Morgunblaðið - 24.02.1939, Page 4

Morgunblaðið - 24.02.1939, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 24. febr. 1939. Happdrætti Háskóla íslands. Fyrir rúmlega 4 aura á dag getið þjer skapað yður möguleika til þess að vinna 46.250.00 krónur Verð: ^ hlutur 6,00 t|2 — 3.00 |4 — 1.50 á mánuði. Flýtið yður til næsta umboðsmanns. Ekki er nú hiindraðið í haettunni. Umboðsmenn í Reykjavík: Frú Anna Ásmundsdóttir & frú Guðrún Björns- dóttir, Túngötu 6, sími 4380. Dagbjartur Sigurðsson, kaupm., Vesturgötu 45, sími 2814. Einar Eyjólfsson, kaupm., Týsgötu 1, sími 3586. Elís Jónsson, kaupm., Reykjavíkurveg 5, sími 4970. Helgi Sivertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Jörgen Hansen, Laufásvegi 61, sími 3584. Frú Maren Pjetursdóttir, Laugaveg 66, sími 4010. Pjetur Halldórsson, Alþýðuhúsinu. Stefán A. Pálsson & Ármann, Varðarhúsinu, sími 3244. Umboðsmenn í Hafnarfirði: Valdimar Long, kaupm., sími 9288. Verslun Þorvalds Bjarnasonar, sími 9310. BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU. Til leigu, í Norðurmýri 14. maí, ein hæð í nýtísku húsi, 3 stofur, eldhús og bað. Sjer miðstöð og rafmagnseldavjel. Leiga 140 kr. á mánuði. Einnig kjallari, stofa, svefnherbergi og eldhús, með sjer miðstöð og rafmagnseldavjel. Leiga kr. 80.00 á mánuði. Aðeins þrifið og reglusamt fólk kemur til greina. Lysthafendur leggi nöfn sín og heimilisföng, með upplýsingum um, hve margt er í heimili, inn á afgr. blaðs- ins fyrir febrúarlok, merkt „Sólríkt“. íþróttir eftir Vivax: Þjóðverjar stóðu sig best á heimsmeistarakepninni í Zakopane — Morgunbiaöið meðmorgunkaífinu Heimsmeistarakepni skíða- íþróttarinnar fór að þessu sinni fram í pólska smábænum Zakopane í Karpatafjöllunum, í ca. 1200 metra hæð yfir sjávar- flöt. Kepnin var ýmsum erfiðleik- um bundin, en þó var snjóleysið alvarlegast. Skömmu áður en heimsmeistarakepnin átti að hefj- ast var ekki hægt að sjá annað en að aflýsa yrði kepninni vegna snjóleysis, en á síðustu stundu byrjaði að snjóa, svo fært þótti að láta kepnina fara fram. Allir erfiðleikar voru þó ekki yfirunnir vegna þess, hve tíðar- far var slæmt, og daginn sem svigkepnin fór fram, var t. d. svo mikil hríð, að aflýsa varð kven- kepninni í svigi þann dag, en kepni karlmanna fór fram í afar slæmum veðurskilyrðum. Heimsmeistarakepnin hófst laugardaginn 11. febrúar og lauk sunnudaginn 19. febrúar. Pyrsta daginn fór engin kepni fram, heldur fóru fram hátíðahöld í sambandi við opnun heimsmeist- arakepninnar. Þátttakendur voru þarna frá öllum þjóðum í Bv- rópu, sem skíðaíþróttina stunda, en engir þátttakendur mættu ut- an Evrópu. Á heimsmeistarakepninni stóðu Þjóðverjar sig langbest og urðu nr. 1 í flestum greinum, svo sem utforrenn, svigi og skíðastöklii. Finnar stóðu sig best í göngu, nema 50 km. göngu, þar urðu Norðmenn nr. 1. ★ Pyrsta íþróttagreinin, sem kept var í, var utforrenn bæði fyrir konur og karla. Pór ;sú kepni fram sunnudaginn 12. febrúar. Þjóðverjar sigruðu glæsilega bæði í kvenna- og karlakepninni. Þeir áttu fyrsta mann í karla- kepni og þrjár fyrstu í kvenkepn- inni. Brautin var 3.o km. fyrir karla og 3.2 fyrir kvenfólk. Fallið var 800 og 700 metrar. Pæri var ekki vel gott. Efst á brautinni var skari eða næstum svell á köflum Heill hópur manna var settur í það rjett áður en kepnin hófst, að brjóta upp skarann, en árangur- inn af því varð sá, að brautin varð lausir ísmolar, sem ennþá verra var að fóta síg á en sjálfu svellinu. Margir blaðamenn, sem þarna voru, halda því fram, að brautin hafi blátt áfram verið hættuleg lífi þátttakenda. Þó urðu engin teljandi slys. Úrslit í utforrennkepni urðu þessi (fyrstu 3 menn) : Karlar: 1. Helmuth Lantschner (Þýskaland) á 3 mín. 26.88. 2. Josef Jennewein (Þýskal.) 3.28.03 og 3. Karl Molitor (Sviss) 3.29.77. Pjórði var Þjóðverji, fimti Prakki, sjötti ítali, sjöundi Prakki og áttundi Norðmaður. Þátttakend- ur voru alls 35. Konur: 1. Crisl Cranz (Þýskal.) 