Morgunblaðið - 25.07.1939, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 25. júlí 1939.
Andlát Johns Fengers stórkaup
manns og fyrrum aðalræðis-
manns Svía, mun liafa komið öll-
»m þorra bæjarmanna á óvart,
«r andlátsfregnin, að kveldi hins
14. þ. m., barst iit um bæinn.
Hann hafði að vísu kent nokk-
urrar vanheilsu í seinni tíð og því
lagst inn á spítala til rannsóknar.
En að svo brátt yrði um hann,
sem raun varð á, munu fæstir hafa
búist við. Ilann hafði um morg-
uninn þennan dag verið skorinn
upp, á Landsspítalanum, vegna
nýrnasjúkdóms, en að kveldi var
hann liðið lík. Er þar áreiðan-
lega hniginn í valinn ágætur borg-
ari bæjarfjelags vors og sómi versl
unarst jetfarinnar, og þungur
harmur kveðinn að nánustu ástvin
um og fjölda annara, sem honum
höfðu kynst og átt eitthvað sam-
an við hann að sælda.
John Fenger stórkaupmaður var
fæddur í Kaupmannahiifn 2. des.
1886 og ágætlega kynjaður í föð-
urætt. Foreldrar hans voru Jo-
hannes Ewald Fenger, verkfræð-
ingur (civilingeniör) (t 1918) og
kona hans, Janet Fenger (fædd
Brand Ervin), skosk að ætt og
uppruna (t 1915). Fengers-ættin
hefir með rjettu verið talin ein
af merkustu ættum döskum um
langt skeið og margt ágætra
manna af þeim kynstofni runnið,
bæði lærdóms- og vísindamanna
ug öndvegismenna á sviði verk-
legs athafnalífs: prestar, lögfræð-
ingar, læknar, háskólamenn, stór-
kaupmenn, húsameistarar, land-
biinaðarfrömuðir og stjórnmála-
menn. Þannig var æfi Fengers
stórkaupmanns, Carl Emil Fenger,
uafntogaður stjórnmálamaður á
rsinni tíð, tvívegis fjármálaráð-
herra Dana, og þess á milli for-
rstjóri fjármálaráðuneytisins, og
síðast um all mörg ár fjármála-
borgarstjóri Kaupmannahafnar
1884). Upphaflega var þessi
maður læknir við Fridriksspítala,
prófessor við háskólann og mikils-
metinn sem vísindamaður, en hafði
snemma gerst áhugamaður um
stjórnmál, sem varð til þess, að
hann hvarf frá frægðarferli vís-
índamannsins, til þess algerlega
að helga sig stjórnmálunum, eink
um fjármálum þjóðarinnar og við-
rjettingunni á þeixn. Er sjerstak-
lega orð á því gert, hvílíkur sparn
aðarmaður hann hafi verið á opin-
bert fje, sem vitanlega var ekki
.jafn vel sjeð af öllum, þá fremur
•en nú. Annars er Fengers-ættin
upphaflega þýsk. Ættfaðirinn,- sem
hins danska Fengers-ætt á rót
sína að rekja til, var skipherra-
son (frá Lybek, Peter Fenger að
nafni, er ungur hafði flutst til
Kaupmannahafnar og snemma
gjörst kaupsýslumaður í stórum
stíl. En kona hans, Else Broek,
var systir nafntogaðs guðsþakka-
sjóða-stofnanda og auðmanns,
Nielsar Brock, sem m. a. „de
JOHN
Brockske HandelsskoIer“ eru
kendir við. Eitt af 11 börnum
þeirra Peters Fengers, var faðir
fjármálaráðherrans Fengers, þjóð-
kunnur prestur við Frelsara-kirkj-
una á Kristjánshöfn, Rasmus Feng-
er, sem látinn fjckk þann vitnis-
burð af vörum hins fræga N. F. J.
