Morgunblaðið - 03.09.1939, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.09.1939, Blaðsíða 11
Sunnudagur 3. sept. 1939. MORGUNBLAÐIÐ 11 Ferðasaga Magnúsar lónssonar FRAMH. AF TÍUNDU SÍÐU. er svo fullur námstími 17 ár! Menn reyna því að byrja ungir, 10—15 ára. Og að loknu fulln- aðarprófi geta menn gerst kenn- arar í el-Azha eða öðrum álíka háskóla. En minna próf er líka til, og gefur það rjett til Ijegri starfa í moskunum. Nú á síðustu árum hafa risið háværar kröfur meðal nemend- anna um það, að kenslan verði færð í nýrri búning. Þykjast þeir verða þess varir, að stúd- entar frá þessum mikla háskóla standi ver að vígi þegar út í líf- ið kemur heldur en þeir, sem numið hafa í skólum með vest- rænna sniði. Hafa ýmsir æðstu fræðimenn háskólans og stjórn- endur fallist á þetta, og eru því byltingar miklar í náminu á döfinni, hvernig sem því reiðir a,f. — En á liðnum öldum hafa oft verið harðvítugar deilur um þetta sama efni, og líka út af mat og viðurgerningi, er leitt hafa til stórra verkfalla af hálfu .stúdentanna. Við gengum nú inn í forgarð- * :inn mikla. Þar eru margföld súlnagöng í hring, og þar er skóli þeirra, sem aðkomnir eru. Hefir hvert land nokkurnveg- inn sinn stað í þessum súlna- .göngum. Alstaðar sitja nemend- urnir á strámottum, hver með sín blöð og þylja og þylja. Kenn ararnir eru gamlir menn, og sitja þeir ýmist á mottum líka eða stólum. önnur kensluáhöld oru þar ekki. Kennarinn þylur fræðigreinina, lið fyrir lið og skýrir hana, en hinir sitja í hring og hafa eftir eða skrifa. 'Öll kenslan er á arabísku. Lang mest bar þarna á hópum manna eða einstökum mönnum, sem sátu með blöð og þuldu og þuldu. Það skein út úr þeim, að þeir væru að læra utan bók- -ar, því að þeir litu á blöðin og litu svo út í bláinn og þuldu. Sumir reru og þuldu blaðalaust. Við gengum nú gegnum þessi súlnagöng og yfir garðinn. Einn náungi fylgdi okkur eins og skugginn okkar, en við forðuð- :umst að yrða á hann, því að nú vorum við ráðnir í að táka «kki fylgdarmann. Komum við aiú inn í sjálfan helgidóminn. <»Hann er í raun og veru ekki annað en geysimikið yfirbygt svæði, bogi við boga, sem hvíla ■á fremur litlum, lágum og grönnum súlum. Hann minnir mjög á Mesquituna í Kordova á Spáni, en er hvorki nándar- nærri eins stór nje fallegur eins og Mesquitan. En það er ekki «m að villast, að hjer er sami fcyggingarstíll. Miðbikið er æfa- fornt, líklega upprunalega bygg ingin, en síðan hefir verið bætt við í sífellu eftir því sem stúd- <entum fjölgaði. Hjer moraði a’lt í stúdentum. Engin herbergjaskifting er hjer og engin tæki af neinu tægi. Ekkert nema menn og fáein blöð. Mennirnir sitja á beru gólf inu eða á strámottu, og halda á blöðunum í höndunum. Og starfið er ekkert annað en að læra utanbókar. í 17 ár! Háskólinn er kostaður af gjafafje. Er sagt, að hann hafi 100000 punda tekjur, og þar sem egipskt pund er upp undir 30 ísl. krónur, eru þetta upp- undir 3000000 krónur. Stúd- entarnir fá ókeypis brauð (er sagt að þeir