Morgunblaðið - 22.06.1939, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 22. júní 1939.
Herferð 'japana gegn öll
um útlenðingum í Kína
Fyrsta myndin
at Roosevelt
og Bretakonungi
Jafnvel Italir
órólegir
Bretar og Frakkar
hafa viðbúnað
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
ARÓÐUR Japana gegn útlendingum í Kína breið-
ist ört út. Jafnvel ítalir eru orðnir áhyggju-
fullir og hafa tilkynt japönsku stjórninni, að
þeir óttist að áróðurinn komi jafnt niður á öllum erlend-
um þjóðum í Kína.
Bretar og Frakkar gera nú ráðstafanir til þess að
vera viðbúnir ef til styrjaldar skyldi draga í Austur-Asíu.
Yfirflotaforingjar bresku og frönsku Austur-Asíu-flot-
unna ætla að hittast í Singapore og ganga frá samning-
um um samvinnu sín á milli.
Breskir sjálfboðaliðar eru hafðir viðbúnir til þess að
geta hlýtt herútboði fyrirvaralaust.
STUÐNINGUR FRÁ TOKIO.
Stjómin í Tokio ákvað á fundi sínum í gær, að veita
herforingjunum í Kína, sem hófu samgöngubannið í Ti-
entsin fullan stuðning. Þetta var kunnugt eftir að sendi-
herra Breta í Tokíó, Sir Robert Craige, lagði fram til-
lögu um að Tientsindeilan yrði lögð í gerðardóm. Jap-
anska stjórnin hafnaði þessari tillögu.
Á fundi japönsku yfirvaldanna í Tientsin í dag, var sam-
þykt að halda áfram andstöðu gegn Bretum, þar til breska stjórn-
in hætti að vera vinveitt stjórn Chiang Kai Shek og veita henni
stuðning. '
HARÐORÐ MÓTMÆLI.
• London í gær. FU.
Sir Robert Cragie lagði fram harðorð mótmæli í Tokio í dag
gegn hinni óvirðulegu meðferð sem breskir þegnar hefðu sætt í
Tientsin. Mr. Chamberlain skýrði frá því í breska þinginu í dag
að Sir Robert hefði tekið til umræðu við japönsku stjórnina
margs konar áreitni og illa meðferð, sem breskir þegnar hefðu
sætt.
Mr. Chamberlain sagði að Japanar hefðu flett fjóra breska
þegna klæðum og leitað á þeim.
En hann tók það jafnframt fram, að í aðalatriðum væri
fjarri því, að þetta mál væri fyllilega upplýst, og ekki Ijóst enn
þá, hvað Japanir ætluðust fyrir.
„MISKUNNARLAUST“.
Mr. Chamberlain skýrði frá því, að breski sendiherrann í
Tokió hefði tekið það afdráttarlaust fram við japönsku stjórn-
ina, að breska stjórnin myndi ekki sætta sig við einangrun for-
rjettindasvæðisins og Bretar myndu miskunnarlaust halda því til
streitu að fá að flytja þangað matvæli og aðrar nauðsynjar.
Mr. Chamberlain sagði, að í
alþjóðahverfinu í Tientsin væru
nægar birgðir af mjöli og hrís-
grjónum, en hinsvegar hefðu
tafist aðflutningar matvæla, er
geymast illa.
ALÞJÓÐASVEIT
1 alþjóðahverfina er í ráði
að stofna sjálfboðaliðasveit,
sem í verða aðeins breskir menn
— Lið þetta verður óvopnað og
á að hafa það hlutverk að
rækja nauðsynlegustu lögreglu-
störf.
Hið kínverska lögreglulið í
Tientsin, sem er 700 manns að
tölu, hefir aðeins mist einn
mann, þrátt fyrir ógnanir Jap-
ana gagnvart þeim og fjöl-
skyldum þeirra, ef þeir hjeldu
áfram að starfa fyrir Breta.
BEÐH) UM SAMTAL
Yfirforingi breska setuliðsins
í Tientsin hefir beðið um sam-
tal við yfirforingja Japana þar
á ’staðnum. Var málaleitun þessi
borin fram .fyrir munn jap-
anska ræðismannsins, sem tók
það fram, að slíkt samtal myndi
reynast árangurslaust, ef ræða
ætti um þær málaleitanir, sem
breski aðalræðismaðurinn hefði
þegar borið fram.
