Morgunblaðið - 17.05.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.05.1939, Blaðsíða 2
2 r"RGUNBLAÐIÐ Miðvikudagnr 17. maí 1939. Samningar Breta og Rússa strandaðir! Hitler skoðar varnarvirkin Frakkar reyna að miðla málum Potemkin fer ekki til Genf s Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. AMNINGA Breta og Rússa hefir að nýju bor- ið upp á sker. >ív — Eftir að svar Rússa við tillögum Breta hafði vörið afhent í London í gær — en í þessu svari halda Rússar fast við þá stefnu sína, að fýrst verði að gera hern- aðarbandalag milli Rússa, Frakka og Breta, áður en Rúss- ar taka ábyrgð á landamærum nágranna sinna að vöstan- verðu — væntu menn þess að samningunum myndi verða haldið áfram er Halifax lávarður og Potemkin, varautan- ríkismálaráðherra Rússa, hittust í Genf í byrjun næstu viku. Því var jafnvel lýst yfir af hálfu stjórnarinnar í breska þing- inUi í gær, að samningunum myndi verða haldið áfram í Genf. En nú hefir verið tilkynt frá rússnesku sendiherraskrifstofunni í London, að Maisky, sendiherra, en ekki Potemkin, muni mæta fyr- ir Eússlands hond í Genf. Þar sem Maisky, sem er sendiherra Paissa í London, hefir frá upphafi staðið í stöðugu sambandi við Halifax lávarð, eru engin líkindi til að fundurinn í Genf hafi nein áhrif á samninga Rússa og Breta UMMÆLI LLOYD GEORGE Hversu mikilvægt það er álitið, að dómi margra kunnra á- hrjfamanna, að bráður bugur verði undinn að því að fá Rússa inn í varnarbandalagið, má nokkuð marka af ummælúm Lloyd George í breska þinginu nýlega. Hann sagði, að ef breska her- foringjaráðið teldi að Bretar gætu staðið við hinar nýju skuld- bindingar sínar í Evrópu, án aðstoðar frá Rússum, þá væri það (herforingjaráðið) betur komið á vitfirringahæli. „Manchester Guardian“ seg- ir frá því að Tyrkir hafi sett það að skilyrði fyrir því, að þeir gerðu „endan- legan“ samning við Breta, að samkomulag næðist milli Breta og Rússa. Það er nú talið, að franska stjóínin muni reyna að finna ein hvefja lausn á hinum bresk-rúss neska ágreiningi. Þrátt fyrir alt, er fullyrt að Rússar hafi hug á að komast að samkomulagi, eins og m.a. hefir komið fram í hinni vingjarnlegu afstöðu, sem þeir tóku til bresk-tyrkneska sam- komulagsins. En þeir vilja knýja fram til- slakanir af hálfu Breta til hins ítrasta. ÖRÐUGLEIKARNIR Málamiðlunarhlutverk Frakka verður á engan hátt ljett. Hern- aðarþandalagið, sem Rússar vilja gera felur í sjer þá nauðsyn, að Paissar fái leyfi til þess að fara með her yfir Eystrasaltsríkin, Pólland eða Rúmeníu, ef á Bret- land og Frakkland verður ráð- ist. í öðru lagi vilja Rússar loforð um stuðning við smab irnar við vesturlandamæri þeina verði gagnkvæm, en til þess eru Pólverjar og Rúmenar tregir vegna hins nána samstarfs við Rússa, sem af því myndi hljót- ast.. Loks óttast Bretar, að gagn- kvæmu hernaðarbandalagi við Rússa myndi verða fálega tekið, ekki aðeins í Rúmeníu og Pól- landi, heldur líka í löndum eins og Portúgal, Grikklandi og Eg- yptalandi, sem alt eru bandalags þjóðir þeirra. PÖLVERJAR — Frönsk blöð ræða í dag um hið væntanlega málamiðlunarhlut- verk Bonnets, utanríkismálaráð- herra Frakka. Eitt þeirra segir, að það hafi jafnan verið hlut- verk Frakka, að sjá til þess að hafa öflugan bandamann á bak Þjóðverjum. Þetta muni verða erfiðar nú, en oft áður, vegna þess að nú sjeu það Pólverjar, sem eiga landamæri að Þýska- landi en ekki Rússar. HERMÁLARÁÐHERRA PÓLVERJA RÆÐIR VIÐ DALADIER London í gær. FU. Daladier, forsætisráðherra rakka, átti í dag þriggja stund arfjórðunga viðræðu við land- varnaráðherra Póllands, sem nú er staddur í París. Hann hefir einnig rætt við sendiherra Pólverja þar í borg- inni. von Papen. —von Papen— kallaður iieim von Papen er lagður af stað frá Tyrklandi til Þýskalands. Því er neitað í Berlín í dag, að rjett sje fregn sú, sem birt var í Englandi og víðar í dag, að von Papen hafi verið kallaður heim frá Tyrklandi, til þess að gefa skýrslu um bresk-tyrkneska varnarbanda- lagið. I hinni þýsku tilkynningu um þetta segir, að för von Papens til Tyrklands hafi bor- ið allbrátt að, og sje honum nauðsynlegt að koma heim til Þýskalands, til þess að sinna einkamálum, er honum vannst ekki tími til að ganga frá áð- ur en hann fór. (Skv. FÚ). Palestinu-Gyðingar ógna Bretum Breska stjórnin ætlar að til- kynna í dag, hvaða lausn hún hefir fundið á deilum Araba og Gyðinga í Palestínu. Er talið að hin nýja lausn muni fara nær sjónarmiðum Araba en Gyðinga. Ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að koma í veg fyrir óeirðir, eftir að stefna stjómarinnar hefir verið birt. SVERÐ ÚR SLÍÐRUM ‘Lohdbn í gær. FÚ. I Jerúsalem voru birt ávörp á hebresku í dag, þess efnis, að ef vonir Gyðinga um þjóðarheimili í Palestínu verði látnar að engu verða, megi Gyðingar draga svérðið úr slíðrum. 1 einu höfuðmálgagni Gyðinga segir þó, að Gyðingar muni ekki grípa til vopna eða vinna hermd- arverk til að ná rjetti sínum. Ottast Þjóðverjar ekki lengur strið á tvær hendur? Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. HITLER hefir undanfarna daga verið á eft- irlitsferð um varnarvirkin á fransk-þýsku landamærunum, hina svonefndu Siegf'ried- línu. Hann hyrjaði eftirlitsferðina í fyrradag nyrst við belgisku landamæfin og hefir í dag skoðað virkin í Saar. í dag sýndi yfirhershöfðingi Þjóðverja, von Brauchitsch, nokkrum foringjum nasistaflokksins og þýska hersins, nokkurn hluta virkjanna. Þýsk blöð segja, að hinir pólitísku og hemáðár- legu leiðtogar hafi sannfærst um, að allar tilraunir væntanlegra óvina til þess að ráðast inn í Þýskaland, myndu reynast árangurs- Jausar. 200 milj. marka þýskt lán til JAgóslafa Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. iano greifi er væntanlegur til Berlínar á sunnudag- inn kemur, til þess að skrifa und ir þýsk-ítalska hernaðar- og stjórnmálabandalags sáttmálann. Páll prins, ríkiserfingi í Júgó- slafíu og Olga kona hans hafa boðað komu sína í opinbera heim sókn til Berlín á næstunni. Þjóðverjar gera sjér vonir um að Júgóslafar eyðileggi Balkan- bandalagið með því að segja sig úr því. Balkanbandalagið er hern aðárbandalag Tyrkja, Grikkja, Rúmena og Júgóslafa. Þetta bandalag hefir verið talinn einn öflugasti vörður friðar og reglu á Balkanskaga. Búist er við, að Þjóðverjar bjóði Júgóslöfum 200 milj. rikis marka verslunarlán til 10 ára. Lánið á endurgreiðast í vörum, þ. á. m. með 200 þús. smálestum af járnmálmi áriega. ------------- Glæfralegt Aííantshafs- flug Svía Khöfn í gær F.Ú. ackmann, sænskur flugmað ur, er sagður hafa lagt af stað frá Botwood á Nýfundna- landi í viðkomulaust flug til Sví- þjóðar. Flugvjel hans er lítil og ekki útbúin ýmsum þeim tækjum, er nú þykja nauðsynleg í langflugi. Backmann kveðst vera einn af )rem flugmönnum, sem ætla að fljúga viðkomulaust milli Amer- iíku og Svíþjóðar í sumar. Hermálasjerfræðingar í Þýska. landi eru farnir að halda því fram, að hin öflugu virki geri auðveldara að ráða fram úr þeim vanda, sem skapast, ef Þjóðverj ar þurfa að verjast samtímis á tvær hendur. Þetta hefir verið eitt mesta kvíðaefni þýskra hern aðarsinna og kemur þessi kvíði jafnvel fram í „Mein Kampf“. Hermálasjerfræðingarnir segja að tiltölulega lítinn liðsafla þurfi til þess að verja vesturlandamær in og allan aðal-herstyrkinn sje hægt að senda austur á bóginn. MUSSOLINI LÍKA Á EFTIRLITSFERÐ London í gær. FÚ. Mussolini hefir í dag verið á eftirlitsferð með landamærum Frakklands og Italíu og kom með al annars til vestasta virkis Itala þar á landamærunum. Mussolini er sagður hafa sagt við hershöfðingja ítala þar, að hann byggist ekki við, að gerð yrði tilraun til ínnrásar í Ítalíu á þessum slóðum. Þýskur iijállari kominn til Víkings Með Dettifossí í gæriMorgrpi kom hingað þjálfari ,,Ylk- ings“, hiim frægi þýski markmað- nr Fritz Bucliloh Með honmn er kona lians en þau voru gefin saman fyrir þrem vikum og er ferð þeirva hingað því einskonar brúðkaupsferð. Stjórn ,,Víkings“ og nokkrir meðlimir úr fjelaginu sátu hádeg- isveislu, sem Buchloh og frú hans var haldin að Hótei Borg í gær- morgun. Mun Buehloli byrja þjálfarastarf sitt hjá „Yíking“ á æfingum í dag hjá IV. fl. kl. 6 og II. fl. kl. 9. Hjer í blaðinu liefir áður verið skýrt frá íþróttamannsferli Fritz Buchloh, en sá ferill er allur hinn glæsilegasti. Buchloh og frú hans munu dvelja lrjer frani í miðjan ágúst- mánuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.