Morgunblaðið - 31.03.1939, Page 4

Morgunblaðið - 31.03.1939, Page 4
M 0 R G UNBLAÐIÐ Föstudágur 31. itiars 1939. 4 Þessu var sjónvarpað í Englandi Eric Boon varpar sjer í fang aðstoðarmanns síns eftir sigur- inn. Hann sigraði Danahar í ljettvigt. Sjónvarp fyrir fjöldann að verða veruleiki Sjónvarp fyrir fjöldann er ekki lengur draumur eða hugsjón, sem bíða verður eftir lengi, að gerð verði a'ð veruleika. — Fyrir nokkrum vikum var hnefaleikakepni milli tveggja nafn- kunnra hnefaleikamanna, Boon og Danahar (Boon sigraði í 14. lotu) sjónvarpað í Englandi og sjónvarpið sýnt í stað kvikmynda i þrem stórum kvikmyndahúsum í London. Myndirnar voru afburða skír- ar og greinilegar.Einn eða tveir smávægilegir gallar komu í Ijós, eins og vænta mátti, þar sem hjer var um að ræða fyrstu tilraun, en annars gátu áhorf- *ndurnir fylgst með því, sem ■var að gerast á hnefaleikapall- inum eins og áhorfendurnir, sem sátu næst piajlinum, þar sem hnefaleikakepnin fór fram. í Englandi gera menn ráð fyrir, að áður en langt um líð-i ur muni almenningur í Bret- ndi geta fylgst með öllum stór viðburðum við sjónvarpið sitt og þess verði jafnvel ekki langt að bíða, að farið verði að sjónvarpa atburðum, sem gerast á meginlandi Evrópu til Eng- lands. i Sjónvarpstæki kosta nú alt frá 22 stpd. (kr. 487.00) upp í 3300 krónur. I Englandi er gert ráð fyrir að seljist á árinu, sem nú er að líða 40 þús. sjón- varpstæki. Er unnið af fullum krafti í tejónvarpsverksmiðjum til þess að hægt sje að full- nægja eftirspurninni. Næsti háskólafyrirlestur franska •sendikennarans, hr. J. Haupts, verður í kvöld kl. 8. Efni: Fransk ar skáldsögur á 19. öld. Gustave Flaubert. 18 íslenskir stúdentar i Sviþjóð Khöfn í gær. FÚ. amkvæmt heimildum frá skrifstofu háskólans í Stokkhólmi eru nú 18 íslenskir stúdentar við nám í Svíþjóð. — Þar af eru 8 á Stockholms hög- skola, 7 á Tekniska högskolan, 1 á Tandlákarinstitutet og 1 á Lunds universitet. Styrkir til íslenskra stúdenta í Svíþjóð frá „Svenska Koop- erativa förbundet" og „Wenner Grenska-samfundet“ námu 400 krónum árið 1937—1938 og 10,000 krónum árið 1938—39. Sænska nefndin til eflingar samvinnu norrænna háskóla- manna, en formaður hennar er Sven Tunberg prófessor, hefir greitt íslenskum stúdentum þessar upphæðir þannig, að % hlutar teljast vaxtalaus náms- lán, sem greiðast skulu smám saman eftir að próf hefir verið tekið, eii Ys er hreinn náms- styrkur. Franskur togari kom hingað í gær tii að fá vistir. , Vi # \ Háskólinn, Haraldsminn- ing og „Morgunn“ íjllestum mun vera í minni, að 30. nóv. í haust var haldin 70 ára minning síra Haralds Níels- sonar, og stóðu að því annars vegar Háskólinn, sem hefir stofn- að minningarsjóð í því skyni, og hins vegar Sálarrannsóknafjelag Islands. En hitt veit jeg ekki hvort menn hafa eins hngfest sjer, að af hálfu beggja þessara aðila voru þá af tveim lærisveinum og vinum síra Haralds flutt um hann og störf hans ágæt og ítarleg er- indi, sem almenningur þegar á eða innan skamms mun eiga aðgang að. Fyrir liönd Háskólans flutti prófessor Ásmundur Guðmundsson erindið og hefir það verið prent- að í sjerstökum bækling, 3 y% örk að stærð, með 3 myndum og hin fjórða af rithöud hans. Er það útgefið af Isafoid og fæst þar og í bókaverslunum. Erindið er í alla staði vandað og nákvæmt, skipt í sex kafla, I. Æska og námsár, II. Biblíu- þýðingin, III. Háskólakenslan, IV. Sálarrannsóknirnar, V. Prjedikun- arstarfið, VI. Önnur störf. En sama var, hvert starfið var, hvergi var hann meðaimeður; afkasta- mikill áhugamaður á öllum svið- u m. Jeg get ekki sagt hve langt liöf. fylgir kennara sínum í meg- inskoðunum hans, en hann hefir þá reglu, sem gáfuðum og vönd- uðum vísindamanni vel sómir, að láta hann sjálfan tala og gengur þá enginn dulinn þess hverjar skoðanir lians voru, enda fór hann sjálfur ekki dult með skoðanir sínar. Hann vildi vera guðsbarn, var það og vildi gera aðra það. Skipulagsskrá minningarsjóðs- ius er prentuð aptan við ritið og gengur til hans ágóði af sölunni. Jeg