Morgunblaðið - 03.08.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.08.1939, Blaðsíða 5
Fimtudagur 3. ágúst 1939. ii ----------- JttorgttttMttfóft = Otgef.: H.f. Arvakur, ReykJavlk. Ritstjórar: J6n Kjartannon og Valtír SteffLuaaoo (ábyri6»n«»BB»i. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjörn, auglýainsrar o» afgreiesla: Anaturataetl 8. — 8lml 1000. Áskriftargijald: kr. 8,00 & ariúnHSL í lausasðln: 16 aura etotakiS — M auri aeO LwbOk. „M MUH SAMSTARFIB M1STAKAST" Þjóðabandalagið og störf þess Ef fjelagsheildir, stjettir eða einstaklingar, sem standa •að baki ráðherrum í ríkisstjórn- inni, sýna ásælni í því að fá dreg- inn sinn taum eitt fet framar því, :sem rjettlátt er, samanhftrið við aðra, og framar því, sem alþjóð- -arheill leyfir, og látið verður und- an þeirri ásælni, þá mun sam- tstarfið, að mínu áliti, sem forsæt- isráðherra, mistakast“. Þannig fórust Henmanni Jónas- :syni forsætisráðherra orð, í ræðu f>eirri, sem hann lijelt þegar þjóð- ;stjórnin tók við völdum. Og hann hjelt áfram með þessum orðum: „Til samstarfsins er stofnað til þess að stjórnin geti haft nægi- Jegan styrkleika og öryggi til þess að framkvæma hvert mál eingöngu frá sj’ónarmiði .aimenns rjettlæt- ás og alþjöðarlieilla — en án til- ilits til kráfna frá fjelagsheild- ®m, stjettum eða einstaklingum, framar því, sem þetta sjónarmið markar“. 'Og enn -sagði hann-. „Bf þessari reglu verður fylgt 'f samstarfinu, þá hygg jeg, að það verði þjóðinni til hlessunar — og jeg vil vona áð svo verði“. Óhætt er að fullyrða, að allir flokkar, sem taka þátt í þjóð- •stjórninni og styðja hana, hafi gengið til þessa samstarfs með þeim hug, sem lýsir sjer í þessum orðum ráðherrans. Enda liggur 'það í auguim uppi, að til þessarar samvinnu g*at enginn flokkur gengið af heilum hug, nema ein- mitt með þeim ásetningi, að vinna að sem fullkomnustu rjettlæti og jafnrjetti milli stjetta og ein- staklinga með þjóð vorri. Þessi er höfuðkostur samvinnustjórnar. Með henni er gerð tilraun til að "tryggja þegnum þjóðf jelagsins það rjettlæti og jafnrjetti, sem reynslan hefir sýnt, að harðvítug flokksstjórn trauðla skapar — ellegar alls ekki. ★ Þjóðstjórnin liefir nú starfað í 3y2 mánuð. Sá reynslutími er ekki langur. En hann er nægilega lang ur til þess að hjer á eftir er eðli- legt að almenningur taki upp um- mæli forsætisráðherrans, sem hjer -eru tilfærð, festi þau sjer í minni og spyrji? Hvað hefir ánnnist ? Hefir á því borið benna tíma, að .„fjelagsheildir eða einstaklingar“ hafi sýnt „ásælni í að draga sinn taum“ og með því stuðlað að því, ,að samstarfið mistakist? Stjórn fyrverandi ríkisstjórnar á verslúnarmálum hefir á undan- förnum áruim; valdið miklum og djúptækum ágreiningi með þjóð vorri. Þessvegna voru gerðar al- veg sjerstakar ráðstafanir tíl þess, er núverandi stjórn tók við völd- um, að ágreiningur þessi yrði jafnaður. í ræðu þeirri, er Ólafur Thors atvinnumálaráðherra flutti þegar 'þjóðstjörnin tók við, skýrði hann :frá þeim ákv’örðunum, er gerðar höfðu verið í þeim málum, sem eiga að jafna þann ágrefning. Svohljóðandi samninga hafði Sjálfstæðisflokkurinn gert við samstarfsflokka sína: I fyrsta lagi skyldi innflutn- ingshöftunum vera afljett, jafnóð- uoi og fjármál þjóðarinnar