Morgunblaðið - 21.05.1939, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.05.1939, Blaðsíða 10
10 Nú á dögum er uppfinninga- maðurinn ekki gráhærður náungi, sem situr hugsi með hönd undir kinn, þar til honum dettur eitthvert snjallræði í hug. Nú á tímum verða uppgötvanir til á efnafræðisrannsóknastofum. En jafnvel á þessum tímum vísinda- legrar nákvæmni og tilrauna í einhverja ákveðna átt getur til- viljunin ráðið miklu. Hjer á eftir fara nokkur dæmi um, hvernig merkar uppgötvanir hafa orðið til fyrir hreinustu tilviljun og hepni. ★ Ef að maðurinn, sem fann upp masonitið, Bandaríkjamaðurinn W. H. Mason, verkfræðingur, hefði ekki setið óvenju lengi við hádegisverðarborðið dag nokkurn árið 1925, má telja líklegt að heim urinn hefði orðið að vera án þessa ágæta byggingarefnis. William H. Mason hafði árum saman reynt að gera pappír úr hefilspónum, án þess að honum tækist það. En Mason gafst ekki upp, heldur hjelt tilraunum sín- um áfram sleitulaust. Yorið 1925 leigði hann litla pappírsverk- smiðju í Wisconsin og þar tókst honum að framleiða heilar arkir úr hefilspónum. Mason þurkaði arkirnar miili gufuhitaðra platna, og þegar hann ætlaði að þurka arkirnar, gerði hann mikla upp- götvun. Þennan umrædda dag, er hann hafði sett arkirnar í gufupressu, fór hann með einum starfsmanna sinna til hádegisverðar. Þeir sátu lengi yfir matnum, því ekkert lá á, og síst gat það komið að sök þó arkirnar fengju góðan tíma til að þorna. En þegar Mason kom aftur í verksmiðju sína og tók arkirnar út úr pressunni, er ó- hætt að segja að hann hafi orðið forviða. I stað þess að úr pressunni kæmi þur pappírsörk, kom sljett, hörð plata, nýtt efni var fundið upp, sem síðan fjekk nafnið masonit. Nú kom líf í verksmiðjuna. Mason gerði margar tilraunir með þetta nýja efni og áður en ár var liðið gat hann sent á markaðinn einangrunar- og byggingarefnið góða, sem síðar fór sigurför um heim allan. Arið 1926 var fyrsta verksmiðjan, sem framleiddi mas- onit í stórum stíl, sett á stofn. ★ Þannig getur tilviljunin komið til hjálpar. — í efnaverksmiðju einni hafði árum saman verið reynt að framleiða fernis, sem hentugur væri fyrir bíla, húsgögn og þessháttar. Fernisinn þurfti að vera með þeim eiginleikum, að hann þornaði svo að segja strax, er búið var að bera hann á. Til- raunirnar voru svo langt komnar, að talið var — að áliti sjerfræð- inga — að ekki þyrfti nema að setja ákveðið magn af saltpjeturs- bómull í blönduna til þess að fá það efni, sem framleiða átti. Það var gert, en þá kom í ljós, að fernisinn varð að graut, sem hjekk saman eins og hveitilím. Og nú kom tilviljunin til hjálp- ar. Efnafræðingur einn var að gera tilraunir með sódaupplausn og fleygði afgangi af sóda í ker- íð, sem hinn mishepnaði fernis var í. Fernisinn var hvort sem var ónýtur. Þenna dag var óvenju heitt í veðri og enginn skifti sjer af fernisblöndunni. En næsta dag var fernisgrauturinn ekki lengur MORGUNBLAÐIÐ Uppfinningar sem orðið hafa til neinn grautur, heldur rennandi og skínandi fallegur fernis, sem þorn aði strax og honum hafði verið smurt á trje eða járn. Sódinn og hitinn í sameiningu höfðu gert kraftaverkið, sem efnafræðingarn ir höfðu gefist upp á. ★ Listin að framleiða gerfi-indigo (litarefni) úr nafta uppgötvaðist á líkan hátt. Efnafræðingar höfðu lengi brotið heilann um hvernig þeir ættu að framleiða indigo, en árangurslaust. En svo einn góðan veðurdag kom atvik fyrir á efna- fræðisstofunni. Ungur aðstoðar- maður stakk hitamæli ofan í geymirinn, þar sem hin ófullnægj- andi litarefnisblanda var geymd, en hann gerði það svo klaufalega, að hitamælirinn brotnaði. Kvika- silfrið úr mælinum rann út í vökv- ann og samlagaðist honum, og nú leið ekki á löngu þar til sú efna- breyting átti sjer stað, sem varð til þess, að farið var að framleiða gerfi-indigo-litarefni. ★ A sama hátt fanst hinn svo nefndi anilínlitur. Efnafræðingur einn, Perkins að nafni, hafði feng- ið þá flugu, að hann myndi geta framleitt anilín