Morgunblaðið - 03.09.1939, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.09.1939, Blaðsíða 10
10 MORGUN tíLAÐIÐ Sunnudagur 3. sept. 1939. Minni verslunarstjettarinnar Eftir Gunnar Thoroddsen. Flutt á frídegi verslunarmanna að Eiði. Góðir tilheyrendur! vernig stendur á því, að við íslendingar getum árlega reist fjölda nýrra og glæsilegra bygginga, þótt flest af þeim efnum, sem til þarf, svo sem timbur og sement, sje ekki framleitt í landinu sjálfu? Og hvernig víkur því við, að á hverjum íslenskum sveitabæ drekkur maður kaffi frá Bras- ilíu með sykri frá Kúba? Þetta stafar af því, að til er atvinnuvegur og starfsgrein, sem heitir verslun. Og þetta stafar af því, að við eigum öt- ula íslenska verslunarstjett, sem hefir haft þrek og þor, vit og víðsýni til þess að afla þessa margvíslega varnings jafnvel frá. fjarlægustu afkimum þessa heims. — Og hvernig stendur á því, að í Suðurlöndum og í Suður-Ame- ríku er hægt að fá íslenskan saltfisk, veiddan af íslenskum sjógörpum við strendur þessa iands, verkaðan af íslenskum höndum á ísl. grund? Hvern- ig má það vera, að víðsvegar um lönd jarðar eru ísl. vörur á borði og boðstólum sem hið ljúf- fengasta lostæti, svo sem ísl. síld og ísl. lax? Þetta stafar m. a. af því, að við höfum eignast verslunar- og kaupsýslumenn, sem litið hafa arnfráum augum um gjörvallan heim, sjeð vítt yfir veröld hverja eins og Óðinn úr Hlið- skjálf, leitað og fundið, og aflað markaða fyrir íslenska fram- leiðslu. Svo hefir sagt verið af merk- um manni, að íslensk tunga hafi ekki lagt undir sig löndin, en hún hafi lagt undir sig aldirnar. En íslenskir kaupsýslumenn hafa vissulega unnið það afrek að leggja undir sig löndin til verslunar og viðskifta fyrir ís- lenska þjóð. Fyrir það sje þeim lof og þökk. — Á fyrsta skeiði íslands bygð- ar stóð verslun Islendinga með miklum blóma. Islands Hrafn- istumenn sigldu kaupförum sín- um yfir úthöfin, til kunnra og ókunnra landa. Erlend kaupskip hvaðanæva lögðust við landfest- ar við ísland, seldu vörur sínar og tóku afurðir landsmanna í skiftum. Verslun og allt at- vinnulíf dafnaði og blómgaðist um langt skeið, fyrir frjálst framtak, við fullkomið verslun- arfrelsi. En hin forna og frjálsa versl- un íslendinga fjaraði út. Land- ið komst undir áþján erlendra þjóða, alt frjálsræði og framtak var drepið. öldum saman varð þjóðin að stynja undir oki ó- frelsis og kúgunar. Einokunin, þe,ssi svartasti og sorglegasti blettur á sögu þjóðarinnar, læsti klóm sínum um landslýð allan og hjelt honum í helgreipum um langan aldur. Þá píslarsögu skal jeg ekki rekjá hjer. Ónýt- ar vörur og okurverð er graf- skriftin, sem greypt er á lík- stein þessarar framliðnu for- ynju. Það var um þetta ástand, sem Matthías Jochumsson kvað: Án kaupdrengja frjálsra ei frelsast nein þjóð. vort fegursta hvarf með þeirra blóma, þá útlendi kúgarinn bergja tók vort blóð, fór blessan landsins öll í heljar- dróma. En hamingju íslands varð það að vopni, að þjóðin eignaðist syni, sem gjörðust brautryðjend- ur og baráttumenn fyrir ís- lenskri endurreisn og endur- heimt frelsis á öllum sviðum. Og það ættu menn að festa sjer fast í minni, að