Morgunblaðið - 21.05.1939, Blaðsíða 11
Sunnudagur 21. maí 1939.
MORGUNBLAÐIÐ
11
Krossgáia Morgunblaðsins 57
Lárjett:
1. drekka. 7. Slát. 11. staðfesta. 13. meinsemd. 15.
'Land. 17. fönn. 18. vera. 19. þingdeild. 20. óþjett.
22. ögn. 24. heiðurstitill. 25. mannsnafn. 26. í húsi.
28. sáðlönd. 31. óþjáll. 32. lofaði. 34. skinn. 35.
.gælunafn. 36. veitingastaður. 37. skammst. 39. fóðra.
40. skel. 41. óvinir. 42. skyldfólk. 45. arða. 46. keyr.
47. eldur. 49. góður. 51. höfuðfat. 53. sælgæti. 55.
leyna. 56. búast við. 58. kugarburður. 60. bók. 61.
fer á sjóinn. 62. óþektur. 64. ferðast. 65. skeyti.
€6. æða. 68. háspil. 70. úttekið. 71. hjón. 72. skart-
gripur. 74. sveipur. 75. tákn.
Lóðrjett:
1. uppeldisstofnun. 2. hærri en kóngurinn. 3.
lærði. 4. kvenmannsnafn. 5. hreyfing. 6. bón. 7. til-
finning. 8. ganga að. 9. deild. 10. árabil. 12. fæða.
14. hrygluhljóð. 16. hafna. 19. stafurinn. 21. snarp-
ur. 23. höst. 25. áhald. 27. hreyfing. 29. mynt. 30.
forsetning. 31. lesandi Morgunblaðsins. 33. áður en hægð. 55. framhleypin. 56. gæluorð. 57. svara. 59.
35. ferðalag. 38. heimilisfang. 39. grískur bókstaf- trýni. 61. bleyta. 63. heiti. 66. hitagjafi. 67. hávaði.
nr. 43. tala. 44. gabbað. 47. kvenmannsnafn. 48. 68. tilfinning. 69. borg. 71. kvartett. 73. tilbaka
Ibrígsla. 50. skammst. 51. kall. 52. heilagur. 54. (skammst.).
ír
Þórðuc Sveinsson
Pess er getið um Sverrir kon-
ung, að hann mælti stund-
um yfir moldum látinna manna
og eru ræður hans merkilegar
enn í dag.
Eitt sinn í þeim sporum lit-
aðist hann um og tók seint til
máls — var mikið niðri fyrir.
Ekki er jeg Sverris maki á
nokkurn hátt. En vjer, sem nú
lifum, erum Sverri konungi svip
aðir að því leyti, að oss kemur
margt og mikið í hug, þegar
vjer kveðjum vini vora í síðasta
sinn, eða þá menn, sem voru mik
ils háttar, svo að skaði er fyrír
alþjóð að fráfalli þeirra að ó-v
gleymdum harmi vandamanna og
vina.
Sverrir konungur litaðist um
og tók seint til máls. En ræða
hans bar vott um mikla umhugs
un og skapþunga. Enn í dag eru
mannlegar tilfinningar samskon
ar sém þær vor.U. fyrir 1000 ár-
um.
Mjer verður nú litið norður til
Húsavíkur, við Skjálfanda, þar
var Þórður borinn og barnfædd-
ur.
Þar kendi jeg honum einn vet
ur lestur, skrift ög reikning. Sú
kensla er frá minni hálfu engra
frásagna verð, svo sem nærri má
geta. En vegna þessarar aðstöðu
minnar hefi jeg skilyrði til að
minnast á sveininn Þórð.
Aðrir hafa betri skilyrði en
jeg til að minnast fullorðna
mannsins, og hafa líka gert það.
★
Þórður Sveinsson var snemma
gæddur röskleika, harðskarpur
líkamlega og andlega, gefinn
meira fyrir útivist og leiki en
lærdóm og þó vel fallinn til
náms.
