Morgunblaðið - 01.09.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.1939, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 1. sept. 1939. 16 PUNKTAR HITLERS Heimiar Danzig skiiyrði$lau§t Þjóðaratkvæðagreiðsla í pólsku göngunum Hefir beðið tvo daga eftir svari — telur kröfunum hafnað! I yfirlýsingu, sem birt var í Þj'skalandi í gærkvöldi og lesin var upp í öllum þýskum útvarpsstöðvum, segist þýska stjórnin hafa fyrir tveim dögum með milligöngu JÖreta lagt tillögur til samkomulags fyrir pólsku stjórn- ina, og væru þær í 16 punktum. Þessir 16 punktar eru birtir frá orði til orðs í yfir- lýsingunni. 1 lok yfirlýsingarinnar segir á þá leið, að þýska stjórnin hafi nú í tvo daga béðið 'eftir svari frá pólsku stjórninni, og þar sem það sje ekki komið ennþá, verði að líta svo á, að tillögunum hafi verið hafnað. “ Skömmu áður en þessi yfirlýsing var birt, hafði þýska frjettastofan D. N. B. skýrt frá því, að stjórnin hefði í fyrri viku snúið sjer til bresku stjórnarinnar til þess að leita eftir lausn á pólsk-þýsku deilunni. Breska stjórnin hefði í svari sínu á mánudaginn boðist til þess að verða milligöngumaður milli pólsku og þýsku stjórnarinnar, ef Þjóðverjar vildu taka upp beina sáöininga. Þýska stjórnin hefði í svari sínu 29. ágúst þegið þetta boð og farið þess á leit að pólska stjórnin sendi samningamenn til Berlín fyrir miðvikudagskvöld, til þesfe að semjá Um pólsk- þýsku ágreiningsmálin. En samningamenn þessir yrðu að hafa fult umboð til að 'semja fyrir hönd Pólverja. " > ; ' \ " Við þessu hefði þýska stjórnin ekkert svar fengið. En í stað þess hefði pólska^s'tjórnrh í gær fyrirskipað allsherjarhervæðingu. Hinir 16 punktar Hitlers eru sem hjer segir: Aldrei sent til Póllands! Yfirlýsingin mn hina 16 punkta Hitlers kom algerlega á óvart í London. Þar er því opinberlega lýst yfir, að þeir hafi aldrei verið sendir bresku stjórninni opinbera boðleið og að pólska • stjórnin hafi ekkert um þá heyrt fyr en í kvöld. Breska stjórnin sendi í dag pólsku stjórniuni allar orð- sendingar, sem farið hafa á milli þýsku og bresku stjórn- arinnar. í gærkvöldi hafði ekkert svar borist frá pólsku stjórninni. INIIIIIIIIIIIIIIIlÍllillllllllllll!lllllllllllllllllllllllllllllllll!lll!llll!llllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!llllllllllllllllllllllllllir | Hervæðing | I í Englandi | 1 3 miljónir manna verða | | fluttar úr stórborgunum \ iiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii lllllllll!lllllllllllllllllllllllll!lllllllll!lllllllllllllll Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Idag, nokkrum klukkustundum áður en 16 punkt- ar Hitlers voru birtir í Þýskalandi, ákvað breska stjórnin að ljúka við að framkvæma hervæð- ingu flotans og auka mjög hervæðingu flughers og landhers. Samtímis var ákveðið að hefja strax á morgun brottflutn- ing barna, kvenna og gamalmenna frá London og öðrum stór- borgum í Englandi. Samtals verða um þrjár miljónir manna fluttar úr stór- borgunum á heimili í sveit í nágrenni borganna. 1) Danzig sje skilað aftur til Þjóðverja þegar í stað og skiiyrðislaust. 2) Ibúarnir í pólsku göng- unum (í punktunum er nán- ar ákveðið hvað teljast skuli pólsku göngin) skulu sjálfir kveða upp úrskurð um fram- tíð sína, hvort þeir vilji á- fram tilheyra Póllandi, eða hverfa aftur til Þýskalands, með atkvæðagreiðslu. 3) Rjett til að greiða atkvæði skulu allir Pólverjar og Þjóð- verjar hafa, sem búsettir voru í pólsku göngunum árið 1818, eða fæddir eru þar. Alþjóðanefnd skal hafa um sjón með atkvæðagreiðslunni, svipað og átti sjer stað í Saar á sínum tíma. Þessi alþjóða- nefnd skal skipuð fulltrúum frá Italíu, Sovjet-Rússlandi, Bretlandi og Frakklandi. Nefnd þessi skal fara með æðstu völd í „göngunum“ þar til atkvæðagreiðslunni er Iokið. Til þess að hún geti tek ið völdin í sínar hendur hið fyrsta, skal alt pólsk herlið og lögreglulið hverfa þaðan í burtu án tafar. 4) Hafnarborgin Gdynia skal teljast utan við þetta sam- komulag. Hún verður pólsk áfram. Ef íbúarnir í pólsku ^göngunum ákveða að þeir vilji snúa aftur til Þýskalands þá skulu Pólverjar og Þjóð- verjar koma sjer saman um hvar landamæri Gdynia skulu dregin. Ef ekki næst sam- komulag skal málinu vísað til alþjóðanefndar. 