Morgunblaðið - 13.08.1939, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.08.1939, Blaðsíða 7
Sunnudagur 13. ágúst 1939. MORGUN BLAÐIÐ 7 Minningarorð um Hraunsliolfslifónin Helga var fædd í Hraunsholti í Garðahr. 15. ágúst 1860, og <51st upp hjá foreldrum sínum, By- Steini bónda Jónssyni og konu hans Helgu Snjólfsdóttur, er bjuggu þar allan sinn búskap. Jakob var fæddur 10. júní 1859 að Iíofi á Höfðaströnd. Voru for- eldrar hans Gunnar bóndi Guð- mundsson og kona hans Sigurlaug Þorvaldsdóttir, bæði ættuð af Skaga. Var Guðmundur kominn af Gunnari, ættföður hinnar kunnu Skíðastaðaættar. Rúmlega ársgam- «11 misti hann föður sinn og flutti þá móðir hans með börn þeirra hjóna til átthaga sinna vestur á Skaga. Tók síra Páll Jónsson í Hvammi Jakob til fósturs, og mun Jakob hafa flutst' með honum vestur að Höskuldsstöðum á Skagaströnd og dvaldi hjá honum uns hann andaðist en þá var Jak- ob ekki fermdur. Dvaldi Jakob eftir það á ýmsum stöðum á Skagaströnd í vinnumensku, en hóf um tvítugsaldur ferðir til sjó- róðra suður á landi, og rjeðist fyrsta sinn til síra Þórarins pró- fasts Böðvarssoriar í Görðum, er galt honum meira kaup en um var samið. Jakob rjeðist í vinnu- mensku hjá síra Þórarni og var þar í nokkur ár Mun Jakob hafa haft mjög gott af veru sinni þar, -því að síra Þórarinn var lauds- kunnur maður fyrir atorku, skör- þngsskap og drenglyndi, enda tók Jakob liann sjer mjög til fyrir- myndar. Var það mikil gæfa fyrir unga menn að dvelja á slíku fyr- irmyndarheimili, og bar Jakob þess merki alla æfi. 1 Görðum kyntist hann konu sinni, Helgu Eysteinsdóttm; fiá Hraunsholti, er þá var þar vinnu- kona. Giftust þau árið 1888 og hófu búskap í Króki í Garða- hreppi við lítil efni. Bjuggu þau þar í 10 ár, en fluttust að Hrauns- holti, föðurleifð Helgu og bjuggu þar samfleytt í 32 ár, uns þau brugðu búi 1930. Keypti Jakob þá húsið nr. 27 við Asvallagötu í Reykjavík og dvöldu þau þat tií .æfiloka. Þau hjón eignuðust 8 börn, en rnistu 4 þeirra í æsku, en 4 eru á lífi, 2 synir og 2 dætur, öll hin MÁLAFLUTNINGSSKRlhSTOFA Pjetur Magnússon. Einar B. Guðmundsson. ^Guðlaugur Þorláksson. ‘ Símar 3602, 3202, 2002. Austurstræti 7. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—ð. RAFTÆKJA VIÐGERÐIR VANDADAR-ÓDÝRAR SÆKJUM & SENDUM <■ a/iio wmnwi - HAPviflKJiH : yiooc'MíiTorÁ mannvænlegustu: Eysteinn, Guð- varður og Halldóra, öll búsett í Reykjavík, og Sigurlaug liús- freyja í Hraunsholti. Auk þess ólu þau upp frá þarnæsku sonar- son sinn, Gunnar Eysteinsson. Það er eltki ofmælt þótt sagt sje, að þau Hraunsholtshjónin hafi verið frábær að dugnaði og ósjer- hlífin sem mest mátti verða. Hann stundaði sjó um vertíðir, fyrst á opnum skipum, en svo á bilskip- um, en kaupavinnu á sumrum. En Helga kona hans annaðist heimil- ið og barnahópinn af miklum skörungsskap og sjálfsfórn, því efnin voru lítil fyrstu búskapar- árin og árferði hið erfiðasta. Eftir að þau hjónin fluttu að Hraunsholti hóf Jakob þegar hin- ar mestu búnaðarframkvæmdir. Var þar alt með