Morgunblaðið - 30.08.1939, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 30.08.1939, Qupperneq 3
MORGUM BLAÐIÐ Miðvikudagur 30. ágúst 1939 3T Ráðstafanir stjórnarinnar vegna ófriðarhættunnar Undirbúningur undir skömtun Ríkisstjórnin hefir undirbúið ýmsar víðtækar ráðstafanir, vegna stríðshættunnar, og verð- ur gripið til þeirra, ef stríð skyldi brjótast út. Þessar ráðstafanir miða fyrst og fremst að því, að reyna að gera þjóðinni kleift að búa sein mest að'sinni eigin framleiðslu, ef aðflutningar til landsins skyldu tepp- ist eða torveldast mjög, í tilkynningu frá ríkisstjórninni, sem Morgunblaðinu hefir bor- ist, segir svo: Eörnin í „Vesturborg-“ drekka miðdegisdrykkinn úti undir berum himni. r A 3. hundrað börn i Grænuborg og Vesturborg í sumar Sumarstarfsemi Barnavina- fjelagsins lokiö i dag Sumarstarfsemi barnaheimilanna ,.Grænuborg“ og „Vesturborg“ lýkur í dag. Hafa 175 börn verið á báðuin heimilunum til jafnaðar í sum- ar, en starfstímabilið er frá 1. júní til 1. september. Blaðamenn voru í gær boðnir að skoða heimilin, og voru í fylgd með þeim Steingrímur Arason, form. Barnavinafjelagsins „Sumargjöf“ og gjaldkeri fjelagsins, ísak Jónsson. Undanfarið hefir ríkisstjórnin í samráði við nefnd þá, sem skip- nð var á árinu 1938 vegna yfir- vofandi . ófriðarhættu, haft með hönduin ýrnsan undirbúning að þeim ráðstöfunum, sem nauðsyn- legt yrði að gera, ef til ófriðar kæmi, og gert nokkrar ráðstafan- ir með það fyrir augum að styrj- öld kynni að brjótast út. Þykir rjett að gefa yfirlit um nokkrar þeirra: Náttúrufrseðirannsóknanefndintni hefir verið falið að rannsaka, hvort hægt sje að framleiða hjer vörur, sein þjóðinni efu nauðsyn- legar og fluttar eru frá^útlöndum, ef svo kynni að fara að aðflutn- ingar á þeim teptust, eða aðrar vörur, sem notá mætti í þeirra stað. Hefir nefndinni sjerstaklega verið falið að athuga á hvern hátt heppilegast væri að , fullnægja feitmetisþörf þjóðarinnar, ef að- flutningar á hráefni til smjörlík- isgerðar takmarkast. Búnaðarfjelag-i íslands hefir verið falið að gera tillögur um,i hvaða breytingar á búnaðarhátt- um kynnu að verða nauðsynlegar ef til ófriðar dregur og aðflutn- ingar teppast, hvað unt sje að gera til þess að undirbúa þá breyt ingu, og jafnframt hvaða ráðstaf- anir eðlilegt myndi að gera þegar siglingateppa væri fyrirsjáanleg og líkleg til að standa til lang- frama. Hefir Búnaðarfjelagið þeg ar gert nokkrar tillögur um þetta og mun unnið að því af kappi að gera heildaryfirlit um þetta efni. Ríkisstjórnin hefir ritað land- lækni og falið honum í samráði við nefnd þá, er skipuð var til þess að hafa með höndum inat- vælarannsóknir, að gera tillögur um það,, hversu heppilegast myncli vera að breyta mataræði þjóðar- innar, ef erfitt reyndist að fá er- lend matvæli, og hvaða fæðuteg- undir skuli leggja mesta áherslu á að framleiða innanlands, ef slíkt ástand stæði til langframa. Ríkisstjórnin gaf á sínum tíma út sjerstaka áskorun til manna nm að auka garðrækt, og hefir hún nú sjeð um að Búnaðarfjelag íslands vinnur að því að fram- leiðendur leggi til hliðar nægilegt útsæði af framleiðslu þessa árs Síldveiðin er stopul Sum skip fá góð köst Ifyrrinótt og gær kom nokkuð af saltsíld til Siglufjarðar. Einnig fengu ríkisverksmiðjurnar rúm 4000 mál í bræðslu. Mestan afla höfðu: Júní 1800 mál og Sigríður 1100 mál. Alls voru saltaðar á Siglufirði síðasta sólarhring 3328 tunnnr, þar af 912 úr reknetum. Veiðiveður var ágætt, en reknetaveiði treg. Yon var á skipum til Sigluf.jarð- ar í gærkvöldi. Hjalteyri. Yeiði togaranna var stopul í gær, en sumir fengu þó góð köst. Þessir togarar hafa landað á Hjalteyri: Skutull með tæp 1800 mál, Egill Skallagrímsson 2037 og Óli Garða með 1670 mál. Snorri goði var á leiðinni með um 19,00 mál. Aðrir Hjalteyrartogarar höfðu góða veiði í sjer. Arinbjörn hers- ir hafSi fengið 14—1500 mál, þar af 800 í einu kasti; Þórólfur 1000, Skallagrímur 16—1700, Gulltopp- ur um 1600, Gyllir 13—1400 og Belgaum um 1400 mál. Djúpavík. Þangað kom 'Rán í gærmorgun með 1400 mál. Aðrir togarar Djúpuvíkur höfðu allgóða veiði í sjer, 1000—1200 mál. Jón Ólafs- son fekk svo stórt kast, að hailn sprengdi nótina og misti alt. Sviði kom til Krossaness í gær með 1700 mál. BRÚARFOSS ENN í GRIMSBY. rúarfoss var búinn að losa farm sinn, 400 srnál. af hrað- frystum) fiski, í Grimsby í gær. En ákveðið var að láta skipið bíða í höfn enn um sinn. Goðafoss lagði aftnr á móti af stað frá Hull snemma í gærmorg- un. Skipið hefir 850 smálesta farm, þar af 350 smálestír frá Englandi. 