Morgunblaðið - 21.02.1939, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.02.1939, Qupperneq 4
<: 4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. febr. 193& Nýverið hefir verið settur yfirfiskimatsmaður í Vestfirðingafjórðungi, frá 1. janúar þ. á. að telja, í stað þess, er áður hefir haft það á hendi, en lætur nú af því fyrir aldurs sakir. Ekkert hefir, að því er virðist, vakið meiri undrun og umtal tnanna á meðal, hjer vestra, en þessi ráðstöfun. Er það sennilega meðfram vegna þess, að málið er «kki flóknara, nje yfirgripsmeira en svo, að menn gera sjer þess ljósa grein. Minnist jeg þess ekki að hafa orðið var við, að nokkur ráðstöfun hafi mælst svo illa fyrir meðal almennings, sem valið á manninum í þessa stöðu, svo fjarri finst mönnum hún fara því, sem sæmilegt má teljast. Og jeg verð að segja að mjer finst þetta eðli- legt. Það leiðir af sjálfu sjer að í þessa stöðu ber að skipa mann, ef kostur er á, sem hefir þekkingu og Vit á gæðum fiskjar, flokkun og meðferð allri, enda er svo til ætlast, og ber honum að vera leið- beinandi um alt, sem að fiskverk- nn lýtur, og yfir höfuð um alla meðferð fiskjar. Lögin sniðgengin. í lögum um fiskimat segir meðal annars svo: „— Atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytið skipar yfirmatsmenn- ina og gefur þeim erindisbrjef. Skulu þeir hafa aflað sjer þekk- ingar á fiskmati, verkun og með- ferð fiskjar, annað hvort með því, að hafa starfað sem fiskimats- menn eða á annan hátt“. — Og ennfremur: „— Yfirfiskimats- mennirnir skulu skyldir að ferðast um í umdæmi sínu og utan þess, til þess að leiðbeina í fiskmeðferð og .fiskmati, líta eftir hvoru- tveggja og kynnast því sem best“. Af þessu er Ijóst, hvað ætlast er til að til greina komi, við val á yfirfiskimatsmönnum, og hvaða skilyrðum þeir eiga að fullnægja. Okunnugum mundi nú verða á að spyrja sem svo: ,,Var ekki þessa gætt í því tilfelli, sem hjer um ræðir?“ Því er f'ljótsvarað. Nei, allir, sem til þekkja vita, að með umræddri ráðstöfun eru ákvæði laganna sniðgengin svo sem frek- ast má verða, og velsæmis í engu gætt, þar sem vitað er, að sá, sem settur v.ar í stöðuna, fullnægir hvergi nærri settum ákvæðum, og stendur auk þess langt að baki sumum hinna umsækjendanna í því efni, enda leikur það ekki á tveim tungum, að maðurinn sje ófær til að takast starfann á hendur, svo fremi að hann á að vera ræktur svo sem gert er ráð fyrir með löguuum, og er það eðlilegt og skiljanlegt, þegar á það er litið, að maðurinn hefir ekki kynt sjer það, sem að starf- inu lýtur, svo nokkru nemi. Að vísu mun hann hafa lagt fram vottorð um að hann hafi unnið á fiskverkunarstöð hjer í Bolungar- vík. En allir, sem kunnugir eru, vita, að starf hans var einkum fólgið í því, að vigta blautan fisk frá sjómönnum, auk ýmsra ann- ara snúninga, en að þurfiskverk- uninni kom hann næsta lítið. Og þetta var fyrir mörgum árum. Nú um mörg undanfarin ár hefir bann ekki komið nálægt fiskverk- tun nje meðferð á fiski í nokkurri Yfirfi§kima(§ma^iir inn á Vestfförlfum mynd. Hinsvegar hafa hinir um- sækjendurnir starfað að fiskverk- un árum saman, og sumir, auk þess verið fiskimatsmenn um mörg undanfarin ár, og höfðu að