Morgunblaðið - 24.02.1939, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.02.1939, Qupperneq 6
C MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 24. febr. 19S9. Ur daglega lífinu Forsctar Alþingis hafa nýlega gefiS *t reglur handa starfsmönnum þings- ins, skrifurum, dyravörSum, pallvörð- *m, þingsveinum, sem eiga að koma í ▼eg fyrir að þingmenn verði fyrir ó- þarfa truflunum við störf sín. Áður hefir það verið svo, að þegar menn hafa viljað ná tali af þingmönnum, þá hafa menn notað tækifærið og farið ■iður í þinghús, þegar þeir vita fundi ▼era þar, haft tal af dyravörð- *m og beðið þá að kalla þingmenn fram úr þingdeildunum á fund sinn. Hefir þetta oft orðið til þess, að þing- menn hafa ekki haft stundlegan frið fyrir ásókn aðkomumanna. ★ Samkvæmt hinum nýútgefnu regl- «m er tekið fyrir þetta að mestu. I fyrstu grein reglnanna segir svo: „A tímanum frá kl. 1—4 síðdegis á ▼irkum dögum rm þingtímann mega ▼erðir eða aðrir starfsmenn Alþingis ekki sinna beiðnum þeirra manna er boð vilja gera fyrir þingmenn til við- tals í húsinu, nema brýn nauðsyn beri til, eða þingmaður (þingnefnd) hafi stefnt manni á fund sinn og látið um það vita fyrirfram". Eftir þessu ákvæði að dæma er þetta bann til varðmanna, eða friðhelgi þing- manna ekki bundið við að þeir sjeu á fundum. Því oft er þingfundum lokið fyrir kl. 4 e. h. En auk þess má aldrei tr^fla þingmenn þegar fundir eru á öðrum tímum dags. Því svo segir í reglunum. „Nú eru þingfundir haldnir á öðrum tímum dags, og gilda þá allar kínar sömu reglur meðan á þingfund- inum stendur . ! ★ Ekki má heldur trufla þingmenn í fundartímum, með því að kalla þá í síma, neir.a þingmaðurinn sjálfur hafi látið þess getið við símaverði að hann •ski eftir tiltekinni kvaðningu. Hins- ■-egar skulu símaverðir skrá viðtals- beiðnír allar á þessum tíma, og láta þingmenn um þær vita, þegar hlje verð »r á þingstörfum". ★ Samkvæmt reglum þessum eru og settar strangar skorður við því, að margt manna komist inn í hliðarher- bergi þingsalanna. Segir svo í regl- lonrn: „2. gr. Skrifstofa Alþingis má ekki án samþykkis forseta láta af hendi að a aðgöngumiða að hliðarherbergjum þingsins en venjulega ’ miða til full- trúa erlendra ríkja og nokkurra em- uttismanna, til blaðamanna, tvo til hvers aðalblaðanna, og einn miða til hvers þingmanns, og skal á hann skráð »afn þingmannsins“. ★ Og enn er svo sagt í 3. grein: „Á tímanum kl. 1—4 á virkum dög- um og á öðrum tímum, er þingfundir standa, má ekki hleypa neinum manni inn á innri gang þingsins, nema hann sýni aðgöngumiða, eða maðurinn eigi brýnt erindi við skrifstofu þingsins. Þeir menn, sem hafa í höndum að- göngumiða, sem á eru skráð nöfn þingmanna, skulu skila slíkum miðum í hendur verði við inngöngu, en hann afhendir aftur þingmanni þeim, er í hlut á, nema komumaður gangi eftir miðanum, þegar hann fer úr húsinu. Nú er kona í fylgd með manni sín- um, er aðgöngumiða hefir, eða maður kemur í för með þingmanni og hann óskar, að manninum verði hleypt inn, eða aðrar svipaðar ástæður eru fyrir hendi, og er þá rjett að vikja fra þessu ákvæði". ★ Forsetar Alþingis, er reglur þessar hafa sett eru þeir, Haraldur Guð- mundsson, Einar Ámason og Jörund- ur Brynjólfsson. ★ Jeg er að velta því fyrir mjer hvort kindajarmur sje ekki einskonar fjár-lög, eða hvort bankar sjeu ekki fvrst og frcmst peningshús. FRÁBÆR FRÖNSK KVIKMYND FRAMH. AF ÞRIÐJTJ SÍÐU lýsing á hennar eigin baráttu og hug- arstríði og er svo átakanleg og sann- færandi, að skjólstæðingur hennar er sýknuð, og kona rithöfundarins, sem var viðstödd, tekur hana á eftir í fulla sátt. Danielle Darrieux, besta og fegursta kvikmyndaleikkona Frakka, leikur ung t kyenstúdentirm af framúrskarandi snild. T. d. má benda á fyrsta samtal hennar og rithöfundarins og hversu að dáaniega hún iýsir þar sálarstríði