þurfi nú um 25000 brauð á dag) og dálitla pen- inga að auki. Meira þurfa þeir ekki. Þetta þótti Skota einum svo álitlegt, að hann gerðist Mú- hameðstrúarmaður og gekk í eÞ Azhar háskólann. Hann var settur hjá Kínverjum, fj-ekk ó- keypis brauð og eitt eg. pund á mánuði í 17 ár! Það er einkennilegt að ganga hjer um í þessum arabísku hóp- göngum og sjá allan þennan sæg af mönnum sem róa og þylja. Og það er gaman að gera sam- anburð á því, sem hjer er kraf- ist eða heima hjá okkur. Hjer þarf ekkert nema eina strámottu og nokkur skrifuð blöð, ekk- ert annað — nema vinnuna í 17 ár. En við þurfum stærðar hús með allskonar innanstokks- munum og áhöldum,. En venju- lega er litið svo á, að vinnan sje lítil. Fyrst þurfum við sæg af barnaskólum með öllu sem þeim heyrir til. Svo gagnfræðaskóla með sama umhverfi. Svo lærðan skóla með sama umhverfi og loks háskóla með enn meira umhverfi. Alt þetta lærir Arab- inn á sinni sömu strámottu undir opnum bogagöngum. Og hann lærir ekkert nema Kóraninn og það sem umhverfis hann er, guð- fræði hans, lögspeki hans, heim- speki hans, læknisfræði hans o. s. frv. Það er í rauninni. ekki furða, þó að talsverður munur verði á menningarlífi þeirra og okkar. Við litum síðast inn í bóka- safnið. Það er með um 50000 bindum og 10—12 þús. hand- ritum. Sum þeirra eru afar glæsi leg og forn handrit af Kóranin- um. En nú búast þeir við því, að verða að stækka bókasafnið af- armikið, ef veita skal inn í há- skólann straumi nútímavísind- anna. Hingað til hefir ekki þurft aðrar bækur en þessar sömu öld frá öld, og kannske eina og eina, sem bæst hefir við. Það verður mikil breyting. Og sjálfsagt til batnaðar? Það er þeirra mál en ekki okkar. Við förum út úr bóka- safninu, fáum bastskóna leysta af fótum okkar og göngum út úr þessari miklu vísinda-mosku. Hjer er þá brunnur vísind- anna í Islams veröld. Ekki vildi jeg skifta, frekar en jeg vildi skifta á mosku og kirkju — þó að eingöngu sje litið á húsin. Þessi Islamsvísindi eru að vísu ákaflega rammbyggileg. þar er ekki um skoðanir að ræða eða önnur slík óþægindi. Svoleiðis virðast sumir vilja hafa kristnina líka. En Islam þolir þetta naumast til lengdar. Kristnin myndi aldrei þola það eitt augnablik. Hún getur þolað það, að einstakir smáhópar loki sig inni í einhverri skel, og hún Skák nr. 74. Amsterdam júní 1939. Konungs-indversk vörn. Hvítt: S. Landau. Svart: S. E'lohr. 1. d4, Rf6; 2. c4, g6; 3. Rc3, Bg7; (Venjulegra og e. t. v. betra er 3.....d5; hin svonefnda Griin felds vörn, samanber skák nr. 73) 4. e4, d6; 5. g3, Rbd7; 6. Bg2, e5; 7. Rge2, 0—0; 8. 0—0, He8; 9. b3, pxp; (Svart gefur upp mið- borðið til þess að losa um menn- ina sína drotningarmegin, eins og venja er til í þessari vörn. Suiáir telja betra að leika 9...c6; og síðan Dc7) 10. Rxp, Rc5; 11. f3, Rfd7. 