geri ráð fyrir, að margir sál- arrannsóknamenn og aðrir vinir síra Haralds kaupi ritið, sem sjálft er hið eigulegasta, og efli með því minningarsjóðinn. Hið annað minningarerindi um síra Harald flutíi fyrir hönd Sál- arrannsóknafjelagsins síra Jón Auðuns fríkirkjuprestur, annar lærisveinn hans honum mjög kær og samrýmdur. Má um það hið sama segja og erindi síra Ás- mundar, að það var bæði vandað og ítarlegt og lýsti miklum kunn- ugleika á hinum ágæta manni og þekking á þeim málefnum, sem voru áhugamál hans og þeirra beggja. Um uppvöxt hans og æfiatriði gat hann ekki rakið eins og á stóð er erindið var flutt, en varð að halda sjer mest við lífsstörfin og stóráhugamálin, sem mótuðu hann svo og gerðu hann að því and- lega stórmenni, sem liann var. Hann skiptir efni sínu í þrjá flokka: I. Um lærdæmsmanninn, kennarann og biblíuþýðandann. II. Um kennimannaskörunginn og prjedikarann, og III. Um sálar- rannsóknamanninn, en að öðru leyti er meðferð efnis, og niður- stöður hjá báðum hin sama, þótt sitt sje með hvoru rnóti, um leið og ])eir bæta hvor annan upp til að gera allan uppdráttinn skýr- ari og áhersluatriðin hin somu lijá báðum enn rneira óyggjandi. Margt er einnig hjá síra Jóni snjallt og stórvel sagt og ber vott um, hve djúpum áhrifum hann sjálfur hefir tekið á móti af hinum ágæta kennara. Erindi síra Jóns er ekki enn komið á prent, en kemur í næsta hepti Morgunns nú með vorinu, og mun þá væntanlega fjölga kaupendum hans. Jeg fjölyrði ekki meira, hefi aðeins viljað minna á þessi eriudi um síra Har- ald Níelsson. Yinir hans verða að lesa þau sjálf og mun ekki iðra þess, heldur finna, að við það mun á honum jist þeirra aukast og skilningur skýrast. Kristinn Daníelsson. S t ei ndór Sími 1580. Landsins besta bifreiðastðð. Kaupi veðdeildarbrjef og kreppulánasjóðsbrjef. Garðar Þorsteinssou, hrm, Vonarstræti 10. Símar: 4400 og 3442. Minningarorð um ðnnu Hjálmsdóttur Þingnesi Anna í Þingnesi var fædd aS- Hóli í Lundarreykjadal 11. ágúst 1858. Voru foreldrar hennar hjónin Hjálmur Jónsson bóndi 1 Þingnesi og Guðríður Jónsdóttir frá Deildartungu Áttu þau sam- an 11 börn og var Anna næstelst þeirra er upp komust. En nú eru aðeins tvær systur hennar á lífi, Kristín og Margrjet, báðar I Reykjavík. Anna fluttist með foreldrum sín- um að Þingnesi 7 ára gömul og hefir dvalið þar síðan alla tíð. Hún var mikil skapgerðarkona, drenglynd, raungóð og tryggur vinur vina sinna, en gat líka ver- ið þuug í skauti þeim er hennt miður fjellu. Órjettlæti gat hún ekki þolað. Greiud hennar, fróðleik og minni var viðbrugðið, hún las mik- ið og var1 óvanalega skemtileg í víðræðum, gamansöm og glettin í svörum. Hún var þróttmikil dugn- aðarkona. Svo átti hún líka aðra mjúka þætti, sem börnin, sem ól- ust upp í Þingnesi, þektu best, því lnin var öllum börnum góð. Og tveimur börnum Einars hróður síns í Munaðarnesi, þeiim. Hjálmi og Málfríði, sem ólust upp í Þing- nesi, gekk hún í móðurstað og kostaði Málfríði til skólanáms hjer og utanfarar. Anna var ógift alla æfi og stundaði saumaskap um margra ára skeið. Síðustu árin var hún mjög farin að heilsu, en Ijet ekki á sig fá og fram á síðasta ár veitti hún for- stöðu heimili Málfríðar bróður- dóttur sinnar og Guðjóns Eiríks- soirar og annaðist að mestu leyti um Þorstein litla son þeirra hjóna, sem nú hefir mist svo mikið — allar sögurnar og fróðleikinn se'm Anna átti eftir að segja honum. Ilann var hennar mesta eftirlæti. Anna Hjálmsdóttir dó að heim- ili sínu Þingnesi 16. þ. m. úr beilablóðfalli, 80 ára að aldri. Við, sem vorum vinir hennar, söknum hennar nú, en svo átti hun Hka vini, sem voru farnir hjeðan á undan henni, og ef við megum trúa því, sem best getur miklað vonbrigði þessa lífs, að vinir hittist aftur á annari til- veru, þá hefir Önnu verið fagnað þar og hún fengið góða heimkomu til vinanna sinna á betra landi í bjartari og hlýrri höllum, því hjer var oft. svo kalt. En Anna, þjer er ekki hægt að gleyma. S. E.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.