hinn- ar uugu stúlku. Eða þá ræða hennar í rje' tarsalnum. Önnur hlutverk eru og mjög vel leikin, þótt ekki s.je hjer rú til að greina nánar frá þeim. Mörg •samtclin <ru ágætlega skýr, en annars eru skýringamar svo vel gerðar, að þeir sem skij.ia málið hafa myndarinn- ar þó full not. Myndin er laus við allar öfgar, gef- ur sannar lýsingar af lífi stúdentanna í París, kaffihúsalífi, freistingum þeim, sem hvarvetna liggja í leyni fyrir lag- legum og fátækum stúlkum, rjettar- salnum, heimili rithöfundarins o. fl. Myndin er mjög áhrifamikil og á það sammerkt við margar bestu myndir Frakka, að mikil áhersla er lögð á túlkun tilfinningalífsins. Hún er lista- verk frá upphafi til enda. B. L. J. Hótel Borg Alfir salirnir opnir i kvöld Minningarorð um Guðmund Sæmundsson T dag er til grafar borinn Guð- mundur Sæmundsson klæð- skerameistari. Hann andaðist hinn 14. þ. m. Banameinið var lungnabólga, er hann fjekk að nýafstöðnum uppskurði. Með hon- um er í val fallinn, á miðju ald- ursskeiði, einn hinn nýtasti og besti drengur, er í engu mátti vamm sitt vita. Guðmundur sál. var fæddur að Elliða í Staðarsveit 5. júní 1899 og var því á 40. aldursári er hann ljest. Hann var sonur merk- ishjónanna Sæmiuidar Sigurðsson- ar hreppstjóra og konu hans Stef- aníu Jónsdóttur. Ungur að aldri misti Guðmundur föður sinn, og varð því snemma, ásamt bróður sínum, er lítið eitt var eldri, að- alstoð móður sinnar. Mjer er enn í fersku minni at- burður frá vorinu 1910. Jeg var hjer unglingur á ferð, og einn daginn, er jeg dvaldi hjer, rölti jeg, ásamt dálitlum hóp manna, ofan úr Þingholtsstræti niður á Steinbryggju. A undan fór lík- vagn, dreginn af tveimur dökkum hestum. Það sem skeð hafði var það, að hreppstjórinn frá Elliða hafði skroppið snöggva ferð til Reykjavíkur til þess að sækja konu sína, er legið hafði í fleiri mánuði þungt haldin hjer á sjúkrahúsi, en hafði nú fengið þá bót meina sinna, að henni hafði verið leyft að hverfa heim. Börn- in fimm, öll í bernsku, biðu heima og hlökkuðu til heimkomu for- eldranna. En hjer skipaðist á annan veg. Þegar hingað kemur veikist faðirinn snögglega af lungnabólgu, og er innan fárra daga liðið lík. — Nú hefir dauðinn enn vegið í hinn sama knjerunn, heimt son- inn frá konu og börnum, sem enn eru í bernsku, og sonimi frá hinni aldurhnignu móður. Guðmundur sál. var hið mesta glæsimenni. Fluggáfaður og prúð- ur í framgöngu. Hann var og söngmaður góður, og var um langt skeið einn með bestu kröftum í karlakórnum „Fóstbræður“ Á ungra aldri hneigðist hugur hans allmjög til bóknáms, en ástæð- urnar leyfðu honum ekki langa skólagöngu. Hann var sílesandi, og hann kunni manna best, að gera skil því, er hann las, greina kjarnann frá hisminu. Með lestri sínum aflaði hann sjer því þeirr- ar þekkingar, að hann var maður vel mentaður og fróður um marga hluti. Framan af æfinni a. m. k. saknaði Guðm. sál. þess mjög, að hafa ekki haft tækifæri til þess að læra meira en hann átti kóst á, og býst jeg við, að þeir muni hafa verið fáir, sem rendu grun í það, eins og það var, því að hann var maður dul- ur og flíkaði lítt tilfinningum sín- um. Þegar Guðm. sál. hafði lokið prófi í iðngrein sinni, vann hann fyrst hjá meistara sínum Guðm. Bjarnasyni, en fór svo til Vigfús- ar Guðbrandssonar klæðskera- meistara, og var nú fyrir nokkr- um árum orðinn meðeigandi í því firma. Hjer sem annarsstaðar Guðmundur Sæmundsson. vaníi hann hylli þeirra, er hann umgekst. Hið glæsilega prúðmenni vakti traust viðskiftavinanna og þeirra, er hann starfaði með. Hann var kvæntur Ingibjörgu Jónasdóttur, sem lifir mann sinn ásamt tveimur ungum börnum þeirra. Við, sem þektum Guðm. sál., söknum hans mjög. Við skiljum því hvílíkur harmur er kveðinn að nánustu ástvinunum, við hið sviplega fráfall hans. En hjer verð ur ekki um þokað, það sem hönd dauðans