allir þessir óskasynir íslensku þjóðarinnar og for- ystumenn frelsisbaráttunnar, og þá ekki síst þjóðhetjan Jón Sig- urðsson, lögðu megináherslu ein mitt á verslunarfrelsið. Jón Sig- urðsson var svo framsýnn, ekki síst vegna þekkingar sinnar á fortíðinni, að hann sá, að engin þjóð getur öðlast þroskað þjóð- líf nje heilbrigt atvinnulíf, að engin þjóð getur orðið stórstíg á braut framfaranna, nema hún hafi heilbrigða verslun, en heil- brigð verslun byggist á frjálsri verslun. Þeirri mótbáru var lengi hald- ið á lofti gegn afnámi einokun- arinnar, að Islendingar hefðu hvorki mátt nje kunnáttu til ’þess að annast sjálfir verslun sína, og þessvegna yrðu Danir að hafa hana í sínum höndum. En hin íslenska verslunarstjett hefir afsannað þetta áþreifan- lega. Ein allra sterkasta sönn- un þess, að ísl. þjóðin geti verið sjálfstæð og eigi að vera það, er hið stórfelda Grettistak, sem ísl. verslunarstjett hefir lyft af jörðu. Það áfrek verður aldrei 'í tölum talið nje málum mælt. íslensku verslunarstjettinni tókst það á ótrúlega skömmum tíma að draga alla verslun, bæði innflutning og útflutning, úr höndum útlendinga. Hver ís- lenska heildverslunin eftir aðra hefir risið upp á þessari öld. Með þessu hefir það áunnist, að við þurfum eki lengur að vera háðir dutlungum og geðþótta út- lenskra hörmangara, um verð- lag og vörugæði, að meiri þekk- ing og skilningur á íslenskum þjóðarþörfum ríkir nú hjá kaup- sýslumönnum og ekki síst, að á- góðinn af verslunarstarfseminni, sem áður fyr rann sem ár- straumur út yfir landsteinana í vasa erlendra kaupsýslumanna, verður nú eftir í landinu sjálfu. En ísl. kaupsýslumenn hafa ekki aðeins setst í sæti hinna útlendu kaupmanna og tekið við þeirra starfi, heldur hafa þeir fært út kvíarnar og stórum færst í aukana. Þeir ljetu sjer ekki nægja að versla við ná- grannalöndin og þá einkum Danmörku eins og áður hafði tíðkast. Um öll lönd Evrópu hafa framtakssamir íslending- ar teygt verslunararma sína; þeir hafa sótt í aðrar álfur heims, og sumir þeirra farið um- hverfis hnöttinn til þess að afla sjer og þjóðinni sem bestra versl unarsambanda. Þeir hafa unnið markaði fyrir ísl. afurðir um flest lönd jarðar og komið fær- andi varni'nginn heim frá fjarstu stöðum. Þeir hafa herjað eins og hinir fornu víkingar bæði í vesturvíking og austurveg, og suðurgöngu hafa þeir háð eigi síður en Sigurður Jórsalafari. Það er fagnaðarefni, að við skul um á þessari öld hafa fengið svo glögg sannindamerki þess, að enn lifir útþráin, framtakið og kjarkurinn meðal íslenskrar þjóðar. Hinir ísl. verslunarmenn tuttugustu aldar eru arftakar víkinganna fyrir þúsund árum. En þessi stórvirki, þetta ó- metanlega spor í sjálfstæðisbar- áttu ísl. þjóðarinnar, hefir hjer á landi verið furðu lítils metið. Og það er ekki aðeins, að hljótt hafi verið um hróður þessarar stjettar, heldur hefir hún orðið fyrir hinum svæsnustu árásum og aðkasti og keppst við að leggja sem flesta og stærsta steina í götu hennar til þess að torvelda störf hennar. Kaupsýslustjettinni er fundið það til foráttu, að öll hennar störf sjeu unnin af gróðafíkn og öðrum eigingjörnum hvötum. Jeg tel nú víst, að