Morgunblaðið - 03.01.1939, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.01.1939, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. janúar I930L Ihjeraðinu Braila í Rúmeníu er mikið af hoklsveiku fólki, sem liaft var einangrað út af fyrir sig skamt fyrir utan bæinn Braila. Yfirvöldin daufheyrðust við öllum bænum hinna holdsveiku um bætta aðbúð. Nýlega gerði holdsveika fólkið uppreisn og rjeðist í hóp inn í bæinn Braila. Alt fólk sem var á vegi holdsveika fólksins flúði, en sjúklingarnir lögðu und- ir sig bæinn. Settust þeir að á gistihúsinu, ráðhúsinu og öðrum byggingum. Engar hótanir frá hálfu hins opinbera dugðu til að reka sjúklingana út úr bænum og þeir neita að fara úr bænum fyr en yfirvöldin hafa bygt handa þeim nýtísku sjúkrahús. ★ Eftirfarandi auglýsing var í amerísku blaði frá útfararfyrir- tæki: Yið sljettum andlit dauðra fyrir 1 dollara. Fyrir sjerstak- lega hátíðlegan svip er tveggja dollara aukagjald. ★ Það er siður í enska þinginu að uppnefna þingmennina og er þessu tekið sem græskulausu gamni. Landbúnaðarráðherrann, Morrison, hefir t. d. viðurnefnið „Shake- speare“. Ekki er kunnugt um hvers vegna hann hefir fengið þetta viðurnefni. ★ Frá Berlín kemur sú frjett að búið sje að banna vindhana með hakakrossmerki á hiisum. Er bann þetta samkvæmt Iögum um frið- un þjóðlegra merkja. ★ rm£xJ Ipsriil Jfoufts/ía/uu? Borgin Buenos Ayres er álitin vera ein fegursta borg í heimi. Þar er gata ein, sem er 140 metr- ar á breidd. Þrjár akbrautir eru á götunni í hvora átt. A einni akbrautinni er ekið hægt, annari nokkuð hraðar, en á þeirri þriðju eru engin takmörk sett fyrir hve hratt má aka. ★ Þrettán ára gömul arabisk stúlka hefir vakið á sjer alheims athygli fyrir utanaðlærdóm. Hún hefir íengið leyfi til að bera nafn- ið Hafiz, en það fá ekki aðrir en múhameðstrúarmenn, sem eru sjer- staklega vel að sjer í kóraninum. Þessi unga stúlka hefir lært allan kóraninn utanað. ★ Tískuverslun ein í New York hefir til sölu loðkápu, sem kostar 125.000 dollara. Kápan er búin til úr 95 hvítum skinnum og hefir tekið 1.6 ár að safna skinnunum í kápuna. ★ Starfsmenn á stærsta geðveikra- hæli í Englandi hafa gert verk- fall vegna þess að stjórn sjúkra- hússins bannaði allar tóbaksreyk- ingar í sjúkrahúsinu og á lóð þess. ★ Tískudansinn Lambeth Walk er mikið dansaður í Rússlandi og hefir mætt þar geysilegum vin- sældum. Minnir dansinn nokkuð á gamlan rússneskan þjóðdans. ★ Ensk kvikmyndafjelög hafa komist að raun um að það borgar sig betur að láta gera fáar góðar kvikmyndir heldur en margar lje- legar. Samkvæmt þessari reynslu verða ekki f-ramleiddar nema 100 kvikmyndir í Englandi næsta ár á móti 233 síðastliðið ár. Maður einn í Bukarest hafði frá því á heimsstyrjaldarárunum haft sprengikúlu eina mikla á hillu fyrir ofan arineldinn í setu- stofu sinni. Á dögunum, þegar hann var að kveikja upp eld í arninum, sprakk kúlan alt í einu. Húsið hrundi að mestu við sprenginguna og kona ein, sem í því bjó, slasaðist til bana. ★ Svikin hjónabandsloforð geta eins og kunnugt er orðið dýr. Ilagfræðingur í Bandaríkjunum hefir reiknað út, að síðastliðið ár hafi í Bandaríkjunum verið kraf- ist 3% miljón dollara í skaða- bætur fyrir svikin hjónabauds- loforð. 