Morgunblaðið - 17.05.1939, Page 4
4
M0RG4JNBBAÐIÐ
Miðvikudagur 17. maí 1939.
KVEMDJOÐIN OQ HEIMILIN
Kvenfólk og tóbaks-
reykingar
All mikið hefir verið rætt
hjer og ritað um tóbaks-
reykingar og hin skaðlegu áhrif
þeirra, einkanlega á kvenfólk. —
En til þessa hafa góðar fortölur
lítt gagnað, því að enn þá reykir
islenSkt kvenfólk allt of mikið;
margt fult eins mikið og karl-
menn.
Það minnir á, hvernig sumt
Evenfóik hefir brugðist við kven
rjettindunum, sem að vísu í
engu skulu löstuð. En í stað þess|
að nota sjer aukin fríðindi og
frelsi á við karlmenn á kvenleg
an hátt, hefir það notað tæki-
færið, til þess að taka upp ýmsa
ósiði karlmannanna. Það hefir
lært ósiði af þeim í stað þess að
kenna þeim betri siði, en það á
einmitt að vera hlutverk góðra;
kvenna. 0g yfirburðir konunnar
eru m. a. þeir, að hún er fín-
legra eðlis en karlmaðurinn og
því verður oft meira af henni
krafist, andlega og siðferðilega.
En það voru tóbaksreykingam
ar---------
Víðar en hjer þykja þær böl
og byrjað er að berjast á móti
þeim, og þá fyrstog fremst með-
al kvenfólks. í Þýskalandi er t.
d. risin hreyfing í þá átt, og
á heilbrigðisi áðstefnu í Frank-
furt ekki alls fyrir löngu hjeldu
læknar sjerstaka fyrirlestra um
áhollnustu tóbaks fyrir kvenfólk.
Og það er staðreynd, að tóbaks-
xeykingar fara ekki einasta illa
með heilsu fólks; það eyðileggur
útlit og æsku kvenna, gerir þær
Ijótar og ellilegar um aldur fram.
Og auk þess hafa þær í för með
sjer mikla og óþarfa peninga-
eyðslu.
TÍSKUTAL
Vorfrakkarnir eru aðallega meðj
tvennu móti: Sljettir og'
þröngir í mitti, hringskornir að:
neðan, með breiðu belti, oftastj
dökkir, — eða víðar „swagger“-j
kápur (sjá mynd til vinstri). —:
í sportfrakkann tíðkast mest að
hafa skosk eða köflótt efni, ogi
þykir ekkert að því, þó að þau:
sjeu með margskonar litskrúði.
★
Fellingar og vestis-belti. fétf’
Sinnepsgulur ullarkjóll með brúnu
skrauti. Pilsið er vítt og felt að
framan, eins og tíðkast mikið nú,
en þröngt að aftan. Takið eftir
beltinu. Það er breitt og minnir
á vesti. Þannig belti eru líka mik-
ið í tísku.
★
Herratískan:
París er miðstöð dömutískunn-
ar, en London herratískunnar. En
Ameríka vill þó ekki vera útund-
an, og um daginn hjeldu helstu
skraddarar í Philadelphiu tísku-
sýningu. Þár voru m. a. sýndir
karlmannajakkar með alveg nýju
sniði, kragalausir, með út-á-breidd
um skyrtukraga, sem kallaðir eru
Jósefsjakkar.
Hárkambar
Krullupinnar.
Sápulaus hárþvottaolía
(Soapless Shampoo).
Tjörusápa.
Laugaveg: 19.
Hentug tilkögun
iUOAÐ hvílkt
autO gleraugam tcí
THIELE
cream
er ómissandi fyrir viðkvæma,
fíngerða húð. Það heldur
henni mjúkri og ver hana
fyrir sólbruna og óþægind-
um af kulda, en gerir búð-
, ina fallega og útlitið hraust-
legt.
ROSOL-
CREAM
er í bláun
dósum,
þannig
útlítandi.
RÖSOL
CREAM
Munið
-----— að hafa borðsalt við
hendina, ef straujárnið er stirt,
og strjúkið yfir það með járn-
inu, áður en byrjað er að strjúka
þvottinn. Þá verður járnið hált
og ljett að strjúka með því, eins
og vera ber.