úr koltjöru, en eftir um 40 tilraunir leit helst út fyrir, að hann yrði að gefast upp. Hann var kominu að því að kasta hugmyndinni frá sjer og byrja á nýju verkefni, er honum datt í hug að setja vínanda í blönduna. Og undur skeðu — hið límkenda efni, sem yirtist til einskis nýtt, varð alt í einu fagurrautt — ana- lín. ★ Onnur merkileg uppgötvun varð til á þann hátt, að efnafræðingur gleymdi að þvo sjer um hendurn- ar áður en hann gekk að snæð- ingi. Hann var svo ákafur við vinnu sína, að hann borðaði bit- ann sinn og hjelt áfram að vinna um leið. Alt í einu tók hann eft- ir því að brauðið, sem hann var að borða, var óvenju sætt. Þessi náungi var athugull og hann fór að hugsa um, af hverju þessi sæt- indi myndu stafa og hann rann- sakaði með nákvæmni öll þau efni, sem hann hafði verið að vinna með. Þessi maður fann upp sakka- rínið. ★ Charles Goodyear vann árum saman að gúmmíbræðslu áður en hann fann þá aðferð við bræðsl- una, sem gerði hann heimsfræg- an og fjekk honum auð í aðra hönd. Hann bjó til gúmmíregn- frakka, sem stóðu stífir í kulda og póstpoka, sem skruppu saman í hita. Hann var yfirleitt óhepp- inn gúmmíframleiðandi, þar til hann einu sinni misti smáklump, sem var úr blöndu af gúmmí og brennisteini, niður á suðuvjelina og þá fjekk hann strax hugmynd- ina að gúmmísuðuaðferð, sem hann hefir einkaleyfi á og þykir ein besta í heimi. ★ Verkamaður einn, sem vann í pappírsverksmiðju í Berkshire á Englandi, trassaði einu sinni að setja lím í pappírsefni, sem verið var að búa til pappír úr í verk- smiðjunni. Blandan var álitin ónýt, en þó fanst verksmiðjueig- andanum ekki rjett að kasta emer að nafni. Pilturinn var heima í fríi frá skólanum og fjekk að fara með föður sínum í verk- smiðjuna. Oamli inaðurinn út- skýrði stálframleiðsluna fyrir syni sínum og sagði honum m. a. að nokkuð af kolefni væri látið íyrir tilviljun blöndunni, ef vera mætti að hægt væri að nota hana til einhvers síðar meir. Þegar pappírsefni 'þetta kom úr vjelunum kom í Ijós. að ómögulegt var að skrifa á það, vegna þess að það „saug“ í sig blekið. Þá datt einhverjum það snjallræði í hug, að hægt myndi að selja þetta sem þerripappír, og ekki leið á löngu þar til verk- smiðjan varð eingöngu að snúa sjer að þerripappírsframleiðslu, vegna þess hve eftirspurnin jókst eftir þessum nýja pappír. * Bessemer-stálið var fundið upp af tilviljun einni. Þessi stáltegund hefir mjög 'mikla þýðingu fyrir stálframleiðsluna. Sá, sem fann upp þetta stál var skóladrengur, sonur stálverksmiðjueiganda, Bess vera eftir í stálinu — en hve mik- ið það ætti að vera væri aðeins hægt að ákveða eftir litnum á stálinu þegar það væri brætt. Son- urinn hafði mikinn áhuga fyrir stálframleiðslunni og sagði við föður sinn: „Heyrðu pabbi, af hverju er ekki alt kolefnið tekið fyrst úr og svo sett mátulega mik- ið í á eftir?"1 Prófessorar og verk fræðingar höfðu árangurslaust hugsað og reiknað út aðferðir til að framleiða stál, en þeim hafði ekki dottið þessi einfalda lausn í hug. I öllum tilfellum, sem að fram- an eru nefnd, hafa uppgötvanirn- ar verið gerðar í sambandi við starf eða rannsóknir og má segja, að uppfinningamennirnir hafi Sunnudagur 21. maí 1939. ekki orðið fyrír óverðskuldaðri hepni. ★ Enski læknirinn Edward Jenner gerði stórmerka uppgötvun, er hann gaf sig á tal við sjúkling, sem var að bíða eftir að ná tali af yfirlækninum á sjúkrahúsinu, þar sem Jenner vann Jenner komst að því að menn, sem fengið hafa kúa- bólu, eru ómóttækilegir fyrir bólu- sótt. Viðkomandi sjúklingur, ung stúlka, kom á sjúkrahúsið til að sækja lvf við hósta. Af tilviljun fór Jenner að tala við stúlkuna um bólusótt, sem gekk í hjerað- inu. Unga stúlkan sagði, að engin hætta væri á að hún veiktist vegna þess að hún hefði haft kúabólu og væri þessvegna ómóttækileg fyrir veikinni. Hún liafði smitast af kúabólu er hún var að mjólka kú, sem hafði litbrot á júgrinu, og homopati einn hafði fullvissað hana um, að engin hætta væri á að hvin fengi