80 af 100 unnu skaða- bótamál vegna heitrofa. Yið síðustu bílaskoðun í Fær- eyjum kom í ljós, að á eyjunum eru nú_ alls 103 bílar. Er það sjö bílum færra en árið þar áð- ur. Aftur á móti eru nú 11 bif- hjól á Færeyjum í stað 7 áður. ★ Tískumeyjar New York borgar eru farnar að skreyta sig með slaufum í hárinu. Yenjulega éru slaufurnar úr iívöjJu flaueli, en þó kemur fyrir'’ rfð pwn sjeu úr silki. KAUPUM FLOSKUR, soyuglös, whiskypela, bóndósir. Sækjum heim. ------ Sími 5333. Flöskuversl. Hafnarstræti 21. Kaupum flöskur, stórar og smáar, whiskypela, glös og bón- dósir. Flöskubúðin, Bergstaða- stræti 10. Sími 5395. Sækjum heim. Opið 1—6. Kaupum flöskur, flestar teg. Soyuglös, whiskypela, meðala- glös, dropaglös, og bóndósir. jVersl. Grettisgötu 45 (Grettir). Sækjum heim. Sími 3562. £u£&ifnnÍ7t€juv Venus skógljái mýkir leðrið og gljáir skóna afburða vel. j Brauðaútsölustaður óskast í i Vesturbænum. Sveinabakaríið. Sími 3727. Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. I. O. G. T.1 St. Verðandi nr. 9. Hátíðar- fundur í kvöld kl. 8. Inntaka nýrra fjelaga.Nýársræða, Björn Björnsson stud. theol. Piano- leikur, Eggert Gilfer. Ræða Æ.t. Templarakórinn syngur. Nýir fjelagar eru beðnir að koma stundvíslega. i Munið Húlsaumastofuna, — Grettisgötu 42 B. Einnig saum- aður rúmfatnaður. Vönduð vinna. Fljót afgreiðsla. Guðrúiít Pálsdóttir. | Otto B. Arnar, löggiltur út- varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. <}Cur&ruj&óL Herbergi til leigu með öllum: þægindum. Hentugt fyrir þing- mann. A. v. á. | Stór forstofustofa til Ieigu.. Upplýsingar í síma 1804. c&' Þýsku og dönsku kenni jeg,. ásamt lestri með unglingum og skólanemendum í sömu fögum. Til viðtals frá kl. 12—2 fig 5—7. Volker Lindemann, Leifs- götu 9. 3Ylorý)imbIat)iD Gagnið að auglýsingum fer auðvitað eftir því hvað marg- ir lesa þær. Munið að Morg- unblaðið er langsamlega út- breiddasta bláðið. Tugir þús- uhda lesa það dáglega. Það ber boð yðar til allra. Það selur fyrir yður. Það tryggir gamla viðskiftavini og útveg- ar nýa. Það er boðberi við- skiftalífsins; MILJÓNAMÆRINGUR I ATVINNULEIT. *. PHILLIPS OPPENHEIM: getað lagt eyrir fyrir. Stundum iðrast jeg eftir að hafa farið frá Mr. Masters“. „Gerðu það ekki“, sagði hann glaðlega. „Hann var enginn eiginmaður fyrir þig“. * Hún hló beisklega. „Kannske þú getir bent mjer á eiginmann, sem hæfði mjer?“ „Sjálfan mig“, svaraði hann hraustlega. „Og hvað sem öðru líður, verður enginn annar en jeg eiginmað- ur þinn“. Frances sat þögul um stund. Nú var sem storminn hefði lægt og blómailmurinn var sterkari. Skarkali götuumferðarinnar var orðinn að hægum hljóðfæra- slætti og Frances brosti. „En hvað þú ert bjartsýnn“, sagði hún lágt. „Alls ekki“, sagði hann. „Að ári um þetta leyti verðum við gift og getum gert alt mögulegt fyrir systur þínar“. „Ætlar þú að selja eldavjelar eða vera bílstjóri ?“ „Bíddu bara við!“ Hún ypti öxlum og brosti þreytulega. „Já“, andvarpaði hún. „Jeg hugsa að jeg verði að bíða alla mína æfi, eins og svo ótal margar aðrar stúlkúr. Bíða og bíða og sjá lífið sleppa úr greipum mjer“. Þegar þau kvöddust litlu síðar rauf Franees langa þögn og sagði: „Mr. Bliss —“ „Ernest“, leiðrjetti hann. „Jæja, Ernest þá. Jeg hefi lofað að fara í bílferð með Mr. Montagu á sunnudaginn kemur“. Hann sagði ekkert um stund. „Jeg ætla ekki til Brighton“, hjelt hún áfram. Mjer e>- ýfirleitt meinilla við að fara nokkuð. En jeg veit hvað það myndi þýða, ef jeg þvertæki fyrir það. Jeg myndi missa stöðuna. Og jeg kæri mig ekki um að vergfi atvinnulaus. Jeg lofaði að koma eftir hádegi og drekka síðdegiste með honum uppi í sveit“. „Jæja“, þrumaði Bliss að lokum. „Jeg verð að minsta kosti viðstaddur, til þess að gæta þín. „Og það er eins ráðlegt fyrir Mr. Montague að gæta sín!