Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1939næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 25.07.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.07.1939, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 25. júlí 1939. MORGUNBLAÐIÐ 3 Hjúkrunarkonurnar sitja i kvðld veislu rfkis- og bæjar- stjórnar: Ferðalög í gær 6. mót norrænna hjúkrunarkvenna ,sett í Gamla Bíó. Tíu danskir ritstjórar og blaðamenn koma r til Islands * I boði íslenskra blaðamanna Tíu danskir ritstjórar og blaðamenn frá öllum stórblöðum Kaupmannahafnar og frjettastof- um, sem taka upp frjettir fyrir dönsk blöð ut- an höfuðstaðarins, eru væntanlegir í heimsókn hingað um miðjan næsta mánuð. Það er Blaðamannaíjelag íslands, sem gengst fyrir þessari heimsókn. Blaðam^ennirnir verða gestir Blaðamannafjelagsins á með- an þeir dvelja hjer og ferðast m. a. norður í land til Akureyrar, Mývatns og Siglufjarðar. Þeir koma með „Dr. Alexandrine“ 13.—14. ágúst og fara utan með Lyru 24. ágúst. Ráð er fyrir gert, að heim- sókn dönsku blaðamannanna verði upphafið að heimsókn er-< lendra blaðamanna hing- að ár^ hvert, ef því verður við komið, og að Blaðamannafje- lag íslands gangist fyrir þessum heimsóknum. Rjett þótti að bjóða fyrst blaðamönnum frá sambandsþjóð vorri, Dönum. Markmiðið með þessum heim-í boðum, er að gefa erlendum ritstjórum kost á að kynnast landi voru og þjóð, að vísu ekki með það fyrir augum, að þeir skrifi þegar í stað löng ferða- brjef frá Islandi, heldur til þess að þeir geti í framtíðinni haft betri skilyrði til þess að segja satt og rjett frá íslands- málum. Blaðamenn þessir verða einskonar sjerfræðingar í ís- landsmálum, hver við sitt blað. Hjá því mun þó ekki fara, að þeir segi jafnframt frá ferðum sínum hjer um landið í sumar. Blaðamannafjelagið hefir undirbúið þessa heimsókn og er það kunnugt orðið að það verða valdir menn frá hverju blaði eða frjettastofu sem hing- að koma í sumar. Knattspyrnumót I. fl. Lands- mótið — hefst í kvöld með leik milli Fram og úrvals rir ísafjarð- arfjelögunum, Herði og Yestra. ísfirðin garnir komu með Novu í gær. Mun mörgum leika forvitni á að sjá ísfirðingana. arins á morgun. Nýtt meí í 800 metra hlaupi Q -| ára gömlu meti var hnekt I í 800 m. hlaupi á Iþrótta vellinum í gær af Sigurgeir Ár- sælssyni (Á) nýi tíminn er 2 mín. 2,2 sek., gamla metið 2,2,4 átti Geir Gígja. Þrátt fyrir mjög hagstætt veður og glæstar vonir, var ekki nema einu meti hnekt í gærkv. Árangurinn í hinum ýmsu grein um var ekki nærri eins góður og menn höfðu gert sjer vonir um. í langstökki, kúluvarpi, sleggjukasti og stangarstökki komust keppendur ekki nálægt gömlu metunum. Mathafinn í langstökkinu Sig. Sigurðsson, (ÍR), stökk nú ekki nema 6,30 m„ en met hans er 6,82 m. og tvarð nr. 2. Fyrstur varð Jóhann Bernhard (KR) 6,38 m. Sæmi- legur árangur náðist í 200 m. Þar varð fyrstur Sveinn Ingvars- son (KR) á 23,7 sek. Metið er 23,1 sek., sett af Sveini 1938. 