bólusótt framar. Jenner sá strax, hve mikils virði þessar upplýsingar ungu stvilk- unnar voru, þrátt fyrir að starfs- bræður hans hefðu enga trú á til- 'raunum hans. Jenner tökst samt að framleiða bólúsetningarefni, sem hlaut við- urkenningu læknavísindanna. Seth Hunt er maður nefndur, sem oft komst í slæmt. skap af því að stinga sig á nálum. Dag nokk- urn datt honum í hug' að setja hnúð á endann og fann þannig upp títuprjóninn. Hunt græddi miljónir á þessari uppfinningu. Apinn sem læröi mannasiði Kunni aðeins eitt orð Dýralæknir einn í Paris, dr Mennerat að nafni hefir gert tilraun með sálarþroska apa, og hefir aldrei neitt svipað verið áður gert. Fyrir 10 árum kom dr. Menn- erat heim úr rannsóknaferð um Suð-Afríku. Hafði hann heim með sjer tveggja ára gamlan Schimpansa. Apann nefndi hann Fatou. Dr. Mennerat á konu og tvo syni. Alt þetta fólk svo og ann- ð heimilisfólk læknisins, gerði nú alt sem í þess valdi stóð til þess að venja apann við umgengni manna og gleyma sinni fyrri til- veru meðal dýranna. Þ. e. a. s. Ekkert var gert til þess að aga apann eða temja hann, kenna honum, skóla hann. En honum var gefið sem mest og best tæki færi til að semja sig sjálfkrafa að siðum mannfólksins. Þegar apinn hafði lært þannig mannasiði í 10 ár, kom hann fyrst „opinberlega fram“, þ. e., ókunnugir menn fengu tækifæri til að kynnast honum. Dýralæknirinn hjelt fjölmenna kvöldveislu, og bauð þangað dýrafræðingum, læknum og blaðamönnum. Er gestirnir voru komnir, kom Fatou inn í stof- una. Hann gekk upprjettum fót- um og lokaði varlega á eftir sjer hurðinni, gekk síðan virðulega fyrir hvern einstakan gest og rjetti honum hendina, til að bjóða hann velkominn. Er til borðhaldsins kom, sett- ist hann við borðendann, þar sem honum var ætlað sæti og matáðist eins og hitt fólkið, og borðaði alla sömu rjetti og aðr- ir með öllum sömu borðsiðum og aðrir. En framreitt var þarna súpa og fiskur, kjöt, grænmeti og ábætir. Hann fór að öllu sem aðrir, tók við diskum frá sessu- naut sínum, og rjetti til þess næsta er hann hafði tekið það sem, hann lysti. í einu var hann frábrugðinn mannfólkinu, að hann tók rífleg- ar en aðrir til matar síns af ávöxtum og grænmeti. — Vín drakk hann, sem aðrir, hélt kurteislega á glasinu, og fór sér að engu óðslega. Er komið var að ábætinum, stóð hann skyndilega á fætur, gekk til húsmóðurinn, frú Menn- erat, lagði handlegginn hægt á öxl henni og sagði skýrt tvisvar: Mamma! Benti hann á vínflösku eina, er í var hvítt Bordeaux-vín og var auðsjáanlega að biðja hana að gefa sjer úr flöskunni. En einmitt þetta vín var eftirlætis- drykkur hans. Hann þekti flösku miðann. Er gestirnir voru sestir að kaffidrykkju sagði dr. Mennerat: ,Nú langar okkur í eitthvað að reykja“. Strax stóð Fatou upp og sótti vindlakassa, cigarett- ur og eldspýtur. Gekk hann nú fyrir gestina, bauð þeim reyk og gleymdi ekki að kveikja í fyrir þá. Að því loknu tók hann sjer eina cigarettu, náði í öskubikar handa sjer, settist í sófa, ljet öskubikarinn vera þar hjá sjer, reykti cigarettuna með sýnilegri velþóknun og drap síðan í stúfn- um með því að þrýsta honum niður í öskubakkann. Schimpansinn var klæddur víðri blússu, þunnum buxum og trigaskóm. Hann hafði herbergi út af fyrir sig í íbúðinni. Þar var rúm hans, borð, ruggustóll og fatasnagar. Þar hafði líka verið gert sjerstakt baðker handa honum. Hann sá sjálfur um að láta renna í baðkerið og tempra vatnið í notalegan hita. Að því búnu baðaði hann sig og þurkaði sig og klæddi sig eins og menn. Fatou fór frjáls ferða sinna um alla íbúð læknisins. Aldrei skemdi hann neitt. Aldrei fór hann í óleyfi í matarbúrið til að hnupla sjer bita. Hann var þó lokaður inni meðan móttökutími læknisins stóð yfir, því hefði hann komið að óvörum í bið- stofuna, gat verið að hann hefði vakið þar ótta og skelfingu. Áður en gestirnir yfirgáfu læknirinn þetta kvöld, gaf hann þeim greinargerð fyrir þessu Framh. á 11. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.