Morgunblaðið - 20.06.1939, Side 7
Þriðjudagur 20. júní 1938.
MORGUNBLAÐIÐ
7
VIL KAUPA
Rafrnagnsbakarofn
strax.
L)ós osl hiði
Sími 5184.
Vaxandi sala hinna gómsætu
íspinna
sanna best vinsældir þeirra.
Ljúffengir — Hollir
Hressandi.
i
Ispinnagerðin
Suðurgötu 5.
Sumarbústaður
til sölu. Upplýsingar hjá HAR-
ALDI GUÐMUNDSSYNI, Hafn-
arstræti 15. Símar 5415 og 5414
heima.
Steinhús
tíl sölu mjög ódýrt, ef samið er
nú þegar. Nauðsynleg útborgun
8—9000 krónur.
Tilboð auðkent „8—9“ sendist
Morgunblaðinu.
Hafið þið
sjeð nýkomnu fataefnin hjá
Klæðav. Guðm. B. Vikar,
Laugaveg 17. Sími 3245.
Lítill notaður
Gufuketill
til sölu. Upplýsingar í síma
1300.
HEPI NOKKUR _ ______
Silfurrefaskinn A
í umboðssölu.
Skjaldborg við Skúlagötu.
Sími 5392.
Sláttur.
Tek að mjer að slá túnbletti
með sláttuvjel.
Uppl. í sírna 4128.
Best að auglýsa
í Morgunblaðinu.
Heimilisiðnað-
arsýningin 1940
Stjórn Sambauds ísl. heimilis-
iðnaðarfjelaga hafa ákveðið
að hafa almenna heimilisiðnaðar-
sýningu hjer í Reykjavík næsta
sumar, 1940, og bjóða bæði fjelög-
um og einstökum mönnum þátt-
töku í henni. Ætlast er til, að sýn-
ingin geti orðið sem yfirgripsmest
Og fjölskrúðugust. Sýndur hvers-
konar heimilisiðnaður bæði karla
og kvenna hjer á landi.
Kosin verður cýmngarnefnd og
farið fram á við öll heimilisiðnað-
arfjelög, sem eru í sambandinu,
að þau kjósi, hvert fyrir sig,
mann í hana, og sömuleiðis Verð-
ur farið fram á það við sambönd
kvenfjelaga, að þan kjósi einnig,
hvert fyrir sig, eina konu í sýn-
ingarnefndina. Er sýningarnefnd
hefir verið fullskipnð, mun hún á-
kveða, hvenær sýningin hefst.
Hátíðahöld
barnakennara
FRAMH AF ÞRIÐJU SÍÐU.
Sitja þann fund um 50 fulltrúar
frá flestöllum kennarafjelögum á
landinn. I sambandinu eru nú
420 kennarar af um 450 kennur-
um á öllu landinu.
Jón Sigurðsson skólástjóri, sem
er formaður afmælisnefndarinnar,
skýrði frá hvernig sjálfum há-
tíðaliöldunum verður hagað í að-
alatriðum.
Hefjast þau n.k. i’östudag með
setningu uppeldismálaþings kl. 9’
f. h. Þar flytja ræð'ur-. Hermann
Jónasson forsætisráðherra og Karl
Finnbogason skólastjóri á Seyðis-
firði. Á laugardag tala á þinginu
þeir dr. Símon Jóh. Ágústsson og
Ármann Halldórsson. Yerður þess
um hátíðahöldum útvarpað.
Á sunnudaginn kl. 2 hefst svo
sá þáttur hátíðahaldanna, sam al-
menningur mun veita mesta eft-
irtekt, en það er skólasýningin í
Austurbæjarskólanum. IJngfrú
Valgerður Briem, sem er formað-
ur sýningarnefndar, skýrði blaða-
mönnum frá hvernig sýnmgunni
verður hagað.
— Það má, segir ungfrú Briem,
skifta sýningunni í þrjár deildir:
1) Yinnu barna.
2) Kenslutæki og framfarir í
kenslumálum.
3) Uppeldisfraiði og í því sam-
bandi bókasýning.
Við opnun sýningarinnar syng-
nr barnakór nokknr barnalög,
sem æfð hafa verið víða í skólum
landsins. Koma t. d. 10Ó börn frá
Vestmannaeyjum í kór þenna.
Ræðumemi við setningu sýning-
arinnar verða: Sigurður Thorlac-
ius, form. kennarasamþandsins,
Guðmundur Ásbjörnsson form.
bæjarstjórnar og Ásgeir Ásgeirs-
son bankastjóri og síra Jakob
Kristinsson. Við þetta tækifæri fer
einnig fram leikfimissýning skóla
barna.