3000 m. hljóp Sigurgeir Ár- sælsson (Á) á 9,17 mín. og er það besti tími sem náðst hefir hjer á landi. Metið 9 mín. 1,5 sek. á Jón Kaldal, sett erlendis 1922. Sigurgeir, sem aðeins er 20 ára gamall, er mjög efnilegur O etningarhátíð hjúkrunar ^ kvennamótsins hófst á sunnudaginn, með virðu- legri guðsþjónustu í dóm- kirkjunni kl. 10 árd. Steig biskup íslands, herra Sigur- geir Sigurðsson, í stólinn. En að guðsþjónustunni lok- inni fór fram hátíðleg setn- ing mótsins x Gamla Bíó. Var ræðupallur fánum og' blóm um prýddur, en þar sátu fulltrú- ar hinna norrænu hjúkrunar- kvennafjelaga, undirbiiningsnefnd mótsins o. fl. Er hljóms-væit hafði .leikið bá- tíðalög bauð frk, Kristín Thor- oddsen, varaform. Fjel. íslenskra kjúkrnarkvenna, gestina velkomna með nokkrum orðuin. Þá flútti Pjetur Halldórsson borgarstjóri ávarp til húkrunar- kvennanna. Og loks lijelt frú Sig- ríður Eiríksdóttir, form. „Sámv. lijúkrunarkvenna á Norðurlönd- um“, setningarræðuna, Vai’ húrí mjög vel flutt og samin. Að setningarræðu frvi Sigríðar lokinni, færðu fulltrúar hinna ýmsu Norðurlanda á mótinu kveðjur og þalrkir frá fjelögum sínum og ættlandi. Töluðu þær állar mjög hlýlega í garð lands og þjóðar og starfssystra sinna hjer. En á eftir hverfi ræðu ljek hljómsveitin þjóðsöng viðkomandi lands, og hjúkrunafkonurnar sungu undir. Lauk setningarhátíðinni, sem var endurvarpað til Norðurlanda, með því, að íslenski þjóðsöngur- inn var leikinn. Var hátíðin til sóma forstöðu- konum mótsihs og öll með hinum hátíðlegasta alvÖrublæ. ★ Síðar um daginn, kl. 3% komu þátttakendur mótsins aftur sam- an í Gamla Bíó. Var þá sýnd Is- landskvikmynd Grlogskapt. Dam, en að því búnu flutt tvö erindi: Frk. Marie Madsen talaði um kröfur þjóðfjelagsins til hjúkrun arkvenna, Og systir Bergljot Larsson flutti erindi um sálfræði- leg viðfangsefni í hjúkrun, í sjúkrahúsum, á heimilum og í heilsuvernd. Um kvöldið buðu norrænu hjúkrunarkonurnar karlakórnum „Fóstbræður” um borð í „Stav- angerfjord“. Dansleikur var um borð í skipinu. Nokkrar hjúkrun- arkonur í þjóðbúningum sýndi? þjóðdansa og einnig söng kvart- ett hjúkrunarkvenna. „Fóstbræð- ur“ sungu tvisvar um kvöldið, og í seinna skiftið uppi á þilfari, Var öllum skemtiatriðum tekið með fögnuði og dynjandi húrra- hróp gullu við, bæði frá hjúkrun- arkonunum og íslensku gestunum, er farið var í land um miðnættið. KVEÐJA frá Stauning FRAMH. Á 8JÖUNDU SÍÐU Fundi Norrænu fjelaganna slitið i dag Asunnudag fóru fulltrúar Norrænu fjelaganna í boði íslahdsdeildarinnar austur á Þing völl og tóku um 60—70 manns þátt í förinni. Veður var hið besta. Var ekið að Almannagjá, en þar stigið úr úr bílunum og staðnæmst. Var dásamlegt að liorfa yfir Þingvöll af gjárbarminum. Síðan var gengið niður gjána og til Lögbergs. Þar flutti Vil- hjálmur Þ. Gíslason stutt, en eink- ar skýrt erindi um Alþing hið forna. Hlýddu hinir erlendu gest- ir á erindið með mikilli athygli. Þessu næst skoðuðu menn búða- rústir, en síðan var haldið til Val- hallar og þar snæddur árdegis- verður. Ræður fluttu yfir borðum Stefán Jóhann Stefánsson fjelags- imálaráðherra, Magnus Nilssen for- seti norska þjóðþingsins og dr. Guðmundur Finubogason lands- bóltavörður. Að loknu borðhaldi fóru menn að skoða staðinn nánar, en síðan var haldið npp í gjá, að