kaupsýslu- menn vinni störf sín m. a. til þess að hagnast á þeim. En jeg vil spyrja: Hvaða stjett manna og hvaða einstaklingar eru til í víðri veröld, sem vinna lífs- starf sitt án þess að þiggja þókn un fyrir eða laun, til þess að framfæra sig og sína? Verka- maðurinn og bóndinn, sjómað- urinn og iðnaðarmaðurinn, — og jafnvel ráðherrar og kaup- fjelagsstjórar — taka laun fyr- ir verk sín. Og við það get jeg ekki sjeð neitt aðfinsluvert, heldur þvert á móti, þótt menn reyni að vinna sjer inn fje, leita sjer fjár og frama. Á gullöld Is- lendinga var það ekki tali^ til lasts heldur lofs, og þeim ein- um þótti manntak í, er höfðu til þess metnað og manndóm að afla sjer fjár og frama. Árásirnar gegn verslunar- stjettinni beinast fyrst og fremst gegn hinum svokölluðu stór- kaupmönnum. Um þá stendur mestur styrinn. Það er nú að vísu engin nýlunda í landi voru, að ráðist sje á það sem stórt er eða stórt heitir, eingöngu fyrir þá sök að það er stórt. Stórút- gerðin var til skamms tíma tal- in rjettlaus og var synjað um alla aðstoð í sama mund sem smáútgerðinni var veittur nokk- ur stuðningur. Stórbændur og stórbú eru hinn sárasti þyrnir í augum sumra manna, en þó virðast stórkaupmenn eða heild- salar alveg sjerstaklega hafa farið fyrir brjóstið á þeim. Þessi hugsunarháttur er undarlegt sambland af öfund og grunn- hyggni. Því að eins og stóru og háu trjen í skógi hverjum skýla nýgræðingnum og hinum smá- vaxnari gróðri, og skapa honum þannig lífsskilyrði, — eins hef- ir stórútgerðin og stórverslun- in á undanförnum árum staðið undir meginhluta af skatta- byrði og tekjuþörf ríkis og bæj- arfjelaga, og m. a. á þann hátt veitt hinum smærra atvinnu-* rekstri skjól og styrk. Þessar árásir og andúð gegn öllu því sem stórt er, er hin háskalegasta villukenning. Það eru fjörráð við framtíð þjóðar- innar að hatast við þá, er hugsa stórt og vilja ráðast í stórvirki. Og sjerstaklega er slíkur hugs- unarháttur viðsjárverður í okk- ar ónumda landi með öllum sín- um óþrjótandi framtíðarmögu- leikum. Hjer er sjerstök þörf stórra og djarfra átaka. ísland er öfundsvert land, íslendingar öfundsverð þjóð af því að eiga landið. Island er land hinna ó- notuðu auðlinda. Við strendur þess hin fengsælustu .fiskimið. Hvar sem farið er um landið, blasa við feikna flæmi af grasi grónum móum og mýrum, sem bíða þess, að mannshöndin leysi þær úr álögum. I fossum og fljótum byltist óbeislaður kyngi- kraftur, og logheitt vatn vellur upp um hveri og laugar, svo að kolalönd og olíuþjóðir verald- arinnar mættu mæna hingað öf- undaraugum. En til þess að hagnýting allra þessara auðlinda verði að veru- leika, þarf hjer stórhuga menn og stórvirka menn. Og þá þarf ekki síst stórhuga og stórvirka verslunarmenn, til þess að koma í verð þeirri framleiðslu, sem beislun íslenskra náttúruafla getur skapað. Það er ráðist á verslunar- stjettina og sagt, að hún eigi alls engan tilverurjett í þjóðfje- laginu. Það heitir á hinu mild- asta máli þessara manna, að verslunarstjettin sje óþarfur milliliður. Slíkar staðhæfingar bera vott um furðu lítinn skiln-^ ing á þróun þjóðfjelagsins. Hjá frumstæðustu þjóðum er lítil eða engin