Morgunblaðið - 25.06.1939, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
8
Sunnudagur 25. júní 1939.
Aðalfundur Eimskips
Enginn hreyfði and-
mælum gegn nýja
skipinu
Hluthafar fá 4§ arð
AÐALFUNDUR Eimskipafjelags Islands var
haldinn í Kaupþingssalnum í gær. Samþykt
var að greiða hluthöfum 4% í arð.
Formaður fjelagsstjórnar skýrði fyrii- fundinum í
stórum dráttum skips-málið; einnig var útbýtt ítarlegri
prentaðri skýi’slu um málið. Ekki einn einasti fundar-
manna hreyfði andmælum gegn gerðum stjórnarinnar
Foi-maður fjelagsstjórnar, Eggert Claessen setti fundinn.
Hann mintist nokkrum hlýlegumorðumhins látna endurskoðanda
fjelagsins, Þórðar Sveinssonar yfirbókara; en fundarmenn “vött-
uðu honum virðingu með því, að rísa úr sætum;
Fundarstjóri var kosinn Jóhannes Jóhannesson fyrv. bæj-
arfógeti, og ritari Einar Ásmundsson cand. juris.>
Alls höfðu verið afhentir aðgöngumiðar fyrir 634.175 kr.,
eða 37,7% af hlutafjenu. Jón Guðmundsson skrifstofustjóri fór
með atkvæði ríkissjóðs, en Benedikt Sveisson með atkv. Vestur-
ísiendinga.
KVEÐJUR
Emil Nielsen framkvæmda-
stjóri var mættur á fundinum.
Formaður bauð hann sjerstak-
lega velkominn; þakkaði hon-
um fyrir mikið og gott starf í
þágu fjelagsins og órjúfandi
tryg við fjelagið.
Þá las formaður svo hljóð-
andi skeyti frá stjórnarfulltrú-
um Vestur-Islendinga:
„Árnaðaróskir Vestur-íslend-
inga. Þökkum aldarfjórðungs
samstarf. Meðmæltir byggingu
hraðskreiðara skipsins. Treyst-
um stuðningi landsstjórnar.
Árni Eggertsson.
Ásm. P. Jóhannsson“.
Fuhdurinn ákvað að senda
þakkar og kveðjuskeyti til
stjórnarfulltrúa V,-tslendinga.
SKÝRSLA
STJÓRNÁR
Fyi-sti liður dagskrár var
skýrsla fjelagsstjórnar, um
starfsemina árið sem leið. Þá
skýrslu gáfu formaður, Eggert"
Claessen og gjaldkeri, Halldór
Kr. Þorsteinsson. Var og út-
býtt prentaðri skýrslu . um hag
og afkomu fjelagsins, og birtist
útdráttur úr henni á öðrum stað
í blaðinu.
Formaður kom í skýrslu sinni
all-ítárlega inn á skipsmálið og
skýrði frá ákvörðuninni, sem
tekin var, þ. e. smíði hins nýja
skips. Engin rödd kom fram á
fundinum til andmæla gerðum
stjórnarinnar í þessu máli, en
Hjalti Jónsson þakkaði.
4% ARÐUR
Samþykt var tillaga fjelags-
stjórnar um, . að hluthöfum
skyldi greiddur 4% arður af
hlutafjenu. Ennfremur var sam-
þykt að leggja 30 þús. kr. í
varasjóð og 30 þús. kr. í arð-i
FXAMH. Á SJOTTU SÍÐU.
Biskups-
vígslan
i dag
Biskupsvígslan fer fram í
dag og hefst athöfnin
kl. 10 árdegis.
Stundvíslega kl. 10 hefst
skrúðganga biskupa og
presta frá Alþingishúsinu í
Dómkirkjuna.
Allir prestar verða hempuklædd
ir og munu þeir verða 70-r-80
talsins, að meðtöldum uppgjafa-
prestum, sem þarna mæta. Verð-
ur. þetta f jölmennasta skrúð-
ganga presta, sem hjer liefir sjest.
