Morgunblaðið - 24.05.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.1939, Blaðsíða 2
2 K^RGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. maí 1939. Samningar Breta, Frakka og Rússa strandaðir á ný Tlie limes heimtar unga menn í bresku sljóinina Frá frjettantara vorum. Khöfn í gær. Afturkippur hefir enn komið í samningstilraunir Breta og Frakka við Rússa og þykja horfur um samkomulag enn ískyggilegri en þær hafa nokkru sinni verið síðan samningatiiraunimar hófust. Frjettaritari „The Times“ í Genf, símar biaði sínu í dag, að stjórnmálamenn Breta, Frakka og Rússa í Genf, sjeu langt frá því að vera sammála um grundvöll þann, sem samningar milli þessara ríkja eigi að byggjast á. Aftur á móti segir frjettaritari The Times, eru stjórn- málamennirnir flestir sammála um það, að samvinna þess- ara þriggja stórvelda virðist nú vera það eina, sem bjargað getur Evrópu frá ófriði. Það leikur ekki á tveim tungum, segir The Times enm fremur, að hernaðarbandalag Rússa, Frakka og Breta yrði svo öflugt vald, að jafnvel kærulausustu æfintýramenn myndu óttast það. : »• « ■ Frjettaritarar Lundúnablað- anna, sem fylgst hafa með samn ingsumleitununum í Genf láta undrun sína í ljós yfir afstöðu Rússa í þessu máli. Telja þeir, að Rússum mislíki bjartsýni Vesturveldanna, sem telji sjálf sagt að Rússar geri við þá bandalag gegn einræðisríkjun- um. Telja frjettaritaranir ensku að eins og nú standi sakir sje »engin von um samkomulag. ÞJÓÐVERJAR OG RÚSSAR I Genf ræða menn mjög um, að Þjóðverjar og Rússar sjeu að ,,draga sig saman“. Lundúna blaðið ,,Daily Telegraph“ skýr- ir frá því að stöðugt berist blaðinu fleiri og fleiri sannanir í hendur, sem sýni að áhrifa- menn innan þýska hersins og iðnaðarins leggi mikið á sig til þess að ná samvinnu við Rússa. Segir blaðið, að þetta sje gert með samþykki Hitlers. YNGRI MENN I BRESKU STJÓRNINA í ritstjórnargrein í The Times í dag er þess krafist að bresku ríkisstjórninni verði breytt og yngri menn verði tekn ir inn í stjórnina. Segir blaðið, að nauðsynlegt sje að leysa þreytta og gamla ráðherra frá störfum. Þá gagnrýnir blaðið, að einn ráðherranna, Runcimann lávarð ur, skuli á þessum alvörutímum hafa farið í skemtiferðalag kringum hnöttinn í stað þess að vinna störf sín í stjórninni. The Times segir orðrjett: Bresku ráðherrarnir fara upp í sveit til þess að hvíla sig og skemta sjer um helgar, meðan einræðisherrarnir leggja undir sig ný ríki. Sá dagur mun koma, að Chamberlain sjálfur verður að víkja fyrir yngra manni.“ MARKMIÐ BRETA Londoti C gœr; FÚ. Halifax lávarðhf lýSfti í dag á fundi Þjóðabandalagsins af- stöðu Breta til Evrópumála. Hann kvað höfuðmarkmið Breta vera það, að koma í veg fyrir misbeitingu valds í viðskiftum þjóðanna, og sagði, að alt, sem Bretar hefi gert, væri í strang- asta samræmi við grundvallar- stefnuatriði Þjóðabandalagsins. Þá lofaði hann Þjóðabahdalag- inu fullri skýr^lu um samkomu- lagsumleitanir Breta og skuld-< bindingar. Auka-ráðherrafundur var haldinn í London í dag, til þess að afgreiða ýms máR áður en þingmenn fá hvítasunnuleyfi. Runciman lávarður, einn af ráð- herrunum í bresku stjórninni, sem stórblaðið ,,Times“ ávítai' fyrir að vera í skemtisiglingu umhverfié hnöttinn á jafn alvarlegum tímum og nú ganga yfir Evrópu. Merkur Vestur- íslendingur látinn Loftur Bjarnason fræðslu- málastjóri í Utha í Banda ríkjunum Ijest 16. apríl s .1. Loftur var faðir Lofts Bjarna- ‘sonar, sem dvaldi hjer í fyrra við norrænunám í háskólanum. Loftur var einn hinna merk- ustu Islendinga vestan hafs. Frjettir um lát hans bárust hingað fyrst með pósti í gær- morgun. Snæfellsnesför Ferðafjelagsins á hvítasunnu BÍLSLYS Á ÍSAFIRÐI. Frá frjettaritara vorum. ísafir'Si í gœr.. Uum klukkan 5,30 í dag varð þriggja ára dreng- ur, Ólafur Halldórsson, undir bíl og meiddist mikið, einkum á höfði. Drengurinn var strax fluttur á sjúkrahús. Hvítasunnuferð Ferðafjelags íslands verður nú eins og undanfarið á Snæfellsjökul, ef veð- ur og þátttaka leyfir. , Farið verður með e.s. „Laxfoss“ síðdegis á laugardag og siglt til Arnarstapa, þangað er 5—;6 klst. sigling. Til Reykjavíkur verður lagt af stað síðari hluta dags ann- an í hvítasunnu og komið hingað um kvöldið. Ferð þessi er fyrst og fremst tilvalin fyrir skíðafólk. Skíða- brekkur eru nú ágætar í jökíinum og útsýni þaðan í góðu veðri er svo dýrðlégt að ekki verður með orðum lýst. Það er ekki að ástæðu- lausu að