Grundtvígs (sem þá var aðstoðar-
prestur við kirkju hans), að hann
hefði verið „einn hinna kyrlátu í
landinu, sem ekkert ranglæti gátu
augum litið án þess að fyllast
sársauka“, Er ekki nema sennilegt,
að sumir mannkostir Fengers stór
kaupmanns hafi verið arfur frá
þessum merku ættfeðrum hans.
Það mun snemma æfi Johns
Fengers hafa verið ráðið af for-
eldrum hans, að hann færi kaup-
sýslumanns-leiðina og var allri
mentun hans í uppvexti hans hag-
að eftir því, enda spilti það ekki
fyrir, að hann var „tveggja-tungu-
mála barn“, frá fyrstu æSku jafn-
vígur á dönsku og ensku. Eftir
fermingu byrjaði hann verslunar-
nám á „Brockesku verslunarskól-
unum“, en að því loknu gerðist
hann, 18 ára gaxnall, skrifstofu-
maður hjá hinu alkunna verslun-
arfjelagi, A. T. Möller & Co., sem
sjerstaklega verslaði með íslenskar
og grænlenskar afurðir. Þar fjekk
John Fenger fyrstu kynni sín af
íslenskri verslun og verslunarhög-
un. Avann hann sjer brátt traust
yfirmanna sinna fyrir staka reglu-
semí og skyldurækni, sem m. a.
lýsti sjer í því, að honum, rúm-
lega tvítugum, var falin falltrúa
(dispontents) staða fyrir verslun-
arfjelag sitt í Leith og Liverpool.
Nokkru eftir aldamótin síðustu
(líklega nálega 1906) var stofnað
upp úr verslunum Thors Jensen
í Reykjavík og P. J. Thorsteins-
sonar á Bíldudal, meðfram fyrir
atbeina verslunarfjelagsins A. T.
Möllers & Co., hið svonefnda
„Miljónafjelag“ eða eins og það
var skrásett rjettu nafni „P. J.
Thorsteinsson & Co‘L Yið það
fjelag var hið dauska verslunar-
fjelag, A. T. Möller & Co, mikil-
lega riðið og fyrir tilstuðlan þess
var John Fenger kjörinn til þess
að flytjast ti! ísiands árið 1909,
í fyrstu sem „korrespondent“ hins
nýja fjelags, en síðar með full-
komnu fulltrúaumboði. Dvaldist
hann fyrstu árin ýmist hjer í bæ
eða vestur á fjörðum (Þingeyri,
Bíldudal, Patreksfirði, Ólafsvík og
Sandi). Eii þegar miljónafjelagið
hafði starfað hjer nokkur ár og
sýnt þótti, að lífsmagn þessa nýja
dansk-íslenska verslunarfyrirtækis
reyndist rninna en búist hafði ver-
ið við, svo að ákveðið var að
leysa fjelagið upp, þá var John
Fenger annar þexrra manna, sem
FENGER, stúrkaupmaOur
John Fenger.
falið var að gera upp allan haf
fjelagsins og koma eignum þess
í peninga. Sýndi það enn hvílíkt
traust verslunarf jelagið A. T.
Möller & Co. bar til þessa unga
umboðsmanns síns.
Þessu síðastnefnda starfi mun
hafa verið lokið vorið 1914. í stað
þess þá að hverfa aftur til Dan-
merkur, gerðist John Fenger sama
ár (1914) samhandhafi (medin-
teressant) verslunarfyrirtækis, sem
þeir kaupmennirnir Fr. Nathan og
Carl Olsen konsúll höfðu sett hjer
á stofn með firmanafninu „Nathan
& 01sen“. Og þvi verslunarfjelagi
helgaði John Fenger alla sína
krafta og allan sinn áhuga, lijeðan
í frá til dauðadags, eða rjett 25
ár.
