Morgunblaðið - 01.09.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.09.1939, Blaðsíða 4
 MORGUNBLAe/IÐ Föstudagur 1. sept. 1939. L:- -,i íþróttahús K. R. 10 ára starfræksla Nú, þegar K. R.-ingar hafa átt hús sitt við Von- arstræti í 10 ár, hafa þeir ákveðið að safna innan fjelagsins svo miklu fie til þess að ;greiða skuldir, sem á húsinu hvíla, að þeir 1 framtíðinni .geti notað það helst einvörðungu til íþróttaiðkana, enda er fjelagið svo fjölment, að full þörf er á því. Til þess að þetta megi takast þarf að safna alt að 20 þúsund lírónum. Er hjer um að ræða þarfa endurbót fyrir íþróttalíf bæjarins. Hefir blaðið snúið sjer til Kristjáns Gestssonar og beðið hann að •skýra blaðinu nokkuð frá hag hússins og hvernig þeir K. R.-ingar hugsuðu sjer að fá.þetta fje. Grein hans um þetta fer hjer á eftir: Þegar K. R. húsið var keypt haustið 1929 voru K. R.-ingar bjartsýnir — og það eru þeir enn. Húsið var keypt fyrir 60 hús. kr. en breytingarkostnaður og áhaldakaup í upphafi varð 29 þús. kr., og síðar hefir bæst við þann lið um 11 þús. kr., svo nú stendur húsið K. R. í 100 þús. kr. Þegar K. R. keypti húsið átti fjelagið 5 þús. kr. eign í bllum sínum sjóðum. Nú á 10 ára afmæli hússins á K. R. 56 bús. kr. eign í húsinu, en skuld- ar 44 þús. Það má segja að hag- ur hússins sje með miklum blóma og eign þess sje mikils virði fyrir fjelagið. Þess má og geta hjer að í s.l. 10 ár hefir K. R. haft um 1000 ikenslustundir í iþróttum árlega :í húsinu, eða alls um 10 þús. ikenslustundir. Reikna má að hver kenslustund kosti húsið alt að 5.00 — eða alls um 50 þús. kr. fyrir öll árin, hefir húsið að mestu leyti sparað fjelaginu bennan kostnað. vex með an Fjelagsstarfið hverju. Nauðsyn ber því til að aukið sje íþróttastarfið í húsinu enn meira en orðið er. Ef það á að takast, verðum við að greiða sem mest af skuldum hússins, og það sem allra fyrst, svo það verði fjárhagslega sjálfstætt, og K. R. sjái sjer sem fyrst fært að nota það eingöngu sem íþróttahús. Oneitanlega hefir okkur þótt það leitt að þurfa að leigja í- þróttahúsið okkar fyrir hlutavelt ur, fundarhöld og dansleiki svo mjög sem gert hefir verið að und anförnu, en fjárhagsleg afkoma hússins og fjelacsins hefir knúið okkur til þess hingað til. En á hvern veg verður það framkvæmt, að íþróttastarfið sje aukið í húsinu, skuldir þess greiddar, en um leið sjeu lagðir niður dansleikir og aðrar skemt- anir, sem arð hafa gefið. Fljótt á litið virðast erfiðleikar í hverri átt. En ef vel er að gætt, þá munu Hefir þetta komið sjer vel,ímenn sammála að við þörfn Jiví að K. R. sem er eitt stærsta íþróttafjelag þessa lands og það d)a’ 0 lieirra, sem hefir flest ,,járn í ,e)ka Þessa er K. R.-ingum sigur umst erfiðleikanna til að sigra í kappleiknum við erfið- ddinum“, þarf á miklu fje að lialda við sitt íþróttastarf. Auk þess sem húsið hefir ver- ið fjelaginu fjárhagsleg stoð, þá er K. R.ingum það ljóst, hve þýðingarmikil starfsmiðstöð það hefir verið fyrir fjelagsstarf K. R. En ef til .vill er þó mest í var- ið fyrir okkur K. R.