Á raánudag lýkur hátíðahöld-
unum með samsæti að Hótel Borg.
Á uppeldismálaþinginu talar
einn elsti nvilifandi farkennari '
landinu, Jóhannes Friðlaugsson
úr Þingeyjarsýslu. Hefir hann
verið farkennari um 20 ára skeið.
Dagbók.
□ Edda 59396247 — fyrirlestur.
Listi í □ og hjá Guido Bernhöft,
Hafnarstræti.
I. O. O. F. = Ob. 1 P. = 12!6208‘/4
— XX.
, Veðurútlit í Reykjavík í dag:
SA-gola,. Sennilega íigning þegar
líður á daginn.
Næturlæknir er í nótt Halldór
Stefánsson, Ránargötu: 12. Sími
2234.
Næturvörður er í Ingólfs og
Laugavegs apótekum.
Valtýr Stefánsson ritstjóri tók
tijer far með „Dr. Alexandrine“ í
gærkvöldi til útlanda. Mun hann
verða fjarverandi rúman mánað-
artíma.
Frú Anna Jónsdóttir, Bræðra-
borgarstíg 49 er fimtug í dag.
Hjónaefni. Nýlega hafa opin-
berað trúlofun sína í Vestmanna-
éyjum uiigfrú Ella Ársælsdóttir
frá Fögrubrekku og Kristján
Björnsson, Kirkjusandi.
Hjúskapur. S.l. laugardag 17.
júní voru gefin saman í hjóna-
band ungfrú Sigrún Þórðardóttir
frá Viðey og Ásgeir Einarsson
rannismiður, Njálsgötu 106, Rvík.
Síra Hálfdan Helgason á Mosfelli
gaf brúðhjónin saman.
25 ára stúdentar mættu við
skólauppsögn á laugardaginn. Af-
lientu þeir skólanum peningagjöf,
er renna skyldi í minningarsjóð
Jóhannesar Sigfússonar. Hafði
Pjetur Sigurðsson orð fyrir stú-
dentunum.
Norrænt námskeið í bókhaldi
hófst að Kristjánsborgarhöll í
gær. Einn íslenskur þátttakandi,
Sigríður Jónsdóttir, tekur þátt í
,námskeiðinu og bauð Kaper borg-
arstjóri hana sjerstaklega vel-
Með Gullfossi, sem fór frá Kaup
mannahöfn á laugardag, tóku sjer
.far til Reykjavíkur yfir 50 far-
þegar, þar á meðal De Fontenay
sendilierra, prófessor Niels Dun-
gal, landshöfðingjafrú Wenner-
ström og Páll ísólfsson organleik-
ari. (FÚ)
Meðal farþega á „Dronning
Alexandrine“ til Kaupmannahafn-
ar í gær voru: Magnús Kjaran
stórkaupm., Bjarni Benediktsson
prófessor, dr. Oddur Guðjónsson
gkrifstofustjóri, Vilhelm Bernhöft
tannlæknir og frú, Sverrir Bern-
höft, Guðbrandur Jónsson prófess-
or, Friðrik Bertelsen kaupm. og
frú, frú Sigríður. Þorláksdóttir,
frk. Guðrún Thorsteinsson o. m. fl.
II. fl. Vals fór austur að Hvera
gerði á sunnudaginn og kepti við
knattspyrnupilta þar. Fóru leikar
svo, að Valur vann með 4 mörk-
um gegn 0.
Mæðrastyrksnefndin biður kon-
ur þær, sem hafa í liyggju að fá
dvöl fyrir sig og börn sín að
Reykholti í Biskupstungum, að
sækja umsóknareyðublöð í Þing-
holtsstræti 18 kl. 5—7 í dag og á
morgun.
Farþegar með Brúárfossi til út-
landa í gærkvöldi: Ingibjörg
Thors, Guðrún Kristjáns, Þórunn
Guðmundsdóttir, Mr. Bowering
ræðismaður og frú, með stúlku og
2 börn, Guðm. Marteinsson, síra
Jóhannes Gunnarsson, Árni Böðv-
arsson, Ragna Jónsdóttir, Sólveig
Guðmundsdóttir, Sólrún Sigurðs-
son, Björg Steingrímsdóttir, Gróa
Pjetursdóttir, Ólöf Kristjánsdótt-
Tristm. Bjgrnason, Örn Snorra
„on, Hafsteinn Guðmundsson,
Gunnar Friðriksson, Þ. Björns-
dóttir, Viktoría Guðmundsdóttir,
Inga Jónsdóttir, Jónína Jónsdótt-
ir, Ólöf Pálsdóttir, Selma Kalda-
lóns, Vera Pálsdóttir, Jónína Guð-
mundsdóttir, Stefán Franklín og
frú og nokkrir útlendingar.
