Morgunblaðið - 10.03.1939, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 10. mars 1939-
| Börnin læra vopnaburð | Fr3HC0 A^l3ClrÍClbll"
um sólarhrings frest
Þúsundir
fórust - -
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
LundúnablaðiS „Daily Ex-
press“ skýrir frá því í
dag', að þúsundir manna hafi
farist þegar herskipafloti
rauðliða flúði frá C'artagena
s.l. sunnudag.
Áttatíu ítalskar sprengju-
flugvjelar, segir blaðið, vörp-
uðu sprengjum yfir höfnina
og söktu fjórum herskipum
er þar lágu. Skipshafnir þess-
ara skipa fórust nærri allar.
Stórskotaliðsvirki lýðveldis-
sinna á ströndinni skutu á
hermannaflutningaskip frá
Franco með 1500 manns inn-
anborðs og fórust allir sem á
skipinu voru.
Uppreisn kommúnista
er ekki bæld niður
Frá frjetta.ritara vorum.
Khöfn í gær.
VarnarráÖi spænsku lýðveldissinnanna hefir enn
ekki tekist að bæla niður óeirðir kommúnista
víðsvegar í borgum, sem lýðveldisstjórnin ræð-
ur yfir. Verst er ástandið í Madrid, þar sem sumir telja
að kommúnistar sjeu jafnvel í meirihluta.
Franco hershöfðingi hefir tilkynt að vegna þessara
óeirða í Madrid og fleiri borgum muni hann gera ráðstaf-
anir til að hraða sókn sinni. Hefir hann ákveðið að láta
300 flugvjelar fljúga yfir Madrid og varpa niðui- flugmið-
um, sem hvetja almenning til að gefast upp.
Franco gefur borgarbúum sólarhrings frest.
Eommúnistar gerðu tilraun til þess í gærkvöldi að ná á sitt
vald þjóðbankabyggingunni og aðalpósthúsbyggingunni, en þess-
ar tiiraunir mishepnuðust eftir mjög skæða bardaga.
Samkvæmt fræðslulögunum nýju í Ítalíu er skylda að kenná börnum
vopnaburð í skólum landsins. Á myndinni sjest Mnssolini faðrtia að
sjer pilt í einkennisbúningi ungfascista. Drengurinn misti föður sinn
í Spánarstyrjöldinni og er Mussolini að heiðra minningu föðursins með |
því að særna son hans heiðursmerki.
^Vígbúnaði Breta miðar
vel áfram
Ræða Hore-Belisha hermálaráðh.
Hermálaráðherra Breta, Mr. Hore-Belisha, helt ræðu í fyrra-
dag í neðri málstofu breska þingsins og skýrði frá því,
hvernig ætlast væri til að her Breta starfaði á meginlandinu, ef
til styrjaldar kæmi.
Hann kvað vígbúnað Breta nú vera kominn í gott horf og ^
m. a. skýrði hann frá því, að varalið Breta væri nú rúmlega V-> I
miljón manna. Ráðstafanir hefðu verið gerðar til þess að skapa
fólki öryggi heima fyrir ef styrjöld brytist út.
Auk þess væru nú Bretar að
styrkja varnir sínar hvarvetna.
handan við höfin. í Austur-
löndum væri víða verið að koma
upp tvöfaldri línu varnarstöðva,
í stað þess, að áður hefðu þar
verið einfaldar varnarlínur.
Fyrri ráðstafanir í þeim efnum
mættu nú teljast ófullnægj-
andi.
UNDRUN f BERLÍN.
Þessi ræða fjármálaráðherrans Hore-
Belisha með upplýsingum þeim, er hún
gefur um herstyrk þann, sem Bretar
búast við að geta flutt yfir til megin-
landsins, hefir, að því er segir í fregn-
um frá Berlín, vakið nokkra undrun
í Þýskalandi, og segir í fregnum það-
an, aS þaS komi kynlega fyrir að heyra
talað um það í Bretlandi, hvað mögu-
legt sje að senda af liði til megin-
Jandsins, þar sem Þýskaland hafi ckki
í hyggju neinar árásir á England eða
Frakkland, nje heldur Frakkland á
. Þýskaland.