Hann týgjaði sig hvern dag
í tómstundum sínum í snjóföt
og fór út í frost og snjó og
'kom inn aftur harla fannbarinn.
Þá leit Þórður út þvílíkt sem
■Grettir, þegar hann sótti eldinn
forðum. — Bjarni segir, að
frostið herði oss. Og það veit
unglingurinn eða hefir hugboð
um, sem sækir frá leiðinlegu
lærdómsstagli út í tárhreint loft
,og kaldan gust, eða hríðarveður.
Það grunaði mig um þann
dreng, að hann mundi verða
hreinn og beinn; hann mundi
eigi slá slöku við það, sem hann
tæki sjer fyrir hendur — gera
skyldu sína. — Samferðamenn
Þórðar Sveinssonar vita, að
þetta hugboð hefir ræst.
Ávalt þegar jeg kom inn í
Búnaðarbankann, sem Þórður
vann í, kom hann móti mjer og
áttum við þá, fyrir hans til-
stilli, handsöl yfir borðið og góð-
ar kveðjur. Mjer þótti gott að
sjá í augu hans, þó að augna-
blik væri eitt til boða. Þessi
framkoma hans bar vott um að
hann var minnugur lönguliðins
tíma — þó að hann ætti mjer
ekkert að þakka.
Hann þáði mannkosti og mann
dóm að vöggugjöf, en fjekk þá
ekki á knjám kennara.
Þórður Sveinsson bar sig eins
og hetja í hólmgöngu við sjúk-
dóminn, sem feldi hann að velli.
Skallagrímur og Ingimundur
gamli dóu sitjandi, og sá enginn
þeim bregða við sár nje bana.
Spjó’t þjáninganna stóð gegnum
Þórð. Én hann vann verk sitt
uns yfir lauk, — „fjell en hjelt
velli“, þvílíkt sem Brjánn kon-
ungur.
★
Þórður verður jarðsettur á
inorgun og ýfir honum sunginn,
heima, sálmurinn sem þannig
byrjar:
Ljóss á vængjum leið einn dagur
lengst í vestur húmið inn.
Einn þú veist hvort annar fagur
austrið ljómar nokkurt sinn.
Frú Fjóla Fjelsted segir mjer,
að þessi sálmur hafi verið þeim
Þórði harla kær í æsku. En hún
var uppeldissystir og er náfrænka
Þórðar. Þessi fagri sálmur leiðir
og laðar hugina inn í álfu aft-
anroðans og veröld morgunbjarm
ans, huga þeirra sem barnslega
hugsa og einnig hinna sem bar-
átta fyrir lífinu hefír gert þann
ig úr garði, að þeir láta lífs-
gátuna liggja milli hluta.
Eigi veit jeg með vissu hvort-
Þórður Sveinsson hefir borið
þenna sálm fyrir brjósti á full-
orðins aldri, eða nokkurn annan
sálm. Mennirnir eiga mismun-
andi áhugamál og rækja þau á
ýmsar lundir. — Þórður var dul-
ur og fáskiftinn að jafnaði. En
þó duldist það eigi, að hann var
skyldurækinn og afkastamikill
við þau verk, sem hann tókst á
hendur, ósjerhlífinn og vandvirk
yr og úrlausnagóður nauðleitar-
mönnum, vinavandur og vinfast-
ur. Slíka menn kveður dagurinn
þannig, að hann fer frá þeim á
Ijósvængjum inn í næturhúmið,
og næsti dagur verður arftaki
þess dags, sem liðinn er— ef að
líkindum lætur.
En hvað sem þessum bolla-
leggingum líður, má yfir Þórði
Sveinssyni mæla það sem Björn
stjerne Björnson segir í lok einn
ar skáldsögu:
„Góðir drengir (menn sem
breyta vel) ganga guði á hönd“
Guðmundur Friðjónsson.