fornum hætti, tún ilt og lítið, og mun hafa fóðr- að 1 eða 2 kýr, en Jakob gekk svo frá því, að það var alt rljett og fóðraði 8 kýr. Bjó hanu býli sitt vel að húsum og skildi við það svo, að það var hið prýðdeg- asta, og er óbrotgjarn minnisvarði þeirra Ilelgu og Jakobs. Jakob var áhugamaður meirl en svo að hann mætti sitja hjá al- mennum fjelagsmálum og sfjórn- málum, sem áhorfandi einungis. Hann var einn af stofnendum Kaupfjelags Hafnarfjarðar 1909, og hinn öruggasti stuðningsmaður þess alla tíð. Hann mun. aldrei hafa keypt nokkurn hlut, er þar mátti fá, annarsstaðar. HanU var sjerstaklega áreiðanlegur maður í öllum viðskiftum, og gerði líka strangar kröfur til annara í þeim efnum. Jakob var eindreginn Sjálf- stæðismaður og fylgdi þeim flokki fast að málum alla tíð. Hin síðustu misseri er hann lifði gat hann ekki í fætur stigið vegna gigtar, er lengi hafði þjáð hann og gert hann að örkumlamanni. Bar hann mein sitt með fullri karlmensku, og var ávalt glaður og reifur, skemtinn í viðræðum og veitull gestum síuum, svo sem þau hjón höfðu ávalt verio. — Hann var efldur maður að vilja, ákveðinn og fastur í lund; vin- fastur en vinavandur. Var honum ekkert fjær skapi en að láta hlut sinn, en var þó sáttfús ef miðl- unar var leitað. Qóður maður var hann góðri konu, sem studdi hann með ráðum og dáð í hinni hörðu lífsbaráttu. Börnum sínu voru þau hollir ráðunautar og kunnu þau vel að meta forsjá þeirra. Jakob var prýðilega greindur maður, las mikið og bæði skildi vel og mundi. Miklar þakkir á íslensk þjóð að gjalda þeim mönn- um, er slíkt gagn hafa unnið, er Hraunshóltshjónin unnu, Jakob og Ilelga, og hátt skyldi minning þeirra á lofti haldið. Þau hvíla nú hlið við hlið á hinu forna æskuhermili í Görðum á Álftanesi, og er nýlokið við að reisa minnisvarða yfir þau þar. Best að auglýsa í Mörgunblaðinu. Áttræður er í dag Magnús Hall- dórsson, Sauðagerði B, hjer í bæ. Qagbofc Veðurútlit í Rvík í dag: S-gola. Skýjað. Dálítil rigning. Veðrið (laug'ardagskvöld kl. 6): Hægviðri og bjartvirðri um alt land. Hiti 8—13 st. nyrðra, en 13 —19 st. syðra. Lægð að nálgast suðvestan af hafi og mun því draga til S-áttar hjer á landi. Háflóð er í dag kl. 4.55 e. h. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Aðra nótt er næturlæknir og helgidagslæknir í dag Axel Blön- dal, Eii'íksgötu 31, sími 3951. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Trúlofun sína opinberuðu í gær ungfrú Þórliildur Brynjólfsdóttir, Smáragötu 2, og ívar Guðmunds- son, blaðamaður við Moi'gunblaðið. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónabandv á Stað á Reykjane.si af síra Ragnari Bene- diktssyni ungfrú Ragnheiður Jóns- dóttir og Ólafur Siggeirsson stud. mag. Heimili þeirra er á Sjóuar- hól, Reykjavík. Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjónaband ungfrú Inga Erlendsdóttii', Þórsgötu 3, og Borg þór Björnsson hjá S. í. S. 72 ára v.erður í dag frú Rósa Helgadóttir, Reykjavígurvegi 16, Hafnarfirði. Sjötugur er í dag Guðlaugur Kristjánsson málari, HverfisgÖtu 83. — Eimskip. Gullfoss er í Kaup- manúahöfn. Goðafoss er í Reykja- vík. Brúarfoss fór frá Stvkkis- hólmi kl. 91/2 í gærmorgun, áleiðis til Patreksfjai'ðar. Dettifoss fór frá Hull- í gær, áleiðis til Vest- mannaeyja. Lagarfoss fór frá Leith í gær, áleiðis til Austfjarða. Selfoss er á leið til Djúpavíkur. sem Gamla Bíó sýnir um helgina. Aðalhlutverkin 1 eika Spencer Tracy og Luise Rainer, sem bíó- gestir munu kánnast viðj eftir leik þeirra í „G.ott land“. ‘og „Sjó- mannalíf ‘ ‘. Nýja Bíó sýnir í fyrsta sinn í kvöld franska kvikmynd er lieitir „Njósnarinn frá Saloniki“. ,,Fi'k. Doctor“, hinn dularfulla njósnara frá dogum heimsstyrjaldarinnar, leikúr fransk-þýska leikkonan Dita Parlo, en ágæ’tir franskíf leikarar fara með önnur hlutverk, m. a. Louis Jouvet og Pierre Blanchar. Mynd þessi hefir fengið mjög góða dóma í frönskum blöð- um. Borgarísjaki. Norska eftirlits- skipið Fridtjof Nansen símáði Fiskifjelaginu í gær, að 36 sjó- mílur undan Skagavita í 140° stefnu frá vitanum, á 66.35° norð- lægrar breiddar og 21. lengdar- gráðu hafi í gær kl. 6 e. m. verið borgarísjaki sem var 30 metra upp úr sjó. Póstferðir á morgun. Frá Rvík : Mosfellssveitar, Kjalarness, Reykja ness, Ölfuss og Flóapóstar, Þing- vellir, Laugarvatn, Þrastalundur, IJafnarfjörður, Fljótshlíðarpóstur, Austanpóstur, Akranes, Norðan- póstur, Dr. Alexandrine til Akur- eyrar, Goðafos stil Leith og Ham- borgar. Til Rvíkui’: Mosfellssveit- ar, Kjalarness, Reykjaness, Ölfuss og Flóapóstar, Þingvellir, Laug- arvatn, Hafnarfjörður, Gi'ímsness og Biskupstungnapóstar, Norðan- póstur. Útvarpið í dag: 11.50 Hádegisútvarp. 19.45 Frjettir. * ” '■ 20.20 Hljómplötui'; „Ameríkumað- urinn í París“, tónverk eftir Gershwin. ' . . . , . 20.35 Gamanþáttur: „Ýtrasta spaf- semi“; samtal tveggja sálna (Valur Gíslason, Indriði Waage1). 21.00 Einsöngur (Daníel Þorkels- son). i 21.25 Kvæði kvöldsins. 21.30 Hljómplötut’: Píanókonsert í Es-dúr,' éftir Liszt. Útvarpið á morgun: 19.15 Síldveiðiskýrsla Fiskif jelags- ins. 19.45 Frjettir. 20.20 Hljómplötui’: Göngulög. 20.30 Sumarþættir (V. Þ. G.). 20.50 Hljómplötur: a) Kvartett í Es-dúr. eftir Haydn. b) 21.10 íslensk sönglög. c) 21.30 Horavitz og Giéseking leika á píanó. Yfirmiljón manns hafa sjeð íslands- deildina í N. Y, Alls hafa nú rúmlega miljón sýningargestir sjeð íslands- deildina á heimssýningunni í New York. Frá þessu var skýrt í skeyti, sem hingað barst á miðvikudag frá Vilhjálmi Þór. . * , Innilegt hjartans þakklæti til allra, nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og vináttu við fráfall og jarðarför mannsins míns og föður okkar, ÞORSTEINS ÞORSTEINSSONAR, kaupmanns í Keflavík. Margrjet Jónsdóttir og börn. Hjartans þakklæti til allra, fjær og nær, er sýndu okku hluttekningu í veikindum og við fráfall og jarðarför mannsir míns, föður okkar og tengdaföður, GUÐLAUGS ÞÓRÐARSONAR, gestgjafa, Tryggvaskála. Guð blessi ykkur öll. Guðríður Eyjólfsdóttir, dætur og tengdasynir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.