Morgunblaðið - 09.07.1939, Side 9
Sunnudagur 9. júlí 1939.
L
9
Sunnudagurinn 25. júní 1939
verður mörgum níinnisstæð
ur. Þá fór fram í Reykjavík
biskupsvígsia að viðstöddum yf-
ir 80 hempuklæddum klerkum,
og mun annar eins fjöldi vígðra
manna aldrei hafa verið saman
kominn á einum stað hjer á
landi í lútherskum sið. Vígslu
eftirmanns síns, Sigurgeirs
biskups Sigurðssonar, fram-
kvæmdi fráfarandi biskup, dr.
theol. Jón Helgason, og lýsti þá
jafnframt yfir, að þá fram-
kvæmdi hann síðasta biskups-
verk sitt. Að vígslu lokinni af-
henti hann eftirmanni sínum
biskupskrossinn, sem. er embætt-
isteikn starfandi biskups.
Með þessari athöfn var flett
við blaði í kirkjusögu Islands.
Yfirmaður íslensku þjóðkirkj-
unnar í 22 ár lætur af störfum,
og annar nýr sest í sæti hans.
Við góðar óskir og miklar von-
ir þjóðarinnar tekur yngri mað-
ur byrðar hins umfangsmikla og
virðulega biskupsembættis á
bak sjer. En við biskupaskiftin
verður þó ekki hjá því komist,
að við, sem alla embættistíð dr.
Jóns Helgasonar höfum starfað
undir stjórn hans sem biskups
og erum lærisveinar hans, minn-
umst hans, og gerum: okkur
grein fyrir — ef til v-ill í fyrsta
skifti —, hvaða kapítula hann
hefir gefið efni í með störfum
sínum og embættisrekstri, í ó-
ritaða kirkjusögu þjóðarinnar.
Sá kaþítuli verður bæði langur
og merkilegur, ef rjett er-með
farið.
Dr. Jón Helgason mun vera
átjándi biskupinn með því
nafni, sem situr á íslenskum
biskupsstóli. Hafa nafnar hans
margir verið hinir merkustu
menn, og gnæfa þar hæst þeir
Jón Ögmundsson, Jón Arason,
Jón Vídalín og Jon Árnason.
Eiga þrir hinir fyrstnefndu sjer-
staklega ódauðlegt nafn hjá
þjóðinni. En Jón biskup Helga-
son er níundi biskupinn yfir
öllu íslandi, þegar með eru tald-
ir þeir feðgar, Skálholtsbiskup-
arnir ísleifur og Gissur. Eru
þessir níu biskupar fríður hópur
yfir að líta og hafa miargir
þeirra verið ágætismenn, og all-
ir merkir á sína vísu.
Þegar dr. Jón tók við biskups-
embætti, að ÞórhalliBjarnarsyni
látnum, haustið 1917, og tók
vígslu af hendi Valdimars
vígslubiskups Briem á annan
sunnudag eftir páska 1918, var
hann þegar orðinn þjóðkunnur
maður. Hafði hann þá verið
prestaskólakennari, lektor
prestaskólans og prófessor við
guðfræðideild háskólans í 23
ár, og jafnframt því starfi hald-
ið uppi aukaguðsþjónustum við
dómkirkjuna í Reykjavík í 13
ár. Auk þess gaf. hann út blað-
ið ,,Verði ljós“ á árunum 1896
—1904, og var meðritstjóri að
,,Nýtt kirkjublað“, ásamt Þór-
halli Bjarnarsyni, 1906—1907,
og skrifaði fjölda tímaritsrit-
gerða í erlend og innlend tíma-
rit, þýddi Mattheusar- og Jó-
hannesarguðspjöll að nýju eftir
ovciuttW;tí»tí>
Dr. JÓN HELGASON,
biskup
frumstextanum, og gaf út
nokkur guðfræðileg vísindarit.
Var hann því öllum lesandi
mönnum landsins yel kunnur
sem mikilvirkur rithöfundur og
fræðimaður.
Um nokkurt skeið munu
rúmlega helmingur þjón-
andi presta á landinu hafa verið
lærisveinar hans, og um kenn-
arahæfileika hans mun aldrei
hafa verið neinn ágreiningur,
þeir voru frábærir. Fór þar
saman mikill fróðleikur, fjör og
líf í kenslustundum og lifandi
áhugi fyrir málefnum þeim, sem
með var verið að fara. Minnis-
stæðastur mun hann þó vera
nemendum sínum sem kirkju.-
sögukennari, enda mun hann
hafa unnað henni heitast allra
námsgreina guðfræðideildar-
innar. Gaf hann síðar út ,,A1-
menna kirkjusögu“ í 4 bindum,
er kend var um alllangt skeið
við háskólann. Er það mikið rit
og liggur þar gríðarlegt vísinda-
legt starf að baki. En eftir að
hann Ijet sjálfur af kenslu, mun
hún hafa þótt of löng og ekki
fært að fórna kirkjusögunni
svo miklum tíma, sem til henn-
ar þurfti, ef vel átti að vera.