Api lærir mannasiði
Framh, af 10. síðu.
uppeldi apans. Hann sýndi fram
á, að framkoma Fatou væri
engan llátt af sama toga spunn-
in.og kúnstir þær, sem öpum eru
kendar til þess að sýna þá á f j ö
léikahúsum. Alt það sem þessi
api hefir lært, hefir hann lært
af.sjálfum sjer, með því að taka
eftir því og tileinka sjer það sem
aðrir gera. Aldrei hefir neitt af
heimilisfólkinu gefið sig að því
að kenna honum. Uppeldi apans
á heimilinu, var því fullkomlega
eins og uppeldi ómálga barns
Hann hafði af sjálfsdáðum læri
með því að taka eftir hvernig
aðrir færu að„ hvernig átti að
halda á hníf og gaffli, opna
skápa og aðrar hirslur, glugga-
hlera o. s. frv.
En hann gat ekki sagt nema
eitt einasta orð, og það var
„mamma“. Þetta orð hafði hann
lært af sonum dýralæknisins. Dr.
Mennerat gat sjer þess til af
þessari reynslu með apann, að
orðið „mamma“ væri elsta orðið
sem yfirleitt hefði farið yfir
varir manna, sje upphaf manna
máls. Þetta orð er því nær í öll-
um tungum heims, og er líka
auðveldast af öllum fyrir apa-
varir, J
Kontrakt — bridge
Varnarsagnir.
Eftir að mótspilari hefir vakið
sogn, getur maður sjaldan bú-
ist við að um game hjá sjálfum
manni sje að ræða. Þá er aðal-
atriðið að sjá hvernig best verði
varist. Meldingar verjanda mið-
ast því við annaðhvort að reyna
að fyrirbyggja að mótspilarar
segi úttektarsögn, sem þeir geta
unnið, eða að neyða þá til að
segja svo hátt að þeir tapi meld
ingu.
Verjandi þarf ekki að ráða yf-
ákveðnum háspilagildum til
aess að segja á móti vakningu.
Slíkar sagnir geta gefið makker
upplýsingar um hvar hann eigi
að spila út og ennfremur ýtt
undir hann að „dobla“ lokasögn
íjá mótspilurunum, hafi hann
verið í vafa hvað það snerti.
Hinsvegar verður maður að vera
varkár og altaf við því búinn að
jafnvel 2 í lit verði doblaðir. Yf-
irleitt að hafa það í huga, að
3Ó að doblað sje, verði tapið ekki
meira en mótspilarar hefðu feng-
ið fyrir unnið spil.
Með sterk spil (minst 2(4 H.)
og jafna skiftingu í þeim litum,
sem ekki var vakið í, er rjett
að dobla vakningarsögn (upp-
ýsingadobla) og gefur það ekki
til kynna neinn sjerstakan styrk-
leika í þeim lit, sem doblaður
var. Við upplýsingadobli má
makker skilyrðislaust ekki segja
pass, nema að vakningarlitur
mótspilara sje það eina, sem
hann hefir átt og sje svo sterk-
ur, að hann sje fullviss um að
setja hann niður“.
Með allsterk spil og ákveðinn
lit, er kröfumeldað í litnum,
þannig að sagt er 1 hærra en
þarf (t. d. 1 Hj. — 2 Sp., 1 Sp.
- B L.), en það er veikari sögn
en upplýsingardobl.
Men langan allsterkan lit er
oft heppilegt að segja strax 3
i hálit og fjóra í láglit (t. d. 1
Tíg. — 3 Sp., 1 Ilj. — 4 L.), og
getur það gert mótspilurum erf-
itt að „finna hvorn annan“. Til
þessa þarf skifting spilanna að
vera hagstæð og 6—7 öruggir
slagir utan hættusvæðis, en 7—8
á hættusvæði.