sjálf- sögðu hin bestu meðmæli. Mjer er t. d. kunnugt um að einn þeirra hefir starfað að fiskverkun í nál. 40 ár, og verið verkstjóri við það starf mikinn hluta þess tíma, og hefir á sjer almennings orð fyrir vöndun og samviskusemi. Flestir þessara manna hafa því mikla reynslu og þekkingu á þessum málum. En þeim er öllum stjakað til hliðar og sá maðurinn settur í stöðuna, sem hiklaust má telja að minst hafi haft til brunns að bera, allra umsækjendanna, af reynslu og þekkingu á þessum málum. Og þó hann hafi verslun- arskólapróf, þá hefir það harla Htið að segja í þessu tilfelli. Menn undrast, að þessi inaður skuli hafa látið sjer detta í hug að sækja um stöðuna, því það er fullkomin óskammfeilni, en hitt þó miklu meira, að hann skyldi verða settur í hana. Og menn spyrja: „Hvernig stendur á þessu?“ Og enginn get- ur svarað, enda er það sennilega atvinnumálaráðherra einn, sem getur. En margar getgátur hafa komið fram um það. Sumir geta þess til, að Yilmundur Jónsson, þingmaður Norður-ísfirðinga, hafi beitt sjer fyrir því, að þessi maður fengi stöðuna, og hafa fært þær ástæður fyrir að hann standi í ábyrgð fyrir láni, er stöðuhafi tók fyrir nokkrum árum, og hafi þótt greiðslumöguleikar mannsins viss- ari, . ef hann fengi fastlaunaða stöðu, svo og að stöðuhafi hafi verið stuðningsniaður Vilmundar við undangengnar kosningar. Hef- ir mönnum þótt þetta láta að lík- indum, og kent síðan Vilmundi um. Jeg skal játa að jeg er einn þeirra, sem gæti trúað að Vil- I mundur hafi beitt sjer fyrir þessu, ;Og það af framangreindum ástæð- jUm, ef þær eru báðar fyrir liendi, ! en hinu neita jeg, að það sje Vil- mundar sök, hver settur var í stöðuna. Þar er atvinnumálaráð- herra um að kenna, sem veiting- arvaldið hefir. Valdinu misbeitt. Aftur á móti er það haft eftir hlutaðeiganda sjálfum, að hann eigi Finni Jónssyni, þingmanni ís- firðinga, og Guðmundi G. Haga- lín mest að þakka að hann hlaut stöðuna. En óhætt mun mega ætla, að bæjarstjórinn á ísafirði, sem er mágur Iians, bafi einnig gert sitt til. En þó allir þessir menn befðu lagst á eitt um, að hafa áhrif á veitinguna,. þá kemur það þessu máli nauðalítið við, og er engin ástæða, að veitast að þeim sjerstaklega fyrir það. Það sýnir oss að eins það, sem vjer höfum svo oft áður sjeð, að margir hafa ríka tilhneigingu til að pota sjer og sínum að, og hirða ekki um þó það fari í bága við hæfni manna, og þjóðarheill. Hitt er aftur á móti alveg ótækt, og alls óviðunandi, ef veitingarvald- ið ljeti óhlutvanda menn glepja sjer svo sýn, að það viltist á rjettu og röngu. Skal ekkert um það fullyrt, hvort því er til að dreifa í þessu tilfelli, en það virðist liggja í augum uppi, að atvinnu- málaráðherra hafi hjer misbeitt valdi sínu. Ekki verður sagt, að lijer sje um hjegómamál að ræða, og að það sje sama, hvort hæfur eða ó- ’iæfur maður sje settur í stöðuna. Enda veit jeg að atvinnumálaráð- herra er engu síður ljóst, en öðr- um, að þetta er þýðingarmikið al- vörumál, snertandi alla þjóðina, og þó einkum þenna landsfjórðung. Eins og kunnugt er, eigum við skæða keppinauta á heimsmark- aðnum. Þjóðir, sem keppa við okk- ur um sölu á saltfiski á mismun- andi verkunarstigi. Ekkert