þeir sem einu sinni hafa farið á Snæfellsjökul með Ferða- fjelaginu fara þangað aftur ár eft- ir ár. Jökullínn mUn enn vera sem sagt alveg sprungúlaus. En þeir, sem ekki kæra sig um skíðaferðir fá tækifæri til að skoða hið einkennilega óg tröllslega landslag á Snæfellsnesi. Nokliur landsþekt örnefni þar vestra nægja til að maður fái í sig ferða- hug: Búðir, Búð'árhraun, Breiðu- vík, Arnarstapi, Hellur, Lóndrang- ar, Djúpalón og Ðritvík. Snæfellsjökull hefir verið nefnd- ur gimsteinn íslenskrá- jökla oáj' er það síst ofmælt. Frá Arnarstapa er um IV2 stundar gangur upp í snjó. Þátttakendur í þessari ferð þ>urfa að hafa með sjer viðleguút- búnað og mat og helst tjöld. Þetta verður ódýrt ferðalag. Áskriftarlisti liggur frammi í Bókaverslun ísafoldarprentsmiðju til fimtudagskvölds. Þjóðaratkvæði um stjórnarskrð Dana hina nýju Pjóðaratfevæði fór fram um hina nýju stjórnarskrá Dana í gær, og verða 45% af öllum kjósendum landsins að greiða henni atfevæði, ef hún á að ganga í gildi, eða alls 987,- 000 manns. Ef stjórnarskráin fellur, er búist við nýjum al- mennum kosningum. Christmas Möller, leiðtogi 1- haldsflokksins, hefir lýst yfir því, að flokksforystan muni segja af sjer, ef stjórnarskráin verður feld. Annars eru menn í vafa um, hvernig þjóðarat- kvæðagreiðslan muni fara. Þeir flokkar, sem að stjórnarskránni standa, það er að segja Ihalds- flokkurinn, jafnaðarmenn og radíkalir, hafa rekið skarpan áróður með það fyrir augum að tryggja stjórnarskránni sam- þykki. Stauning hefir sent kjós endum hvatningarbrj ef í þús- undatali, . og kosningaræður Jians hafa verið teknar á plöt.- ur, og þeim útvarpað frá há- talarabifreiðum, sem aka um götur Kaupmannahafnar og ann ara stærri borga. (FÚ.) Meiri hluti Færey- inga á móti dönsku st j órnar skipunar- lögunum Frá frjettaritara vorurn. Þórshöfn í gcer. Pjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í Færeyjum í gær um hin nýju stjórnskipunarlög Dana. Stjórnskipunarlögin voru feld eftirminnilega því aðeins 8% þeirra, sem kosningarjett höfðu greiddu lögunum atkvæði. Islenskum — lækni veittur ein- dsma heiður Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Björn Sigurðsson Iæknir, frá Veðramóti, hefir hlotið styrk úr sjóði Carlsens aðalræðismanns, sem ætlað- ur er til krabbameinsrann- sófena. Er þetta í annað sinn, sem Bjöm fær styrk úr þessum sjóði, en það er einsdæmi, að sama manni hafi verið veitt- ur styrkur úr sjóðnum tvisv- ar sinnum í röð. Þykir þetta hinn mesti heið ur fyrir hinn unga íslenska lækni. Vinsældir Stef ano Islandi stöðugt vaxandi Stefano Islandi söng á laug- ardagskvöld í Tivoli í Kaupmannahöfn. Um sönginn skrifar ,,PoIitiken“ meðal ann- ars: „Stefano Islandi er nú fyr- ir alvöru að verða vinsæll. Hjá því getur heldur ekki farið, slík ur þróttur, sem er í söng hans, og haldi hann áfram eins og hann er byrjaður, með því að auka einnig hljómfegurð radd- arinnar, þá fær hann alt fólkið með sjer. Á konunglega leikhúsinu hef ir hann fengið lof fyrir söng sinni í óperunni ,,Bohéme“, og í Tivoli var enginn endir á fagn .aðarlátunum. Hann byrjaði ró- lega með hinum tregaþrungnu söngvum ættjarðar sinnar, en hreif svo alla með aríunum úr ,,Tosca“ og „La Gioconda", og varð hann að syngja Rudolfs- aríuna úr ,,Bohéme“ sem auka- númer. Það var ljómi og feg-> urð yfir röddinni, svo að hjer var vissulega tenórsöngur í stór um stíl“. (Samkv. sendiherra frjett). Bresku konungshjórtin í Winnipeg London í gær. FÚ. Bresku konungshjónin eru á leiðinni frá Toronto til Winnipeg. Fóru þau frá Tor- onto í gærkvöldi og hvíla sig 1 dag í konungslestinni, og er það almannarómur, að þau hafi ver ið orðin mjög þurfandi fyrir hvíld. Ræða sú, er konungur heldur á morgun og útvarpað verður um allan heim, er hámark há- tíðahalda breska alríkisdagsins,/ sem er á morgun. Engar afleiðingar af atburðunum i Kalthof Ósló í gær. Manndrápið í Kalthof við landamæri fríríkisins Danzig virðist ekki ætla að hafa eins alvarlegar afleiðingar og menn óttuðust, þar sem Þjóð- verjar hafa tekið fregnunum um það, sem gerðist, rólega. Ennfremur hefir senatið í Dan< zig beygt sig fyrir kröfum Pól- verja. Italir leggja að sögn áherslu f, að pólk-þýsku deilurnar megi ekki leiða til þess, að friðnum í álfunni sje hætta búin. NPR. Krísuvíkurvegurmn, Vinna hófst í veginum í gær. Byrjar með 15 mönnum. Verður nú leg'ið við í vinnunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.