Morgunblaðið - 24.05.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.05.1939, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 24. maí 1939. MORGUN BLAÐIÐ 3 Hitaþörf bæjarins, rekstur og ágóði hitaveitunnar Greinargerð frá bæjar- verkfræðingi Afundi bæjarráðs í gær, var lögð fram greinar- gerð frá bæjarverkfræðingi, Valgeir Björns- syni, viðvíkjandi ýmsum atriðum á fyrir- komulagi og rekstri fyrirhugaðrar hitaveitu, er hann haf'ði samið samkvæmt tilmælum, er komu fram á síðasta bæjar- stjornarfundi. Birtast hjer nokkrir kaflar úr greinargerð þessari: Aárinu 1937 var hitaþörfin ákveðin á þann hátt að telja saman hitaþörf allra húsa bæjarins, en hitaþörf hvers ein- staks húss var ákveðin eftir stærð hússins. Að sjálfsögðu var ekki gerður nákvæmur útreikn- ingur á hverju húsi, heldur gert ráð fyrir að öll hús væru eins að byggingarmáta. Auðvitað getur nokkru munað á einstök- um húsum til annarar hvorrar handar með því að reikna á þennan hátt og þessvegna hefir þessi útreikningur verið borinn saman við nákvæman útreikn- ing á allmörgum byggingum. Á þennan hátt hefir verið borin saman útkoma um 100 húsa og varð mismunurinn undir 1 %. Heildarhitaþörf bæjarins varð á þenna hátt 67,3><10(! kg. °/h, en þetta þýðir, að ef út- reiknaðir væru miðstöðvarkatí- ar í hverju húsi bæjarins á þann hátt, er hjer hefir tíðkast og hitaeiningafjöldi þeirra síðan lagður saman, þá mundi útkom- un verða 67,3X10(1kg.°/h. Hjer ber þess að gæta að með er tal- inn sá hiti, sem fer til þess að hita upp kalt vatn til baða og þvotta. Út frá þessari tölu má svo ákveða það kolamagn, sem eyð- ast myndi í þessum miðstöðvum. Það er margreynd regla hjer í bænum að finna má ár- lega kolaeyðslu byggingar með því að deila 2000 í hitaeiningafjölda miðstöðvar- ketilsins í kg. °/h. Verður út- koman þá árleg kolaeyðsla í tonnum. Á þennan hátt er kola- eyðsla alls bæjarins ákveðin 33600 tonn. / Þetta má nú bera sáman við aðra reglu, en hún er sú, að til hitunar þurfi um 1 tonn á ári á íbúa. Innan þess svæðis, sem hitaveitunni er ætlað að ná mun l.áta nærri að búi um 33000 manns. Að vísu má segja að með þessari reglu ætti kola- eyðslan að vera meiri, því að á þessu svæði eru.allar Verslun arbyggingar bæjarins og opin- berar byggingar, svo að kola- eyðslan pr. íbúa verður hlut- fallslega meiri á þessu svæði en í útjöðrum bæjarins. ; Þá var einnig reynt að telja áaman það kolamagn, sem versl anir seldu til upphitunar árið 1937. Að vísu fæst ekki ná- kvæm tala á þennan hátt, en FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Norræna æsku- lýðsmótið að Laugarvatni Norrænt æskulýðsmót verð- ur, eins og áður hefir verið frá skýrt, haldið að Laug arvatni dagana 27. júní til 4. júlí. Mót þetta er haldið að tilhlutun hinnar svokölluðu Viggbyholmsnefndar í Svíþjóð. Samskonar mót hafa áður verið haldin í öllum hinum Norður- löndunum og í Eistlandi. Til- gangurinn með mótum þessumt er að æskufólk Norðurlandanna kynnist og fái áf eigin sjón og reynd að kynhast atvinnulífi, fjelagsmálum og