er okk- ur öflug-ri stoð, og tryggir okkur betur í að standast þá samkepni, en að við gætum í hvívetna hinnar fylstu vöruvöndunar. Lögin um fiskimat, og skipun fiskimatsmann- anna eru ráðstafanir af hálfu þess opinbera, til að tryggja sem besta vöruvöndun á þessu sviði. Það er því augljóst, hve áríðandi það er, að vera vandur í valinu á fiskimatsmönnunum, og ekki síð- ur yfirfiskimatsmönnunum, þar sem vitað er að sjerhver mistök geta haft hinar alvarlegustu af- leiðingar. Þetta veit jeg að at- vinnumálaráðherra er einnig ljóst. En því beitir hann þá valdi sínu á þann hátt, sem hann hefir hjer gert ? Vöruvöndunin. Það er livorutveggja í senn, broslegt og þó miklu fremur öm- urlegt, til þess að vita, að mitt í því sem verið er að brýna fyrir þjóðinni, að gæta vöruvöndunar á öllum sviðum, sem og sjálfsagt er, og vitað er að sjómenn, út- gerðarmenn, fiskkaupmenn og aðrir, sem með fisk fara, hafa sýnt virðingarverða viðleitni í þessum efnum, og tekið sjer fram um vöruvöpdun, til hagsbóta fyrir landsmenn, þá skuli atvinnu'mála- ráðherra, sem á að vaka yfir vel- ferð þjóðarinnar í atvinnumálum, gera jafn fráleita ráðstöfun og þá, er hjer hefir verið gerð að um- talsefni. Það er engu líkara, en að ráðherrann sje með henni að draga dár að sjómönnum, og öðrum, sem með fisk fara, fyrir viðleitni þeirra til vöruvöndunar. Slíkt hefir, því miður, sín slæmu áhrif, og jeg get ekki neitað því að hafa heyrt raddir um það, síðan þetta varð kunnugt, að það væri víst ekki ætlast til mikillar vöruvöndunar, þar sem þessi maður ætti að vera leiðbeinandi um fiskverkun og fiskmat. Svo fjarri lagi þykir val- ið á manninum. Hjer héfir illa til tekist og leið- inlega. Og jeg er ekki í efa um, að ráðherrann muni vera sjer þess fyllilega meðvitandi. Því jeg er viss um að hann hefir nægilegt vit og þekkingu á þessum málum, til að sjá að hjer hefir ekki verið rjett að farið. Þess vegna tel jeg, því miður, að atvinnumálaráð- herra íslands haf.i með umræddri ráðstöfun, vísvitandi og að yfir- lögðu ráði, breytt, á móti betri vitund. Eða með öðrum orðum: Jeg tel að þau gögn og þær upp- lýsingar hafi legið fyrir ráðherr- anum í ráðuneytinu, er sýndu ó- tvírætt, að það var ekki hæfasti umsækjandihn, sem settur var í stöðuna. Ef þetta lá hinsvegar óljóst fyrir, þá var það að minsta kosti siðferðisleg skylda ráðuneyt- isins áð afla sjer frekari upplýs- inga. Út af fyrir sig mætti og segja að ástæðulaust hafi verið að setja í stöðuna, beldur veita hana. Þung ásökun. Jeg hefi níi felt þunga ásökun á hendur atvinnumálaráðherra, jafn- vel þyngri, en sæmilegt er, ef fylsta tilefni gæfist ekki til. En ef svo ólíklega skyldi vilja til, að jeg hafi haft hann fyrir rangri sök, og að hann - geti þvegið sig hvítan og hreinan af því, sem á hann hefir verið borið, þá skal jeg strax taka það fram, að jeg bið hann afsökunar, enda tel jeg mjer það skylt, og finn ekki að jeg geri mig að minni manni fyrir. Hitt væri heimskuleg stórmenska. En á meðan hann leggur ekki Umræddar umsóknir á borðið, og þau gögn, er þeirn fylgdu, að engu undanskyldu, og sýnir þjóðinni þar með, ótvírætt, að hæfasti umsækj- andinn hafi hlotið stöðuna; eða sjái hann sjer