og viðskiftaástand leyfir. I öðru lagi yrði þegar í stað gefinn frjáls innflutningur á nokkrum nauðsynjavörum. Og í þriðja lagi var svo ákveð- ið, að ráðherrar hafi gagnkvæm- an rjett til að fylgjast með öllu er gerist hver í annars ráðuneyti og eiga þeir fjármálaráðherra Jakob Möller og Eysteinn Jóns- son viðskiftamálaráðherra að hafa alveg sjerstaklega nána samvinnu. Um þetta var samið milli flokk anna. Auk þess skýrði Ólafur Thors frá því, að Sjálfstæðisflokkurinn fól ráðherrum sínum að gangast fyrir því, að endurskoðuð verði framkvæsmd þessarar löggjafar, ýms atriði í löggjöf síðari ára og þar á meðal að svo fljótt sem auð- ið er verði endurskoðuð fram- kvæmdin á- úthlutun innflutnings- leyfanna og meðferð gjaldeyris- ins. ★ Skömmu eftir að þjóðstjórnin tók við var gefinn frjáls inn- flutningur nokkurra vörutegunda. En í það sinn voru tegundirnar færri, en um, var talað í upphafi. Er von á því, að mjög bráðlega verði fleiri vörur settar á frílista, svo þeim atriðum stjórnarsamn- ingsins verði fullnægt. En næsta sporið er, að fá end- urskoðaða framkvæimd haftanna og meðferð gjaldeyrisins á þeim grundvelli jafnrjettis og sam- starfs, er forsætisráðherrann Her- mann Jónasson lýsti í ræðu sinni, þar sem útilokuð verði ásælni ein- staklinga eða fjelagsheilda, svo satmstarfið spillist ekki. í úthlutun innflntningsleyfanna og meðferð gjaldeyrisins hefir komið fram misrjetti, sem er í fullkomnu ósamræimi Aið jafn- rjettisstefnu þá, er Hermann Jón- asson lýsti yfir að vera skyldi grundvöllur samvinnustjórnarinn- ar. Enn hefir ekki unnist tími til þess fyrir ráðherrana að taka þessi mál upp, vegna þess hve margt hefir verið aðkallandi við daglega afgreiðslu mála. En að fullur vilji sje á að fá þenna á- greining jafnaðan, getum vjer að óreyndu ekki efast um. Og að til þess sje fær leið er heldur enginn vafi á, þar sem sá aðilinn, þ. e. kaupmenn, sem bafa verið ofur- liði hornir, fara ckki fram á neitt | annað en að meðferð þessara mál t verði i hinu fylsta samræmi við jafnrjettiskenningu og fyrirmæli Hermanns Jónassonar, enda er hagsmunum alþjóðar þá best borgið. Erfið ár. in seinustu ár hafa ver- ið erfið ár fyrir Þjóða- bandalagið og starfsemi hinna alþjóðlegu stofnana í Genf. Þjóðabandalagið hefir verið svikið bæði af sínum eigin vinum og öðrum. Um sama leyti sem það fær sína stóru og glæsilegu höll til íbúðar hafa þess eigin bygg- ingar hrunið í rústir. Marg- ar hinna glæstustu vona fþeirra, sem unnið hafa fyrir hugsjónir Þjóðabandalags- ins, hafa orðið að engu. Eu mistök Þjóðabandalagsins, eða rjettara sagt vanmáttur þess, er ekki alt. Eigi maður þess kost að kynnast lítið eitt þeirri hlið af starfsemi Þjóðabandalagsins, sem ekki veit að hinum brennandi stríðsmálum dagsins, sannfærist maður um að ekki er alt glatað. Hið stórpólitíska spil, sem fram fer við mót Þjóðabandalagsfull- trúanna einu sinni eða tvisvar á ári hverju, er það sem augu flestra beinast að, öll önnur starfsemi Þjóðabandalagsins sem nýtur fastra starfsmanna er minna þekt. Og þess vegna er von að menn sjeu svartsýnir og vonlitlir um Þjóðabandalagið. ★ Dómarnir byggjast, eins og einn af starfsmönnum; Þjóðabandalags- ins orðar það, á sömu forsendum og d ómar þeirra sem dæma öll hjónabönd