“ XVIII. Klukkan 2^/2 næsta sunnudag sótti Bliss Montague i Princes’ veitingahúsið samkvæmt skipun lians. Þegar Montague hafði eftir nokkuð þóf sloppið frá tveimur stúlkum, sem hann hafði setið að snæðingi með, settist hann upp í bílinn og hagræddi sjer makindalega. Hann var með stórau vindil í öðru múnnvikinu og lítinn böggul í silkibrjefi undir handleggnmn. Ánægjulegt * bros, sem Bliss gramdist mjog, Ijek um varir hláns. „Akið að horninu á Wallington Street og Strand“, sagði hann við Bliss. Þar beið Frances. Þegar þau óku af stað, heyrði Bliss, að Mr. Mont- ague hrópaði hneykslaður; „Heyrið þjer, góða mín. Eigið þjer engin skárri föt en þessi, sem þjer eruð í daglega á skrifstofunni?“ „Nei, ekki sem stendur", svaraði Frances. „Jeg var atvinnulaus, áður en jeg kom til yðar. Ef yður finst jeg ekki nógu fín —“ „Þei, þei“, tók hann fram í fyrir henni. „Við tölum ekki meira um það. En við sjáum mi til. Það verður að ráða bót á þessu. Þjer verðið að fá fallegan skradd- I arasaumaðan klæðnað, eða eitthvað slíkt. En svolítil blóm til þess að byrja með?“ Hann tók brjefið utan af bÖgglinúm og dró fram fallegan rósavönd. Síðan lokaði hann glugganum, svo að BIiss heyrði ekki meira. Bíllinn var orðinn gamall, en venjulega Jjægilegur og öruggur til aksturs. En þegar þau voru komin 40 mílur frá London bilaði hann. Eftir að hafa stöðvað fjórum sinnum tókst Bliss fyrst að finna hvað var í raun og veru að. Þau voru þá stödd hjá litlu veitinga- húsi í New Forest, og ldukkan var orðin rúmlega 7. Rjett í því er hann var að Ijúka við að gera við bílinn, kom Mr. Montague röltandi út úr liúsinu með uýtendr- aða sígarettu á milli tannanna. „Hvernig gengur, Bliss?“, spurði iiann. „Jeg var rjett að enda við að gera við bílinn“, svar- aði hann. „Nú gengur hann v.el. Við komumst til borg- arinnar á tveimur tímum. Mr. Montague_ virtist ekki. eins feginn og ástæða var- til. Hann leit í kringum sig og dró Bliss afsíðis. „Heyrið, ungi maður. Langar yður til þess að vinn&i yður inn gullpening ?“ Bliss rak upp stór augu. Gnllpeningur! Það var- meiri fengurinn! Mr. Montague kinkaði kolli. „Það er mikil upphæð og auðveldlega unmn“, hjelt; hann áfram og andvarpaði. „Jeg ætla að biðja yður að geta ekki sett vagninn af stað“. Bliss var fyrst í stað undrandi. En Mr. Montague- deplaði framan í hann augunum. „Næsta járnbrautarstöð“, sagði hann í lágum róm,. „er þrjár mílur hjeðan, og síðasta lest fer eftir hálf- tíma. Hjer er engan bíl hægt að fá. Háldið áfram. verki yður, eða þykist vera önnum kafinn: við það- næsta hálftímann. Komið þá inn og segið við mig, að þjer getið ekki komið bílnum af stað, nema þjer fáið varahluta, og honum verðið þjer að síma eftir frái London“. Þá skildi Bliss hvað hann var að fara. Ilann leit nið- ur og átti í mikilli baráttu við sjálfan sig. En Mont- ague tók gullpening upp úr pyngju sinni. „Þetta er auðunnið fje, eins og þjer sjáið“, sagðii hann aftur. En takið nú vel eftir því, sem jeg segi:. Eftir tæpan klukkutíma komið þjer inn og segið frát því að bíllinn sje bilaður. Á meðan panta jeg miðdegis- verð, ef ske kynni“, bætti hann við og brosti ísmeygi- lega, „að við kæmumst ekki hjeðan í kvöld“. Að svo mæltu fór hann inn, en Bliss settist niður ogr- reyndi að jafna sig. Síðan laumaðist hann inn í borð- salinn, meðan Montague var að tala við veitingakon- una. „Frances“, sagði hann, „komdu strax út!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.