„Berkshire“, enskur togari, kom
hingað í gær til að sækja fiski-
skipstjóra. Páll Sigfússon fór með
skipinu.
ÚTVARPIÐ.
Á miðvikudaginn kemur kl. 19
eftir ísl. tíma heimsækir fulltrúi
frá danska útvarpinu sýningar-
deildir Norðurlandanna allra á
heimssýningunni í New York og
skýrir frá því, hvernig honum
koma þær íyrir sjóuir. Fulltrú-
inn er Dahlerup ritstjóri. Er ætl-
unin að útvarpa ræðu hans frá
hverri sýningardeild..
Á fimtudaginn kemur kl. 18.15
eftir ísl. tíma verður útvarpað í
Danmörku frá knattspyrnukapp-
leiknum í Rönne, þar sem íslend-
ingarnir keppa.
Sama dag kl. 13.10 eftir ísl.
tíma verður útvarpað í Noregi
opnun norræna stúdentamótsins,
með ræðum kenslumálaráðherr-
anna á Nórðurlöndum.
25. júní kl. 17.30 eftir ísl. tíma
tíma fer fram í enska útvarpinu
viðtal við Valgeir Björnsson bæj-
arverkfræðing um hitaveitu
Reykjavíkur, og hefir viðtalið ver
ið tekið á vaxplötu.
Fulltrúafund-
ur siúkrasam-
laganna
Fulltrúar frá öllum sjúkra-
Séimlögum í landinu komu
saman á fund hjer í Reykjavík
í gær. Fundurinn stendur yfvr
þar til á miðvikudag.
Verða tekin fyrir á fundin-
um ýms mál, sem varða starf-
semi sjúkrasamlaganna og þ
reynslu sem þegar er um han.
fengin. Éitt aðal málið sem rætt
verður er um flutningasamn-
inga: þ. e. flutninga innanlands,
búferlaflutninga til Danmerkur
og bráðabirgðadvöl í Dan-t
mörku.
Sjúkrasamlög á landinu eru
nú alls tólf, í Reykjavík, Akur-
eyri, Hafnarfirði, Vestmanna-
eyjum, Siglufirði, Norðfirði, ísa-
firði, Seyðisfirði, Akranesi og
þrjú í sveitum.
Auk eins fulltrúa frá hverju
samlagi, sitja fundinn Haraldur
Guðmundsson, forstj. Trygging-
arstofnunarinnar, Jóhann Sæ-
mundsson, tryggingalæknir, Jón
Blöndal, Brynjólfur Stefánsson,
form. tryggingaráðs, Helgi Jón-
asson og Kjartan Ólafsson.
Prjónlessýning
—• Sölusýning
verður opnuð í Iðnskólanum 1. júlí n.k. — Tekið á
móti allskonar vörum úr íslenskri ull á skrifstofu
sýningarinnar í Iðnskólanum kl. 4—6 daglega.
Anna Ásmundsdóttir. Laufey Vilhjálmsdóttir.
Jarðarför föður okkar, tengdaföður og fósturföður
BENEDIKTS DANÍELSSONAR
fer fram frá fríkirkjuimi í dag, 20. júní, og hefst með bæn kl.
IV2 að heimili dóttur hans, Skálholtsstíg 2A.
Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði.
Bjarni Benediktsson. Marta Andrjesdóttir.
Halldóra Benediktsdóttir. Sigríður Bjamadóttir.
Guðrún Benediktsdóttir. Viggó H. Sigurjónsson.
Bjarni Halldórsson.
ume
Systir mín
INGUNN L. SIGURÐARDÓTTIR
ljest að Landsspítalanum aðfaranótt hins 13. þ. m. Jarðarför-
in fer fram frá Dómkirkjunni fimtud. þ. 22. júní og hefst kl.
iy2 e. h.
F. h. aðstandenda
Leifur Sigurðsson,
Laugarnesveg 70.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför konunnar minnar og móður okkar
ÞÓRU EINARSDÓTTUR,
Nýhöfn, Akranesi.
Árni B. Sigurðsson og börn.