Morgunblaðið - 22.06.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.06.1939, Blaðsíða 4
4 Brjóstsykursverksmiðjan NOI h.f. Barónsstíg 2. Reykjavík. Framleiðir flestar tegundir sætinda Biðjið kaupmann yðar um Nóa-vðror þá fáið þjer það besta. Hraðferðir Sleindórs: Allar okkar hraðferðir til Akureyrar eru um Akranes. FEÁ EEYKJAVÍK: alla mánudaga, miðvikudaga, föstudaga. — — FEÁ AKUEEYEI: mánudaga, fimtudaga, laugardaga.--- M.s. Fagranes annast sjóleiðina.-Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Stelndór Sími 1580, 1581, 1582, 1583, 1584. HENNIAN margar teg., Bindigarn, Saumgarn, Merkiblek, Salt- pokar, Ullarballar, Kjötpokar, Presenningar. Fiskmott- ur o. fí. fyrirliggjandi. L. ANÐERSEN Hafnarhúsinu. Sími 3642. Ölfusingar og Keyk- víkingar alliugið: Ferðin austur á laugardögum er kl. 2.30 e. h., suður á mánudögum kl. 7.30 f. h. frá Hveragerði. — Afgreiðsla Hverfisgötu 50. Sími 4781. Guðmar. Fimtudagur 22. júní 1939. i. V 1! . * 'ÍJ skólabarnanna ekkert varð úr Skýringar og athugasemdir MORGUNBLAÐIÐ Söngför — sem Morgunblaðið í morgun flvtur mjög óvænta samþykt frá fundi í skóla- nefnd Miðbæjarskólans, sem hefir inni að halda ofaní- gjöf eða .vanþóknun á at- næfi okkar undirritaðra. Við hessa samþvkt skóla- nefndar höfum við auðvit- að ýmislegt að athuga, en til þess að komast hjá orða-/ lengingum skal hetta fram tekið strax: 1. Enginn undirbúningur und- ir söngför til útlanda fór fram í vetur, fyr en í byrjun apríl- mánaðar, að öllum skólum borg arinnar, svo og barnaskólanum í Hafnarfirði, var skrifað brjef um málið, svo að um leynimakk getur ekki verið að ræða. 2. Skólinn í Hafnarfirði var sá eini, sem svaraði áðurnefndu brjefi um þetta mál. Þar sem skólarnir í Reykjavík höfðu engu svarað, gátum við ekki sjeð, að mál þetta væri þeim að neinu leyti viðkomandi, enda börnin laus undan yfirráðum skólans, Iangflest fyrir fult og alt, þegar við skýrðum frá því á söngæfingu 31. maí, að fyrir lægi heimboð til íslenskra barna um að koma til Stokk- hólms og taka þar þátt í nor- rænu barnasöngmóti, og að við vildum vinna að því, að förin yrði farin, ef nægileg þátttaka fengist. Þó yrði líklega ekki hjá því komist, að börnin legðu fram allmikið fje til fararinnar. 3. Ályktun skólanefndar um mögulei(ka til sómasamlegrar framkomu barnanna, ef til hefði komið, getur ekki bygst á neinni þekkingu, þar sem hún hefir aldrei, svo vitað sje, kynt sjer söngkensluna í skójanum nje árangur hennar. 4. Áður en skólanefnd sam- þykti aðfinslur sínar, höfðum við ákveðið að hætta undirbún^ ingstilraunum, svo háttv. skóla- nefnd hefði, þegar af þeim á- stæðum, átt að geta sparað sjer púðrið, ef hún hefði hirt um að kynna sjer málavexti. Að öðru leyti er saga málsins í stuttu máli þessi: Fyrir hálfu öðru ári síðan fekk Steinþór Guðmundsson brjef frá forustumanni sænskra barnasöngmóta um það, að í ráði væri að efna til norræns barnasöngmóts, og að hann ósk- aði þess mjög eindregið, að ísl. börn gætu sótt það mót. Var þá um málið skrifað í ,,Mentamál“. Stóð nú öllum opið að snúa sjer til rjettra aðila. Nokkur brjef gengu á milli um þetta mál í fyrravetur, en enginn íslenskur kennari annar en Jón Isleifs- son, gaf málinu gaum. Síðastlið- ið haust kom enn brjef um mál- :ð, þess efnis, að barnadagur Stokkhólmsborgar tæki það að sjer, og að börnin og leiðsögu- menn þeirra yrðu gestir barna- dagsins meðan á mótinu stæði. Var þó lítið um málið hugsað ' allan vetur, annað en það, að afla upplýsinga um tilhögun mótsins. í byrjun apríl kom svo tilkynning um það, að fengin væru loforð um nokkurt fje í Svíþjóð, til þess að styrkja ferða lag íslensku barnanna, og mjög lagt að um það, að af förinni gæti orðið, þó ekki væri nema ,20 barna hópur. Þá var skólanum skrifað áð- ur nefnt brjef, til þess að láta þá vita um áhuga Svíanna á þessu máli. Um miðjan maí kemur enn brjef frá fram- kvæmdanefnd barnadagsins* í Stokkhólmi, til þess að herða á málinu. Fanst okkur þá óvið- eigandi, að engin tilraun yrði gerð til þess að leita eftir