eftír hinum mörgu og breiðu frásögnum blaðanna um þá heimilisfeður sem berja konu sína og börn eða jafnvel stytta þeim aldur með hnífum.Um öll hamingju sömu hjónaböndin er ekki rætt í blöðum og eins hefir það verið um þær hliðar af starfsemi Þjóða- bandalagsins sem hafa tekist vel. Um mistökin er talað mikið og hátt, en haft hljótt um sigrana. En hinir stórpólitísku ósigrar Þjóðabandalagsins hafa einnig sín- ar afleiðingar fyrir aðra starf- semi alþjóðastofnunarinnar. Þýska land, Ítalía, Japan, Abyssitiía, Tjekkóslóvakía og Spánn hafa yf- irgefið Þjóðabandalagið og Verka- málasambandið. Auk þess að svo mörg þýðingarmikil lönd slíta samvinnunni við þessa starfsemi, og skapa þar með mikla erfiðleika, hætta þessi ríki einnig að greiða gjöld til starfseminnar. Þetta hefir haft það í för með sjer, að stofnanirnar í Genf hafa orðið að fækka starfsmönnum sín- um til mikilla muna þó öll störf nú sjeu miklu erfiðari en áður og ný viðfangsefni krefjist lausnar. En starfsmenn alþjóðastofnan- anna gefast ekki upp nje missa trúna á þýðingu starfa sinna og hugsjónir Þjóðabandalagsins: að byggja grijndvöll hins varanlega friðar. Verkamálaráð- stefnan 1939. ‘ ’bjóðlega verkamálasambandið 1 nfir fengið nýjari forseta, Banda- ríkjamanninn John G. ‘Winant. Hann tók við forstöðu Verkamála- skrifstofunnar í Genf um áramótin. Winant minnir í formála sinnar glæsilegu skýrslu á þau orð sem rist eru á fótstall þess minnis- merkis sem hinum. látna fortöðu- manni, Albert Thomas, hefir verið reist fyrir framan byggingu Verka málaskrifstofunnar. Þar stendur: „Þeir tóku ekki líf mitt. Jeg gaf það“. Þetta er inntak þess auda sem starfsmenn alþjóðastofnan- anna vilja að móti starfsemi þeirra. Ráðstefnan í ár er sú 25. í röð- inni síðan 1919. Fulltrúar voru mættir frá 46 löndum, frá ríkis- stjórnum sambandslandanna, fag- fjelagssamböndum og atvinnurek- endum, ásamt ráðgjöfum þeirra. Samtals 342 fulllrúar. Þetta var mislitur hópur. Menn úr flestum stjettum og þjóðflokk- um, hvítir, gulir og svartir hör- unds, og menn með enn breytilegri pólitíska litarhætti og lífsskoðan- ir. Hjer voru menn sem greiddu fyrir máltíð á hótelum Genfar jafnmikið og annar fulltrúinn varð að láta sjer og fjölskyldu sinni í heimalandinu nægja í heila viku — kannske mánuð. Lífshættir ög lífsskoðanir þess- ara ólíku þjóðfulltrúa mættust á þessu þingi og hinUm mörgu nefndum og ráðum sem fjölluðu um öll hugsanleg efui sem varða atvinnulíf og lífskjör þjóðanna. Starfsbræður úr fjarlægum lönd- um skiftust á sjónarmiðum og reynslu og andstæðar hagsmuna- fylkingar mættust. ræcldu, bræddu og sömdu. ★ Það er kannske rjett að geta þess fyrir ókunnuga, að aðalhlut- verk Alþjóðlega verkamálasam- bandsins er að skipuleggja sam- vinnu og ná samkomulagi milli þjóðanna og með vinnuþiggjend- um, um sem líkust launakjör og aðbúð fólks sem vinnur í sömu starfsgreinum. Þannig að öll lönd standi sem líkast að vígi á heims- mörkuðunum hvað framleiðslu- kostnað snertir. Verkamálaskrifstofan í Genf veitir upplýsingar og ráð, semur hagskýrslur, undirbýr ráðstefnurn- ar, sendir leiðangra til ýmsra landa sem miðla reynslu, og hefir auk þess eftirlit með að samþyktir ráðstefnanna sjeu. framkvæmdar í hinum ýmsu löndum o. fl. o. fl. Ráðstefnan