Morgunblaðið - 30.08.1939, Side 7

Morgunblaðið - 30.08.1939, Side 7
Miðvikudagur 30. ágúst 1939 MORGUN BLAÐTb 7 2 herbergi f með nýtísku þægindum, ná- lægt Miðbænum eða Loft- skeytastöðinní, óskast í okt. eða nóvember. . ♦ Guðm. Sigmundsson. Sími 2238 og 1030. **X**H**M**MhX**H**X**H**X**H**X*****X**I* ooooooooooooooooo< Póleraður hnotuskápur sjerstaklega vandaður, til sölu nú þegar. Húsgagna- vinnustofa Benedikts Guð- mundssonar, Freyjugötu 40. Sími 3692. O oooooooooooooooooc iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiirrtimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiin 1 Nýr silungur | I úr Þingvallavatni. |VAÐNESI 1 Klapparstíg 30. Sími 1884. | ■ •ii»ffiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiniiiiriiiiii«”3iiiiiiiiiiiiiif Hú§, sem nýtt til sölu á einum fegursta stað í útjaðri bæjarins. Stór og falleg lóð fylgir í fullri rækt. Af- greiðslan vísar á. Dagbók dag: Rabarbar 35 aura pr. kg. Krækiber 1.50 kg. Bláber 2.00 kg. Jóh. ióhannsson Grundábstíg 2. Sími 4131. ©<><><><><><><><><><><><><><><K><S> Citrónur Lækkað verð. vmn Laugaveg 1. Sími 3555. Útbú Fjölnisveg 2. Sími 2555. *>*><><><><><><<><><><><><><><><>< Veðurútlit í Reykjavík S eða SV-gola. Smáskúrir. Veðrið í gær (þriðjud. kl. 6) : Lægðarsvæði fyrir vestaai Island veldur hægri S-átt um alt land. Við suðurströndina er þokusúld með 12—13 st. hita, en norðan lands er þurt veður með 14—20 st. hita. Næturlæknir er í nótt Kristján Grímsson, Hverfisgötu 39. Sími 2845. Næturvörður verður þessa viku Ingólfs Apóteki og Laugavegs Apóteki. 65 ára er í dag Pálína Sigurð- ardóttir, Hverfisgötu 75. Súðin var væntanleg til Vest- mannaevja í morgun. Fertug er á morgun Guðbrand- ína Tómasdóttir, Hverfisgötu 40. 66 ára er í dag Magnús Þ. Árna son frá Nýjabæ, Vopnafirði, nú til heimilis á Hverfisgötu 41. Sextugur varð í gær Eggert Melstað slökkviliðsstjóri Akureyr- arbæjar. Eggert er Húnvetningur að ætt, en fluttist til Akureyrar 17 ára gamall og nam trjesmíði og hefir stundað þá iðn. Síökkvi- liðsstjóri hefir hanii verið 21 á.r. (FÚ) Trúlofun sína opinberuðu*í Kaup mannahöfn í gær ungfrú Svana Jóhannsdóttir (Jósefsdóttir al- þm.) og Sturlaugur Haraldsson (Böðvarssonar útgerðarmanns á Akranesi). Trúlofun. Nýlega opinberuðu trúlofun sína Jón Jóhannsson skó- smiður, Krabbastíg 1, Akureyri og ungfrú Jónína Kristín Einarsdótt- ir, Hofsvallagötu 23, Rvík. Björn Ólafsson hjelt fiðlutón- leika á vegum. Tónlistarfjelagsiné í Gamla Bíó í gærkvöldi. Á efnis- skrá var fiðlukonsert Beethovens, eitt af mestu og erfiðustu fiðlu- verkum sem til eru, og önnur smærri verk. Listamaðurinn hlaut hinar ágætustu viðtökur og barst honum mikið af blómum. IMsið var troðfult. Björn endurtekur tónleika sína í Gamla Bíó annað ltvöld. ísfisksala.. Geir seldi afla sinn í Grimsby í gær, 1647 vættir fyr- ir 533 sterlingspund. Það var ætl- unin, að Geir færi með þenna afla til Þýskalands, en vegna stríðs- hættunnar var hætt við að láta hann fara þangað. Hin lága sala stafar án efa af því, að fiskurimi hefir ekki þótt við hæfi enska markaðsins. Alt farþegarúm með „Lyru' frá Bergen næst er þegar pantað. Lyra leggur af stað frá Bergen í fyrramálið. Eimskip. Gullfoss kom hing- að að vestan um hádegi í gær Goðafoss fór frá Hull í gærmorg- un, áleiðis til Yestmannaeyja. Brú- arfoss er í Grimsby. Dettifoss fór frá Vestmannaeyjum í gær, áleið- is til Grimsby. Lagarfoss er á Siglufirði. Selfoss fer frá Ant- verpen á hádegi í dag. Farþegar með Dettifossi til út- landa í fyrrakvökl: Páll Pálsson. Elínmundur Ólafs. Laufey Ing- jaldsdóttir. Unnur Eiríks. Guðrún Guðjónsdóttir og margir útlend- ingar. Frjáls verslun, ágústheftið, er nýkomið út, vandað að öllum frá- gangi eins og venjulega. M. a. er í ritinu: í Eyrarbakkaverslun fyr- ir 50—-70 árum, eftir Jón Páls- son, Minning Björns Kristjáns- sonar, Nútíma stóriðjuhöldur, Yerslunin og almenningur, Tóbak- ið, Frá borði ritstjórans, Erlend- ar viðskiftafrjettir o. m. fl. Marg- ar myndir eru í heftinu og ýmis- legt fleira til fróðleiks og skemt- unar en hjer er talið. Útvarpið í dag: 20.20 Hljómplötur; Ernst Rolf syngur. 