-inga, sem heild, að húsmálið getur sam- -eítiað okkur öll til sameiginlegra átaka — það mun það gera í framtíðinni. inn vís, ef þeir leika af fullu kappi og sýna góð samtök og nokkra fórnfýsi. Ilingað til hefir K. R. húsið unnið fyrir sjer sjálft og auk þess lagt mikið af mörkum til fjelagsins — það hefir unnið fyr- ir okknr. Nú ætlum við í nokkurn tíma að hjálpast að og vinna fyrir það. Og til þess nú, að við allir K. R-ingar höfum tækifæri til að vinna saman að hagsmunqpiálum íþróttahússins okkar, þá hefir ver En hver er þá framtíð K. R,- úkveðið að gangast fyrir f.jár- hússins ? Hún fer eftir því, hver manndómur í K. R.-ingum býr. K. R. má ekki hopa á hæli, og ekki heldur standa í stað. Það verður að sækja fram. söfnun innan K. R. fyrir það, Jeg er þess fullviss, að árang- urinn af samstarfi og samtökum FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Meiri fjölbreytni í framleiðslu sjávarafurða Niðursuða, roðavinsla, mjölgerð o. fl. Okkur íslerxdingum er nú að verða það betur og betur ljóst, að við verðum að gera framleiðsluhætti sjávarútvegsins mun fiöl- breyttari en þeir nú eru. Við verðum að framleiða meira en saltfisk, ísfisk og ýmsar síldarafurðir, alt þetta get- ur brugðist okkur algerlega. Við verður að hefja fiskniður- suðu og mjölvinslu í stórum stíl og síðan roðavinslu, vinslu hrogna, lifrar o. fl. o. fl. Við verðum í stuttu máli sagt að nýta betur all- an þann fisk, sem við veiðum. Víðsvegar um landið þurfa að rísa upp fiskverksmiðjur, sem nær all- an ársins hring gætu fengið glæ- nýjan fisk til allskonar vinslu, til niðursuðu, leðurgerðar, mjölgerð- ar o. fl. o. fl. Kostnaður við slík- ar verksmiðjur myndi ekki verða mikill, en þeim þarf að stjórna af kunnáttu og forsjálni. Það er víst, að þetta myndi mjög ljetta undir með sjávarút- veginum og eitt er áreiðanlegt, að þá þurfum við ekki eingöngu að treysta á ís- og saltfiskmarkaðinn og síldina. Á niðursuðu fiskjar erum við þegar byrjaðir, þótt í smáum stíl sje, en með hinni góðu aðstöðu okkar og hinum fjölbreyttu fisk- tegundum ætti að vera hægur vandi að hefja fiskniðursuðu í stórum stíl bæði fyrir Evrópu og Ameríku markað. En við verðum að muna, að bjóða aðeins 1. fl. vöru. Roðaverksmiðjur eigum við eng- ar ennþá, en þær þurfum við að eignast á næstu árum. Fiskroðið er ódýrt hráefni. sem við getum haft nóg af og úr því gétum við framleitt bæði ódýrt og gott leð- ur, sem alveg gæti fullnægt eftir- spurninni innanlands. Úr roði get- um við fraxjileitt skólatöskur, veski, handtöskur, ferðatöskur, regnhlífar og ótal margt fleira smávegis, sem við kaupum full- unnið frá útlöndum. Á þennan hátt stórspörum við gjaldeyri og fáum vöru, sem fyllilega stendur jafnfætis erlendri framleiðslu. Þá kemur til sögunnar ein þýð- ingarmesta framleiðsla okkar, fiskimjölið, sem við þurfum bæði að bæta og framleiða í stærri stíl en áður. Fyrst og fremst þurfum við að koma á hraðþurkun á öll- um fiskúrgangi, bausum, hryggj- um o. s. frv. á stærstu fiskvöðv- unum. Mjölið úr hraðþurkuðum fiski og fiskúrgangi, sem tekinn er til vinslu meðan hann er nýr, er miltlu betra og kraftmeira en