Morgunblaðið - 22.06.1939, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.06.1939, Blaðsíða 8
8 Fimtudagur 22. júní 1939. JCaufis&ajiue VÆNIR ÁNAMAÐKAR til sölu. Sími 5220. FORNVERSLUNIN, Grettisgötu 45, kaupir og selur alskonar notaða muni. QVILTINGSAUMUR. handhúlsaumur, netsaumur, (filering), krosssaumur og púðauppsetning. Vönduð vinna. Sanngjarnt verð. Framnesveg 18 B. Sími 2226. BIFREIÐAR TIL SÖLU. 5 og 7 manna bifreiðar, — margar tegundir, til sölu. Ste- fán Jóhannsson. Sími 2640. GOTT TVEGGJA MANNA FAR, nýtt eða nýlegt, óskast til kaups. A. v. á. BÍLKISTA, lítið notuð, til sölu. A. v. á. NOTAÐ TIMBUR til sölu. Sími 2847. GLÆNÝ ÝSA og stútungur í dag. Fiskbúðin Bergstaðastíg 49. Sími 5313. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. — Björn Jónsson, Vesturgötu 28. Sími 3594. KAUPUM FLÖSKUR glös og bóndósir af flestum teg- undum. Hjá okkur fáið þjer á- valt hæsta verð. Sækjum til yð- ar að kostnaðarlausu. Sími 5333 Flöskuversl. Hafnarstrœti 21 DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guðm. Guð mundsson, klæðskeri. Kirkju- livoli. Sími 2796. Rauöa akurlil an i FmhaM»aoai W iiiiimiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiii'':iiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|’:iiiiiiiiiimmimr. og rænöa brúðurin Eftir Orczy barónessu n ÞORSKALÝSI. Laugavegs Apóteks viðurkenda þorskalýsi í sterilum ílátum kostar aðeins 90 aura heilflask- an. Sent um allan bæ. — Sími 1616. KAUPUM FLÖSKUR, stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 5395 Sækjum. Opið allan daginn. MEÐALAGLÖS Fersólglös og Soyuglös, keypt daglega. Sparið milliliðina og komið beint til okkar ef þið viljið fá hæsta verð fyrir glös- in. Laugavegs Apótek. KOPAR KETPTUR í Landsmiðjunni. LEGUBEKKIRNIR eru bestir á Vatnsstíg 3. Hús- gagnaverslun Reykjavíkur. 3BE TJÖLD, SOLUR og SÓLSKÝLI. Verbúð 2, sími 1840 og 2731 HÚSMÆÐUR! Hreingerningamennirnir Jón og Guðni, reynast ávalt best. Pantið í síma 4967 kl. 12—1 og eftir kl. 6. INNGANGUR. Nantes 1789. I HARÐSTJÓRI! Harðstjóri! Harðstjóri!“ Það var Pierre, sem talaði. Það var eins og hann kvíslaði orðunum, en þó lýsti úr andliti hans heift- úðugri gremju. Fingur hans kreptust eins og væri hann að kyrkja eiturslöngu. í orðum hans, sem voru töluð hægt og gætilega, lá óstjórnlegt hatur, í þeim lá vald hans og ákveðin fyrirætlun. ÞaS varð hljótt í litlu veitinga- stofunni „Dygðirnar þrjár“, þar sem hann sat með ungu piltunum og eldri mönnum þorpsins. Jafnvel náunginr, í slitna frakk- anum og ræfilslegu brókunum, sem sat á enda eins borðsins og hafði haldið ræðu um rjett almúg- ans, liætti í miðri ræðu og horfði á Pierre hálf óttasleginn við það óslökkvandi hatur, sem hans eigin orð höfðw vakið. Kyrðin stóð ekki nema stútta stund, þá stökk Pierre á fætur og rak upp öskur eins og naut, sem leitt er á blóðvöllinn. ' „í guðs nafni!“ hrópaði hann, „við skulum hætta öllu þessu kjánalega tali. Ilöfum við ekki bollalagt nóg til að friða vora við- kvæmu samvisku? Það er nú kom- inn tími til að berja á þessum fjandans aðalsmönnum — þeir hafa gert okkur að því sem við erum — ómentaðir, kúgaðir ves: lingar — tilfinningalausar vjelar, sem vinna þar til blóðið seitlar undan nöglunum, og við gefumst upp af þreytu, alt til þess að þeir geti lifað í vellystingum praktug- lega! Við skulurn berja á þeim!