vertu árrisull. Eftir- látssemi við sjálfan sig er vara- söm. Heilnæmar líkamsæfingar. Klæðnaður. Tannhirðing o. s. frv. Jeg vil ekki segja að höfund- urinn risti neitt djúpt, en hann er heilbrigður, öfgalaus og skyn- samur á meðferð þessara rerk- efna og leysir vel og skynsam- lega og á heilbrigðan hátt úr þeim. Allir geta lært af þessari bók, jafnvel læknar. Alþýðu manna eru bækur sem þessi nauðsynleg- ar og lærdómsríkari og ólíkt heil- næmari en flest sögurnglið, sem hún gleypir í sig. Jónas Kristjáhsson læknir. Hjónaefni. Trúlofun sína hafa nýlega opinberað ungfrú Jóhanna Runólfsdóttir, Beigalda og Þor- björn Ólafsson, Hvítárröllum, Borgarfirði. Eimskip. Gullfoss kom til Test- mannaeyja kl. 6 í morgun og hing að í kvöld. Goðafoss er i Ham- borg. Brúarfoss er í London. Detti foss fór vestur og norður í gær- kvöldi. Lagarfoss var á Siglufirði í gær. Selfoss er á Önundarfirði. Varöy er í Hamborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.