Morgunblaðið - 09.07.1939, Síða 10

Morgunblaðið - 09.07.1939, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. júlí 1939. Síðari grein Jóhanns Sæmundssonar læknis: Hversvegna drekka menn? OfdrykkjumaíJur. Nærtækasta orsökin til of- drykkju er sú, hve auðvelt «r að ná í vín. En það er eins með ofdrykkju eins og t. d. sýklasjúkdóma. Það fá ekki all- ir á heimilinu skarlatssótt, þótt einn veikist og sýkillinn sje til staðar. Menn eru mismunandi næmir fyrir sjúkdómunum. Skilyrðin til þess að verða drykkjumaður liggja sumpart hjá einstaklingunum sjálfum, sumpart >. í þjóðf jelagslegum venjum. Margir verða e. t. v. drykkjumenn vegna hneigðar til þess að öðlast einmitt þær tilfinningar vellíðanar, sem á- fengi veitir í svip, en sjúklegt upplag mun þó vera aðalor- sökin. Sumir drekka af van- þekkingu, þeir halda að áfengi veiti aukinn kraft, andlega og Hkamlega, en vita eigi um hætt- urnar, sem bíða framundan. — Aðrir drekka af feimni eða van- raetakend. I>eir geta eigi farið á mannamót eða ráðist í neitt, nema þeir „strammi sig upp“ fyrst með áfengi. Áfengið losar þá við allar hömlur, þeir verða samkvæmishæfir. Þjóðfjelagslegar venjur hafa einnig stórkostlega þýðingu. Það er helst ekki haldin skemti- samkoma með borðhaldi nema vín sje veitt, tæplega er „fínt“ boð haldið nema áfengis sje neytt. ★ Þetta er orðin rótgróin hefð í þjóðfjeiaginu. Það er ,,fínt“ að neyta víns úr fallegum glös- jum úr tærum krystallí, við dynjandi hljómlist og skála á eftir hátíðlegri ræðu um velferð iandsins og þjóðarinnar. Allir vilja vera aðnjótandi lífsins gæða og gleði, vera menn með mönnum, taka þátt í samkvæm- islífinu, íara í srarifötin. En það liggur við að vínið sje orðið öruggur förunautur sparifat- anna. En í hópnum eru veikar sálir, fólk, sem fengið hefir að kynfylgju upplag, er gerir það veikt fyrir áfengi. Það þætti illa gert, að gefa manni, sem er næmur fyrir bamaveiki, barnaveikissýkía í nefið í sam- kvæmi eða boði. Þó er það hlið- stætt þessu, þegar víni er haldið að vínhneigðu fólki og þegar drykkjusiðirnir í þjóðfjelaginu lokka slíkt fólk lengra og lengra út í ófæruna, undir yfír- skyni ,,fínheitanna“, verndaðir af alröngu almenningsáliti og alröngu mati á áfengisnautn :rrá þjóðfjelagslegu sjónarmiði. 4. ÁFENGIÐ OG ÞJÓÐFJELAGIÐ. fengisnautnin er þjóðfje- lagslegt vandamál. Vinnu geta þegnanna er dýrmætasta eign þjóðfjelagsins. Ríkið bygg- ir afkomu sína á getu þegn- anna til þess að skapa verð- mæti, og möguleikar þjóðarinn- ar til þess að lifa menningarlífi byggjast á þessu sama. Það er því beint tjón fyrir þjóðfjelagið, ekki síður en einstaklinginn, ef áfengisnautn þegnanna verður til þess að draga úr eða eyði- leggja starfsgetuna, hvort sem er í líkamlegum eða andlegum skilningi. — Drykkjumenn eru síarblindir af eigingirni þegar áfengi er annars vegar. Kröf- urnar um peninga fyrir áfengi ganga fyrir öllu öðru Fljótlega gengur þetta út yfir fjölskyldu drykkjumannsins. Fjölskyldan fær minna og minna til heim- ilisþarfa. Húsnæði, föt og íæöi verða :».f skornum skamti. Hei1.- brigði fiólskyldunnar og starfs- getu er stofnað í hættu, þóti eigi sje talað um ofdrykkju- manninn sjálfan. Loks tekur sveitin eða bærinn við. ★ Ríkið mun nú verja um 2,3 miljónum á ári til heilbrigðis- mála, og er þar með talinn kostn aður ríkisins vegna sjúkrahúsa, berklasjúklinga, fávita, geð- veikra, holdsveikra o. s. frv., ennfremur eru talin í þessari upphæð laun allra hjeraðslækna á landinu og styrkur til sjúkra- trygginganna. Landsmenn hafa keypt áfengi af Áfengisverslun ríkisins síðustu 3 ár fyrir rúmlega tíu og hálfa miljón króna, eða fyrir meira fje en þarf til þess að koma upp hita- veitu fyrir Reykjavík. — Nemur þetta 3,5 miljónum króna á ári að meðaltali, eða einni miljón og tvö hundruð þúsund kr. hærri upp hæð en ríkið þarf til þess að stand ast