“ Ilann endurtók síðustu orðin og augu hans skutu gneistum og hann dró andann ótt og títt. „Við skulum berja eins og kon- ur og karlar í París gerðu hinn eftirminnilega dag í júlímánuði. Bastillan var í þeirra augum í- mynd harðstjórnarinnar og þau börðu á henni eins og þau myndu hafa barið í haus sjálfs harð- stjórans — og harðstjórinn fjell á knje af hræðslu og — gerði samninga. Hann óttaðist reiði fólksins! Þetta átti sjer stað í París. Það er þetta sem einnig verður að ske í Nantes. Höll de Kernogans hertoga er okkar bastilla! Við skulum gera árás á hana í kvöld og ef hinn hrokafulli aðalsmaður sýnir mót- þróa, jöfnum við hús hans við jörðu. Tíminn, dagurinn og myrkr- ið er okkur hentugt. Við höfum gert nauðsynlegar ráðstafauir. Ná- búarnir eru viðbúnir. Fram til baráttu, segi jeg!“ HANN sló með kreftum hnefa í borðið, svo drykkjarker og flöskur dönsuðu á borðinu; eldmóður hans hafði haft áhrif á tilheyrendurna. Hatur hans hafði gert meira að verkum á fimm mínútum, en allar ræður hinna út- sendu æsingamauna frá París. Hinir daufu íbúar þorpsins höfðu drukkið í sig byllingarandann. „Hver ætlar að gefa merkið?“, sagði einn hinna eldri í hópnum rólega. „Það geri jeg‘. svaraði Pierre á- kveðnum rómi. Ilann gekk í áttina til útidyr- anna og allir risu á fætur til að fvlgja honum. Þeir voru ákveðnir í að fylgja Pierre eins og l’ömb — lömb sem voru orðin að villidýr- um. I sannleika undarleg sjón, og þó sjón, sem maðurinn í slitúa frakkanum, og sem nýlega hafði haldið margar ræður, horfði á af miklum áhuga og síðar skírði verndara fólksins, herra de Mira- beau, frá í fþgrum orðum og af miklu orðskrúði. „Dráp nokkurra dúfna var á- stæðan til þess“, sagði hann. Dráp dúfnanna var þó aðeins neistinn, sem kveikti bál haturs- ins í öllum byltingaráhangendun- um. I hálfa öld hafði hyltingar- andi fólksins verið að skapast hjá fólkinu og hin síðari ár gat hann blossað upp hvenær sem var. Antonie Melun vagnasmiður, sem var trúlofaður Louise isystir Pierre, hafði veití nokkrar dúfur í skógi de Kernogans Iiertoga. Hann hafði gert þetta til að sýna sín mannlegu rjettindi — hann hafði ekkert við dúfurnar að gera. Þó hann værj fátækur maður, var hann ekki fátækari en liundruð bænda í nágrenni við hann, en hann greiddi skatt af öllu, sem jörð hans gaf af sjer. En de Kernogan greiddi ríkinu ekki einn eyri í skatt. Antonie varð að draga fram lífið á því, sem eftir var af höfrum hans og hveiti, er dúfur hertogans höfðu jetið nægju sína af því. Antonie Melun ætlaði sjer ekki að jeta dúfurnar, sem hann Areiddi. Hann ætlaði að- eins að sýna de Kernogan hertoga að það hefði hvorki vefið ætian guðs eða náttúrunnar að allir fuglar og dýr skógarins tilheyrðu einum manni. Þess vegna veiddi hann tvær dúfur og drap þær. Ráðsmaður hertogans náði í hann, er hann var á heimleið með dú{- urnar. Antonie var kærður fyrir veiði- þjófnað. Ilonum var stefnt fyrir rjett í Nantes og hertoginn stjórn- aði rjettarhöldunum og fvrir 10 mínútum, á meðan maðurinn í slitna frakkanum helt ræðu fyrir nokkrum sveitamönnum í veitinga- húsinu „Dygðirnar þrjár“ um mannrjettindi þeirra, sem frjálsra manna 'og borgara, hafði einhver komið með þá frjett, að Antonie MelUn hefði verið dæmdur til dauða, og að það ætti að hengja hann daginn eftir. Þetta var neistinn, sem hafði orðið til þess að hatur Pierre Adets blossaði upp. Frjettin um dauðadóm Antonie Meluns var kornið sem fylti mælirinn og varð til þess að allir byltingasinnaðir karlmenn í þorpinu hópuðust um foringja sinn. Það kom af sjálfu sjer, að Pierre varð foringi þeirra, vegna þess að hatur hans á her- toganum var viltara og meira en nokkurs annars. Pierre hafði hlot- ið betra uppeldi en þeir. Faðir hans, Jean Adet, sem var malari, hafði sent hann í skóla í Nantes, og þegar Pierre kom heim fekk presturinn í Vertou auga- stað á piltinum og kendi honum alt, það sem hann kunni sjálfur. Það var ekki