í ár var haldin í Þjóðabandalagshöllinni dagana 8. —27. júní. Mikill liluti hinna op- inberu umræðna fór fram um árs- skýrslu forsetans. Ársskýrsla forsetans. Hjer koma í lauslegum útdrætti nokkur atriði í liinni merkilegu skýrslu hr. Winants, aðallega grip- in úr formála skýrslunnar (og lít- ið eitt úr umræðunum): í Friðarsáttmálanum frá Ver- sölum, sem er sá grunnur sem Þjóðabándalagið og- Verkamála- sambandið byggja starfsemi sína á, segir: að „þjóðfjelagslegt rjett- læti“ sje grundvallarskilyrði þess að friður megi ríkja í heiminum;. En hvað er „þjóðfjelagslegt rjett- læti?“ Um það komu fram ýms sjónarmið á ráðstefnunni, og mað- ur fekk að vita, í stórum dráttuni, hvernig ástandið var í hinum ýmsn löndum. Skuggi stríðsins vofir yfir heim- inum. Menn játuðu mistök sigur- herranna frá Versölum, en fundu þeim einnig afsakanir. Það er ljettara að sjá hve einfaldar gát- urnar eru þegar þær eru leystar. Vafalaust væri enginn Hitler við stjórn í Þýskalandi nú ef Þjóð- verjum hefði verið sýnd meiri miskunn á árunum eftir stríðið. En sár sigurvegaranna voru djúp. En nú verðum við að horfast í augu við ástandið eins og það er segir herra Winant: I heiminum ríkir vopnaður frið- ur, fleiri og fleiri þjóðir taka þátt í vígbúnaðarkapphlaupinu, stærri og stærri fjárupphæðir eru heim- ilaðar, af þingum, stjórnum og eft- ir þjóðaratkvæðagreiðslum, til landvarna. Samanlögð árleg hern- aðarútgjöld þjóðanna eru nú 60— 70 miljarðar. Hversu óheyrileg upphæð þétta er verður okkur ljóst er við deilum þessum milj- örðum niður á mínútur ársins. Hernaðarútgjöldin verða 120.000 kr. á mínútu, og fara stöðugt vax- andi. Vinnudagurinn er lengdur, starfsorkan er dregin frá fram- leiðslu nauðsynja. Það er ekki ein- ungis í Þýskalandi sem nú verður að velja á milli smjörs og fall- byssna. Nú fara kraftar og hæfni fleiri vísindamanna til að finna upp og framleiða eyðingarefni og vítisvjelar .en til læknavísinda og sjúkrahúsa, meira fje eytt til her- skipabygginga en íbúða o. s. frv. Alt það fje sem fer til hervæð- ingarinnar er fengið með álagn- ingu á sjerhvert brauð sem við neytum, með sköttum á afurðir hvers jarðarskika sem við ræktum og með lengingu vinnud agsins. Hinn vopnaði friður snertir dag- lega hvern einstakan þjóðfjelags- meðlim í hvaða landi sem hann býr, aðeins misjafnlega mikið. Og hvort sem styrjöldin brýst út eða vegir finnast til að komast hjá stríði getur þetta ástand ekki varað lengi, fyrr eða síðar kemur sú tíð að ekki verður hægt að ganga þenna veg lengur og þá kemur til uppbyggingarinnar. ★ Atvinnulíf þjóðanna hefir færst úr skorðum hinnar eðlilegu fram- leiðslu nytjavara og þar með skap- að milj. manna verri og erfiðari lífskjör. Þegar þessi tíð svo loks er yfir hlýtur atvinnuleysi að skapast meðal alls þess fjölda, sem nú lifir af hervæðingunni á kostn- að framtíðarinnar, fólk sem hefir æfst og mentast til þessara starfa. Og það þarf sterk átök og al- þjóðlega samvinnu ef sá glundroði sem hlýtur að skapast á að yfir- vinnast. Það á að vera hlutverk vort, sagði herra Winant að skipu- leggja uppbygginguna. En ef við eigum að verða þessu FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐO.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.