1 Grænuborg hafa -verið að meðaltali 102 börn í sumar, bæði telpur og drengir, en 150 börn hafa alls komið á heim-/ ilið. Börnin eru á aldrinum 3— 8 ára, og er skift niður í fimm flokka. Forstöðukona heimilis-' ins er Guðrún Stephensen, en kennari Sigríður Eiríksdóttir. — Níu stúlkur vinna við dagheim- ilið, 7 fullorðnar og 2 unglings- stúlkur. Börnin í elstu deildinni fá ýmislegt að læra undir leiðsögn kennarans, þau lesa, teikna, byggja úr kubbum og pinnum o. m„ fl. Þá hafa þau og hjálpað til við garðvinnu í kringum hús- ið, reitt arfa, vökvað og slíkt. I Vesturborg hafa börnin alls verið 106 í sumar, flest 83, en að meðaltali 74, yngst 2 ára, en elst 8—10 ára. Forstöðukona er þar Bryndís Zoega, og kennari Gerður Magnúsdóttir. — Átta stúlkur hafa starfað við heim- ilið. í Vesturborg hagar svipað til og í, Grænuborg, elstu börnin læra ýmislegt innanhúss, þegar illa viðrar, m. a. fá þau að vefa, fljetta, búa til ýmsa hluti úr veggfóðri og hafa ýms leikföng sjer til skemtunar. * Á báðum heimilunum eru stór leiksvæði fyrir börnin utan húss, með rólum, „söltum“, FRAMH. Á SJÖTTU Sfi)U. Jafntefli við Dani fþremurskákum á alþjóðaskák- mátinu Samkvæmt einkaskeyti sem Morgunblaðinu barst í gær frá Buenos Aires, þá hafa fs- lendingar nú í þriðju umferð skákþingsins teflt við Dani. — Þremur skákunum við þá var lokið þegar skeytið var sent, en ein skákin varð biðskák. Baldur Möller tapaði skákinni á fyrsta borði við Argentínu- menn. í skákinni við Dani fóru leik- ar þannig: Baldur Möller vann Jens Eenevoldsen á fyrsta borði. Chr. Poulsen vann Ásmund Ásgeirsson á öðru borði. Einar Þorvaldsson á .biðskák við Ernst Sörensen á þriðja borði. Guðmundur Arnlaugsson gerði jafntefli við Alf Christensen á fjórða borði. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU —Norðurlond—- hverfa frá sterlings- pundinu Frá frjéttaritara vorum. Khöfn í gær. Norðmenn fóru að dáemi Svía og Finna í dag og leystu krónuna frá sterlingspundinu. Sterlingspundið var skrásett í Oslo í dag á kr. 18,80. Danir eru líka að yfirvega að taka upp nýja gjaldeyris^ pólitík. Að nafninu til er ster lingspundið skrásett með gamla genginu kr. 22,40. En i dag var verslað með pund- ið á kr. 21,50. r Islenskt síld- veiðiskip brennur Skipshöfnin bjargast Síldveiðiskipið „Unnur‘ ‘ frá Akureyri brann og gereyði- lagðist út af Rauðunúpum aðfara- nótt þriðjudags. Skipshöfnin bjarg aðist í nótabátana og síðan í Stellu, en Sæbjörg flutti hana til Siglufjarðar. Nánari atvik eru: Seint á mánudagskvöld var „Unnur“ á leið austur með Sljettu og gaus þá skyndilega upp eldur í vjelarrúmi. Vjelarmaður var þá nýgenginn til kaffidrykkju fram í hásetáklefa. Vjelahúsið varð alelda á svip- stundu og varð slökkvitækinu ekki náð. Var reynt að slökkva með sjó, en árangurslaust. Sama og engu varð hjargað af farangri skipverja. Talið er aðj kviknað hafi lit frá ljósatöflunni. „Unnur“ var 36 smálestir og eigendur þeir Karl Friðriksson og Jakob Jónsson, Akureyri. Skip- stjóri var Sveinn Frímannsson. SunnlensKu prestarnir komnir heim Sunnlensku prestarnir komu í gærkvöldi heim úr för sinni í Vestur-Skaftafellssýslu. Þeir ljetu hið besta yfir förinni. Lögðu af stað úr Vík kl. 10 árd. í gærmorgun og staðnæmdust í Holti undir Eyjafjöllum. Þar tóku prestshjónin rausnarlega á móti öllum hópnuni; síra Jón Guðjóns- son var með í förinni austur. Á fundi Prestafjelags Suður- lands, sem haldinn var í Vílc, voru rædd ýms sameiginleg áhugamál prestanna. Stjórn fjelagsins var endurkosin, en hana skipa: Síra Guðmundur Einarsson, síra Hálf- dan Helgason og síra Sigurður Pálsson. Ráðgert var, að halda næ*sta árs fund á Suðurnesjum. FRAMH. Á BJÖTTU Sfi>U

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.