Er það þó skaði, því að aldrei
vitum :við of mikið, hvorki í
kirkjusögu nje öðru.
Auk kirkjusögunnar samdi
hann á kennaraárum sínum
kxústilega trúfræði, sem hann
kendi um nokkurt skeið við
prestaskólann og háskólann, en
aldrei hefir verið prentuð. Var
það mikið rit og vandað, ljóst
skrifað og frjálslynt og skemti-
legt aflestrar. Eru slík rit þó
venjulega nokkuð þung í vöf-
um og ekki á allra færi að gera
trýfræðina ljósa og skýra í efn-
ismeðferð. En það hygg jeg, að
dr. Jóni hafi tekist flestum bet-
ur. Var hann á þeim árum
nokkuð snortin af hinni nýrri,
frjálslyndu, þýsku guðfi-æði, og
má sjálfsagt teljast fyrsti merk-
isberi hennar hjer á landi. Gerði
hann síðar rækil ga grein fyrir
guðfræðilegri afstöðu sinni í trú-
málagreinum, er birtust í ísa-
fold, og síðar voru gefnar út
sjerprentaðar undir nafninu
„Grundvöllurinn er Kristur“.
Voru þær ritgerðir mikið lesnar
á öðrum tug aldarinnar, og vit-
anlega ekki allir á einu máli
um innihald þeirra, þegar um
svo mikið tilfinningamál var að
ræða. En mörgum m,un þar hafa
opnast ný sýn á háleitustu við-
fangsefnum mannsandans.
Fjegar dr. Jón Helgason varð
*■ biskup, að Þói'halli Bjarn-
arsyni látnum, haustið 1917, var
ekki með öllu laust við, að nokk
urrar mótspyrnu gætti hjá ein-
stöku mönnum innan presta-
stjettarinnar. Efuðu sumir rjett-
trúnað hiris nýja biskups, og
töldu jafnframt vafa á, að hann,
sem boi'inn og barnfæddur
Dr. Jón Helgason.
Reykvíkingur, bæi'i það skyn á
hag klerka og kirkju úti um
landið, sem nauðsynlegt væri.
Heyrði jeg einn aldraðan klerk
og talsvert merkan, Ieggja Jóni
Magnússyni, sem þá var ráð-
hei’ra, til lasts, að hafa veitt
landsskjalasafninu, og er nú
flest þeirra komið þar, enda á
það ekki annars staðar heima,
þegar komið er úr heimanotk-
un fyrír löngu síðan og fáir eða
engir hirða um.. Hefi jeg sjald-
an sjeð Jón biskup glaðai'i,
heldur en þegar jeg færði hon-
um einu sinni gamla meðhjálp-
arabók, sem lengi hafði legið
1 altari Hvalsnesskirkju. Auk
Venj ulegra embættíþfæi'slna
voru þar æfiágrip allra Hvals-
nesspresta frá siðbót og fram
yfir 1700, skrifað af meðhjálp-
urunum. Slíkir gamlir doðrant-
ar eru nú hans uppáhald og
margri stund hefir hann eytt við
lestur þeirra, og ekki til ónýtis,
það sýna ritstörf hans meðaix
Eftir Friðrik Rafnar
uíg5lubi5kup
nafna sínumj biskupsembættið.
sem væi'i svo gjöi'samlega ó-
skylt öllu því, sem hann hafði
gefið sig að, sem aðeins væri
kensla og fræðimenska. Sjálfur
vissi jeg, að Jóni biskupi var
það fyllilega ljóst, að með þessu
tókst hann mildnn vanda á
herðar. En þeir, sem kvíðandi
voru fyrir því, að hann væi'i
ekki þeim vanda vaxinn, og
mundi ekki geta sett sig inn í
kirkjumálin og áhugamálefni
presta og safnaða úti um land-
ið, þektu ekki dugnað hans og
fjölhæfni
Það leið ekki á löngu, þang-
að til hann var orðinn því öllu
nákunnugur. Fyrst og fremst
hafði hann skjalasafn biskups-
embættisins við hendina, og má
geta nærri, að annar eins fræða
grúskari og hann er, lét það
ekki ónotað. I öðru lagi tók
hann til óspiltra málanna við
vísitasíur, enda tókst honum á
tveim áratugum að vísitera sem
næst allar kirkjur og söfnuði
landsins. Hefir engum biskup
tekist það fyr. Og á þeim ferð-
unx sínum vann hann það stai'f,
sem eitt út af fyrir sig væi'i
nægjanlegt til að halda nafni
hans á lofti um ókomnar aldir.
Hann gei'ði teikningu af öllum
kirkjum, kii'kjustöðum og prests
setrum landsins, og eru þær
myndir nú allar til. Verður ekki
sá fjársjóður metinn að verð-
leikum fyi’ir síðari menningar-
sögu landsins.
Á vísitasíuferðum sínum
bjargaði Jhann líka mörgum
fróðleik frá glötun og gleymsku.