verkaskifting til, en eftir því sem atvinnulífið þrosk- ast, myndast meiri og meiri verkaskifting. Hún er nauðsyn- leg og nytsamleg, því að hún skapar meiri þekkingu á því starfi, sem hver einstakur á að vinna. Einn árangur þessarar þró- unar og verkaskiftingar er sá, að framleiðandinn og neytand- inn, sem áður hafa sjálfir þurft að annast útvegun allra sinna nauðsynja og sölu á framleiðslu sinni, láta þetta verkefni í hend- ur annars manns, verslunar- eða kaupsýslumannsins. Þessi verka- skifting er til stórra hagsbóta fyrir framleiðandann sjálfan og þjóðfjelagið í heild, því að kaup sýslumaðurinn, sem getur gefið sig óskiftan að verslunarstörf- unum, hefir miklu betri aðstöðu til að afla sem bestra markaða, cg útvega hin hagstæðustu sam- bönd um kaup nauðsynja og sölu afurða. Það er því hin mesta fásinna, þegar því er haldið að fólki, að þessi verkaskifting sje skað- leg, og að verslunarmaður- inn sje óþarfur milliliður. Slíkar kenningar eru af- neitun á þróuninni, þær eru ekki íhald, heldur argasta aftur- hald. En í sambandi við verka- skiftinguna í atvinnulífinu hlýtur að myndast stjettaskift- ing í þjóðfjelaginu. Við allar atvinnugreinar verða bæði at- vinnurekendur og starfsmenn. Því miður hefir víða verið reynt að ala á sundrung og stjettahatri milli þessara tveggja aðilja, t. d. milli út- gerðarmanna og verkamanna, milli iðnrekenda og iðjufólks. Það hefir oft borið talsverðan á- rangur, þannig að hörð barátta hefir oft verið háð og jafnvel stundum fullur fjandskapur milli þessara aðilja, sem eiga að starfa saman og sem eiga það báðir sem stærsta hagsmuna- mál, aðtunnið sje saman að vel- gengni atvinnurekstrarins. , I verslunarstjettinni er auð- vitað einnig um þessa tvo að- ilja að ræða. Menn skyldu nú ætla, eftir fordæmi ýmissa ann- ara stjetta, að milli atvinnurek- enda og verslunarstarfsmanna væri eilífur eldur og ágrein- ingur um kaup og kjör og önn- ur hagsmunamál. En svo er ekki. I Verslunarmannafjelagi Reykjavíkur standa báðir að- iljar hlið við hlið, í einum og sama fjelagsskap. Þetta sýnir frábæran þroska verslunar- stjettarinnar. Hún hefir skilið, að velgengni atvinnugreinar- innar er þeirra sameiginlega áhugamál, og þessvegna berjast þeir ekki innbyrðis, heldur taka höndum saman, jafna sín á- greiningsmál í fullu bróðerni og snúast með eindrægni og sam- heldni til varnar gegn árástim á þann atvinnuveg, sem báðir hafa framfæri sitt af. Innan verslunarinnar stendur þannig stjett með stjett. Það er eitt stærsta áðalsmark og þroska- merki hinnar íslensku verslun- arstjettar. — Af þeim atriðum, sem jeg hefi drepið á, er það fullljóst, að við eigum þroskaða verslunarstjett, sem er til sóma landi og þjóð. Á þessum tímum stjettabaráttn og stjettahaturs hefir hún orðið fyrirmynd annara stjetta þjóð- fjelagsins um samheldni og samstarf. Og nú, þegar við erum svo nærri því marki, að geta tek ið öll utanríkismál þjóðarinnar í eigin hendur, er sjerstök á- stæða til að minnast þess þáttar, sem verslunarstjettin hefir átt í að undirbúa það spor. Hún hef- ir með sinni víðsýnu og víðför- FRAMH. Á ELLEFTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.