„Bluff“-meldingar geta komið
að góðum notum, en eru hættu-
legar og óhæfar ef makker er
ekki vanur þeim. — Hafi makk-
er gefið og sagt pass; mótspil-
ari í millihöndinni einnig sagt
pass og maður sjálfur hefir mjög
ljeleg spil (ca. Vá H.), má telja
fullvíst að fjórða hendi hafi
vakningarspil og þó að makker
ráði yfir nokkrum styrkleika,
(ca. 2—2(4 mest; hefir sagt
pass) eru öll líkindi til að mót-
spilarar eigi úttekt, jafnvel
slemmu. Getur þá „bluff“-vakn-
ing í 3. hendi stundum fælt mót-
spilara frá úttekt. En sjeu
„bluff“-meldingar notaðar, verð-
ur makker altaf að vera á verði
gagnvart 3. handar vakningu og
getur hann áttað sig í því efni
af sögnum mótspilara og næstu
sögn makkers. Gulli.
Skák nr. 64.
A.V.R.O. Skákþingið.
Amsterdam 26. növ. 1938.
Spæhski leikurinn.
Hvítt: Fine. Svart: Aljechin.
1. e4, e.5; 2. Rf3, Rc6; 3. Bb5,
a6; 4. Ba4, d6; 5. 0—0, Bd7; 6.
c3, g6; 7. d4, Bg7; 8. pxp, Rxp;
9. RxR, pxR; 10. f4!, BxB; 11.
DxB-(-, Dd7 ?; (Miklu betra var
b5 og ef 12. pxp, þá c5. Eftir liinn
gerða leik á svart miklu lakari
stöðu og verst í vök) 12. DxD+,
KxD; 13. pxp, Ke6; (í raun og
veru eini leikurinn. Aljechin liugs-
aði sig þó um í hálftíma áður en
hann gerði hann) 14. Bf4, Hf8 ?;
(Það er eins óg Aljechin sje geng
ið. Miklu betra var Re7-c6 og
staða svart.s var engan veginn
vonlaus) 15. Rd2, Bxp; 16. Rb3,
BxB; 17. IIxB, b6; 18. a4!, (Hót-
ar a5 og peðin drotningarmegin
a5, Ha8; 23. Hafl, Hbd8; 24. Rf3,
Ke7; (Þegar hjer var komið átti
Aljechin aðeins' 20 mín. eftir á
16 leiki, en verst af öllu er þó að
staðan er óverjandi).
Staðan eftir 24. leik svarts.
25. pxp, pxp; 26. Rgð,'li6; (Tveir
síðustu leikirnir kostuðu 17 mín-
útur!) 27. Ilxp-þ,. (Betra virðist
Rxp) 27. .... Kd6; 28. Rf3,
(Hótar að vinna mann) 28...........
g'5 ; 29. Rd4, He8; 30. Hli7, Hh8;
31. Hff7, HxH; 32. Hxll, Hf8!,
(Aljechin er líka sterkur í hrað-
skák) 33. Hxp+, Rf6; 34. Rf3,
Kc5; 35. Rd2, g4; (Enn átti Al-
jecliin 15 sek. eftir á 5 leiki) 36.
Hg6, Rd7; 37. IIxg4, Re5; 38.
Hg5, Kd6; 39. Hf5, Hd8; 40. Rf3,
Rd3; 41. Hd5+, Ke7; 42. HxH,
KxH; 43. b3, Ke7; 44. Rd2, a5;
45. Kfl, gefið.
..W
WWM. Sl my//A
x w
áÉJ .fifi
Wt,
W ■
IH^ 'WBy
verða ekki varin. Það er ekki til-
tökumál þó Aljechin entist illa
umhugsunartíminn í þessari
skák) 18.....Ke5; 19. g3, Rf6;
20. Rd2, Rb5: 21. Hf2, Ke6: 22.
— Hjer um kvöldið, þegar jeg
var ekki heima, braust innbrots-
þjófur inn í íbúðina mína.
— Jæja, feltk hann nokkuð?
— Já, jeg lield nú það. Konan
mín hjelt að það væri jeg að læð-
ast heim.