menningu Norðurlandaþjóðanna allra. Á mótinu verða allmargir fyr irlestrar fluttir, umræðufundir og skemtisamkoma, auk þess verða farnar ferðir að Gullfossi, Geysi, til Þingvalla og fleiri staða. Fyrirlestra munu flytja Her- mann Jónasson forsætisráð- herra, Sigurður Nordal pró- fessor, Stefán Jóh. Stefánsson ráðherra, Jónas Jónsson alþing ismaður, Thor Thors alþingis- maður, dr. Einar Ól. Sveinsson, Árni Eylands ráðunautur, og Ólafur Björnsson hagfræðing- ur. — Auk þess munu nokkrir erlendir fi'æðimenn og stjórn- málamenn flytja þar fyrirlestra og hefja umræður um ýms merk mál. Um 30 ungra manna frá Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð hafa þegar sótt um þátttöku í mótinu. Eru það aðal lega stúdentar, ungir kennarar og lýðskólafólk, karlar og kon- ur. Þeir íslendingar, sem óska að taka þátt í mótinu sendi um- sóknir sínar fyrir 10. júní til ritara móttökunefndarinnar, uðl. Rósinkranz yfirkennara, Ásvallagötu 58, og gefur hann nánari upplýsingar um mótið. Eigendur suimií-bústaða í Digra- ness- og Kópavogslandi, hafa far- ið þess á leit við bæjarráð, að rafmagn vei’ði leitt til bústaðanna. Bæjari-áð sjer ekki fært að verðk við þessari beiðni. Endurvarp frá stöðvast Eldur kom upp í rafstöðinni T gærmorgun nrðu skemdir af eldi í rafstöðunni á Eiðum. Endurvarp frá Eiðum stöðvast því í bili. ForstÖðumaður Rafmagns- eft'iflist ríkisins, Jaköb Gíslason verkfræðingur, skýrir þannig frá atburðum: ■ * I- - gærmorgrpi um kl. 9,30 nrðu ínenn varið við „óreglu á spennu frá rafstöðinni á Eiðuni. I fyrra- kvöld liafði rafstöðip verið at- b.uguð og fyi- í gærinorgim hafði spenua frá stöðinni einnig yerið athuguð eins og veuja er til, og fanst í hvorugt skiftið neitt at- hugavert. Þegar þess varð vart,i að óregla var á spenmmni,' ýai’ brugðið við og rafstöðhi afh’ifguð. Rauk þá úr rafal stöðvarinuar og' vrirú' ýjelarnar -samstundis st-öðv-, aðai',.. t ........; Ttíf Áánari áfttujrun krim í ljós að einangrun vjelanna var tals- vert brulihin, eri aðrar' skejndir höfðu elíki orðið, hvorki á Vje.i- um nje húsi. Ekki er að svo komnu hægt áð segja um ' það, live langan tíma: tekur að hæta skemdirnar. Éfili tíf þ'ess að hæta' þær, ’er 'ékki fil' á staðnum Ög éf til vill verður að senda vjelárnai- til Reykjávíkm'. til viðgerðar. Eldurinn liet'ir kviknað án syíii- legfa ytri orsaka og þá af þeim ástæðum, að eiiiangrun í vjelun- ttfn hefir biíað, Enduryarpsstöðin á Eiðuni felck raforku sína frá rafstöðinni og feiinr því niðnr endurvarp, nieðan viðgerð stendur yfir. Verkfræðingur útvarpsins,. Gunnlaugur Briera, lætur.