3.25.24. 2. Lise Rescli (Þýslcal.) 3:39.15 og 3. Helen Gödl (Þýska- land) 3:40.71. Þátttakendur voru 21. Þetta er í fjórða skifti sem Crisl Cranz vinnur heimsmeist- arakepni kvenna í utforrenn. Hún vann gullpeninginn á Olym- píuleikjunum í Garmisch 1936. ★ Mánudaginn 13. febrúar var kept í boðhlaupi á skíðum4xl0 km. 10 þjóðir tóku þátt í boð- hlaupinu og vann Finnland á 2 klst. 08.35. Svíþjóð varð önnur á 2 :09.43 og Ítalía nr. 3 á 2:13.38. Næst kom Noregur, þá Sviss og Þýskaland, Frakkland, Pólland, Jugoslavia og Ungverjaland. ★ Svigkepni (slalom) karla og kvenna átti að fara fram 14. febr., en vegna óhagstæðs veðurs varð að fresta kepni kvenna. Þegar kepnin hófst skall á hríð og var svo svart á köflum, að ómögulegt var að fylgjast með keppendum í brekkunni. Þó stytti upp á milli og höfðu því ekki allir keppend- ur jafn góð (slæm!) veðurskil- yrði. Pyrstur í svigi (báðum ferðum samanlagt) varð Svisslendingur- inn Rudolf Rominger, fyrv. heims meistari á 2 mín. 01.6 sek. En 2., 3., 4. og 5. maður voru Þjóðverj- ar. Besti Norðmaðurinn Kristofer Berg varð nr. 6. Annar maður í svigi var Josef Jennewein á 2:05.2 og þriðji Willy Walch á 2:08.8. Reiknað eftir þjóðum varð Þýska- iand nr. 1 með 6.23.1. Þá Sviss með 7.26.9 og þriðja besta þjóðin í svigi Norðmenn með 7.33.6. I samanlögðu ntforrenn og svigi sigruðu Þjóðverjar glæsilega. Áttu 1., 2., 4. og 5. mann. Fyrstur í samanlögðu svigi var Jennewein með 345.8 stig. Annar Willy Walch með 352 stig og þriðji Rudolf Rominger með 353.6 stig. Reiknað eftir þjóðum var Þýskaland fremst í samanlögðu með 1008.3 stig. Sviss nr. 2 ineð 1010.4 og Noregur með 1129.2. ★ 18 kílómetra gangan fór fram á miðvikudag og urðu Piunar þar sigurvegarar. Pinnarnir áttu 1., 2., 4., 6., 8, 9., 11., 17. og 18. mann og hafa nú enn einu sinni sýnt, að þeir eru besta gönguþjóð á skíðum í heimi. Sigurvegarinn heitir Kurikkala. Hann er 27 ára gamall. Hann hafði æft sig lang- mest og hann hefir í hyggju að taka þátt í Maraþonhlaupinu á Oiympíuleikjunum í Helsingfors næsta ár. Ekki er látið mikið af göngustíl hans, en dugnaðuriun og úthaldið er þess meira. Juho Kurikkala gekk 18 km. á 1 klst. 05.30 sek. Annar varð Klaes Karpinen á 1:06.0ö og þriðji Svíinn Carl Pahlin á 1:06.35. ★ Svigkepni kvenna, sem fórst fyrir þann 14., var kept daginn eftir. Þá fóru leikar svo, að Cristl Cranz varð sigurvegari í svigi og í samanlögðu svigi og utforrenn. Úrslit í svigi urðu þessi: 1. Oristl Cranz (Þýskal.) á 2:26.2. Önnur Schaad (Sviss) á 2:46.5 og 3. Maj Nilsson (Svíþjóð) á 2:55.3. Laila Schou Nilsen, sem er best norskra kvcnna í svigi, varð sjöunda. I samanlögðu svigi og utforr- enn urðu þessi úrslit: 1. Cristl Cranz 330.2 stig. 2. Schaad (Sviss) 359.5. 3. Lisa Resch (Þýskal.) 362.3. ★ Prá 50 km. gönguuui hefir áð- ur verið sagt hjer í tlaðinu, en þar varð Norðmaðurinn Lars feergendahl fyrstur, Pinninn Karp inen annar og þriðji Oscar Gjös- lien (Norðm.). I skíðastökki sigraði Þjóðverj- inn Bradl, en Birger Ruud varð að láta sjer nægja önnur verðl. Þriðji varð Arnholdt Kongsgárd (Norðmaður). Norðmenn voru svo óhepnir, að einn besti stökkmað- ur þeirra, Reidar Andersen, gat ekki tekið þátt í heimsmeistara- kepninni í Zakopane, en hann er af mörgum álitinn besti skíða- stökksmaður Norðmanna. Því miður hefir ekki enn borist hingað frjettir af tíma keppenda í 50 km. göngunni, nje heldur ná- kvæm úrslit í skíðastökkinu, nema að Bradl stökk 80 metra í lengra stökkinu. Vivax. Frá Englandi komu í gær tog- ararnir Egill Skallagrímsson og Gyllir. M.S. Dronning Alexandrine fer mánuclaginn 27. li. m. kl. 6 síðd. til Kaupmannahafn- ar (um Vestmannaeyjar og Thorshavn). Farþegar sæki farseðla fyrir kl. 3 á morgun. Tilkynningar um vörur komi sem fyrst. Skipaafgr. Jes Zimsen Tryggvagötu. — Sími 3025. EF LOFTUR GETUR ÞAP EKKI-----ÞÁ HVER?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.