FRÖNSK BLÖÐ ÁNÆGÐ.
Frönsk blöS taka undantekningar-
laust mjög vel í þessa ræðu Hore-
Belisha, þykir hún hafa verið sköru-
leg og orð í tíma talað (samkv. FÚ.).
ELI)UR í NÝJU
FRÖNSKU SKIPI
London í gær F.Ú.
Eldur kom upp í nýja<
franska hafskipinu
,,Pasteur“ í morgun, þar sem
það lá á höfninni í San Lazare,
og var verið að leggja síðustu
hönd á smiði skipsins.
Geisaði eldurinn i skipinu í
fjórar klukkustundir óður en
tókst að slökkva. hann og olli
iniklu tjóni.
Guðspekifjelagið. Revkjavíkur-
stúkan heldur fund í kvöld kl. 9.
Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir
flytur Erindi: , Krishnamurti og
kenningar lians, eins og þær birt-
ast mjer nú“.
Rán kom af upsaveiðum í gær-
ínórg.un með G5 smál.
Islenskt tónskáld fær
góða dóma í Leipzig
DAAK (Deutsche-Austland-
ischen Akademiker-
Klub e. V. Leipzig), sem er
fjelagsskapur þýskra og er-
lendra stúdenta, er nám stunda
í Leipzig, gekst fyrir skemti-
samkomu þar í borg 18. febrú-
ar. Eftir tilmælum forseta fje-
lagsins flutti Hallgrímur Helga-
son frá R'ykjavík frumsamið
pianoverk. Listamenn ýmissa
þjóða komu þarna íram, frá
Svíþjóð, Englandi, írlandi, ísr
landi og Noregi.
Blöðin í Leipzig luku miklú
iofsorði á frampiistQðu Hall-
gríms. Leipziger Neueste Nach-
richten seyir m. a.:
,,Milli söngvanna heyrði
maður slaghörpuleik Hallgríms
Helgasonar, leikinn af tón-
skáldinu sjálfu, og var það
framflutt af ákaflega mikilli
ieikni. Tilbrigði hans (variati-
oner) af íslensku barnaljóði
anda af hljómblæ, sem er með
persónulegu sniði og anda og
sjerkennum hinnar stórbrotnu
fegurðar þessa norðlæga landsV.
Leipziger Tageszeitung seg-
ir, að þrátt fyrir það, að kvæð-
ið takmarkaði svigrúm tón-
skáldsins, hafi tilbrigðin verið
sjálfstæð og áhrifamikil og
verkið framflutt af ákaflega
mikilli leikni .
Barnakvæði það, sem hjer er
um að ræða, er ,,Úrl<5 pabba,
tí, tí, tí“, eftir Steingrím Thor-
steinson. (FB).
HAFNBANN FRANCOS.
Herskip Francos þrengja
stöðugtt mteira og meira að
hafnarborgum lýðveldissinna.
I nótt setti Franco varð kaf-
báta fyrir framan allar hafnir
lýðveldissinna.
Hefir verið tilkynt, að hverju:
einasta skipi sem sjáist innan
þriggja mílna landhelginnar
verði tafarlaust og viðvörunar-
laust skotið í kaf.
:un
Madrid hefir nærri því verið
einangruð undanfarinn sólar-
hring og er ritskoðun mjög
ströng. Gengur því erfiðlega
að fá ábyggilegar frjettir um
ástandið í borginni.
HERMENN FRÁ
VÍGSTÖÐVUNUM
TIL HJÁLPAR.
I skeyti til „Daily Telegraph“
er skýrt frá því, að Miaja hers-
höfðingi hafi miðborgina alveg
á valdi sínu og hafi hann neytt
uppreisnarmenn kommúnista til
að hörfa aftur til úthverfanna,
Miaja hefir kvatt hjálparlið
frá vígstöðvunum og er m. a.
heilt herfylki á leiðinni til Mad-
rid.
