Morgunblaðið - 25.06.1939, Page 9
Sunnudagur 25. júní 1939.
Guðmundur Friðjónsson:
Skáldgáfa þjóða og einstakl-
inga hefir um ár og aldir
synt um og kafað í hafdjúpið.
Yfirborðs fegurð sjávarins, og
leyndardómarnir sem felast und-
ir marbakkanum hafa seytt og
laðað til sín athygli og aðdáun.
Og slíkt hið sama hafa hljóðfæri
Báru og Bylgju gert, og haft þau
áhrif á mennina, iað; J)eir hafa
lagt eyrun við, þegar Ægir hefir
blásið í lúður sinn eða Rán spil-
að á hörpu sína.
Viðhorf mannanna barna til
hafsins mun hafa verið svipað
um allar jarðir.
★
Svö sem nærri má geta, þekki
jeg fáar frumþjóðir innanrifja.
En líkindi gefa stundum til
kynna allsherjar reglu. Þeir sem
hafa lesið niður í kjölinn Odyss-
eifs kviðu Hómers, í þýðingu
Sveinbjarnar Egilssonar, geta
farið nærri um þær hugmyndir,
sem fornaldar Grikkir gerðu
sjer um leyndardóma sævarins.
Vera má að Hómer sje skreyt-
inn og ör á ýkjurnar, þegar hann
leggur orð í munn einstaklingum
kvæða sinna; hvort sem hann
túlkar sína skoðun eða fólksins,
ber að sama brunni.
Hafið er fult af vættum og
skrímslum, sem eru kyngimögnuð
svo, að mennirnir hafa ekki í
hálfkvisti við ófreskjunum. Goð-
magnaðar verur á fjöllum og ?
skýjaborgum di'otna þar yfir
mönnunum, sem geta í hvorugan
fótinn stigið fyrir alskonar ofur-
efli. Þannig túlkar Hómer þessi
efni.
Edda gerir ráð fyrir ýmsum
goðmögnum í hafinu, þar er
Njörður, sem gefur mönnunum
veiði, þeim, sem á hann heita.
Ægir heldur veislur í salarkynn
um sínum, og eru þar svo miklar
gnægðir drykkjarfanga, að „öl
bersk sjálft“, segir Snorri. Þess-
háttar orðalag má ekki verða
fyrir breytingum, þeim er nóg,
sem skilur, en hinum verður ekki
við hjálpað með þýðingum.
Þannig gera Eddufræði nor-
rænnar skáldgáfu ráð fyrir vits-
munaverum í hafdjúpinu harla
gáfuðum, og þó sú list sje fáorð,
er veröld hafsins víð og djúp, og
gefur getspeki mikið svigrúm til !
margskonar bollalegginga.
★ •
Höfunduin þjóðsagna vorra
verður eigi síður starsýnt til hafs
ins, en eldri höfundum. Þar eru
marmennlar og hafmeyjar dregn
ar úr djúpinu, með þeim hætti,
að öngulí krækist undir belti
þeirra og dregur fiskimaður þær
þannig í bat sinn ómeiddar, en að
vísu nauðugar. Þannig er sagt frá
um hafmey-na sem HÖfðaprestur-
inn veiddi, og hjer um getur á
eftir. Ekki hefi jeg í öðrum fra-
sögnum sjeð eða heyrt að hafmey
væri krækt á þann hátt. — Jón
Thoroddsén lætur ■ hafme.vna í
„Veiðirúnu“ sinni bíta á öngul;
hún segir: „Taktu krók úr munni
mjer, og miskunn veittu, síðan
mjer í sjóinn þeyttu“.
Björn Hítdælakappi kvað í
Leyndardómar hafsins
anda þeirrar tungu og trúar, sem
hugði að Miðgarðsormur væri í
sjónum, lægi um lönd öll o.g biti
í sporð sjer. Björn hitti Ólaf kon
ung helga, og kvað um hann.
Þegar Ólafur var í vesturvík-
ing, lifði margýgur (hafgúa) í
sænum og glettist við konunginn
og menn hans, fyrst með söng-
töfrum, síðan með handafli. Eng-
ar skipshafnir stóðust söng henn-
/
ar.
★
Á þeim öldum lifði Lyngbakur
í sjónum, miklu stærri en aðrir
hvalir, svo að hann var stundum
tekinn í misgripum fyrir eyju.
Mig minnir að Fornólfur gerði
um hann vísur í kvæðisbroti, og
er það til í handriti hjá einum
prófessor hjer í borginni. Lyng-
bakur er eigi lengra undan landi
en svo.
Fornólfur kveður um fleiri for-
ynjur en þessa, t. d. Hafstramb
og aðrar sækindur, sem hvorki
hafa komið á rekafjörur nje ver-
ið veiddar í botnvörpur.
★
Fáum dögum áður en jeg fædd
ist, varð sækona eða liafmær
frænda mínum að bana við
Skjálfandaflóa. Hann var í sela-
róðri; sá konuandlit korna upp úr
lognöldunni, harla breiðleitt og
varaþykkt. Hárið fjell niður urri
herðar og brjóst; hún var úteyg
og rjóð í íraman.
Manninum varð svo mikið um,
að hann tók óskaplega til ára og
rjeri lífróður í land.
Hann ofreyndi sig, svitnaði
mikið, varð innkulsa, fjekk
lungnabólgu og andaðist á þriðja
degi.
Konur eru stundum kaldrifjað-
ar og þessi var ein af þeim.
En reyndar varð maður þessi
að furðanlegu gjalli, að þola eigi
betur en raun varð á, að sjá í and
lit konu. Það sannaðist þarna, að
lítið legst fyrir suma menn.
Eigi er jeg afkomandi hans,
sem betur-fer. Þessi kona var eigi
snoðklipt — því snyrtistofur eru
engar á hafsbotni og er það skað- j
laust.
Sú trú hefir bergmálað fornar
kenningar ef að líkindum lætur.
Þessar verur eru því goðkynj-
aðri, sem þær eru lengra úti í
fjarska aldanna, en verða því
mannlegri sem nær dregur vorri
tíð.
Stúlkur úr þeirri álfu geta, þeg
ar þær koma upp á þurt land,
saumað skartklæði og má vel vera
að þess háttar dýrindisdúkar
kunni að leynast í þjóðmenjasafn
inu. Iijer kemur svo Hafmeyjar-
kvæði, (gömul þjóðsaga).
j Hann bar hana til bæjar
og best sem orðið gat
jvar hlúð að hörpusprundi
^en hún æ döpur sat.
I 8.
ÍHún sat þar hljóð við sauma,
-— að sauma rvkkilín,
c'g skreýta messuskrúða
með skíru gulli úr Rín.
Hver þráður þar var dreginn
í þagnar helgri ró,
um sjónir perlur sindra.
Hún silkið rúnum bjó.
þó í gleymsku, en rifjaðist upp^
nú nýlega fyrir tilstuðlan Jó-
hönnu Friðriksdóttur, yfirljós-
móður í Landsspítalanum, sem
numið hafði kvæðið í bernsku af
ömmu sinni, Arnþrúði, sem kunni
fjölda kvæða, og miðlaði fúslega.
af auðlegð anda síns.
Jeg hefi tekið kvæðið af vör-
um Jóhönnu; og haft þó hliðsjón
af prentaða kvæðinu. En lítið
!ber á milli. Fáein orðatiltæki
jþóttu mjer síðri í Norðlingskvæð
inu, og ljet jeg þau víkja fyrir
HAFME YJARKVÆÐI
i.
Auðlegð hafsins, og svo það,
hve gjöfult reynist, .mun hafa
orsakað drauxna skáldanna. um
nókkurskonar mannlíf niðri.þar í
djúpinu.
Jón Thoroddsen lætur haf-
meyna - • segja frá þaraskógum,
sem leyna mörgu í fylgsnum sín-
um, kennimiinnum og .yfirvöld,-
um. Hún segir frá veiðibrellum
karlmanna, og varar kynsystur
sínar við útigöngurn í Ijósaskift-
jUnum, .og er þá nærri höggvið
daglegu lífi, eins og það gerist og
gengur á þurru landi.
Þegar jeg var ungur, heyrði
jeg gamalt.fólk segja að sams-
konar skepnur dyldust í sjó, sem
þær, er á landi lifa, og ef menn-
irnir vissu um alt sem í sjónum
hrærðist, mundi enginn út á hann
róa.
Jeg man þá jeg var ungur,
að eitt sinn heyrði jeg,
af sævarbúa sögu
sú saga er merkileg.
Ef höldar vilja hlýða
og hrundir mararbáls
jeg söguna skal segja
þó sögð verði ei til hálfs.
2.
Og sagan byrjar svona,
að sjera nokkur bjó
á Höfða í Höfðahverfi
og hjelt oft kænu á sjó,
Hann þótti nokkuð þybbinn
og þrár í fiskileit,
og ætíð einhver skepna
á öngulinn hans beit.
3.
Það bar svo til á blíðri
og bjartri sumarnótt,
hann fór í fiskileitir,
því festi blund ei rótt.
Hann bjó til vað og beitti
og bláann renndi í mar
og þarna sat hann þolinn
ög þó varð hann ei var.
4.
Og svona sat hann lengi,
en seinast varð hann fár,
og bjóst að halda burtu
og beinar spenna ár.
En þá í þeirri syipan
hann þóttist finna glöggt
að knappt var kippt í færið,
já, kippt svo afar snöggt.
5.
Hann tók að draga og draga,
en drátturinn yar stór,
svo knúai' skullu á keipum
en kolblár freyddi inn sjór..
Sem Þór við erminn endur,
hann ötull þreytti kapp '
við dráttinn þann hinn dýra
og drátturinn ei slapp.
* y
6. i . -
Því upp‘ úr bláum báfum
sté björt og'fögur mey
með ljósa og slegna lokka
á Ittið starir hú.n fley. . .
Hún höndum brá að hjarta
og hrundu tár af brá,
hún öll varð bleik af ótta
og óðar f611 - í dá.
En guðsmaðurinn g-ildi
hann greip hið fagra sprund
og bjó um hana í bátnum
og beindi róðri að grund.
9.
Loksins mælti meyjan,
hún mælti og stundi hátt:
„Eg get ei lengur lifað,
á landi, hafið blátt
er bústaður minn blíður,
þar best jeg móður á,
æ, leyfið mér að líða
af landi í kaldan sjá.
10.
Hún grjet og grjet svo sáran
að gat ei prestur sjeð.
Hann bauð að flytja brúði
og bjóst til farar með
á miðið, þar sem morgun
úr marardjúpi hún sté.
Þá gladdist grátinn svanni
í gljúpa báru hnje.
11.
Hún brosti’ og breiddi út faðminn
við bljúgann mælti prest:
„Nú ofar öldum háum
jeg aldrei framar sjest.
En yður æ þó muna
og aldrei gleyma skal
fyrst mig nú aftur flytjið
í fagran unnar sal“.
12.
Hún hvarf í kalda báru
og klerkur snjeri heim
og rjeri aldfei oftar
að unnar stöðvum þeim.
En marardjúp á miði
hvar mærin niður fór
er fiskur furðu margur
og feitur vel og stér.
Þegar jeg las þetta Hafmeyjai'-
kvæði, voru béin mín ókölkuð og
brjóskkend, hjartað meyrt og
kramt. Þá varð eigi flogið á
klæði eða í „Flýgildi“, og ekki
keyrt i bílum. Ölí sund lokuð út
til hafsins. Þrárnar sátu í höft-
um og vonirnar í hnipri, væng-
brotnar. ' . .
Jeg öfundaði prestinn í Höfða
af hepninni þeirri, að geta róið
út á sund og dregið þar fagra
niey undir borð og upp á skip
— og fá að launum óbrigðult
fiskimið — og endurminning,
sem aldrei gleymist.
Heimildir minar fyrir framan-
rituðu kvæði eru þær, sem nú
skal greina:
Kvæðið er prentað í Norðlingi
í febr. 1878 og las jeg það litlu
síðar. Þótti mjer þá, sem jeg
næði í fágætt sælgæti. Það fjell
hinu lifandi orði.
Amma Jóhönnu gat þess, a5
hafmærin hefði saumað mjög
skrautleg messuklæði, meðan
hún dvaldi á Höfða, og sat hún.
!þögul að því verki.
Jeg hafði veitt því eftirtekt,
að Jóhanna Friðriksdóttir hefir
gert snjallasta kvæðið í bók
kvennanna, „Það mælti mín móð-
ir“, Vikivakakvæði í þjóðsagna-
stíl. Datt mér því í hug, að húrt
væri fær um að snúa frásögn
ömmu sinnar í vísu. Hún varð
við ósk minni og gerði vísuna
xm messuklæðasaum hafmeyjai'-
innar, og rriunu engir sjá tang-
arför á því barni.
Hvað annars við víkur aldri
þessa kvæðis, er ekki gott að
greina nákvæmlega. Arnþrúður,
amma Jóhönnu andaðist laust
eftir aldamót, vel hálf áttræð.
|Hún nam kvæðið innan ferm.-
ingaraldurs, þá af gömlum
manni. Svo óhætt mun að full-
yrða, að það kvæði sje á annað
hundrað ára. Því kvæði urðu eigi
fleyg á forðumtið nýkveðin.
Þuríður sundafvllir setti á
landnámsöld, Kvíarmið úti fýrir
Bolungarvík og mælti svo um, að
það skyldi verða fiskisælt og
aflagjöfult ísfirðingum. Hafmær
in, sú sem Höfðaklerkurinn dró
á öngul sinn og handfæri, bjó
svo um hnútana, að fiskur hefir
verið undir borði útróðursmanna
Höfða og Látra. Það sýnir æfi-
saga Sæmundar, sem Guðm. G.
Hagalín hefir skrásett með mik-
illi natni og elju. .
Kvíarmið.
Þessar konur, Þuríður og, Haf-
mærin geta skákað Árna Frið-
rikssyni, þó að hann sje áhuga-
rík.ur og umsvifamikill í leit sinni
eftir „sækindafjöld“ — .og hafi
fyrir sig að bera kafbát til þess
að kanna sævargrunnið og flug-
vjel til þess að yfirlíta síldfiski
ofansjávar.
Lesendur framanritaðs kvæðis
geta skorið úr því, hver fyrir
sig, hvort vandræðaskáld hefir
kveðið um hafmeyna, eða leikin
tunga í ljóðagerð.
Eitt höfuðskáld vort hefir þýtt
kvæðið úr dönsku, sem segir frá
FRAMH. Á ELLEFTU SÍÐU.