mjöl úr fiskúrgangi, sem legið SMIPAUTCERÐ ~1|I yr, I Siflla austur um land til Siglufjarðar á m.orgun 2. sept. kl. 9 síðd. Pantaðir farseðlar óskast sótt- ir og flutningi skilað í dag. hefir langan tíma, kannske mán- uðum saman, til þurkunar undir beru lofti og þornað og blotnað á víxl. Á því mjöli getum við aldrei grætt, það hefir mist öll sín þýð- ingarmestu næringarefni, er tor- meltanlegt og nærri óhæft sem skepnufóður. Aftur á móti er hrað- þurkaða mjölið auðmelt og hefir ekki tapað neinu af sínum þýð- ingarmestu næringarefnum, auk þess sem það geymist miklum mun betur en það seinþurkaða. Við íslendinagr höfum öll skil- yrði til að koma upp I. flokks fiskimjölsframleiðslu bæði fyrir innlenclan og erlendan markað. Hraðþurkaða fiskimjölið er 1. flokks skepnufóður, af því kem- ur ekkert óbragð hvorki af mjólk nje kjöti. Bændur geta þannig fengið innlent 1. fl. skepnufóður ódýrt. Jeg hefi hjer í fljótu bragði bent á nokkur atriði viðvíkjandi fjölbreyttari framleiðsluháttum í sjávarútveginum, en mörg atriði fleiri koma til greina svo sem herðing síldarmjöls, vinsla hor- mona úr hrognum o. fl. Meðan öll þessi verkefni bíða óleyst er | ekki að unclra, þótt sjávarútvegur j inn geti ekki borið sig og við megum ekki una okkur neinnar hvíldar fyr en þessi verkefni eru leyst. Það þarf ekki að orðlengja það hve þýðingarmikið það yrði fyrir lanclið ef hægt verður að notfæra nær 100% allan þann ó- grynni afla, sem sjómenn okkar árlega draga úr sjónum. Það mun vart ofmælt, að þetta myndi reisa sjávarútveginn úr rústum og gera útgerðarmönnum fært að endur- nýja skipaflotann, auk þess sem atvinnuleysið mun stórminka og stórkostlegur sparnaðar verða á erlendum gjaldeyri. Pillau í jiilí 1939. I. Steinsson. Verfiur K. R. Mlð til London sumarifi 1941? Enska knattspyrnuliðið „Isling- ton Corintliians'‘, sem hjer var á ferð í sumar, leggur af stað í apríl næstkomandi í fimm mán- aða ferðqlag til Nýja Sjálands, og keppir í Suður-Afríku og víð- ar. I brjefi, sem fararstjóri I. C., Mr. Smith, hefir skrifað K. R., segir hann að vegna þessa ferða- lags geti ekki orðið af því, að fjelagið bjóði K. R. að koma til London næsta sumar. En hann bætir því við, að unnið muni verða að því af kappi, að fá því til leið- ar komið, að K> R. verði boðið sumarið 1941. Stríðshættan. Fregnir frá Englandi síðustu dagana herma, að stríðshættan hafi tekið toll af hreskri knatt- spyrnu. Margir af færustu knatt- spyrnumönnum Breta hafa verið kvaddir til herþjónustu í hinum svonefnda „territorial“. her. í. S. í. S. R. R. Sundmeisfaramót I. S. I. fer fram í Sundhöll Reykjavíkur dagana 9., 11. og 13. október næstk. Skrifleg þátttökubeiðni sendist undirrituðum með viku fyrirvara. SUNDRÁÐ REYKJAVÍKUR. — Box 546. Hið íslenska Fornritafjelag. Nýtt bindi er komið út: Vatnsdælasaga Hallfreðar saga, Kormáks saga, Hrómundar þáttr halta, Hrafns þáttr Guðrúnarsonar. EINAR ÓL. SVEINSSON gaf út. Verð kr. 9,00 heft og kr. 16,00 í skinnbandi. Fajst hjá bóksölum. Aðalútsala: Bókaverslun Sigtúsar Eymundssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.