þess get- ið í sambaudi við þetta, að trufl- auir frá erlendum stöðvum sjeu nú. vegna dagsbirtunnar, miklu miimi en i vetur. Megi því gera ráð fyrir. að hlustendur á Austur- landi geti lieyrt tii útvarpsstöðv- arixmar beiut hjeðan, svo að stöðv- nn endurvarpsstöðvariimar komi ekki að mikilli sök. (FU). Fram vann 2. fl. mótið U'slitakappleikur II. fl. mótsins fór fram á Iþróttavellinum í gærkvöldi og fóru leiltar svo, að Fram vaun K. R. með 3 mörkum gegn eínu. Fram vaim ]>ví vormót II. fl. Flytur franskan greifa frái Grænlandi Franskur norðurfari, Gaston Micard greifi, sem hafði vetur- setu á Norðaustur Grænlandi, veiktist í vetur svo alvarlega, að talað var um að senda flugvjel eftir honum, svo að hann kæm- ist á sjúkrahús. — Var loks horfið að því ráði, að senda skip- ið ,,Veslékari“ frá Álasundi eins langt og hægt væri að kom- ast, vegna íss og síðan yrði flugvjel send frá skipinu til vetr- arstöðvár greifans. Samkvæmt ‘ nýjustu frjettum hefir þetta gengið að óskum, og er Micard greifi kominn um þorð í skipið „Veslekari“ og er nú á leið til Noregs. Myndin er af ,,Veslekari“ Hvalveiðafjelaoið „Knpnr" hefir 3 veiðisklp i sumar Kjöt af 147 hvölum selt í fyrra sem refafóður Við byrjum hvalaveiðai'nar nú um mánaðamótin, segir Gunnar Guðjónsson skipamiðlari, er blað- ið hafði tal af honum í gær, en Gunnar er framkvæmdastjóri fyrir Hvalaveiðafjelagið Kóp, sem rek- ur hvalstöðina á Suðureyri við Tálknafjörð. Þetta er 5. árið sem fjelagið starfar. —^.Verður starfræksiunui hagað svipað og í fyrraf — Já, við leigjum sömu þrjú hvalveiðaskipm. Þau eru noVsk. Nokkrir Tslendingar eru á liverju skipi. Við framleiðum lýsi, halvkjöt. og livalmjöl. —r. Hve marga hvali veidduð þið í fyrra !, —: Þeir voru 117. Ur þessum a.fla fengum við nái. 5000 föt af lýsi og 850 tonn af hvalkjöti, og svo hvalmjöl úr afgangimtm sem eftir verður við bræðsluna. — Ifver kaupiv öll ]n>ssi kynst- ur af hvalkjöti. — Það fer alt til Noregs í refa- fóður. Kjötið er fryst í 60 kg. kassa og selt um allan Noreg og þykir ágætt til refaeldis. En hvern ig sem á því stendur, þá vilja ís- lenskir refaeigendur ekki nota hvalkjötið og er það þó ódýrara en annað fóður, ekki síst vegna þess að þar er livorki boin nje fita sem gengnr úr. þegar ])að er gefið refunum. — Var þetta talin góð veiði í fyrra, 147 livalir á þrjú skip"! — Það er hesta veiðiu sem við höfum linft. Við þökkuni ])tið því, að engir erlendir hvalaveiðamenn vorú hjer nálægt í fyrra. En þetta er ekki svo mikil veiði, að rékst- uririn borgaði sig, ef við gætum ekki hagnýtt hvalkjötið. Það er af aflaverðmætinu. Stóru fljót- andi hvalveiðastöðvarnar geta ekki notað kjötið. Það gerir mis- muniiui. Enda hafa erlendir hyal- veiðamemi ákveðið að fara ekki t.il vei'ða svo langt norður í höf sem þeir liafa áður gert. Nú ætlum við í sumar að gera tilraunir nteð að útbúa og sel.ia hvalkjöt til manneldis hjer innan- lands. Er búist við að það geti komið að miklum notum, sem gýð og ódýr fæða. — Hve lengi Iialdið ]>ið lival- veiðunum áframt — Við ernm vanir að hætta um miðjan september. Eftir það má búast við að veðrátta spillist svo að ekki verði hægt að sinna þess- um veiðum lengur. Eimskip: Gullfoss kom frá út- löndum kl. 2 í gær. Goðafoss fór fi'á Hamborg í gærkvöldi, áleiðis til ITull. Brúarfoss er á leið til Kanpmannali. frá Leitlí. Déttifoss er á Akureyri,. Selfoss er á . leið til Rotterdam. Lagarfoss kom til Leith í gærmorgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.