★
— — — að, þegar tappi er
fastur í flöskustút, er oft hægt
að ná honum úr, með því að
láta matarolíu drjúpa um sam-
skeytin. Eins er gott að hita
flöskuna og losa tappann síðan
varlega úi stútnum.
★
— — — að burstar linast í
heitum sápuvötnum og því er gott
að lireinsa þá úr volgu vatni og
skola þá úr köldu saltvatni. Ef
hárin verða mjög þur, vilja þau
brotna, en til Jiess að koma í veg
fyrir það, er gott að láta burstana
stundum vera í bleyti í köldu
vatni.
Garðarnir þurfa
góða hirðu
Nú er sem óðast verið að setja
niður í garðana. Gangi mað-
ur á kvöldin í úthverfi bæjarins,
má sjá fjölda fólks önnum kafiS
við að stinga upp, moka geilar
eða setja niður.
Gárðræktin fer mjög í vöxt hjer
í bænum og er það vel farið. f
fyrra var garðræktin meiri en
nokkru sinni áður. Nú í ár verð-
ur hún meiri en í fyrra. Þetta er
rjett stefna.
En þegar minst er á garðana
og þann dýrmæta fjársjóð, sem
þeir geyma fyrir heimilin, verð-
ur ekki komist hjá að segja aðra
sögu, sem ekki er eins skemtileg
frásagnar.
Víða er mjög ábótavant um
hirðingu garða þeirra, sem bær-
inn leigir út. Ætti garðyrkjuráðu-
nautur hæjarins að ganga strangt
eftir því, að garðarnir sjeu vel
hirtir og taka þá af mönnum ella.
Þá er annað, sem er enn Ijót-
ara frásagnar. Það hefir, því mið-
ur, all-mikið horið á því síðustu
árin, að stolið hafi verið úr görð-
um og einnig, að garðar hafi ver-
ið traðkaðir og skemdir, jafnvel
eyðilagðir. Þetta framferði er
blettur á Reykvíkingum, og ætti
lögreglan að hafa sterkar gætur
á því fólki, sem þannig hagar
sjer og taka hart á þeim hrotum,
því að eftir mikla fyrirhöfn og
vinnu er ilt að láta eyðileggja
og gera að engu það, sem gæti
orðið heimilunum bæði til gagns
og gleði.
Þurfa ekki að pipra.
ISíam þarf kvenfólkið ekki
að „pipra“. Ógiftár stúlkur
yfir tvítugt geta snúið sjer til
yfirvaldanna og krafist þess, að
þeim sje útvegaður eiginmaður.
| En yfirvöldin hafa nóg úr að
jvelja, því að það eru lög í land-
inu ,að ríkið getur skipað laga-
brjótum að kvænast.
Velur hið opinbera venjulega
kvonfangið fyrir mennina, en
stundum fá þeir að velja sjor
konu sjálfir, ef þeir hafa lítið
brotið af sjer.
Telja yfirvöldin í Síam þetta
heppilega ráðstöfun, þar sem eng
inn geti haft eins góð áhrif á
menn með slæmar tilhneigingar,
eins og góð eiginkona.
hreinsunarkrem
er jafnnauðsynlegt á hverju
heimili og handklæði og sápa.
Óhreinindi i húðinni valda
hrukkum og bólum. Náið
þeim burt án þess að skaða
hina eðlilegu húðfitu með
LIDO hreinsunarkremi. Dós-
in 0.50 og 1.00.
Borðstofuborðið stendur með
tvær fætur í borðstofunni og
tvær í eldhúsinu, og er rent fram
og aftur í gegnum lúku á þil-
inu, svo að mjög lítið ómak verð
ur við að bera á borð og taka
af því. Lagt er á borðið í eld-
húsinu, þar sem skúffur eru
rjett við hendina með öllum borð
búnaði, og síðan er borðinu skot
ið inn í stofuna. Hleranum má
loka milli þess, sem rjettirnir eru
látnir inn um lúkuna. Og eftir
máltíðina er borðinu aftur rent
fram í eldhús, svo að segja beint
að vaskinum, þar sem leirtauið
er þvegið upp.
Hafið þfer reynt
ASTRA Citronfreknuvatn
og
ASTRA Fraknukrem
Revkjavíkur Apótek
Hjúkrunardeildin.