20.30 Útvarpssagan. 21.00 Samleikur 4 orgel og píanó (Eggert Gilfer, Fritz Weiss- happel). 21.25 Hljómplötur; Lagaflokkur eftir Bizet. Skrifstofa okkar Laugarnesskólinn. Öll börn á aldrinum 7—10 ára, sem sækja eiga Laug- arnesskólann í september n.k., mæti í skólanum föstudag- inn 1. september kl. 1 e. hád. Læknisskoðun verður laugardaginn 2. sept. kl. 2 e. hád. SKÓLASTJÓRINN. Skákþingið FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. íslendingar hafa fjórum sinn- um áður kept við Dani á alþjóða skákþingum: í fyrsta skifti Uamborg 1930 og fengu íslend- ingar þá aðeins tvö jafntefli í fjórum skákum. Næst tefldu ís- lendingar við Dani í Folkestone 1933 með sömu úrslitum og í Hamborg, aðeins tvö jafntefli í fjórum skákum. 1 þriðja skifti tefldu þeir í Múnchen 1936 á 8 borðum, og fengu Islendingai* þar 1 vinning og 4 jafntefli og þrjú töp, eða 3 punkta í 8. Síðast þegar Islendingar keptu við Dani, var í Stokkhólmi 1937 Og urðu leikar þá jafnir, einn vinningur, eitt tap og tvö jafn tefli. Dönsku skákmeistararnir, sem nú hafa kept við íslendinga Buenos Aires, hafa áður kept við Islendinga sem hjer segir Jens Enevoldsen hefir tvisvar gert jafntefli við Eggert Gilfer í Folkestone 1933 og Stokk hólmi 1937. Chr. Poulsen vann gegn Sigurði Jónssyni í Mún chen 1936, en tapaði fyrir Ásm Ásgeirssyni í Stokkhólmi 1937 Ernst Sörensen tapaði fyrir Árna Snævarr í Múnchen 1936 og gerði jafntefli við Jón Guð mundsson í Stokkhólmi 1937 Alf Christensen vann Steingrím Guðmundsson í Múnchen 1936 0 D SGl fKOIáðALT KOLASALAN S.f Ingólfshvoli, 2, hæð. Símar 4514 og 1845. Best að auglýsa í Morgunblaðinu. Timburversiim P. U}. Jacobsen & 5ön R.s. Stofnuð 1824. Sínmefni: Granfuru — 40 Uplandsgade, Köbenhavn S. Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaup- mannahöfn. - Eik til skipasmíða. - Einnig heila skipsfarma frá Svíþjóð og Finnlandi. Hefi verslað við ísland í cirka 100 ár. verðnr loktið i dag frá kl. 2 vegna jarðarfarar Kolasalan s.f. Skilöinganesskóiinn. Skólabörn í Skildinganess- og Grímsstaðaholtsbygð mæti sem hjer segir við skólahúsið, Baugsveg 7, föstudaginn 1. september: Börn fædd 1929 og 1930 mæti kl. 10 f. h. Börn fædd 1931 og 1932 kl. 11 f. h. æknisskoðun fer fram á skólabörnunum í skólahúsinu, Baugsveg 7, laugardaginn 2. sept. Drengir mæti til skoð- unarinnar kl. 9 f. h., en telpur kl. 10 f. h. Viðtalstími minn er kl. 10—11 f. h. SKÓLAST J ÓRINN. Sarnaskóli Hafnarfjarðar. tekur aftur til starfa föstudaginn 1. september. Börn, sem voru síðastliðið vor í 1. og 2. bekk vorskólans, mæti kl. 10 f. h., en þeir„sem voru í 3. og 4. bekk. kl. 11 f. h. SKÓLASTJÓRINN. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI ÞÁ HVER7 Vinsælastar eru hraðferðir Sfeindórs til og frá Akureyri. Altaf um Akranes. Upphitaðar bif- reiðar með útvarpi. — Fjórar ferðir í viku. Sfelndór. Sími 1580. Auglýiing verðhækkun á eldspýfum. Verð á eldspýtum er frá og með deginum í dag að telja sem hjer segir: SVEA eldspýtur, venjuleg stærð í 10 stokka „búntum“: Heildsöluverð kr. 36.00 þúsund stokkar Smásöluverð 45 aurar 10 stokka „búntið“. SVEA eldspýtur, í stórum stokkum: Heildsöluverð kr. 40.00 hundrað stokkar. Smásöluverð 50 aura stokkurinn. SVEA eldspýtur, litlar, í 10 stokka „búntum“: Heildsöluverð kr. 32.00 þúsund stokkar. Smásöluverð 40 aura 10 stokka „búntið“. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja alt að 3% á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til útsölustaðar. Reykjavík, 29. ágúst 1939. Tóbakseinkasala ríkisins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.