Myndin er tekin þegar Georg VI. og Roosevelt forseti óku í skrautvagni um götur "Washington,
Japanar stöðva
hergagna-
flutninga
til Kínverja
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær. .
apanar lögðu í dag undir sig
hafnarborgina Swatow í Suð-
ur-Kína, til þess að stöðva vopna-
flutninga til Chiang Kai Shek.
Vopnaflutningarnir hafa farið
fram um Swatow síðan Japanar
tóku Kanton herskildi í fyrra.
Bwatow er næsta hafnarborgin
norðan við bresku nýlenduna
Ilong Koug..
Japanar seg.ja, að þeir hafi lagt
Swatow að fullu undir sig klukk-
an 3 í dag, og segjast vera komn-
ir , 12 kílómetra inn í landið á
þessu svæði. Fylgir það þessari
fregn frá Japönum, að þeir hafi
ekkert manntjón beðið.
Aftur á móti segir í fregn frá
Hong Kong, að Japönum hafi
verið veitt allöflugt viðnám.
Swatow er ein af þeim borgum
í Kína, þar sem stórveldunum er
trygð hagsmunaaðstaða með samn-
ingum, enda þótt þar sje ekkert
,,alþjóðahverfi“. Af hver.jum 150
erlendum íbúum borgarinnar eru
80 Bretar og 40 Ameríkumenn.
Breskur tundurspiliir og ann-
ar amerískur eru nú staddir
skamt út af Swatow.
Skrifstofa prjónlessýningarinn-
ar er opin daglega í Iðnskólan-
iim kl. 4—6. Tekið er þar á móti
munum úr íslenskri ull. Sími
4261.
Fram tapaði
meO 3:4
Naumur sigur
Dana
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
fyrsta kappleik knattspyrnu-
fjelagsins „Fram“ í Sórey á
Sjálandi í gærkvöldi, unnu
Danir nauman sigur með 4
mörkum gegn 3. Það var úrvals-
lið frá Sjálandi, sem „Fram“
kepti við.
„Nationaltidende“ í Kliöfn seg-
ir um leikinn : „Tslendingar eru ó-
vanir grasvelli, og voru auk þess
óstyrkir (nervöse). Þessvegna
tókst þeim ekki að ná sínum
besta leik.
Nokkrir knattspyrnumenn í ís-
lenska liðinu eru ágætir (for-
træffelige).
r
Samning-
ar Breta
og Rússa
i Moskva
London í gær. FtJ.
úist er við því að sendi-
herrar Frakklands og
Bretlands í Moskva og þar að
auki Mr. William Strang, hinn
sjerstaki erindreki bresku stjórn
arinnar, muni eiga fund við
Molotoff, utanríkismálaráðh
Sovjet-Rússlands, í kvöld.
Aðvörun
Roosevelts
til Japana
- og til Hitlers
London í gær. FÚ.
oosevelt forseti skýrði frá
því í gær, að hann áliti, að
þing Bandaríkjanna ætti að ganga
frá hinum nýju hlutleysislögum
áður en því verður slitið, vegna
þess, að slík ráðstöfun myndi
styrkja aðstöðu Bandaríkjanna í
baráttu þeirra fyrir friði.
Höfuðákvæði hlutleysislaga-
frumvarpsins, sem liggur fyrir
þinginu, er víkja frá ákvæðum
gildandi laga, eru þau, að Banda-
ríkjunum sje heimilað að selja
hergögn til þjóða, sem eiga í
styrjöld, en nú er það bannað.
Forsetinn ljet þess getið, að
hann óskaði þess, að þreytingin
yrði gerð nú, á meðan friður hjeld
ist, vegna jxess að eftir að ófrið-
ur væri skollinn á, væri mjög
örðugt að gera breytingar á hlut-
leysislögunum án þess að segja
mætti með nokkrum rökum, að
Bandaríkin vreru þar með að
skipa sjer í sveit með öðrum hvor
um styfjaldaraðilanum, og það
jafnvel þó að ekki væri um beina
þátttöku í styr.jöldinni að ræða.
Hans Nielsen
látinn
Hans Nielsen, fólksþingsmað-
ur og bankastjóri, sem
einnig var meðlimur dansk-ís-
lensku lögjafnaðarnefndarinn-
ar, er látinn, 70 ára að aldri.
Hann hafði lengi.gengið með
hjartasjúkdóm o.g var af þeim
orsökum lagður inn á Rlkis-
sjúkrahúsið fyrir nokkrum vik-
um og andaðist þar.