þátt- takendum. Til árjettingar skal þess get- ið, að í fyrradag kom enn í sím- skeyti fyrirsp.urn frá barnadeg- inum í Stokkhólmi um þátttöku íslensku barnanna. Okkur var það ljóst, að áhugi skólastjórnenda hjer á því, að ráðist yrði í þeðsa för, var ekki mikill. En hitt gat okkur aldrei til hugar komið, að okkar biði opinber hirting, þó við leituð- um hófanna um þátttöku, að öllum öðrum frágengnum. Fyrirsögn og upphaí greinar- innar verður Iíklega að skrifa á blaðsins reikning. Kennir þar mikillar vankunnáttu á mála- vöxtum, sem auðvelt var úr að bæta, ef vilji var á. Frá okkar hálfu var ekki um neinn leyni- undirbúning að ræða, ekki um neina almenna söngíör í skól- ans nafni, heldur ætluðum við að leggja fram okkar krafta, ef hægt væri að taka vinsamlegu sómaboði um þatttöku í nor- rænu samstarfi. Þær sönglistar- kröfur, sem gtrðar voru, er okk- ur manna beut kunnugt um, og sömuleiðis möguleikana til að fullnægja þeim.Tortrygni skóla nefndarinnar á því sviði, var ó- þorf, eins og öll afskifti hennai af málinu, fyrst skólarnir vildu ekkert sinna því. Um "afskifti skóianel'ndar af þessu máli viljum við að lokum segja þetta tvent: 1. Ef skólanefnd þyk'^r. hafa ástæðu til að víta athæfi kenn- ara, sýnist ekki óviðeigandi, að hún tali við hlutaðeigandi kenn- ara, áður en slíkar samþyktir eru bókfærðar. 2. Engin fjarstæða virðist, að samþykt eins og þessi sje til- kynt hlutaðeigendum áður en hún er send bæjarfulltrúum eða birt í blöðunum. Reykjavík 14. júní 1939. Stþ. Guðmundsson. Jón ísleif3son. Athugasemdir Morgbl. hefir leyft skóla- nefnd Miðbæjarskólans að gera nokkrar athugasemdir við fram anprentað „svar“ við ályktun nefndarinnar frá 10 þ. m. Samhljóða plagg, fjölritað, mun hafa verið lagt á borðin hjá bæjarfulltrúunum á síðasta bæjarstjórnarfundi. Það er sýní iega samið og stílað af Stþ. Guðmundssyni, en meðundirrit- að af Jóni Isleifssyni, og er kurteisin með þeim hætti, að engan þarf að undra, þótt eitt- hvað sje ábótavant framkomu þUrra barna, sem eru svo ó- heppin að verða að hafa höfund þess fyrir leiðtoga. ,,Svarið“ gefur tilefni til að taka þetta fram: 1. Það er nákvæmlega rjett, sem stendur í ályktun skóla- nefndar frá 10. þ. m. Ekkert brjef hefir verið sent til skóla- nefndar og ekkert okkar vissí um förina fyr en aðstandendur barna kvörtuðu. Skólastjóri vissi ekki um neitt fyr en hann frjetti utan að sjer um undir- búninginn. Var þó hægur nærri að tala við hann, þar sem hann er allan daginn í skólanum. 2. Söngmótið, sem um er rætt er fyrir skólabörn. — Börn á skólaaldri eða nýfarin úr skóla og æfð þar, verða altaf talin þeim skóla, er þau koma frá. Við teljum því afskifti okkar rjettmæt, enda höfum við feng- ið þakkir fyrir frá aðstandend- um, bæði munnlega og skrif- lega. 3. Hver veit um það, hvenær byrjað er, og hvenær er „á- kveðið að hætta“, þegar enginn er látinn vita um neitt? Annars skýra börnin öðru vísi frá en þeir Stþ. G. og J. ísi. í dag, 16. júní, segja þau á þessa leið: Við höfum ekki verið látin vita um það, að hætt væri við íör- ina. Annars hefir hann Jón nú talað minst um þetta. Hann Suinþór hefir verið að spyrja okkur og eggja okkur á að fara. Hvort munu nú börnin hafa meiri ástæðu til að skýra rjett og hlutlaust frá, eða þeir, sem eru að reyna að verja frum hlaup sitt? 4. Ekki þarf skólanefnd að koma í kenslustund til þess að kynna sjer árangur söngkensl- unnar í skólanum. Börnin hafa sungið opinberlega í útvarp og víðar. Og þótt við sjeum lítt kunnandi í söng, getum við átt tal við aðra, sem betur vita. Við teljum söngkensluna í Mið- bæjarskólanum síst verri en annarstaðar hjer á landi, og vegna áhuga kennarans, J. lsl.f höfum við mælt með því, að hann fengi ársleyfi með full- um launum til þess að hann geti farið utan í sumar til fram haldnsáms, í þeirri von að hann geti síðar sýnt þann árangur, sem yrði til sóma skólanum. 5. Fundargerðir skólanefnd- ar eru opinber skjöl, sem blöð- in eiga aðgang að. Skólanefnd FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.