Morgunblaðið - 13.08.1939, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.08.1939, Blaðsíða 11
Sunimdagur 13. ágúst 1939. jlIORGUNfilABIÐ » eða rósóttir og skrautlegir. Sumt fólkið sjest koma stiklandi eftir görðunum mjóu, sem eru milli . áveitutjarnanna. Og svo eru það fararskjótarnir. Langmest ber á ösnunum, þess- um litlu og þunnu greyjum, sem : geta borið svo ótrúlega mikið og sýnast líka altaf í illu skapi. Sum staðar eru þeir einir á rölti eða standa eins og dauðadæmdir. Yíða sitja á þeim dolpungar svo stórir, að það er óskiljanlegt Sivernig þeir rísa undir þeim. Sumir sitja klofvega, aðrir kven- 'vega á þeim. Á einum stað sá- um við feðgana frægu sitja á asna. Og svo eru það úlfaldarnir. Hjer erum við komnir í ríki þeirra. Það eru skepnur í lagi. Hvílíkt seinlæti og „merkileg- heit“. Þeir teygja þennan langa og ólögulega haus beint fram, hringa hálsinn niður og slá hnénu í hann til þess að klóra sjer. En sáturnar, sem voru á á sumum þeirra! Það voru víst nokkrir „hestar“ af heyi. Og allskonar farangur var á þeim. Á sumum þeirra sat maður eins og hann væri uppi á nýuppbornu heyi. Það er betra að vera ekki svimahætt. Sumir voru á reiðhjólum. Hjer «r gamalt og nýtt saman. Það er nærri því skrítið að sjá reiðhjól hjer, þennan nauða hversdags- lega hlut, þegar hann er annars- staðar. En Egypti eða Arabi á reiðhjóli á moldarvegi í Nílar- deltu, það er skrítin sjón. Það «r nærri því eins og ef maður sæi vekjaraklukku á altari í einhverri fornri dómkirkju eða prest við messu í sportbuxum. Og áfram þýtur lestin. Trjágróðurinn vex. Nú er skurður meðfram brautinni á Söngu svæði og vegur á hinum bakkanum. Sama umferðin. Konur bera ótrúlegustu hluti á höfðinu, bagga alskonar, -stórar grindur, háar krúsir eða bensín- dúnka. I Alexandríu voru þær með svartar slæður fyrir andlit- inu frá augunum og niður úr. Hjer sá jeg enga með slæðu. Þær mega ekki vera að því. Og eng- inn má vera að því að horfa á þær. Hjer er nent að snúa kvörn. Og hjer er maður að þreskja korn eins og það var gert þegar Gamla-testamentið var skrifað. Hann stingur varpskóflunni í binginn og þeytir öllu upp í loft- ið. Hismið fýkur burt, en kornið hrynur niður á völlinn. Hjer meðfram skurðinum eru 'írjen með hengiblöðunum skraut ’íegust. Og alt í einu kemur stór rárfarvegur og eftir honum miðj- Æim rennur á. Níl! Við þjótum yfir fyrstu stóru Jhvíslina af Níl. Þarna er þá jþessi á, sem komin er alla leið sunnan úr Abessiníu og Viktoriu vatni. Næst lengsta á í veröld- inni, og í rauninni sú allra lengsta, því að Missisippi og Missouri verða að hjálpast að til þess að komast fram úr henni. Sá sem stendur við ystu ósa Níl- ar, er jafnlangt frá upptökum fcennar og Hvítahafinu, nyrst í Hússlandi. Það er ótrúlegt, en satt. Hvað skyldi nú þetta vatn, se mvið þjótum yfir, -vera búið ÍT Magnús Jónsson við Nil (frh.) að vera lengi á leiðinni frá því er það fór af stað úr Viktoríu- vatninu ? Það er sjálfsagt búið að vera drjúgum lengur en við frá íslandi, þó að okkur þætti Fulton lengi á leiðinni. Jeg hef ekki enn minst neitt á mannabústaðina, sem þarna bar fyrir augu. Við sáum nokkra bæi, sem eru ekki ósvipaðir bæj- um annarsstaðar. En miklu fleiri mannabústaðirnir voru alveg sjer kennilegir, gráir kofar, eins og þeir væru hnoðaðir upp úr leir, holir teningar með götum, sem áttu að vera gluggar. Þessum híbýlum var hrúgað saman í þjetta þyrpingu eða bendu, hvert húsið við annað eða hvert ofan á öðru, alt ein óskiljanleg kássa. Eða svo leit það út frá lestinni. Og þökin voru alveg sljett fljetta af strái. Það myndi leka heima á Islandi, nei ekki leka, það myndi grotna sundur í einum landsynningi. En hjer rignir aldrei, aldrei dropa! Ekkert vatn er til nema Níl. Níl vökvar land- ið og Níl fleytir skipum og Níl er drukkin og höfð í mat og til als, sem vatn er notað í. Egypta- land er til eingöngu af því að Níl er til. Dæmi hins sáum við þar sem var hvíta ströndin fyrir vestan Alexandríu, bleikir sand- mæli með gistihusi, sem heitir Hótel Morandi, en í öllum þess- um sæg sáum við engan mann frá því. Á Ítalíu, þar sem gaura- arnir. Hér reisir fólkið hús til röð milli trjánna. Karl kom inn ’ gangurinn er ekki ósvipaður þess að verjast sól og ef til vill einhverju fleira. En vatnsheld þurfa húsin ekki að vera. Skilji það hver sá íslendingur, sem getur! Á einum stað var stansað. Þar er bær„ sem heitir Tanta. Þar var skrautlegt stöðvarhús og fjöldi minaretta, stórar moskur með hvolfþökum. Hvolfþakið er óskabarn hjer. Jafnvel á sumum leirhúsunum var hnoðað upp svo litlu hvolfþaki. Líklega til þess að húsbóndinn gæti staðið upp- rjettur á einum stað í húsinu. Hjer í Tanta voru fagrir skrúð- garðar, og sjerstaklega hlaut jeg að dá eitt trje, sem er alþakið rauðum blómum. Öll krónan er einn vöndur af rauðum blómum — ótrúlega skrautlegt á að líta. Nú kom sólarlag, og myrkrið færðist skjótt yfir landið. Hjer er nálega ekkert rökkur. Sólin steypist beint niður og kemur beint upp. Trjágróðurinn hvarf nú að mestu aftur og sljettan þandi úr sjer að nýju. Við sátum í vagnklefa okkar og vissum varla, hvernig tíminn leið. — Nú var kveikt inni, og þá sáum við, að skaflar af ryki huldu alt. Kairó nálgaðist. Löng ljósa- og för að bursta af okkur, án þessu, er ágætt ráð, að kalla þess að við bæðum hann um það. nafnið á hótelinu, sem maður viH Við höfðum töskur okkar tilbún- ar, því að við ætluðum ekki að sleppa þeim við neinn. Við stung um skilding að karlinum og hann heimtaði meira, eins og hjer er siður, en fjekk ekki nema hvöss augnaráð frá okkur, eins og hann átti skilið. Svo stöðvaðist lestin og við þutum út. Við gripum töskurnar okkar og þutum af stað. Tókst nú held- ur en ekki viðureign, því að um- hverfis okkur hópuðust hótel- menn og burðarkarlar og ætluðu að rífa bæði okkur sjálfa með sjer, hver á sitt gistihús, og tösk urnar okkar, til þess að snuða okkur. Við stikuðum áfram eins og brynvarin beitiskip og hrund um frá okkur á báða bóga. Jeg man eftir því, að jeg slöngvaði stóru töskunni minni í einn, svo að hann hraut langar leiðir frá mjer. Hjer gildir ekki góð- menskan. En áreynsla var þetta í steikjandi hitanum, og svitinn bogaði af mjer. Töskurnar mín- ar eru líka alt of þungar í svona slagsmál, þó að höggin af þeim sjeu náttúrlega ágæt. Og stöðin var löng. Við höfðum fengið ágæt með- Skák nr. 71. Stokkhólmi, maí 1939. Franski ieikurinn. Hvítt: Bergkvist. Svart: Spielmann. 1. e4, e6; 2. d4, d5; 3. Rc3, Rf6 ; 4. Bg5, pxp; (Talið best. Franski leikurinn hefir hinsvegar reynst svo illa undanfarið að líklegt má telja að hann verði lagður á hill- una þangað til tekst að endur- bæta hann.) 5. Rxp, (Ef 5. BxR, þá pxB; og síðan .... f5; og .... Bg7.) 5......Be7; 6. BxR, BxB; 7. Rf3, b6; 8. Bd3, Bb7; (Auðvitað ekki Bxd4; vegna 9. Rxd4; og ef DxR; þá 10. Bb5+, og hvítt vinn- ur drotninguna.) 9. c3, Rd7; 10. Dc2, (Hindrar hrókun.) 10........ De7; 11. 0—0—0, 0—0—0; 12. Hhel, h6 ?; (Betra er talið Rb8 til þess að opna d-]ínuna og geta svarað leiknum um Da4 með a6.) 13. Da4, Kb8; 14. Ba6, g5; (Spiel- mann sjest yfir hinn hættulega leik d5, en staðan er þegar orðin vandasöm fyrir svart.) 15. BxB, KxB; 17. RxB, RxR; 18. Dc6+, Kb8; 19. d6, og hvítt vinnur mann.) 16. .... Be5; (Hindrar d6.) 17. Dc6+, Kb8; 18. pxp, Bf4+; 19. Kbl, Dxp; (pxp var betra.) 20. Rd4!, Dg4; (Svart getur eins vel gert þennan leik og hvern annan. Drotningakaupin eru alveg von- laus.) 21. Db5, Re5; 22. g3, HxR; 23. pxH, Rf3; 24. pxB, Rxll; 25. HxR, (Hvítt á nú manni meira og ljett unna stöðu.) 25......Dxp; 26. Rc5!, Hc8; 27. Ra6+, Kb7; 28. Rb4, gefið. — fslendingar — að minsta kosti þeir, sem fóru til Stokkhólms 1937 —: vita að Berg- kvist er sterkur skákmaður. Hins- vegar má gera ráð fyrir að Spiel- mann sje farinn að fella fjaðrírn- ar. — Bergkvist er einn af full- trúum Svía á skákþinginu í Bu- enos Aires. ★ Jens Enevoldsen, einn af bestu skákmönnum Dana, tefldi fyrir skömmu 24 blindskákir samtímis. Hann vann 13 og gerði 11 jafn- tefli. Með þessiun glæsilega ár- angri hefir Enevoldsen sannað, að hann er einn af allra sterkustu blindskákamönnum heimsins. Staðan eftir 15. leik svarts. 16. d5!, (Ágætlega leikið. Nákvæm rannsókn á stöðunni sýnir að svart a ékkert fullnægjandi svar við þessum leik. T. d. 16........Re5; Stephan King-Hall heitir hann, þessi maður, sem lijer sjest á mynd- inni með blaðamönnum í París., King-Hall gat sjer frægð fyrir brjef sem hann samdi og dreifði meðal almennings í Þýskalandi. í þessum brjefum gerði hann grein fyrir sjónarmiðum Breta og Frakka í al- þjóðamálum; en þessum sjónarmiðum er eins og kunnugt er ekki haldið á lofti í Þýskalandi. dr. Göbbels reiddist þessum brjefum og herti á brjefaeftirlitinu við landamærin. Hann svaraði auk þess King- Hall opinberlega — og tókst að ’géra hinn breska mann hlægilegan í augum alls þorra Þjóðverja, að því er fregnir herma. ná í. Ásmundur gerði það, og strax kom þar stærðar dolpung- ur, og hvaðst vera fyrir það. — Hann hafði á húfunni nafnið Hótel Roses, svo að Ásmundi fanst hann ærið grunsamlegur, og var hinn versti. En hinn greip af sjer húfuna og kvaðst vera fyrir bæði hótelin, og nú þyrft- um við ekki annað en að fylgja honum. Ekki slepptum við samt við hann nokkurri tösku. Hann hvópaði í bíl, hvað sem við sögð- um, og kvaðst skyldi koma okk- ur til Hótel Morandi. Við sömd- uir við bílstjórann, sem kvaðst vilja fá 10 píastra eða meira, og varð að samkomulagi, að hann fengi 8 píastra. Dolpungurinn settist fram í, hvað sem við sögð um og var nú ekið af stað um glæsileg stræti. En bæði var okk ur nú duglega heitt ofg svo gnm uðum við náungann um græsku og vorum á verði. Þeir fram í, dolpungurinn og bílstjórinn, vortt í miklum samræðum, Svo er stansað og náunginn opnar bfl- hurðina og grípur skjalamöppu mína, sem lá á hnjám mjer. Jeg fer út þegar í stað og spyr hann heldur höstugt, hvar hótelið sje, Hann bendir yfir götuna og þar stendur þá Hótel Roses. Og nú sauð alveg upp úr x pkk Ur, þó að við hefðum í aðra röndí ina gaman af öllu þessu. Jeg þreif möppuna mína af honum með þeim svip, að hann hefir víst haldið, að hann fengi hana beint í hausinn á næsta augna- bliki. Við hótuðum að kalla á lögreglu. Jeg hljóp inn í bílinn og skelti aftur og nú heimtuð- um við að bílstjórinn færi þeg- ar í stað undir hæsta straff með okkur til Hótel Morandi. Þetta var sýnilega alveg venju leg kurteisi í Kairó, því að nú stóð dolpungurinn eftir, en bfl- stjórinn setti maskínuna á full- an gang og eftir skamma stund vorum við komnir til Hótel Mor- andi. Og mildi okkar var svo mikil, að við borguðum bílstjór- anum það sem um var samið, þó að hann hefði náttúrlega ekki átt að fá neitt, þegar hann sveik okkur með þessum hætti. Þetta var mjög upplífgandi æfintýri eftir járnbrautarferð- ina. Hjer er mjög góður staður. Ágæt herbergi og allur aðbúnað- ur virðist hinn besti. Við fórum nú, ræstum okkur til og vörð- um kvöldinu til þess að festa á pappírinn eitthvað af endurminn ingum dagsins. Dagar eru mjög misjafnlega langir. Flestir dagar líða fram hjá eins og skuggi. Hugsa sjer t. d. dagana á Fulton, 20 að tölu, og svo þennan eina dag. I morg- un sátum við í ró og næði um borð í Kawsar, eins og engin Afríka væri til. Og nú erum við hjer á gistihúsinu í Kairo. Mjer finnst margir dagar síðan f morgun. Öll þau ósköp, sem einn dagur getur hlaðið inn í með- vitundina!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.