5) Til þess að hægt sje að undirbúa atkvæðagreiðsllina eins vel og kostur er, skal ákveðið að hún fari ekki fram fyr en eftir 12 mánuði. 6) Til þess að tryggja sam- göngur Þjóðverja milli Þýska- lands og þýsku hjeraðanna Austur-Prússlands og Danzig, skal þeim leyft á tímanum þar til atkvæðagreiðslan fer fram, að hafa til afnota út af fyrir sig ákveðnar járn- brautarlínur og þjóðvegi yfir göngin. 7) Einfaldur meiri hluti ræð- ur úrslitum atkvæðagreiðsl- unnar í pólsku göngunum. 8) Ef íbúarnir í pólsku göng unum skyldu ákveða, að þeir vilji áfram tilheyra Pól- landi, skal Þjóðverjum leyft að leggja járnbraut og bif- reiðabraut (reichsautobahn) yfir göngin ' til Danzig og Austur-Prússlands á kilomet ers breiðu svæði. Þetta svæði skal heyra undir ’Þjóð- verja (njóta „extra territori- al“ rjettinda). Ef íbúarnir skyldu aftur á móti vilja hverfa aftur til Þýskalands, skulu Pólverjar fá sömu rjett- indi til þess að leggja járn- braut og bifreiðabraut til Gdynia. Brautir þessar skulu lagðar þannig, að þær hamli ekki öðrum samgöngum í göngunum. 9) Ef íbúarnir í göngunum skyldu ákveða. að hverfa aftur til Þýskalands, eru Þjóðverjar fúsir til að taka upp samninga við Pólverja um skifti á þegn- um erlends þjóðernis (þann- ig að Pólverjar í Þýskalandi geti horfið til Póllands og vice versa). 10) Öll sjerstök hlunnindi eða rjettindi, sem Pólverjar sækja um að fá í Danzig, skulu veitt Þjóðverjum gagnkvæmt í Gdy- nia. 11) Báðar borgirnar Gdynia og Danzig skulu framvegis teljast verslunarmiðstöðvar. í hvorugri borginni skal leyfilegt að hafa her eða hervarnir. 12) Allar kvartanir semi Þjóð- verjar hafa að gera á hendur Pólverjum út af ágreiningsmál- um í pólsku göngunum, skulu lagðar undir dóm alþjóðanefnd- ar. Eins skulu kvartanir Pól- verja á hendur Þjóðverjum lagðar fyrir sömu nefnd. 13) Pólverjar og Þjóðverjar lofa að greiða hvorum öðrum bætur fyrir tjón, sem unnið hef- ir verið pólskum eða þýskum þegnum í landamærahjeruðun- um .síðan 191-8. Eignasvifting, sem átt hefir sjer stað, sje bætt að fullu aftur o. s, frv. 14) Ekki skal lpyfilegt að kveðja minnihlutaþjóðbrotin í hvoru ríkinu um sig tjl her- þjónustu. Þessi þjóðabrot skulu njóta sem mests frelsis, m. a. frelsis til þess að mýnda. með sjer fjelagsskap o. s. frv. 15) Ef samkomulag næst um þessi atriði, serr hjer eru talin, á undan, skulu Þjóðverjar og Pólverjar þegar í stað láta her- kvaðningarákvæðin ganga úr gildi og senda heri sína heim. 16) Öll frekari deilumál, semi upp kuhna að rísa milli Pól- verja og Þjóðverja, skulu leyst með samningum þeirra á milli. Pólskir hermenn ráðast yfir þýsku landamærin í gærkvöldi bárust fregn ir um, að pólskir hermenn eða sjálfboðaliðar hefðu ráðist yfir þýsku landa- mærin í Schlesíu og tekið útvarpsstöðina í Gleiwitz. Hófu þeir að senda út á- varp á pólsku og þýsku. Fregn þessi var birt í Þýskalandi. Þýskar lögreglusveitir gerðu mót-atlögu og tókst þarna bardagi. Voru Pól- verjar hraktir á burt. — Vegna myrkursins var ekki hægf r.ð segja, hve margir höfðu fallið. Síðustu fregnir í nótt hermdu, að hjer væri að- eins um Iandamæraskærur að ræða, sem ekki myndi fá alvarlegar afleiðingar — að svo stöddu. í dag verða m. a. flutt frá London 250 þúsund börn innan fimm ára og fleira fólk. Sam- tals verða 1.3 miljónir manna fluttar frá London næstu fjóra daga. Brottflutningum frá öðium borgum verður lokið á einum sólarhring. Heilbrigðismálaráðuneytið breska hefir birt tilkynningu til almennings, þess efnis, að ekki beri að skilja þessar ráðstafnir svo, að styrjóld hljóti að vera óumflýjanleg. BURT ÚR PARlS! Frakkneski innanríkismálaráð- herrann birti í dag ávarp tií í- búa Parísarborgar, þar sem all- ir þeir, sem ekki þurfa nauð- synlega að halda kyrru fyrir í borginni, eru hvattir til að flytja þaðan sem fyrst. Brottflutningi skólabarna frá París var lokið í dag. Franska ráðuneytið sat á fundi í margar klukkustundir í dag. I Þýskalandi var í gær stofnaS svokallað ríkís- FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.