Morgunblaðið - 25.06.1939, Page 4

Morgunblaðið - 25.06.1939, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sunmidagur 25. júní 1939. I.O.G.T. IO.G.T. Stórstúkuþingið hefst þriðjudaginn 27. júní meS messu í dómkirkjunni kl. 1% e. h. Fulltrúar og aðrir templarar mæti í Tetriplarahúsinu kl. 1 og verður þaðan gengið í kirkju. Ræðu flytur síra Magnús Guðmundsson frá Ólafsvík, en fyrir altari þjónar síra Friðrik A. Friðriksson frá Húsavík. Að lokinni messu verður þingið sett, kjörbrief rannsökuð og stig veitt. Fjelagar, sem ætla að fá stórstúkustig, hafi með sjer skír- teini frá stúku sinni um rjett þeirra til stigsins. Unglingaregluþingið v^£ður sett miðvikudaginn 28. júní klukkan 10 árdegis. Fulltrúar beðnir að afhenda kjörbrjef sín til skrifstofu stórstúk- unnar, sem fyrst. Skrifstofu Stórstúku íslands 25. júní 1939. Friðrik A. Brekkan. Steindór Björnsson. Jóh. Ögm. Oddsson. PIROLA SNYRTIYÖRUR á hvert einasta heimili ■:.:: ." ....zzzza Unglingavinna. Þeir piltar, sem sækja vilja um unglingavinnu í sumar, komi til skráningar næstkomandi mánudag og þriðjudag 26. og 27. júní kl. 2—4 e. h. á Ráðningarstofu Reykjavíkurbæjar og Vinnumiðlunarskrifstofunni. Til greina koma aðeins piltar á aldrinum 16—18 ára. Sel veðdeildarbrjef og kreppuiánasjóðsbrjef. Garðar Þorsleinsson, lirm. Vonarstræti 10. Símar: 4400 og 3442. Sumarstarf K. F. U. M í Vatnaskógi Nú þegar sumarið kemur með sólskinið og blíðviðrið, iaka margir að íhuga hveruig þeir eigi að uota sumarfríið. Margir eru þegar fyrir löngu búnir að ráð- stafa hvernig því skuli varið, og telja aðeins dagana í mikilli eftir- væntingu, uns hinn langþráði dag- ur rennur upp. Þannig er fyrir fiestum þeirra, sem einhverntíma hafa dvalið í sumarbúðum K. F. U. M. í Vatnaskógi. ■ Það er athvglisvert hversu marg ir þeirra leita þangað aftur og það jafnvel sumar eftir sumar, þótt þeir eigi aðeins kost á ör- stuttu sumarfríi. Þetta verður strax til að vekja athygli á staðnum. Flestir, sem fá stutt sumarfrí, reyna annars að velja sjer nýjan og nýjan stað fyrir hvert sumar. Þeir finna sjald- an stað, sem þeir láta sjer nægja meira en eitt ár í senn, nema Vatnaskóg. Sumar eftir sumar hafa ungir menn og drengir eytt sumarfríum sínum þar. Hvað er það, sem veldur slíku? Ekki getur það verið íburðar- mikill aðbúnaður, því hann er blátt áfram, en hollur. Flestir verða að sofa í tjöldum, og mat- ast er í tjaldi. — Sá aðbúnaður verður samt vonandi mjög fljót- lega miklu fullkomnari þegar nýi skálinn verður byður. Maturinn er að vísu ágætur og allir fá eins og hvern lystir. En hvers vegna menn sækja svo ákaft í Vatnaskóg er ekki auð- svarað. Það væri þá e. t. v. vegna stað- arins. Hann telja allir Skógarmenn sinn kærasta stað. Það er fagurt rjóður í aflíðandi birkihlíð á bakka hins undurfagra Eyrar- vatns, andspænis bröttum hlíðum hinnar gnæfandi Skarðsheiðar. Upp eftir dalnum er hin fegursta fjallasýn og kvakandi fuglasöng- ur fróa skilningarvitum þess, sem hefir næma tilfinningu fyrir hinu hárfína í íslenskri náttúru. — Og vatnið! Hvílík fegurð á kyrru sumarkvöldi, er silungamergðin leitar eftir æti og myndar eina hringakeðju um alt vatnsborðið! Hvílíkar vinsældir hjá veiðimönn- unum eða bátsförunum! Eða hví- líkar vinsældir hjá baðgestunum á brennheitum sólskinsdegi, sem busla í volgu vatninu eða vaða í mjúkum sandinum! Og knatt- spyrnuvöllurinn Hann á óskiptar vinsældir allra. Þar hefir margur svitadropinn runnið og hlátur- sköllin dunið! — Og skógurinn! Þar hefir marður farið í eltinga- ingaleik — eða notið kyrðar í frið- sælli láut. — Og umhverfið, foss- arnir, fjöllin og gjárnar! Já, það yrði alt of langt að telja meira. I stuttu máli: Vatnaskógur er yndislegasti staðurinn, sem til er! Aðdráttaraflið er samt e. t. v. ekki síst fólgið í samverunni, fje- lagslífinu í skóginum. Það ber öllum saman um að getur verið það besta, sem til sje af slíku. Og þeim áhrifum er alls ekki unt að Iýsa á prenti. Það getur enginn skilið fyr en hann kemur sjálfur í slíkan hóp. Það er nálægð Guðs sem skapar slíka samveru. í Vatna skóg hafa margir komið ókunn- ugir starfinu og þátttakendunum, en verið gripnir af samverunni og eignast þar vini, sem hafa orðið þeim dýrmætari en allir aðrir. ★ Nú í sumar verðnr starfið rekið með sama fyrirkomulagi og áður, undir stjórn síra Friðriks Frið- rikssonar. Frá Reykjavík eru þeg- ar ákveðnir þessir flokkar; I. fl. 6.—12. júlí, vikuflokkur. II. fl. 12.—18. júlí, vikuflokkur. III. fl. 18.-27. júlí, 10 daga fl. Auk þessa verður e. t. v. ákveð- inn flokltur í byxjun ágúst ef þörf krefur. Þátttökugjald verður sama og áður, þrátt fyrir nokkra verð- hækkun á ýmsum nauðsynjavör- um til starfsins. I vikuflokk kost- ar þátttaka 20 kr. fyrir þá, sem eru yngri en 14 ára og 25 kr. fyrir eldri; en í 10 daga flokk verður 5 kr. dýrara. Fyrir þá, sem dvelja í fleiri en einum flokki, fæst nokkur afsláttur, sem nemur ferðum. Þeir, sem ætla að vera með í sumar, eru beðnir að tilkynna þátttöku sína sem fyrst í K. F. U. M., sími 3437, til Ilróbjartar Árna- sonar í Burstagerðinni, sími 4157, eða til einhverra af starfsmönn- um K. F. U. M. Á þessum stöðum er einnig hægt að fá allar nánari upplýsingar. ★ Sá misskilning'ur hefir virst slæðast inn hjá nokkrum, sem eru ókunnug’ir þessu starfi, að hjer sje aðeins um einskonar „klúhh- starfsemi“ fárra manna að ræða, sem hafi tekið sig saman um að eyða sumarfríi sínu á þennan hátt. En svo er ekki. Hjer er ekki um innilokaðan þröngan hóp manna að ræða, heldur al- ment starf, sem öllum er heimill aðgangur að, öllum sem vilja beygja sig undir þær ein- földu og sjálfsögðu reglur, sem starfið hlýtur að lúta. Þátttaka hefir einnig verið mjög mjög almenn frá öllum stjettum þjóðfjelagsins, án nokkurs mann- greinarálits. — Á þorðinu fyrir framan mig liggur skýrsla, sem sýnir injer að á nokkrum síðustu árunum, sem hún nær yfir, hafá um 1200 — tólf hundruð — pilt- ar og drengir dvalið í Vatnaskógi á vegum K. F. U. M., eina viku eða lengur í senn. Iljer er um að ræða starf, sem á skilið óskifta athygli og stuðn- ing allra hugsandi manna, sem bera framtíð æskunnar fyrir brjósti. Margir liafa ekki efni á að kosta sig sjálfir í skóginn, en hafa samt löngun og þörf fyrir að fara. Væri nú ekki einhver, sem þetta les, þess umkomínn að kosta eipn eða fleiri, að einhverju eða öllu leyti, til dvalar í Vatnaskógi í sumar. Gjafakort, sem veita að- gang að flokkum eftir nánari á- kvörðunum, má fá keypt hjá Árna Sigurjónssyni á Þórsgötu 4, sími 3504. Ástr. S. Framköllun, Kopiering og stækkun, fljótt og vel af hendi leyst. F. A. Thiele Anstuistræti 20. Böglasmjör ágætt. vism Laugaveg 1. Útbú Fjölnisvegi 2. AUGAÐ hvílist með gleraugum frá miELE Áædun arferðir AKranes-Borgarnes Alla þriðjudaga og föstudaga strax eftir koma Fagraness. —- Frá Borgarnesi sömu daga kl. 1 e. h. Fagranesið fer þriðjudaga kl. 9 sd. til Reykjavíkur. Magniis Gunnlaugss. bifreiðarstjóri. Með lækkuðu verði Tarinur 6 menna 5.00 do. 12 manna 7.50 Ragúföt með loki 2.75 Smjörbrauðsdiskar 0.50 Desertdiskar 0.35 ísglös á fæti 1.00 Ávaxtadiskar, gler 0.50 Áleggsföt 0.50 ísdiskar, gler 0.35 Matskeiðar 0.25 Matgafflar 0.25 Teskeiðar 0.15 Barnakönnur 0.50 Kökudiskar stórir 1.50 Speglar 0.50 K. Einarsson íc Björnsson Bankastræti 11. RAFTÆKJA VIÐGERÐIR VANDAÐAR-ÓDÝRAR SÆKJUM & SENDUM MÁLAFLUTNÍNhSSKRíFSTOFA Pjetur Magnússon. Einar B. Guðmundsson. Guðlaugur Þorláksson. Símar 3602, 3202, 2002. Austurstræti 7. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—9.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.