Það er nú síst á færi þess, er
þetta ritar, að leggja dóm á kaup-
sýslumannsstarf Fengers s.tórkaup
manns; það verða þeir að gera,
sem bera betra skyn á verslunar-
mál. Aðeins tel jeg mjer óhætt að
geta þess til um hann, að hann
hafi ekki, fremur en aðrir kaup-
sýslumenn hjer á landi, altaf átt
sjö dagana sæla þessi 25 ár, sem
hann rækti það slarf í fjelagi við
samhandhafa sína, svo margvís-
lega erfiðleika, sem á því sviði
hefir verið við að stríða einmitt alt
það aldarfjórðungs-tímabil, fyrst
af völdum heimsstyrjaldarinnar,
síðan af völdum ýmissa afleiðinga
hennar og nú hin síðari árin af
völdum innflutningshafta, og gjald
eyriserfiðleika. Þetta er þó aðeins
getgáta mín, því að John Fenger
var að eðlisfari engiixn barlóms-
maður, síst í eyru þeirra kunn-
ingja, sem lítið skyn báru á slíka
hluti. Miklu fremur þektum við
hann sem kjarkmikinn bjartsýnis-
rnann. Hitt var öllum, sem þekktu
hann, kunnugt, ao hann var hinn
mesti iðjumaður, sívinnandi og
heill og óskiftur í starfi sínu.
Hann naut þá líka óskoraðs álits
og trausts stjettarþræðra sinna,
jeg held undantekningarlaust,
vegna óþrotlegrar rjettskiftni sinn
ar og áreiðanleika í öllum við-
■BaBBaHnaaDM
skiftum. Ilann hafði hlotið hina
haldbestu mentun sem kaupsýslu-
maður og stóð engum að baki í
skilningi á þeim margþættu kröf-
um, sem voiúr tímar gera öðrum
fremur til þeirra, sem fást við
verslun í stórum stíl. Ilann var
góður tungumálamaður og gat því
fylgst vel með í öllu því, er gerð-
ist erlendis á sviði viðskiftalífs-
ins, og íslenska tungu lærði hann
snemma dvalar sinnar úti hjer og
talaði hana rjett lýtalaust.
En þótt kaupmenskan sæti hjá
Fenger í fyrirrúmi fyrir öllu
öðru, þá tók harm alt að einu
virkan þátt í ýmsum áhugamálum
stjettar sinnar hjer í bænum og
var jafnan boðixm og búinn til
stuðnings hverju því málefni, er
hann áleit, að mættí verða henni
til heilla. Um starf hans sem
aðalræðismanns Svua im sjö ára
skeið, er rnjer fátt Icunnugt, en
heiðursmerki þau; er honum bárust
frá sænsku stjórninní, bera þess
bestan vott, hvcrnig hún hefir
metið það starf hans.
Sá, sem lijer heldur á penna,
hefir kynst mörgurn af samlönd-
um Fengers stórkaupmanns, sem
dvalist hafa hjer í bæ og flestum
að góðu einu, en engum sem tæki
honum, fram að drengskep og að
prúðmesku í allri framkomu.
Drengskapurinn og prúðmenskan
voru honurn vafalítið hvorttveggja
í senn ættarfýlgja og ávöxtur góðs
uppeldis og sjálfsögunar manns,
sem ekki vildi í nokkurri grein
vamm s-i'tt vita. Þess vegna varð
honum svo vel til vina í bæjar-
fjelagi voru og það var snemma
almannarómur með öllum, sem
kyntust honum nánar, að hann
væri sjerstakt valmenni, er í öllu
vildi láta gott x;f sjer leiða. Sú
hygg jeg þá líka að hafa ekki
síst orðið reynsla margra sam-
landa lxans, er kyntust honum
hingað komnir og á einn eður ann-
an hátt leitnðu og nutu liðsinnis
hans og hollra ráða. Hann gekst
þá einnig fyrir því, að samlandar
hans hjer í bæ mynduðu fjelag
með sjer til viðhalds þjóðrækni
sinni í dreifingunni, og var sjálf-
ur árum saman formaður þess fje-
lags eða í stjórn þess.