í Dómkirkjunni.
Athöfninni í Dómkirkjunni
verður utvarpað. Dr. Jón Helga-
son biskup framkvæmir hiskups-
vígsluna. Síra Friðrik Hallgríms-
son þjónar fyrir altari. Vígslu-
vottar verða prófastarnir: sírá
Ólaftíi’ Magnússon, A'rnarbæli,
síra Þorsteinn Briem, Akranesi,
síra Friðrik Iíallgrímsson og síra
Jósep Jónsson á Setbergi.
Báðir vígslubislmparnir verða,
ásamt dr. Jóni Helgasyni biskr
upi fyrir altari við vígsluna, Að
sjálfsögðu verða allir í biskups-
skrúða.
Farnuli verða þeir síra Sigur-
björn Einarsson og síra Guðmund
ur Ilelgason, en þeir eru yngstir
að vígslu af þrestum landsins,
Biskupinn, herra Sigurgeir Sig-
urðsspn stígur í stólinn að vígslu
lokinni. ■
Altarisganga verður að lokinni
messu.
Skólasýninp
opnuð 1 dag
Þróun og framfarir
fræðslumálanna
Klukkan 2 í dag verður
merkileg sýning hátíðlega
opnuð í Austurbæjarbarnaskólan-
uxn, Við það tækifæri syngja
nokkur hundruð skólabörn víðs-
vegar að af landinu og m. a. eru
Í00 skólabörn frá Vestmannaeyj-
um í kór þessum. Þá verður leik-
fimissýning skólabarna. Er þettáj
einn liður í hátíðahöldum skóla-
kennara í tilefni af 50 ára afmæli
stjettarsamtaka þeirra.
; Ræðumenn við opnun sýningar-
innar verða: Sigiirður Thorlacius
s'kólastjóri, Jaköb, Kristinsson
j fræðslumálastjóri og Ásgeir Ás-
geirsson bankastjóri,
Blaðamönnum var í gærmofg-
un boðið að skoðs. sýninguna, en
þá var verið að leggja, síðustu
hönd á sýniiigai’stofuniar. Sýn-
ingjn verður lialdin í langa gang- j
inum í yesturálmu skólans, 6
skólastofuin við gangirm og tveim
skólastofum í suðurálmunni.
Þetta er önmir landssýning
skólanna, Sú, fyrsta. ,var haldip
hjer í bæiium 1934. Að þessari sýn
ingu standa um 40 skólar víðsveg-
ar að af landinu og jafnvel far-
skólar hafa sent muni á sýning-
una.,
Sýningin. /
t norðurenda langa gangsins er j
stórt. fslandskol’t og eru á kort-
inu sýndir allir skólar landsins.
Vestau megin ghngsms eru línu-
rit, sem sýna þrouhina í fræðslu-
málum vorum frá byrjun. Jírn
mörg þeirra einkár fróðlég. Þaf
er t. d. eitt, sem sýnir að árið
1887 vorú 460 skólabörh á" fs-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÖU
Pjetur Eirfksson vann
Engeyjarsundið
Kappsundið úr Eiigeyr fór
fram eins og ráðgert hafði
verið í gær.
'Fyrstur að marki varð Pjetur
Eiríksson á 53 mín. 35.7 sek. Ann-
ar varð Haukur Einarsson á
53.46.8 sek, og þriðji Vigfús Sig-
urjónsson á 1 ldst. 0.9.8.
Pjetur og Vigfús voru báðir
smurðir í feiti, en Haukur Ein-
arsson ósmurður.
Sn íðisgripir pilta á Skólasýningunni.
Stóraukin kaup
Þjóðverja á ísí.
síldarafurðum
Samtal við Svein Benediktsson
s
VEINN BENEDIKTSSON var meðal farþeg^
á „Gullfossi“ í gærmorgun. Hann hefir und-
anfarið verið í Þýskalandi ásamt Jóhanni Þ-.~
Jósefssyni, til þess að semja við Þjóðverja um sölu á
síldarmjöli.
■Geng-U þeir frá samningum um sölvt á 4000 smálestum af síid-
avnijöli. Verðið yar 11 sterlingspund eif. í i'yrra rcvndust Þjóðvérj-
ar ófáanlegir til að greiðá meir en 10 pund og 5 shillinga fyrir smá-
lestina, og vai' .það verð 10—17% sliillingum læg.”a en fekst utan
Þýskalands. Enda fór svo, áð til Þýskalands voru ekki seklar í ■fyrk’a
nenia rúmar 1000 smál.
Síldin að
koma!
Frá frjettaritara vorum.
Siglufirði.
kip, sem voru í Eyjafirði og
á Grímseyjarsundi í nótt sáu
síld, en náöu engu. Síldin var
stutt uppi og afar stygg.
í d'ág' sáu síldyeiðiskip, sem
stjodd .voru út af Rifstanga á Mel-
rakkasljettu, síl.i • og fengu sum
skip smá köst. Gítdiii var sögð
;mjög sh’jál og lítið-fekst í hverju
kasti. - á
Véiðiveðúr vai' ágætt í dag,
lo'gtí" óg' blíoa, og, vona menn, að
e£ sania vyður helst, muni síldin
ltoniá upþ í kvöld.
Flugvjelin flatíg í gærkvöldi
.vestúr yfir Bkagafjörð og Húna-
flóa, en sá eiíga síkl.
t
Minna en í fyrra.
Alls er búið að landa til bræðslu
hjá Ríkisverksmiðjunum á Siglu-
firði 63 málum s'ldar, og 621 máli
af ufsa. Á Raufai’höfn 466 málum
’síldar.
Á sama tíma í fyrra var búið
að landa hjá ötlúm síldarverk-
smiðjum ríkisins 32.652 íhálum og
31.231 málum 1937.
K. F. U. M í Hafnarfirði Al-
menn samkoma annað kvöld kl.
8.30. Magnús Runólfsson taíar.
AÍlii’ Velkóninir
Áður en samningurinn var
gerður við Þjóðverja, var búið
að selja 12—13000 smál. af síld-
armjöli og áætla fyrir innan-
landsnotkun 3—4000 s-málestir,-
svo að nú er búið að ráðstafa '
í alt a. m. k. 20 þúsund smá-
lestum (öll framleiðslan í fyrrifé
nam um 22 þús. smálestum, ’eii
verður væntanlega nbkkuð
meiri í ár.)
Vegna þessarar miklu fyrir-
framsölu er útlit fyrir verð-
hækkun á því, sem framleitt j
verður umfram þessar 20 þús.
smálestir. .
’ •• < ;
Jeg spurði Svein hverjár sölu-
horfur væru á lýsi?
— Búið er að selja fyrirfram
um helming af væntanlegri lýs-
isframleiðslu fyrir 13%—14%
sterlingspund smálestina cif., og’
er það muu hærra verð en fekst í
fyrra. Söluhorfur eru taldar yf-
irleitt sæmilegar.
— En saltsíldin —?
— Jeg hefi ekki haft neitt
með sölu á henni að gera. En*
sendimenn síldarútvegsnefndar,
Jóhann Þ. Jósefsson og Er-
lendur Þorsteinsson, munu
liafa samið við Þjóðverja um
kaup á 37.400 tunnum af mat-
jessíld fyrir kr. 42.00 tunnuna
fob. Er það kr. 8,00 hærra fyrir
tunnuna en í fyrra. Þessi vérð- *
hækkun svarar nokkurnveginn •
til gengislækkunarinnar.
Auk þess keyptu Þjóðvéfjar
5 þúsund tunnur af kryddsíld.
Er þetta meiri fyrirframsala
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU