Morgunblaðið - 25.06.1939, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.06.1939, Blaðsíða 11
íSunnudagur 25. júní 1939. MORGUNBLAÐIÐ 11 Það var um miðjan vetur. Skammdegismyrkrið varp- ;aði svörtum skugga sínum yfir Breiðadal. — Frá stórbýlinu Borg læddist gömul kona, sem var svo bogin, að hún líktist mest 'hálfhring. Hún gekk óvissum, hikandi skrefum — og horfði flóttalega í kringum sig, eins og .hún óttaðist eitthvað. Þessi gamla kona og fornfálegi stafur- inn, sem hún gekk við, voru í <einkennilegu ósamræmi við reisu lega húsið í baksýn. Það var næstum því ótrúlegt, að gamla konan væri að koma þaðan — en svo var það nú samt. Nú var hún kornin að Borg tit Guðmund- .ar hreppstjóra — og nú hafði ’ hún verið á öllum heimilum sveit .ari nnar, og öll höfðu þau verið talin heimili hennar og þó átti Ihún hvergi heima — og hafði aldrei átt. — Hversu kaldhæðinn var ekki raunveruleikinn. Hún átti ekki heima í þessum heimi, — nei, hún hafði víst verið látin þangað í ógáti. Hún tilheyrði •ekki þessari veröld og af því varð hún að vera alls staðar og hvergi — Hún var eins og laufblað, sem vindurinn leikur sjer að og sveig ir á alla vegu, áður en hann snýr það upp. Þannig höfðu hin glettnu örlög leikið sér með hana frá því hún kom í þennan heim. Og bráðum mundi draga að leiks lokum eins og hjá laufblaðinu. Götóttu fatagarmarnir hennar og stafurinn sem var brotinn næst um því yfir um þvert og sýndist þess albúinn að detta í sundur, voru það eina, sem virtist í fullu samræmi við gömlu konuna — og það eina, sem hún átti. Eins •og skuggi læddist gamla lconan áfram, berfætt yfir aurborna göt una. Fæturnir voru blárauðir og þrútnir með stóra æðahnúta —. <)ðru hvoru varð stór steinn und ir þrútinni ilinni, en það var sem hún veitti því enga eftirtekt. — Þetta var gatan, sem hún var vön að ganga og fæturnir, sem hún var vön að ganga á. Hún liefði ef til vill veitt því meiri oftirtekt, ef hún hefði stigið ofan á rós, en hún myndi ekki hafa vitað, hvað það var, því að Geir- laug gamla, niðursetningur á Borg þekkti enga rós, en hún þekkti hvem stein á götunni, sem lá heim' að Borg. ★ Tveir stórir steinar voru á Tniðri götunni og við hlið þeirra tveir agnarlitlir steinar. Þetta voru hjónin á Borg og bömin Steingrimur litii og Dóra. Hjá þessum steinum voru svo aðrir, sem mynduðu um þá hring. — Það var vinnufólkið á Börg — og svo tengst til vinstri kúrði Geirlaug gamla og reyndi að láta sem minst á sjer bera, hálfvisn- aða stráið út á vegarbrúninni, er vindurinn sveigði sitt á hvað. — Hún sá steinanna giotta í myrkr- inu — hljóðskraf — lágt smilt- ur í litiu steinunum, sem enn þá voru ekki fullharðnaðir. Margsinn is höfðu þeir horft með aðdáun á svörtu tinnusteinana allt í kring um sig og með hverjum deginum sem leið, óskað að þeir yruð eins stórir og svartir, en enn þá kom ekki sú stund. Þeir voru enn þá aðeins mósteinar. Alt þetta sá hálfvisnaða stráið úti á vegar- Jbrúninni. ★ •Aðalheiður Jónsdótíir: - GEIRLAUG ---------------Smásaga—— Geirlaug gamla fetaði sig var- lega áfram. Enginn mátti sjá hana nú, þá yrði hún rekin heim og fengi ekki að fara. — Varir gömlu konunnar bærðust ótt og títt. — Nei, Geirlaug gamla má ekki fara í aðra sveit, taut- aði hún. — Þeir hafa bannað henni það. Þetta, sem þeir kalla hreppsnefnd — og þeir eru svo lítillátir, blessaðir, að nefna nafn ið hennar Geirlaugar gömlu og út hluta sveitarómaganum sínum skammti. — En nú ætlar hún Geirlaug gamla að skjóta þeim ref fyrir ráss — ha, ha, ha. Gamla konan var nú komin svo langt frá húsinu, að enginn gat sjeð hana og myrkrið vafði sig um hana, eins og svört slanga. Ekkert hljóð heyrðist nema fóta tak gömlu konunnar og draum- kent hljóð, er hún stakk niður stafnum. Ennþá er eins og hún sje hrædd. Hún óttast að henni verði veitt eftirför — og þá ... .Varir gömlu konunnar titra, er hún hugsar um það. Hún herðir ganginn. Hún verður að flýta sjer; enn er löng leið fyrir hönd um — og svo er hún Skarðsá. En hún er ekki hrædd, hún veit um gott vað, sem hún treystir sjer til að finna í hvað dimmu sem er. Það gerir ekki svo mikið til, þó hún vökni dálítið, því að þá er hún rjett komin til bless- unarinnar hennar Herdísar á Kana. . — Já, guð gæfi að hún mætti verða hjá henni, en það var nú ekki hægt. Hún Herdís blessunin hefði þó ekki amast við henni — en hvað um það. Hún varð að vera í sinni sveit. Það sögðu þeir — ójá. ★ Niður úr nokkurri fjarlægð. Gamla konan nemur staðar og hlustar. — Guði sje lof. Þetta er hljóðið í honum Skarðsár- fossi og ekkert annað, nei, ekk- ert annað — en hvað var þetta — nýtt hljóð, hófadynur. Já, það var ekki um að villast. Gömlu konunni fanst hjartað hamra uppi í hálsinum á sjer og henni lá við að hníga niður; hún vissi hverjir yoru á ferðinni, þó að hún sæi þá ekki. Það var eng inn annar en hreppstjórinn sjátf- ur, hálfbrjálaður af reiði — þann ig hafði það verið einu sinni áður — og Jón vinnumaður. Hún fór út af veginum; þeir máttu ekki finna hana. Áfram þra-mmaði gamia konan eihs hratt og fæturnir gátu bor- ið hana, og eftir nokkra stund stóð hún við ána. Það var ekki þar sem hún var grynnst, nei, það var ekki vogandi að fara þar. Það var svo nálægt vegin- um. Þeir gætu séð hana — en yfir varð hún að komast samt, og stafurinn skyldl hjálpa henni til þess. Hún signdi sig eins og hún var altaf vön að gera áður en hún fór út í vatn; síðan stakk hún stafnum niður í, til að kanna dýpið. — Lengra og lengra, án þess að hann kæmi við botn. Loks fann hún, að hann nam við eitthvað hart, hún ýtti honum fastar niður. — Jú, það var ekki um að villast — það var botninn. En dýpið var mikið; það hlaut að taka henni meira en í mitti — og hrollur fór um gömlu kon- una. * Andartak stóð hún eins og í efa um, hvað gera skyldi, en þá heyrði hún aftur greinilega til eftirreiðarmannanna og það rjeði úrslitum; í huga hennar var ekki lengur neitt hik. En hvað var þetta — stafurinn — hvað? — Gamla konan reyndi að r,á jafnvæginu, en gat það ekki. Sr.afiirinn hafði farið í surdur um brestinn og gamla konan stakst a höfuðið ofan í ána. — Skvamp — síðan varð alt hljótt. Nokkru síðar kom hreppstjóri og vinnumaður hans að ánni. ¥ Dimmur málrómur hreppstjór- ans gall við í næturkyrðinni: — Skyldi andsk.......kerling- ar hrokkinskinnan hafa öslað yf- ir ána svona djúpa. Ruddalegur hlátur vinnumanns fns. — Hún hefir þá fengið skírnina, sú gamla, svaraði hann kæruleysislega, en það var nú trúlegast, að hún dræpist ein- hvem tíma í andskotans flakk- inu. — Og hreppurinn ætti nú að afbera það tjón, tautaði hrepp stjóri í bárm sjer — útgjöldin ættu að minsta kosti ekki að aukast til stór muna fyrir það. — En hann grunaði fekki, að þessi útgjaldaliður hreppsins, sem honum, tvö síðastliðin ár, hafði þótt vænna um en alt ann- að — jafnvel heldur en hrepp- stjóra húfuna, var nú þurkaður út. ★ Reiðmennirair fjarlægðust meir og meir og aftur varð alt hljótt. Eftir því sem þeir kom- ust lengra, ruddu sjer fleiri Dg fleiri óþægilegar hugsanir til rúms í huga hreppstjóra: — Ef kerlingin hefði nú tekið upp á því að drepast, hvar yrðu þá sex hundruð krónumar. Það var svo sem ekki að vita nema að hún hefði gert það, ef hana hefði grunað, að hún gerði honum bölv un með því. Hún var aldrei nema vís til þess. En uppi á eyri, öðru megin við ána, lá kaldur líkami gömlu konunnar, og bleikar