En þrátt fyrir þjóðræknisbönd-
in, sem eðlilega bundu John Feng
er við landið, þar sem vag'ga hans
hafði staðið og fjölmennur ætt-
hringur hans hefir fram á þennan
dag getið sjer jafngóðan orðstír
og Fengers-ættin, þá var hann
síst þess sinnis, að telja rjett, að
hingaðkomnir samlandar hans ein
angruðu sig, sem væri hagur lands
og þjóðar þeim allsóviðkomandi.
Miklu fremur var það honum á-
hugamál, að þeir fengju mætur á
þjóð vorri, lærðu tungu lands-
•manna, öfluðu sjer þekkingu á
sjerkennilegum aðstæðum hennar
og reyndu að samlagast sem best
ríkjandi hugsunarhætti og þjóð-
legum venjum. En í þeim efnum
gekk hann sjáifur á undan með
góðu eftirdæmi sínu. Er óhætt
að fullyrða um Fenger, að hann
tæki eftir því sem árin liðu
einlægu ástfóstri við land
vort og þjóð, og ætti ekki
aðra ósk heítari en að alt mætti
snúast þjóð vorri til heilla og
blessunar. En honum var það jafn
framt áhugamál, að haldast mætti
með sambandsþjóðunxim, íslend-
ingum og Dönum, sem 'fullkomn-
ast samúðarsamband, báðum til
gæfu og gleði. Þess vegna var hon
um svo innilega ant íim, þann fje-
lagsskap hjer með oss, sem öðru
fremur vill að slíku vinna, —
Dansk-fslenska fjelagið. Átti hann
sæti f stjórn þess frá fyrstu byrj-
un og annaðist með stakri sam-
viskusemi fjármát þess alt til æfi-
loka. — Mun það ekki fjarri
sanni, að ísland hafi verið orðið
honum sem heimxiland hans og að
það hafi því ekki verið honum,
eftir 30 ára dvöl hans hjer, nein
ógeðfeld tilhugsun, að bera hjer
beinin, eins og nú hefir raun á
orðiði, þótt fyr yrði en búist var
viði
En svo mikinn þátt, isem at-
vinnareksturinn kann að hafa átt
f því, hve vel Fenger stórkaup-
maður undi hag sínum hjer á
lándi, þrátt 'fyrir alla erfiðleika
©hagstæðra ára fýrir allan verslun
arrekstur, þá er þó enginn vafi á,
að mestan og fegurstan þátt í því
átti heimilið, sem hann bar gæfu
til að skapa hjer í bæ með ágætri
eiginkonu sinni frú Kristjönu
Fenger — dóttur hins þjóðkunna
athafnamanns Geirs Zoega,»— sem
nú grætur horfinn ástvin og eig-
inmaiin ásamt sex börnum þeirra,
eftir 22 ára einkar farsæla sam-
búð. Það er hvorttveggja, að
Fenger sál. taldi daginn 14. júní
1917 mesta heilladag æfi sinnar,
enda getur ekki, að allra kunn-
ugra dómi, yndislegri hjónasam-
búð en þeirra Fengers-hjóna.
Mann, sem elskari var að heimill
sínu en Fenger var, er naumast
hægt að hugsa sjer. Ileimilið var
honum bæði vígi og vje, þar sem
enginn vargur náði nokkuru sinni
inngöngu. Á heimili sínu í Þórs-
hamri, þar sem hann bjó alla
sína hjúskapartíð, að samvistum
við eiginkonu og börn, átti hann.
það friðland, sem honum var dýr-
mætara en alt annað, þar Ieitaði
hinn heimilisrækni húsbóndi sjer
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
K. R. R.
I. S. í.
Landsméf l.?flokks^hefst i kvðld kl. 8.30. Þá keppa:
Isfirðiiigar og Fram.
Sfáið IsfirOinga.
Allir iit á völl.