straum af Öllum kostnaði vegna heilbrigðismála á ári. Ríkið skattleggur sína þegna og þykir sumum nóg um, en enga skattleggur það eins mikið og of- drykkjumennina, sem láta sinn síðasta eyri fyrir áfengi, en ríkið hirðir gróðann — skattinn. ★ Enginn svíðingur borgar sinn skatt með jaí’nmiklum mannleg- um sársauka eins og ofdrykkju- maðurinn. Á bak við þá skatta- greiðslu leynist sálarkvöl manns- ins sjálfs, kónu og barna, tár, and vökur, örvænting, skortur, stund- um misþyrmingar, giæpir, laus- ung, uppeldisleysi barnanna og oft afbrot þeirra þegar á unga aldri. Ríkið hefir áfengi til sölu og hagnast að kalla, en vinstri hönd- in lætur úti það, sem hin hægri tekur við, en getur þó aldrei bætt einstaklingnum það böl, sem hann hefir keypt sér, nje heldur að- standendum hans. Ef ríkið byði konu drykkju- .mannsins að greiða henni til eig- in afnota työfalt andvirði hverr- ar flösku, er maður hennar kaup- ir, myndu flestar konur, og senni- lega langflestar, kjósa að maður- inn fengi enga flösku, fremur en að taka við peningunum. Andleg- ur sársauki verður aldrei metinn í krónum og aurum. 5. VARNIR ÞJÓÐFJELAGS- INS GEGN OFDRYKKJUNNI. Við höfum reynt áfengisbann og afnumið það. Almenningsálit- iö í landinu heimtaði vín, for- dæmdi bannlögin og þá voru þau jafnframt dauðadæmd. Á meðan bannið var, var drukkið mest í iaumi, { heimahúsum, úti í nátt- úrunni o. s. frv. Einnig var drukk ið í portum og skúmaskotum og á salemum, og drukkið af stút. — Þetta var „ófínt“, menn urðu út- úrdrukknir og vöktu oft hneyksli. Þó megnaði þetta ekki að vekja andúð gegn áfengi, heldur gegn bannlögunum. Þau voru afnumin; nú er drukk ið á „fínan' hátt, eins og jeg drap á áður. En ofdrykkjumönnum fjölgar að sama skapi, enda eru sterk vín skæðust með að valda of'irykk j us j úkdómum. Ástandið er nú hið alvarlegasta og fer ekki hjá því að hið opin- bera skerist í leikinn. ★ Brýn nauðsyn virðist vera á því, að takmarka sölu áfengis til einstaklinganna, hefta leynivín- söluna og koma upp hressing^r- hæli fyrir drykkjumenn, sem ekki eiga heima á venjulegum sjúkra- húsum nje geðveikrahælum. Algjört bann hygg jeg tilgangs laust eins og nú standa sakir, vegna almenningsálitsins, en lög, sem flestir virða að vettugí, eru aðeins til spillingar í þjóðfjelag- inu. — Hjer þarf lyfseðil læknis til þess að fá afhent ópíum, kióró- form og önnur deyfi- og svefnlyf. Áfengi eitt er undanþegið, þótt það sje í eðli sínu ekkert annað en deyfilyf. Hjer þarf læknisá- vísun til þess að fá afhenta á- vexti, en bílhlass af áfengi fæst ávísunarlaust. — Jeg vil þó ekki leggja til, að því verði dembt á Jæknastjettina, að úthluta mönn- um áfengisávísunum. AÐFERÐ SVÍA. HHl fyndist mjer líklegt til að draga úr ofdrykkjunni, að skamta áfengi, líkt og Svíar gera, eftir áfengisbókum. Hver fullorðinn maður sem vill, getur fengið á- fengisbók og tekið út á hana á- kveðið magn á mánuði. Jeg tel heppilegt, að þetta yrði reynt hjer, og jafnframt vil jeg leggja til, að mynd af eiganda bókarinnar og rithandarsýnis- horn væri í bókinni, líkt og tíðk- ast um vegabréf. Hvorttveggja þetta drægi úr hættunni, sem á því er, að slíkar bækur væru lán- aðar hinum og öðrum. Þá legg jeg til, að maður frá áfengisvarnanefnd hefði hús- næði í sambandi við útsölustaði áfengisverslunarinnar, og færu | menn fyrst til hans með bækur sínar, en hann ritaði í þær út-* -tektina og gengi úr skugga um, að um réttan eiganda væri að ræða, með hliðsjón af mynd- inni og rithandarsýnishorninu, og ljeti hann þá eigandann kvitta fyrir úttektinni með nafni sínu. Nú getur eigandi bókar eigi ávalt farið sjálfur eftir á- fengi og væri honum þá skylt, að senda bók sína, en jafn- framt skriflega pöntun, undir- ritaða eigin hendi. Gæti þá eft- irlitsmaður áfengisvarnanefnd- ar gengið úr skugga um, að und irskriftin væri rjett mðe hlið- sjón