Var hann eftirgangssamur um
að skilað væri gömlurn kirkju-
bókum og öðrum gögnum kirkj-
um viðkomandi, til geymslu á
hann var biskup. Hefir biskups-
skjalasafnið verið honum ó-
tæmandi lind til rannsókna og
fræðslu, enda tvö stói'merk rit
hans, „Meistari Hálfdan“ og
„Hannes Finnsson“, alls ekki
getað orðið rituð, nema með því
einu móti, að eiga aðgang að
slíkum gögnum. Eru þau tvö
í’it þannig, að bæði hefðu mátt
gefa doktorsnafnbót, en þess
þurfti ekki með hvað höfund
þeirra snerti, því að hann var
heiðursdoktor tveggja háskóla
áður, vegna fræðistai'fa.
Abiskupstíma dr. Jóns hefir
margt gerst í íslensku
kirkjunni. Hefir hann alla tíð
verið áhugasamur um kirkjunn-
ar málefni og hag prestastjett-
arinnai’, enda ýmiskonar x-jett-
arbætur verið gerðar í stjórn-
artíð hans. Hefir þar komið
sjer vel, að hann hefir alltaf
notið álits og virðingar þeirra
kii'kjumálaráðherra, sem hann
hefir þurft að vinna með, og
Alþingi jafnan tekið tillögur
hans til greina. Hefir það líka
verið ráðherrum og Alþingi ó,-
metanlegt gagn, að geta leitað
til hans um allskonar upplýs-
ingar í málefnum kirkjunnar,
því að þar stóð hvorki á þekk-
ingu nje svai'i. Eru sum svör
hans við slíkum fyrirspurnum
frekar vísindalegar í'itgerðir
heldur en brjef. Minnist jeg t.
d. svars hans við fyrirspurn
Jóns sál. Magnússonar um af-
stöðu Akureyrarkirkju, og hvort
hún væri safnaðai'-, bæjar- eða
Ijenskirkja. Var um það deilt
árið 1923. Svar biskupsins var
á 4 þjettrituðum foliosíðum, og
þar dregin saman saga kirkj-
unnar frá fyrstu, ásamt öllum
kirkjurjettai’legum lögskýring-
um, sem þurfti í því máli. Ekk-
ert einsdæmi mun þetta hafa
verið. Mun eftirmanni hans ó-
metanlegt, hve mörg vafa- og
vandamál hann hefir leyst á
undanförnum áratugum^, og not.
ið þar sinnar miklu og hald-
góðu þekkingar og dæmafáu
iðni.
Það er nærri mjer að halda,
að Jón biskup álíti sjálfur, að
hann hafi vexáð okkur prestum
sínum og sóknarnefrióum lands-
ips strangur húsbóhdí. Ekki
skal það lastað, þó a“ð einhvern
tíma hafi hann orðið að neyta
yfírboðaravaldsins, og gert það.
Þess hefir þá sjálfsagt ekki ver-
ið vanþörf. En ekki veit jeg
annað en að hann þafi jafnan
vei'ið rjettlátur yfirboðari. Jeg
held, að hann hafi verið strang-
astur við sjálfan sig, og slíkur
jái'nkarl til allra starfa og ó-
þreytandi eljumaður eins og
hann hefir alltaf verið, hlýtur
ósjálfrátt að gera nokkrar kröf-
ur til annara. En hafi hann
verið strangur, að eigin áliti,
þá hefir það verið þannig, að
þess minnist enginn nú. Þvert
á móti mætti halda, að um-
burðarlyndið væi'i sterkari þátt-
ur í sálarlífi hans, heldur en
hann sjálfur veit. Jeg get að
minsta kosti sagt þá sögu, af
eigin reynslu, að hjá honum
hefi jeg aldrei mætt öðru en
skilningi og einlægri vináttu.
Sarna mega víst flestir segja,
sem átt hafa undir hann að
sækja, sem yfirboðara sinn. En
við sjálfan sig hefir hann alltaf
verið harður. Skylduræknin
hefir gengið fyi'ir öllu. — Jeg
minnist þess, þegar jeg tók
embættispróf vorið 1915, að þá
var hann prófessor. Prófaði
hann okkur fimm, sem þá út-
skrifuðumst, í kirkjusögú og
trúfræði, en var þá sjálfur svo
illa haldinn af gigt, að hann
vai'ð að bera báðar hendur í
fatla og þjáðist auðsjáanlega
mikið. En þrátt fy.i'ir það, var
engin fljótaskrift á prófinu. Jeg
var í 64 mínútur uppi í kirkju-
sögu, og aðrir eftir því. Mörgum
hefði orðið að fresta pi'ófinu,
þangað til líðanin yrði beti'i. En
það dátt honum víst aldrei í
hug. Skyldan fyrst, svo hann
sjálfur.
Jón biskup hefir verið mikill
gæfumaðui’, enda tel jeg
víst. að hann skoði sig svo sjálf-
ur. Hann er af merkustu for-
eldrum kominn og uppalinn á
fyrirmyndarheimili þeirra. —
Hann á hina ágætustu konu og
hefir haft bai'nalán. Hann læt-
ur af embætti virtur og mikils
Framh. á bls. 11.