Oxar- árfossi og staðnæmst þar um Stund. Þótti hinum erlendu gest- um mikið til um fegurð Þing- valla. Svo var ekið að Reykjum í Mos- fellssveit. Þar voru fyrir Pjetur Haildórsson borgarstjóri og frú hans og buðu gestina velkomna. Borgarstjóri flutti ræðu og skýrði fyrir gestunum fyrirhug- aðar framkvæmdir í hitaveitunni, boranir o. fl. Er ekki vafi á, að Hitaveitan er það mál, sem mesta- athygli vekur meðal erlendra gesta, sem hingað koma. Á sunnudagskvöld voru flutt- ar kveðjur í ritsmrpið og talaði einn fulltrúi frá hverju landi. Lítið Geysisgos. i Fulltrúarnir fóru feustur að Gullfossi og Geysi kl. 8 í gærmorg un. Fengu þeir hið ágætasta veð- |ur. Fyrst var haldið að Gullfossi og var þar tekin kvikmynd af j fulltrúunum. Þar var snæddur há- degisverður, sem hafður var með. Þá var farið til Geysis og gaus hann litlu gosi — 20—30 metra. Kaffi var drukkið við Geysi og síðan haldið beina leið til bæjar- ins og komið þangað kl. iy2. í ráði var að koma við á Laug- arvatni, en fulltrúarnir voru þreyttir og kusu heldur að fara til Reykjavíkur og livíla sig. í dag kl. 10 heldur fulltrúa- 'fundur „Norrænu fjelaganna“ á- fram. Verða fundir fram eftir degi og er gert ráð fyrir að ljúka þeim í kvöld. Stauning. Stauning forsætisráðherra Dana kom hingað í opinbera heimsókn með Dr. Alexandrine á sunnudagskvöld. Þetta er í fjórða sinn, sem hann heimsækir ísland. Stauning forsætisráðherra er meðal þektustu stjórnmálamanna á Norðurlöndum og nýtur mikils. álits. Hann fylgist vel með mál- nm Islands. Erindi hr. Staunings hingað nú er að ræða við íslensku stjórnina ýms hagsmunamál landanna, aðal- lega viðskiftalegs eðlis. Stauning býr hjá sendihejra Dana meðan harm dvelur hjer. Jeg hitti hann þar í gær og tal- aði við liann stundarkorn. Er jeg kvaddi bað hann Morgunblað- ið fyrir eftirfarandi kveðju til þjóðarinnar: „Jeg bið yður að flytja kveðju mína til íslensku þjóðarinnar. Mjer er það mikil ánægja, að hafa enn á ný haft tækifæri til að koma hingað, og jeg vona, að hinar gagnkvæmu heimsóknir verði til þess að tryggja þau vin- áttubönd, sem tengja saman N orðurlandaþ j óðir nar. ísland og Danmörk hafa ýms sameiginleg hagsmunamál og erfið leikar landanna eru svipaðir; þess yegna höfum við á liðnum árum 'í bróðerni reynt að vinna sam- eiginlega að lausn vandamálanna. Jeg óska íslandi og íslensku þjóðinni allra heilla, og mjer er irikil ánægja af því, að dvelja hjer nokkra daga“. Stauning for^ætisráðherra mun ferðast eitthvað um landið með- an hann dvelur hjer. Hann verð- ur hjer til 6. ágúst. J. K. „Saratoga" heitir kvikmynd sem Gamla Bíó sýnir í fyrsta skifti í kvöld. Aðalhlutverkin leika Jean Ilarlow og Clark Gable. Kvikmynd þessi hefir hvarvetna hlotið hina bestu dóma og m. a. vakið meiri athygli fyrir það, að þetta var seinasta kvikmyndin, sem Jean Harlow ljek í. Hvin and- aðist meðan á kyikmyndinni stóð og var þá fengin önnur leikkona í hennar stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 170. tölublað (25.07.1939)
https://timarit.is/issue/104876

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

170. tölublað (25.07.1939)

Aðgerðir: