Morgunblaðið - 13.08.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.08.1939, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Simnudagur 13. ágúst 1939. ..........„„„....................................................................................... 1 Dönsk blaðamanna-heimsókn | IiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiHiiiniiiiiiiininiiiiiiuuiiininnin ................ G. K. Burmölle. Olf Bussir.ann. K. Bögholm. H. Hansen. Carl Th. Jensen. Gunnar Nielsen. Blaðamennirnir koma í kvöld Blaðamennirnir dönsku, sem Blaðamannaf jelag íslands hefir boðið hingað, koma með Dr. Alexandrine núna um helg- ina. Þeir eru 10 alls. Þeir eru frá aðalblöðum Hafnar og frá frjetta stofum þeim, sem aðal stjórnmála- flokkarnir starfrækja. Hefir mjög verið til þess vandað, að í ferð % þessa veldust hinir færustu og mikilhæfustu blaðamenn. Þessir verða þátttakendur í heimsókninni: G. K. Burmölle. Hann er rit- stjóri að verslunartíðindum í Na- tionaltidende. Hann er 29 ára gamall. Vann fyrst við „Skander- borgs Amtsavis" á árunum 1927— 30. Var síðan ráðinn við „Jyl- landsposten" í Árósum. Árið sem leið varð hann frjettaritari „Jyl- landsposten“ í Höfn og skrifaði m. a. þingfrjettir, en var síðan ráðinn í þessa stöðu við „Nation- altidende". Olf Bussmann er blaðamaður við „Kristeiigt Dagblad“. Hann hefir fengist við blaðamensku í 10 ár, fyrstu árin utan Hafnar,, en síðustu árin við „Kristeligt Dag- blad“. Hann hefir einkum afskifti af samgöngumálum, landkvnn- ingu, skemtiferðafólki og flug- málum. Hann hefir ferðast víða, bæði um Suður-Evrópu og Ame- ríku. Cand. mag. K. Bögholm er rúm- lega fertugur að aldri. Átján ára gámall stofnaði liann „Vestur- Indiafjelag danskra háskóla- manna“, er hafði forystuna í bar- Attunni gegn söíu hinna dönsku "V estur-India-ev j a. Hann var í fremstu röð í bar- Attunni fyrir Flensborg og Mið- Sljesvík árið 1920. Hann hefir ■aim langt skeið staðið mjög fram- ■arlega í skipulagsmálum íhalds- flokksins danska. Hann ritar aðal- lega um utanríkismál, og birtast greinar hans í mörgum blöðum og tímaritum bæði í og utan Dan- merkur. Hann er starfsmaður við aðalfrjettastbfu íhaldsflokksins í Höfn. Alex. Christiansen er forstjóri fyrir frjettastofu sósíalista í Höfn, er annast um frjettir til flokksblaðanna utan Hafnar. Hef- ir hann haft þessa forstöðu á hendi síðan árið 1930. En fram til þess tíma var það Hans Niel- sen fólksþingmaður, er hafði stjórn frjettastofu þessarar. En rjett um þessar mundir hverfur hann um stundarsakir frá því starfi til þess að veita for- stöðu blaðamannadeild gjaldeyr- isstöðvarinnar. Hann hefir starf- að að blaðamensku fyrir sósíal- ista í 20 ár, og síðustu 10 árin hefir hann aðallega skrifað um atvinnu- og stjórnmál. Elin Hansen, ritstjóri „Skive Folkeblad“, er fulltrúi fyrir frjettamiðstöð róttækra Vinstri- manna. Hann er rúmlega fertug- ur. Ilefir verið blaðamaður í 20 ár. Faðir hans var rtistjóri í Skive, en Elin Hansen byrjaða blaðamensku sína í Silkeborg, kom síðar til Skive og varð meðrit- stjóri við „Skive Folkeblad" 1935 og aðalritstjóri í fyrra. Um skeið var hann í stjórn æskulýðsfjelaga rneðal róttækra Vinstrimanna. Er í bæjarstjórn Skive og fulltrúi í Sambandi kaup- staðanna. H. Hansen ritstjóri, hefir for- stöðu á hendi fyrir frjettamiðstöð . Vinstrimanna í Höfn. Hann er fæddur 1892, og hefir verið blaða- maður síðan 1. janúar 1914. Fyrstu árin var hann ritstjórnarritari við „Kolding Folkeblad“ og síðar við „Næstved Tidende“. En síðustu 12 árin, frá 1927 hefir hann veitt frjettastofu Vinstrimanna for- stöðu. Árin 1923—27 var hann í miðstjórn landssambands æsku- lýðsfjelaga meðal Vinstrimanna. Carl Th. Jensen, ritstjóri við „Berlingske Tidende“. Hann er 48 ára gamall. Byrjaði hann blaða- mensku sína árið 1913 við „Vort Land“, eii fór skömmu síðar til Berlingske Tidende og varð aðal- ritstjóri við miðdagsblaðið B. T. árið 1926. Hafði það starf á hendi í 11 ár. En áður en hann tók það að sjer var hann um skeið rit- stjórnarritari við Berlingske Tid- ende og hefir nú það starf á hendi við kvöldútgáfu blaðsins. Carl Th. Jensen kom hingað í apríl í vor, ásamt frú sinni, og voru þau hjer í nokkrar vikur. Hefir hann skrifað margar grein- ar í blað sitt síðan um ísland og íslenska menn. Hann er formaður í „Journal- istforeningen" í Höfn, og hefir haft þá formensku á hendi í 9 ár. Gunnar Nielsen stjórnmálarit- stjóri „Politiken" er maður um fimtugt. Hann varð frjettaritari fyrir „Fyns Venstreblad“ í Höfn 1920, og aðalritstjóri sama blaðs 1927—29. En þá tók hann að sjer stjórnmálaritstjórn við „Politik- en“. Árin 1922—27 var hann í stjórn blaðamannaf j elagsins „ J ournalist- forbundet“ og hefir verið það síð- an árið 1930.1 En í fyrra var hann ltosinn formaður fjelagsins, og varaformaður í „Danske Journal- isters Fællesrepræsentation". Marten Nielsen fólksþingmað- Ur fyrir kommúnista og stjórn- málastjóri við „Arbejderbladet“. Var verkamður bæði við sveita- vinnu og í iðnaði. Varð gjaldkeri við „Arbejderbladet“ 1930, en stjórnmálaritstjóri 1934. Kosinn á þing í ár. Peter Tabor ritstjóri við „So- cial-Demokraten“. Ilann er fædd- ur 1891, en hefir verig blaðamað- ur síðan 1907. Á unga, aldri teikn- aði hann í vikublöð jafnframt því sem hann skrifaði. Var frjettarit- ari í London haustið 1914 og frjettaritari í Berlín 1919. Árin 1923—30 var hann ritstjóri við blöð sósíalista á Jótlandi, en síð- an varð hann ritstjóri að sunnu- dagsblaði „SociaI-Demokraten“ í Höfn og meðritstjóri þess blaðs 1934. Hefir síðan 1933 skrifað yf- ■irlitsgreinar blaðsins um innan- landsst j ór nm álin, Peter Tabor hefir skrifað marg- ar smásögur og hefir komið nt eitt bindi af „aforismum“ eftir hann. Ennfremur hefir hann skrif að bók um jóska málaralist. Árið 1924 stofnaði hann „Fje- lag jóskra nýtískumálara“. Meðan hann var í Silkeborg átti hann sæti þar í bæjarstjórn. Er þá stuttlega gerð grein fyrir stöðum og starfi þessara gesta Blaðamannafjelagsins. Hið íslenska Fornritafjelag. Nýtt bindi er komið út: Vatnsdælasaga Hallfreðar saga, Kormáks saga, Hrómundar þáttr halta, Hrafns þáttr Guðrúnarsonar. EINAR ÖL. SVEINSSON gaf út. Verð kr. 9,00 heft og kr. 16,00 í skinnbandi. Fæst hjá bóksölum. Aðalútsala: Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.