varirnar brostu; — þær, sem ekki höfðu brosað í sjötíu og finfm ár. Hafmeyjarkvæði. FRAMH. AF NÍUNDU SÍÐU. því, að fiskimaður nokkur beitti gullbaugi á öngul og dró fagra mey að borði. Vjer vitum eigi hverju Höfðaklerkur beitti, en drátturinn var góður, og það varðaði mestu. En hvenær mundu þessir und- arlegu atburðir hafa gerst? Spurðu hafgoluna, sem fer inn eftir Eyjafirði á vorin og sumr- in, spurðu sunnan vindinn, sem fer út eftir Eyjafjarðarál. Þau munu svara á þessa leið: Æfintýrið um Höfðaklerkinn og hafmeyjuna gerðist á þeirri öld, þegar „Breiðifjörður var í einu engi, og stargresi ðx á Stóru- vallagrund. Þá var gaman að lifa. Guðmundur Friðjónsson. Japönsk yfirvöld hafa lagt banrt anskar stúlkur á götnm útl um hábjartan daginn. Útlend- ingur, sem gerir sig sekan um slíkt, má búast við að verða gerð- ur landrækur. í reglugerðinni er ekki nefnt neitt um að menn megi ekki kvssa japanskar stúlkur á kvöldin. Skák nr. 68. Hastings 1895. Spænski leikurinn. Hvítt: Dr. Emanuel Lasker. Svart: Wilhelm Steinitz. 1. e4, e5; 2. Rf3, Rc6; 3. Bb5, a6; 4. Ba4, d6; 5. 0—0, Rge7; KSteinitz teflir varnartafl frá fyrstu byrjun og hirðir ekkert um þó hann gefi bæði rúm og tíma. Hin veilulausa vörn á að standast allar árásir) 6. c3, Bd7; 7. d4, Rg6; 8. Hel, Be7; 9. Rbd2, 0—ú; 10. Rfl, De8; (Hótar Rxd4) 11. Be2, Kh8?; (Betra var 11.......... f5; og svart á góða stöðu. Eftir hinn gerða leik verður staða svarts þröng og erfið til varnar) 12. Rg3, Bg4; (Tilgangslaust) 13. d5, Rb8; 14. h3, Bc8; 15. Rf5, Bd8; 16. g4, Re7; 17. Rg3, Rg8; (Þannig hefir hinn mikli meist- ari hugsað sjer að standa af sjer allar árásir) 18. Kg2, Rd7; 19. Be3, Rb6; 20. b3, Bd7; 21. c4, Rc8; 22. Dd2, Rce7; 23. c5, (Lask- er álítur sigurvænlegra að hefja sóknina drotningarmegin) 23....... g6; 24. Dc3, (24. pxp, pxp; 25. Db4, vinnur peð) 24.......... f5; (Sóknin er ekki nógu vel undir- búin. Betra var h6, en staðan er e. t. v. óverjandi) 25. Rxe5!, pxR; (Auðvitað ekki Rxd5; vegna 26. Rf7 mát) 26. Dxp-f, R16; 27. Bd4!, (Miklu- betra en g5, sem gefur svörtu 27...... fxg; 28. pxp, enganveginn bjargað riddaraunm) 29. Dg5, Dd7; 20. BxR-f, Kg8; 31. Bdl, Bh3-f; 22. Kgl. Rxp; (Fjörbrot- in s 33. BxB, Rf4; 34. Bf6, Dd2; 35. He2’ RxII-f; 36. BxR, Dd7; 37. Hdl, Dc8; 38. Bb4-f, Be6; 39. Rfó, gefið. Fallegur endir. m Kroisgála MorgunblaHsins 61 Lárjett. 1. höiuðborg. 7. giltbr ekki. 11. púkian. 13. á fót- um. 15. deild. 17. í húsi. 18. heim.sk. 19. stærð. 20. skihvmgsgóð. 22. duluefni. 24. sælgæti. 25. staðar- ákvörðu;:. 26.. óhwínkar. 28. gabba. 31. fuglar. 32- vouskast 34. símneíni. 35. aumt. 36. heiður. 37. tónn. 39. gras. 40. geðjast að. 41. skáldverk. 42. afmarkað svæði. 45. ögu. 46. guð. 47. óðagnt. 49é. kjáui. 51. líkamskhj,ti. 53. heimili. 55. kvef 56. audvarp. 58. æðir. 60. í hálsi. 61. kall. 62. stærð. 64. dýr. 65. efna- ír.skammst. 66. yfirbuga. 68. kvenmannsnafu. 70. heilagur. 71. tregar. 72. styrkja. 74. smjörstykki. 75. störf. Lóðrýett. 1. eldhúsáhald. 2. slá. 3. eyjarskcggur. 4. hugur. 5. kjáni. 6. verkfæri. 7. ómentuð. 8. minnist. 9. arða. 10. súputegund. 12. enn. 14. fugl. 16. heimasætur. 19. revkingar. 21. farg. 23. einlæg. 25. kvenmanns- nafn. 27. tveir eins. 29. keyr. 31. datt. 33. knæpa. 35. óhreinlegir. 38. heimilisfang (skammst.). 39. á fótum. 43. tusk. 44. þesskonar. 47. kvenmannsnafn. 48. dramm. 50. hlióm. 51. danskt blað. 52. skáld. fuglar. 61. vera illa við. 63. kvenmannsnafn. 66 rúmfat. 67. mannsnafu. 68. mótlæti. 69. elskar. 71. tónn. 73. úttekið. við því, að útlendingar kyssi jap ýmsa möguleika) (Svart á elckert betra) Bxp; (Svart getur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.