Morgunblaðið - 22.04.1939, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.04.1939, Blaðsíða 8
mORGUN BLAÐtÐ Laugardagur 22. aprfl 1939, Danskt blað ræðir nýlega um skort þann sem er á ýmsum nauð- synjavörum í líússlandi. I því sambancfi skýrir blaðið frá því, að ekki fáist tannburstar í Lenin- grad um þessar mundir. ★ Danskur sjómaður var nýlega dæmdur í 50 króna sekt fyrir að bafa ráðist á stúlku og sýnt henni ofbeldi. Nafn hans er mjög elsku- legt. Hann heitir Eros Amorsen. ★ I þýska bænum Kohebunden hafa síðastliðin 10 ár ekki fæðst nema 'stúikubörn. En á dögunum átti kona ein tvíbura og voru það tveir drengir. Foreldrar bæjarins eru að vonast til að nú fari að skifta urn og eftirleiðis fæðist ein- göngu drengir að minsta kosti fyrst um sinn. ★ Hermaður einn, sem tók þátt í heimsstyrjöldinni og nú býr í Kaupmannahöfn, kom í heimsókn til bróður síns. Þessi bróðor hans átti son, sem var á þeim aldri, er drengir hafa gaman af hermanna hreystiverkum, Og pilturinn bað frænda sinn að segja sjer eittkvað úr stríðinu. Hermaðurinn gamli tók litla frænda sinn á hnje sjer og sagði honum hverja söguna á fætur ann ari úr ófriðnum. Drengurinn Idustaði með athygli og það var langt liðið dags, er stóri frændi liafði lokið frásögn sinni. Að lokum sagði hann: — Jæja, nú hefir þú heyrt um alt, sem kom fyrir mig í ófriðn- Um milda. Drengurinn stóð dálitla stund hugsi á svipinn, en sagði síðan: —• Já, en frændi. Til hvers voru allir hinir hermennirnir ? ★ MÁLSHÁTTUR: Þú getur byrjað atriðið þá þú vilt, en ekki endað það. JCauftsízapcu' FERMINGARKORT, Skeyti og Skrautritun fæst á Njálsgötu 10. GASELDAVJEL sem ný til sölu á Egilsgötu 14, uppi. Skrifstofupláss óskast 14. inaí. Kola§alan S.f. Steindor Sími 1580. Landsins besta bifrelðastöQ. HEILHVEITIBRAUÐ þau bestu í bænum. Sveinabak^ aríið, Frakkastíg 14. Sími 3727. GÓÐ KÝR nálægt burði, óskast keypt í Eskihlíð C. GLO-COAT og fl. teg. gólfgljáa, sama verð og áður. Einnig bílabón, lökk á gólf, hurðir, böð og bíla. — Haraldur Sveinbjarnarson, Hafnarstræti 15. VANDAÐ EINBÝLISHOS til sölu. Tilboð merkt: ,,Hús“, sendist á afgreiðslu Morgun- blaðsins. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. Björn Jónsson, Vesturg. 28. Sími 3594. HEILHVEITIBRAUÐ og heilhveitikruður altaf ný- bakað allan daginn. Jón Sím- onarson, Bræðraborgarstíg 16. ÞORSKALÝSI Laugavegs Apóteks viðurkenda þorskalýsi í sterilum ílátum kostar aðeins 90 aura heilflask- an. Sent um allan bæ. Sími 1616. MEÐALAGLÖS Fersólglös, Soyuglös, og Tom- atglös keypt daglega. Sparið milliliðina og komið 'beint til okkar ef þið viljið fá hæsta verð fyrir glösin. Laugavegs Apótek. DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guðm. Guð mundsson, klæðskeri, Kirkju- hvöli. Sími 2796. KAUPUM FLÖSKUR giös cg bóndósir af fiestum teg- undum. Hjá okkur fáið þjer á- s alt hæsta verð. Sækjum til yð- ar að kostnaðarlausu.Sími 5333. Flöskuversl. Hafnarstræti 2J KAUPI GULL hæsta verði. Sigurþór, Hafnar- stræti 4. KAUPUM FLÖSKUR, stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 5395. Sækjum. Opið allan daginn. CUCÁynnincfcw VENUS SKÓGLJÁI mýkir leðrið og gljáir skóna af burða vel. VENUS-GÓLFGLJÁI afburðagóður og fljótvirkur. — Ávalt í næstu búð. FRIGGBÓNIÐ FÍNA, er bæjarins besta bón. *K&rt«v£gz- GENG I HÚS og les tungumál með skóla- fólki. Upplýsingar í síma 2562 frá kl. 5—7 e. h. HREINGERNINGAR. Jón og Guðni. Sími 4967.. HREINGERNINGAR í fullum gangi. Guðjón og Geiri. Sími 2499. VORHREINGERNINGAR í fullum gangi. Pantið í tíma.. Helgi og Þráinn. Sími 2131. HREINGERNINGAR. Rjettu mennirnir við innan- hússbreingerningar eru Bárður- og Ólafur. — Sími 3146. GÓÐ 4—5 HERBERGJA IbOÐ óskast 14. maí, í austurbænum.. Uppl. í síma 5059, kl. 10—1 og eftir kl. 6. SKÓLAFÓLK Látið mig hjálpa yður með upplesturinn í reikningi, eðlis- fræði og tungumálum. Páll Jónsson, Leifsgötu 23 II. HÚSMÆÐUR. Eins og að undanförnu tek jeg að mjer alskonar hreingern- ingar. Athugið að panta í tíma. Kristján Jakobsson, Bergstaða-- stræti 49. Símar 5047 og 4882. ÍBÚÐIR, stórar og smáar og einstök herbergi. LEIGJENDUR, hvort sem er fjölskyldufólk eða einbleypa. Smáauglýsingar Morgunblaðs- ins ná altaf tilgangi sínum. HREINGERNINGAR tökum við að okkur. Sigurður og Sigurvin. Sími 5002. Veggfóður margar nýtísku tegundír»- Lítið í gluggana á Laugaveg.l Sími 4700. CHARLES G. BOOTH. ÚTLAGAR I AUSTRI. MarceUes tók skóinn af sjer, klifraði varlega yfir Kínverjann og dró tjaldið til hliðar Oil rúmin, sern hann sá, voru auð. Lengst frammi í búðinni sat gam- all Kínverji við búðarborðið og blundaði. Mareelles læddist á tánum fram gólfið og komst klakklaust út að hurðinni. Það brakaði ofurlítið í henni, þegar lrann opnaði, en engin hreyfing varð inni. Uti á Opalgötu var niðamyrkur og engin sála sjá- ánleg. Stormurinn var nístandi bitnr, og Marcelles, sem var á sokkaleistunum, varð ískalt á fótunum. Hann þreifaði eftir peningabeltinu og leit í kringum sig. Honum varð alt í einu mjög órótt og byrjaði að hlaupa. Eftir hálftíma var hann, eftir miklar krókaleiðir, kominn í franska bæjarhverfið og fór- inn í lítið 3. fiokks hótel í Rue Cardinal, sem hann kannaðist við. * Næturvörðurinii, sem var franskur, Iiorfði stein- hissa á hann. „Monsieur“, stamaði haim. „Hvað er að sjá munn- inn á yður? Og hvar eru skórnir yðar?“ „Jeg ætla að gista hjér“, sagði Marcelles reiðilega. Næturvörðurinn ypti öxlum og fylgdi honum upp í herbergi á 2. hæð. „Get jeg hjálpað yður nokkuð?“ spurði hann. „Já“. Marcelles glotti. „Jeg þyrfti að biðja yður að sjá um innkaup fyrir mig strax og búðir eru opnað- *r í fyrramálið“. „Með ánægju 1“ „Jeg þarf að fá skjrrtu“, hjelt Marcelles áfram, „skó, slifsi og hatt. En færið mjer sem fýrst koníak og lieftiplástur“. Síðan fjekk hann honnm peninga, og hann hvarf hljóðlega. Fyrir innan herbergið var baðherhergi. Marcelles skolaði baðkerið vandlega og Ijet vatn renna í það. Síðan lá hann í hálftíma í heitn vatninu og hjelt bakstri við andlit sitt. Koníakið og heftiplásturinn var á svefnhorðinu við rúm hans, þegar hann kom inn aftur. Hann var dauð- þreyttur og flýtti sjer upp í rúm, þegar hann var búinn að setja heftiplásturinn á vör sína og hressa sig á koníakinu. Hann sveið í augun, og augnalolc hans voru þung sem blý. Hann sofnaði brátt, en vakn- aði fljótt aftur, í svitabaði, með martröð. Fanst Yang vera á hælunum á sjer. Hann reyndi að jafna sig. Og í fyrsta skifti, síðan hann hafði sjeð hin brostnu augu E Tsungs, tókst honum að liugsa skýrt. En hann varð ekki glaðari í bragði fyrir það. Hann syrgði E Tsung. Hún hafði verið mdælt barn. En þegar á alt var litið liafði hún auðvitað haft leyfi til þess að fara með líf sitt eins og hana lysti. Og Li Feng hafði gert sitt til þess að hefná sín. IÍvað O’- Ilare snerti, fór Marcelles nú að efast um, að hann hefði beðið lægra hlut fyrir kínversku hermönnun- um. Hann þóttist viss um, að maðurinn, sem hafði hjálpað honum, væri sá sami O’Hare og koinið hefði með hrísgrjón og hveiti til Puchang fyrir augunum á Yang. Og hann átti enga sína líka. OTIare var djöfull í mannsmynd, éins og Kín- verjinn í vínhúðinni hafði sagt, og illmögulegt að hafa hendur í hári hans. Það var líka augljóst, að O’Hare hafði veitt honum eftirför, þegar hann fór- til E Tsung. Og það gat aðeins þýtt það, að O’Hare- var á veiðum eftir peningum Yangs, Marcelles fknst sem væri hann umkringdur á alla< veg-u. Annars hafði ráðagerð hans verið afar einföld,. þangað til Ramsgate alt í einu birtist. Yang hafði ver- ið í-Shen Si, eftir því sem liann vissi best, og um leið og hann sjálfur var kominn um horð í „Prins Austur— landa“ þóttist hann öruggur fyrir honum. Þá hafði Irene Mallory komið til sögunnar, síðan Ramsgate,. O’Hare, og nú síðast Yang sjálfur. Hann gat ekki ímyndað sjer, hvernig þau hefðu komist á snoðir unu. ráðabrugg hans. Líklega hafði Yang frjett það hjá fylgismönnum sínum í Shanghai. En þau hin? Atti hann að láta Yang fá peningana? Nei! Ohappið með' E Tsung hafði komið alveg óvænt. Og Yang myndi ekki vera ánægður, fyr en hanng. Marcelles, hefði sætt grimmilegri liefnd. En gat hann búist við að sleppa og komast I ifandi til Marseille, fara með „Prins Austurlanda1* og hafa:< peningabeltið meðferðis, eins og hann-hafði ráðgert?" Hann var umkringdur á alla vegu. — Irene Mallory,. Eamsgate, O’Hare og síðast en ekki síst Yang, sem hanu óttaðist mest af öllu. Mareelles lá í köldu svita- baði undir ábreiðunni, er hann -hugsaði um þetta. Það var eins og alt sjálfstraust hans væri þrotið. Ý KI. 91/2 um morguninn kom franski dyravörðurinn inn með fangið fult af bögglum. Marcelles baðaði and- Iit sitt vandlega úr köldu vatni og klæddi sig í snatri. DyravörSurinn liafði verið sæinilega heppinn með innkaupin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.