af rithöndinni í bókinni, en mójfakaaidi yrði hinsvegar að kvítta fyrir úttektinni í bókina. Ef horfið yrði að þessu ráði hygg jeg, ,að leynivínsölunum yrði töluvert erfitt um vik um öflun áfengis, og mörgum of- drykkjumanninum mundi senni- lega endast Htt skamturinn. Jafnframt þessu ber nauðsyn lil þess, að takmiorkuð sje sala sterkra drykkja á vertingastöð- unum og bundin við ákveðið magn, er eigi megi fara fram úr. — Jeg hygg, að fólk, sem er hóf- samt umj áfengisnautn fagnaði s-Iíku fyrirkomulagi, en hömlur virðast nauðsynlegar vegna þeirra, sem eyðileggingin vofir yfir vegna ofdrykkju. DRYKKJUMANNA- HÆLI. Menn virðast á eitt sáttir um það, að brýn þörf sje þegar orð- in fjnúr drykkjumannahæli og fari vaxandi. Nýlega hafa hr. Jón Pálsson fynærandi banka- gjaldkeri og frú hans gefið rausnariega gjöf til stofnunar slíks hælis og kemst nú von-, andi skriður á málið. Drj’kkjumíannahælið á að vera einskonar uppeldisstofnun fyrir þá menn, sem fallið hafa fyrir ofdrykkjunni, en- þó eru eigi svo langt leiddir, að þeir eigi heima á geðveikrahæli eða venjulegu sjúkrahúsi. Hælið verður að vera svo í vsveit sett, að sjúklingarnir geti unnið sem fjölþættust störf, bæði úti við og inni við, alt eftir aðstæðum. Það verður að leggja mikla áherslu á vinnulækningar á slíku hæli ásamt andlegu end- uruppeldi sjúklinganna. Hælið verður að vera svo einangrað, að enginn sjúklingur geti strok- ið nje aflað sjer vínfanga, en þó verður það að vera svo ná- lægt Reykjavík, sem mesta hef- ir þörfina fyrir slíkt hæli, að hægt sje að senda sjúklingana beint út í freistinguna við og við, eða strax þegar tímabært er að sýna þeim nokkurt traust. Því einmitt þetta: að sýna manni, sem er að rjetta sig við, fult traust eins fljótt og hægt er, hlýtur að. verða veigamikill þáttur í enduruppeldi hans, og til þess, að styrkja vilja hans. ENGEY. En hvar á þá hælið að rísa? Vilmundur Jónsson landlækn ir mún eiga hugmyndina að því, að Engey verði valin sem staður fyrir slíkt hæli. Jeg fæ eigi betur sjeð en að Engey eða einhver svipuð eyja nálægt Reykjavík sje tilvalinn staður fyrir slíkt hressingar- hæli. Sjúklingarnir gætu unp,ið að landbúnaði, haft kúabú, fengið nóga mjólk og holt, óbreytt fæði að öðru Ieyti. Þeir gætu unnið að ýmsum smá-iðnaði á vetrum inn anhúss eða stundað sjó. Jeg vann um tíma á geð- veikrahæli fyrir 650 sjúklinga. Flestir þeirra unnu eitthvað. Þar var unnið að smíðum, vefnaði, saumum, bókbandi, mottugerð, vírnetagerð, málaravinnu o. fl. Auk þess hafðí sjúkrahúsið mik ið landrými, þar semt rælctaðar voru kartöflur o,g hverskonar kálmeti, korn o. s. frv. Þar vcru einnig gróðr.rskálar, þar sem ræktaðir. voru tómatar, graanar baunir og fleiri belgjuriir. Jafnvel rúmfastir sjúkiingar höfðu lítinn h&ndvefstól, ] ar sera þeir ófu axlabönd, sokka- bönd og annað smávegis. Þeir fengu nokkra aura fyrir vinnu sína og var inneign 'hvers sjúklings skráð á skrifstofu sjúkrahússins, en sjúklingarnir fengu út borgað þegar þeim lá á aurum, t. d. þegar þeir áttu afmæli; þá fengu þeir að halda það hátíðlegt með súkkulaði og rjómatertu og ljóm(uðu þá af ánægju yfir því, að vera veit- endur — eins og sjálfstætt fólk. Jeg hygg, að væri horfið að þvi ráði, að vélja einhverja kosta-eyju fyrit slikt hæii, sem hjer um ræðir, þá; myndu sjúkl- ingarnir geta' unnið fyrir sjer, ef vel væri á haldið, og mættí slíkt hæli vel heita Hressing- arhælið Sjálfbjörg, en ekki drykkjumannahaeli. Jeg hygg, að jafnvel sumir drykkjumenn myndu fara af fúsum vilja á slíkt hæli. Þeir myndu sjá hylia undir það æf- intýri, að þeir yrðu- menn á ný, er gætu sjeð sjer og sínum far- borða. Vinir og ættingjar gætu heimsótt þá marga hverja og s.jeð þá byggja upp stig af stigi það, sem áður var lagt í rúst. 1 11 .-. ' , Drykkjumannahæli í Engey?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.