KOMMÚNISTA-
FORINGJAR
TEKNIR AF LÍFI.
Margir foringjar kommúnista
í Madrid voru teknir af lífi i
gærkvöldi fyrir uppreisnina.
Herrjettur dæmdi þá til dauða.
Síðdegis í dag berast þær
frjettir frá Madrid, að alt sje
nú með kyrrum kjörum þar og
ekki heyrist nema eitt og eitt
byssuskot öðru hvoru. 1 samai
skeyti er þó skýrt frá því, að
margir kommúnistar hafi látið j grei8|t fvrir spönskum flúttamönnum
svo um rnælt, að þeir myndu ■ J Frakklandi. SkýrM M. Bonnet, ntan-
halda uppreisninni áfram.
HAFNBANN
FRANCOS ÓLÖGLEGT.
London í gær. Ff'.
Breska stjómin hefir ennþá ekki
fengið iieina formlega tilkynningu um
hafnbann jiað, er Franco hefir lagt á
lýðveklis-Spán, en flotamúlaráðuneyti
Bretlauds er nú að láta athuga til-
kynningar þær, er yfirvöld í Burgos
hafa gefið út um hafnbannið. Þp að
lireska st.jómin hafi viðurkent stjórn
Francos, hefir hún ekki samþykt að
veita honuin hernaðarleg rjettindi, og
hefir hann frá því sjónarmiði sjeð
ekki lagalegan rjett til þess að leggja
á hafnbann.
FLÓTTAMANNA-
VANDAMÁLIÐ.
Fjármálanefnd franska þingsins hef-
iv fallist á að veita lán, sem svarar
einni miljón sterlingspunda til þess að
I)R. SCHACHT TIL
INDLANDS
IReutersfrjett frá Berlín seg-,
ir, að dr. Schacht fyrver-
andi forseti ríkisbankans muni
leggja af stað til Indlands í lok
þessa mánaðar og fara í einka-
erindum. (FÚ.).
Á götum Madridborgar er
stilt upp fallbyssum og vje.1-
, byssuhreiðrum komið fyrir í
| gluggum allra hornbygginga.
I Hermenn varnarráðsins halda
i vörð um fallbyssurnar og vjel-
byssuhreiðrin og eru tilbúnir,
ef kommúnistar láta bæra á
sjer.
Einkennileg þöga og drungi
hvílir yfir Madridborg í dag,
símar einn blaðamaður; cng-
inn veit hvað næsta stund kann
að bera í skauti sjer. í),úar
Madriaborgar hafa oroið að
haláa sig innan húss í dag.
2000 HANDTEKNIR.
Yfirvöldin í Cartagena hafa
látið handtaka 2000 menn úr
hernum, aðallega liðsforingja.
Þar á meðal er Bemal hershöfð-
inga.
ríkismálaráðherra frá því í dág, að
jiess hefði verið farið á leit við ríkis-
stjómir ýmsra landa, að þær tækju
upp á sína arma eitthvað af þess-
um mikla flóttamannahópi, en hingað
til hefðu allar slíkar málaleitanir
fengið næsta daufar udirtektir. Bret-
land, Bandaríkin og Rússland hafa þó
fallist á að senda allverulegar fjár-
hæðir til hjálpar, og breska stjómin
hefði lofað að veita viðtöku einhverju
af flóttamönnum.
Talið er, að nú sje í Frakklandi um
440000 spánskra flóttamanna, og sam-
kvæmt fregn frá Perpignan er nú
smiitt og smátt verið að reyna að
flyt.ja þetta fólk úr bráðabirgðaskýlum
þeim, er það hafði fyrst fengið, með
því að ómögulegt er að halda því þar
lifandi til langframa.
Surprise kom af upsaveiðum í
gærmorguu með 120 smál.
B.v. Bragi kom af upsaveiðum
í fvrrinótt með 80—90 smálestir.