12. Bb2, Re5; (Hótar Red3) 13. Rce2, c6; 14. Bc3, Db6; 15. Khl, (Nauðsynleg varúðarráðstöf- un) 15....... a5; 16. Rc2, IId8; 17. f4, Red3; 18. KxB, KxB; 19. Rel, RxR; 20. Dd4+!, Kg8; (Betra var f6. Eftir hinn gerða leik verður „holan“ á f6 svörtu til mikilla óþæginda) 21. HaxR, a4; 22. f5, axb; 23. axb, Dc7; (Dxp, eða Rxp, hefði verið mjög hættulegt vegna 24. Df6) 24. b4, Ra6; (Neyðarráðstöfun. Riddar- inn hlýtur að verða óvirkur þarna fyrst um sinn, auk þess sem hann lokar hrókslínunni. Það tók aðeins tvo leiki að koma riddaranum um d7 til e5, þar sem hann átti góð- an og öruggan reit) 25. f6, h5; (Nauðsynlegt til þess að geta svarað 26. Dd2 með Kh7) 26. Dd2, Kh7; getur þolað, að einstakar kirkju deildir úti á yfirborðinu stein- gerfist. En hún þolir það aðeins af því, að annars staðar rennur heitt blóð um kirkjulíkamann, og heldur honum lifandi og kröftugum. VILTIR I KAIRÓ. Á leiðinni til baka göngum við út í smágötur. Og hjer erum við komnir í reglulegan Aust- urlandabæ. Göturnar eru ekki annað en þröngar geilar, með allskonar starfsemi á báða bóga. Hjer fara saman menn og varn- ingur, asnar með klyfjum, hest- vagnar og bílar, alt í einni kös. Það gengur alveg furðanlega að komast áfram eftir þessum göt- um. En það er annað verra. Við höfum ekki hugmynd um það, hvert við erum komnir. Erum við fyrir norðan eða sunnan göt- urnar austur frá garðinum okk- ar góða? Líklega fyrir norðan. Best að halda til vesturs og suð- urs, og hafa sólina að leiðar- vísi. En þetta er rjett undir há- degið, og blessuð sólin virðist vera beint uppi á miðjum himn- inum. Þegar við ætlum að átta okkur eftir skuggunum af okk- ur sjálfum, þá eru þeir varla nokkrir. Göturnar verða nú fáfarnari og fátæklegri. Umferðin er lítil. Og göturnar hafa enga stefiiu, heldur hringsóla allavega á ská. Nöfn eru á þeim og númer á húsunum, og það ekki aðeins á arabisku, heldur líka með letr- inu okkar. En kortin okkar hafa ekki þessi smágötu nöfn. Jæja, hvað gerir þetta til. Við skulum bara taka þessa götu hjerna. Við gerum það. Göngum lengi, og hún beygir og beygir Og loks endum við í botnlanga Ekkert framhald síðar! Við snúum við og höldum á- fram. Við hljótum að koma á um í gær. Við höfðum eftir því verið fyrir sunnan göturnar okk- ar en ekki norðan og vorum komnir langt úr leið. Þarna gnæfðu minarettur. Hassanmosk unnar, sem við vorum þá að skoða. En nú var leiðin rakin. Hálf- tíma gangur í hlýju veðri. Minnl verslunar- stjettarinnar. FRAMH. AF NÍUNDU SÍÐU. uiu starfsemi, með útvegun við- skifta um allan heim, styrkt okk ur sjálfa í trúnni á okkar eigin mátt, hún hefir öðrum fremur sannað, að íslendingar eru eng- ar liðleskjur, sem þurfa að láta aðrar þjóðir vera fulltrúa sína á sviði verslunar og viðskifta við önnur lönd. Verslunarstjettin íslenska hef ir nú um stund búið við þröngan kost. Þær viðjar, sem verslunar- frelsið hefir verið reyrt í, hafa komið hart við þá stjett, og þjóð in öll hefir goldið afhroð. En hversu lengi sem ófrelsið og rangsleitnin skipar æðstan sess í meðferð þessara mála, þá munu þó einhvemtíma þeir dag- ar koma, þegar rjettlætið og frjálslyndið stendur yfir höfuð- svörðum þess. Þess má varla. vænta, að