hefir til sín heimt, verð- ur ekki aftur skilað. Vjer getum því ekki annað en beðið þess, að sá, sem er traust og huggun kyn- slóðanna, veiti þeim, sem hjer eiga um sárt að binda, styrk í sorg þeirra. Jóhann Hjörleifsson. Málflutningurinn í Fjelagsdómi FRAMH AF ÞRIÐJU SÍÐU. En vitanlega, hjelt P. M. áfram, eru lögin um stjettar- fjelög og vinnudeilur sett til að tryggja verklýðsfjelögin, en ekki til að eyðileggja þau. P. M. taldi tvímælalaust að stofnun hins nýjæ Verkamanna- fjelags Hafnarfjarðar væri ó- lögleg. P. M. taldi ekki vafa á, að Bæjarútgerðin hefði verið bund in samningi við ,,Hlíf“, um kaup og kjör verkamanna (sbr. taxta- auglýsingin .13. sept. ’37). Hann taldi því Bæjarútgerðina hafa gerst brotlega með þrennu móti: 1) með því að gang- ast fyrir stofnun nýs verka- mannafjelags, 2) með bví að semja við hið ólöglega stofn- aða fjelag og 3) með ólögleg- um samningsrofum við Hlíf. P. M. krafðist þess að Bæj- arútgerðin yrði dæmd í refsingu fyrir ólöglega atvinnukúgun. Bygði þá kröfu á vottorðum vitnanna, Jens og Jóns Krist- jánssona, sem birt voru í Morgunblaðinu í gær. Málflutningsmennirnir töluðu nú báðir aftur, sínar tvær ræð- ur hvor, en stuttar. Málflutn- ingnum var lokið um kl. 1*4 og hafði hann þá staðið óslitið frá kl. 10. Dómur er ekki væntalegur fyr en á morgun. Ræða Jóns Pálmasonar FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. fjárhagsleg velgengni byggist á- Þar hljóta öll gjöldin að lendai fvr eða síðar, eða að öðrum kostí safnast fyrir seni skuldir við út- lönd. Hvorutveggja hefir orðið og því er það, uð allur gjalda- þunginn hefir verkað lamandi og sligandi á alla okkar framleiðslu og jafnframt hafa myndast gíf- urlegar skuldir við erlendar þjóð-. ir. Það hefir og stutt á sömtt sveif, að öll önnur gjöld við fram leiðslu landsins hafa hækkað geysilega á umræddu tímabili. Kaupgjald hefir hækkað, lauis hafa hækkað, skólakostnaður„ sjúkrakostnaður og yfirleitt alt annað, sem einstaklingarnir þurfa að greiða, hefir hækkað til mima, Að framleiðslan hefir verið f gangi fram til þessa stafar af tvennu. Annars vegar því, hve landið okkar er í raun og veru gott, fiskimiðin auðug, jarðveg-r Urinn frjór o. s. frv. Hins vegar af því, að á þessu tímabili hafa engin harðindi borið að höndum eða önnur stór áföll, þar til fjár- pestin mikla kom upp. Þó þorsk- veiðar hafi verið rýrar síðustu ár- in, þá hefir síldveiðin orðið þei*i mun meiri, enda lítið minkað^ heildarverð útfluttrar vöru. Allir menn, sem hafa þekkingu á okkar atvinnulífi, hafa sjeð að hverju stefndi, og nú er svo komið, að meginhlutinn af þeim eignum,, sem framleiðendur til sveita og við sjó hafa undir höndum, er í skuld. Fjöldi bænda og út- vegsmanna hafa verið gerðir upp’ með nauðasammngi, þannig að mikið af skuldunum hefir fallið, en ekkert dugir af því að gjalda- þunginn kemur í veg fyrir arð- bæran rekstur. Stórútgerðin hefir lengst verið rekin án neyðarráðstafana, en hún hefir verið að tapa öllum sínum höfuðstól og liggur nú við stöðv- un, ef ekki er breyting á ger. Milliþinganefndin, sem starfað hefir að undanförnu, hefir sann- fært sig um það með óyggjandi vissu, að síðustu 5 árin hefir stór- útgerðin tapað a. m. k. 5 miljón- um króna, og er þó alt of lítið reiknað fyrir fyrningu skipanna. Þetta er ekki nema eðlileg afleið- ing af því ástandi, sem ríkt hefir í landinu yfirleitt, og lilýtur svo- að verða áfram, ef ekki er undinm að því bráður bugur að breyta til í þá átt, að hlutur framleiðs-1’ unnar sje ekki lengur alveg fyr- ir borð borinn. AUQAÐ bvílist TUICI C með gleraugum frá « IIILLL 500 krónur fær sá, sem getur útvegað reglu- sömum, laghentum manni, sem hefir full bílstjórarjettindi, fasta atvinnu. Tilhoð, auðkent ,Atvinna‘, sendist Morgunblaðinu fyrir 1- mars n.k.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.