svo lítið af heim- speki og hókmentum. Síðar fór Pierre að lesa rit Jean Jaegues Rousslous og kunUi brátt Ountrat öocial utan að. Hann hafði einnig lesið greinar í blaði Marat, L’ami du Peuple og það var eins með hann og Antonie Melun vagna- smið,vhann gat ekki skilið að það væri ætlun guðs og forsjónarinn- ar, að sumir menr, ættu að SAmlta á meðan aðrir lifðu í allsnægtum. Hann talaði ekki um þetta alt við föður sinn, systir sína eða prestinn, en hann var að hugsa um það, og þegar brauðverðið hækkaði um fjóra sou bölvaði hann de Kernogan hertoga í heyr- anda hljóði. Þegar verðhækkunin varð meiri á nauðsynjum almenn- ings urðu bölbænir hans að hót- unum, og þegar hungursneyðin herjaði Vertou var reiði Pierres og hatur snúið gegn öllum aðli Frakklands. Ennþá hafði hann ekki sagt neitt við móður sína eða föður, nje heldur systur, þó vissi faðir hans hvað var að gerast. Jean gamli veitti óveðursskýjunum eft- irtekt. Hann heyrði bölbænirnar af vörum Pierres, er hann vann fyrir húsbónda sinn, sem hann hataði. En Jean var vitur maður, sem vissi að það var ekki til neins að reyna með veikri hendi að stöðva hinn mikla straumþunga. Hann vissi, hve orð gamals manns eru einskisvirt af byltingasinnaðri æsku. Jean var á verði. Og kvöld eftir kvöld, þegar vinnunni var lok- ið á kvöldin, sat Pierre í veitinga- hússkytrunni ásamt öðrum æsku- mönnum úr sveitaþorpinu. TJm- ræðuefni þeirra var ávalt það sama: Órjetturinn, sem þeir urðu að þola, um hroka aðalsins, um syndir hertogans og fjölskjddu hans, um hina lúalegu framkomu konungsins og hið Ijettúðuga líf drotningarinnar. Menn í slitniyn flíkum komu frá Nantes, já jafnvel frá París til þess að tala við þessa sveita- drengi og fylla hugi þeirra með ótal sögum um syndir aðalsins gagnvart almenningi. Þessir menn kvöttu þá til að hefna misgerð- anna og órjettarins, sem aðallinn gerði sig sekan um á kostnað al- múgans. — Aðalsins, sem ijet bændurna þræla til þess að hann gæti sjálfur notið lífsins í alls- nægtum. Pierre gleypti þessar kenning- ar í sig. Þær voru sem matur og drykkur fyrir hann. Hatur hans fekk næringu í sögunum um mis- gjörðir aðalsins, þar til hann að lokum brann í skinninu til að Hinn óviðjafnanlegi Sir Percy Blakenay er aðalpersónan í þessari sögu hefna misrjettarins. — Hefnd og? losti til að sigrast á þeim, sem hann í uppvextinum hafði lært, að óttast. Og í hinum lágreistu húsakynn- um veitingahússins stungu sveita— piltarnir saman nefjum og samtöíi þeirra, sem áður höfðu verið blö.nÆr- NOTIÐ ,PERO“, stór pakki aðeins 45 aurav Notið Venus HÚSGAGNAGLJÁA, afbragðs góður. Aðeins kr. 1,5(Þ glasið. ÞÚSUNDIR VITA að gæfan fylgir trúlofunar- hringum frá Sigurþór. Hafnar— stræti 4. FRIGGBÓNIÐ FÍNA„ er bæjarins besta bóir. VESTURBÆINGAR! Munið brauðbúðina á Fram- nesveg 38. MINNINGARSPJÖLD fyrir Minningarsjóð Einars- Helgasonar, garðyrkjustjóra,. fást á eftirtöldum stöðum Gróðrarstöðinni, Búnaðarfjel. íslands. Þingholtsstræti 33s, Laugaveg 50 A. Túngötu 45, og; afgreiðslu Morgunblaðsins.-- í Hafnarfirði á Hverfisgötu 38.. LO.G.T. ST. DRÖFN NR. 55. Fundur í dag, fimtudag, kl. Sþú. Inntaka nýrra fjelaga.- (Reglumál. Upplestur og fleira. Mætum stundvíslega. Æ.t. ST. SÓLEY NR 242, heldur bindindismálafund með St. Höfn, nr. 249, sunnudaginn 25. júní í samkomuhúsinu í Hveragerði og hefst hann kl. 4 e. h. stundvíslega. Fjölbreytt dagskrá: Kl. 8 um kvöldið hefst dansskemtun, þriggja manna hljómsveit. Tilkynnið þátttöku yðar í síma 355, frá kl. 8—10 föstudagskvöld. Lagt verður af stað frá Templarahúsinu kL. 10 ,f. h. á sunnudagsmorgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.