það ekki fært, þá hefi jeg ekkert að afsaka, og sje enga ástæðu til að draga úr því, sem sagt hefir verið, enda tekur verknaðurinn því öllu fram. Og er ráðherranum þá engu síður skylt að biðja þjóðina afsökunar, og bæta fyrir. svo sem hægt er, ekki með því að lofa, heldur með því að kippa þessu í lag, ef unt er, og gæta þess að slíkt komi ekki fyrir aftur meðan hann er ráðherra. Geri hann það ekki, tel jeg að hann geri sig beran að lítilmensku. Grein þessi er ekki skrifuð af öfund í garð þess, sem fyrir val- inu varð, því jeg get vel unt hon- um góðrar stöðu, sem hann er hæfur í. Og sannast að segja tel jeg hann ekki öfundsverðan af stöðunni; miklu fremur vorkenni jeg honjim, þar sem jeg býst við að hann geti nauðalítið sagt við undirmennina, annað en þetta: „Gerið þið þetta eins og áður“. Ekki heldur af óvild í garð nú- verandi atvinnumálaráðherra, til þess hefi jeg enga ástæðu, nema síður sje. Heldur blátt áfram af því, að það kemur illa við mann, þegar inaður sjer allri sanngirni, rjettlæti og velsæmi svo misboðið, af sjálfu veitingarvaldinu, sem hjer er um að ræða,. Og jeg tel það þegnlega skyldu mína að benda á þetta, ef verða mætti til þess að draga úr því að slíkt end- urtakist. Jeg get nú búist við, að ein- hverjir pólitískir snápar kunni að veitast að mjer fyrir það, sem jeg hefi hjer sagt. Og jafnvel að sum- ir vildu láta mig gjalda þess í ein- hverri mynd. Þar undanskil jeg þó alveg núverandi atvinnumála- ráðherra. En það dregur á engan hátt úr því að jeg sendi greinina til birtingar, enda býst jeg ekki við að láta mig dóm þeirra mikln skifta. Það skiftir mestu máli, hvernig atvinnumálaráðherra snýst við; á hann hefi jeg deilt, það má segja allhart, fyrir ráð- stöfun, sem jeg tel að hann beri fulla ábyrgð á, og jeg þykist hafa fært rök fyrir máli mínu. Hann um það, hvernig hann tekur því. ★ Að lokum vil jeg segja við ráð- herrann í fullu bróðerni; Yertu trúr köllun þinni. Farðu vel og trúlega með það umboð, sem þjer er falið fyrir þessa þjóð. Hafðu þinn betri mann, dómgreind þína og samvisku að leiðarstjörn- um í starfi þínu. Yarastu að láta óhlutvanda menn komast að til þess að skyggja á þær stjörnur og leiða þig af rjettri leið. Láttu ekki vegtyllur gera þig að lakari manni. Segðu helst ekki að þú viljir vestfiskum fiskframleikend- Um vel, því þá gæti svo farið að menn teldu þig hræsnara. En þrátt fyrir það sem fyrir kann að koma, er það einlæ ógsk mín, að þjer mætti auðnast, meðan þú ert ráð- herra, að starfa svo að það yrði þjer til sóma og þjóðinni til ham- ingju. Gættu þess vel, meðan þú heldur um stjórnvölinn, að það er hættulegt að stýra þjóðarfleyinu eftir pó.litískum áttavita. Með nýárskveðju. Bolungavík, 4.. jan. 1939. Jóhannes Teitsson. Kvikmyndin frá Kína verður endursýnd í húsi K. F. U. M., í stóra salnum, annað kvöld ld. 8y2. Húsfyllir hefir verið á fyrri sýn- ingum, svo að margir hafa orðið frá að hverfa. Kvikmyndin er með íslenskum texta, en Ólafur Ólafs- son kristniboði flytur erindi með henni, enda hefir hann tekið hana alla sjálfur. Börn fá ekki aðgang. HRÍSGRIDN í 50 og 110 kg. sekkjum. H. BENEDIKTSSON & G0.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.