allar vonir rætist á einu andartaki. Karþagó var ekki unnin á einum degi og vígi ófrelsis og kúgunar verða ekki skotin til grunna á skammri stund. En við, sem trúum á land- ið og þjóðina, við sem höfum þá bjargföstu sannfæringu, að auðlindir landsins og þróttur þjóðarinnar megni að gera Is- land að farsældar-fróni, við sem trúum því að frelsið sje betra en fjöturinn, — við trúum því einnig, að verslunin íslenska eigi eftir að losna úr viðjum. einhverja af stórgötunum, sem! Þótt nú beri hún þungan f jötur Staðan eftir 26. leik svarts. 27. Rd4!, (Hótar 28. Rf5, BxR; 29. pxR, Hd7 (Best) ; 30. Dg5, Hg8; 31. Be4!, og vinnur) 27.... Hg8; 28. Dg5, Rxp; 29. Rf5, BxR; 30. pxB, Hge8; 31. Be4, (Eða 31. pxp+, pxp; 32. He7+, HxH; 33. pxH, og hvítt mátar í nokkrum leikjum) 31..... He5; 32. pxp+, pxp; 33. Dxp+; Kh8; 34. f7, gefið. ★ Skákþingi Bandaríkjanna er ný- lega lokið. Efstur, og þar með skákmeistari Bandaríkjanna, varð R. Fine. Af 11 skákum, sem hann tefldi á þinginu, vann hann 10 og gerði eina jafntefli. S. Reshev- sky, fyrverandi Bandaríkjameist- ari, vann 9 og gerði tvær jafn- tefli. — Það er líklega eins dæmi, að tveir menn fái á sama skák- þinginu yfir 90%. eru til á kortinu. Og svo er aldrei nema gaman að vera vilt- ur í Kairó á Egiptalandi. Hvað er ekki gefandi fyrir annað eins æfintýri. Hvað mörg hundruð manns á íslandi myndi ekki vilja vera komnir snöggvast í sporin okkar. Sjá öll þessi gömlu hús, þessa síðklæddu Ar- aba og Egipta, þessar svart- klæddu konur, sumar með slör yfir nefinu og skúfhólk úr höf- uðfatinu niður að slörinu. Sum- ar hafa smábörn sofandi á vinstri öxlinni. Viltir í Kairó! Það er æfin- týri. Kannske að á móti okk- ur komi alt í einu dansandi der- vishar, tryltir af trúarhita? Nei, þeir koma ekki. Það er búið að banna þeim að dansa á al- mannafæi'i, þ\í að dans'nn var orðinn meira fyrir túristana en trúarlífið. Svo sjáum við alt í einu stræt- isvagn skjótast fyrir götuhorn. Þar var þá aðalgata. Við flýtum okkur þangað vegna morgun- verðsins, sem bíður heima á Hótel Morandi. Þetta er þá Mú hameð Alýgatan, sem við geng 'um fót. Og því vil jeg ljúka máli mínu með þeirri ósk, að rætast megi orð og spásögn Steingríms Thorsteinssonar: Senn ber upprjett höfuð og háls hrein og íslensk kaupstjett frjáls. Englendingar eru kunnir fyrir rósemi sína og þrákelkni. Hjer er ein saga um það: Það var í járnbrautarlestinni frá Norfolk til London. í klefa, sem ekki mátti reykja í, tók Englend- ingur upp pípu sína og kveikti í henni. Annar Englendingur benti honum á að þetta mætti ekki, en þegar það hreif ekki og pípumað- ur púaði eftir sem áður, hringdi hinn neyðarbjöllunni. Lestin var stöðvuð og einkennisklæddur þjónn kom inn í vagninn og spurði hvað um væri að vera. Honum var sagt það, og gaf liann þá pípumanni áminningu, en hann sagði ekki eitt einasta orð heldur gekk yfir í reykingaklefann. Þá gat lestin haldið áfram eftir 10 mínútna töf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.