Morgunblaðið - 16.09.1939, Page 3

Morgunblaðið - 16.09.1939, Page 3
MORGUN BLAÐIÐ 3 Laugardagnr 16. sept. 1939. Sambandslaganefndin gg stðrf hennar Frásögn Gísla Sveinssonar, alþni, Sambandslaganefndarmennii'nir komu heim með Brúarfossi. Formaður íslenska hlutans, Gísli Sveinsson alþingismaður, hefir gefið Morgun- blaðinu svohljóðandi skýrslu um störf nefndarinnar: Við íslensku neí'náarmennirnir, Stefán Jóhann Stefénsson ráð- herra og jeg, sitrldum með Gull- fossi 4. ágúst s.l. til þess meðal annars að sitja fundi dansk-ís- lensku sambandslaganefndarinnar, sem að þessu sinni áttu að hald- ast í Kaupmannahöfn. Þriðji nefndarmaðurinn af hálfu Islands, Magnús Jónssou prófessor, var ytra og mætti okkur þar, en sá. fjórði, Jónas Jónsson alþm., gat ekki komið því við að sækja fund- inn og var þá af forsætisráðherra tilnefndur í hans stað Jón Krabbe utanríkisfúlltrúi. í danska hlutanum eiga nú sæti þeir dr. O. Krag þjóðþingsmaður. Halfdan Hendriksen landsþings- maður, prófessor E. Arup og Hed- toft-Hansen þjóðþingsmaður. Nefndarfundirnir stóðu hátt á aðra viku, eða frá 24. ágúst til 4. september að báðum dögum með- töldum, og komu fyrir nefndina allmörg þýðingarmikil mál. Má þar fyrst til nefna verslunarvið- skifti íslands og Danmerkur, þar sem okkur Islendingum hefir fundist að Danir sýni næsta mik- ið tómlæti, í því öngþveiti, sem öll viðskifti eru nú í milli þjóða, því að Danir hafa keypt af okkur stórum minna á síðari árum en við höfum keypt og innflutt frá Danmörku. Hefir danski nefndar- hlutinn reyndar áður gert tilraun til þess að stuðla að lagfæringu á þessu efni, og ríkisstjórnirnar hafa einnig skorist þar í leik, eu betxtr má ef duga skal. Stendur nú enn til, að af hálfu Dana verði gerð ný og áhrifameiri gangskör að því, að meira verði keypt í Danmörku af síldarafurðum okk- ar, sjerstaklega síldafmjöli (og karfamjöli) til fóðurbætis, heldur en raun hefir orðið á undanfarið, svo og ef tækist að örfa danska búandmenn til þess að kaupa í stærra stíl hesta frá íslandi. Svo hefir og hindrast innflutningur til Danmerkur og sala á íslenskum afurðum fyrir sakir verslunar- og gjaldeyrishafta, sem einnig eru þar ríkjandi, og hafa verið fævðar fram eindregnar óskir um rýmk- Un nokkra, reyndar af hálfu beggja, — t. d. nú af hálfu Is- lands um innflutningsleyfi á nið- ursoðnum fiskiafurðum hjeðan, frá hinni nýju niðursuðuverk- smiðju S. í. F., sem hvarvetna fá hið besta orð, en þó hefir fram að þessu verið neitað um af Dön- um, jafnvel fyrir tiltölulega mjög takmarkað magn af þeirri vöru. Eftir talsvert þóf lyktaði það mál í nefndinni ineð góðum ár- angri fyrir okkur, að því er vænta má, því að loforð teljum við að hafi fengist fvrir innflutningi á því, sem síðast var sótt um o. s. frv. Ýms önnur málefni lágu fyrir, sem sum eru reyndar fyrir til- stuðlun nefndarinnar áður komin í liöfn, með samningum milli land- anna, svo sem um tilhögun á skatt- álögu, svo að komist verði hjá tvísköttun á borgnrum annars landsins, er dvelja í hinu; um við- skifti sjúkrasamlaganna í báðum löndum vegna styrks til meðlima þeirra, og ennfremur um meðferð drágnóta á dönskúm (eða fær eyskum) fiskiskipum í íslenskri landhelgi. Loks er nú til athug- unar ákvörðun um samskifti iit af framfærslustyrk, sem veittur yrði í öði'u ríkinu til borgara hins. — Um alt þetta hefir fengist viðun- andi samkomulag eða blátt áfram lausn málanna að vilja beggja að- ila. En um eitt höfuðmálið hefir ekki náðst samkomulag í nefnd- inni, og mun ekki nást á þeim vettvangi, eins og sakir standa, það er endurheimt islenskra hand- rita, skjala og safngripa frá Dan- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Verslunarjöfn- uðurinn óhag- stæður um 7,6 milj. króna m amkvæmt bráðabirgða- skýrslu Hagstofunnar nam heildar innflutningur- inn til ágústloka kr. 40,- 724.250, en útflutningurinn kr. 33.060.300. Verslunarjöfnuðurinn var því 8 fyrstu mánuði ársins óhagstæður um 7.6 miljónir króna. A sama tíma í fyrra var versl- unarjöfnuðurinn óhagstæður um 4.6 milj. kr. Innflutninguriun hef- ir orðið um 6 milj. kr. meiri nú en í fyrra, og útflutningurinn tæpum 3 milj. kr. meiri. I ágústmánuði nam útflutning- urinn tæpum 8 milj. kr., en inn- flutningurinn rúmum 4 milj. kr. Batnaði þannig verslunarjöfnuður- inn um nál. 4 milj. kr. í þessum mánuði. Síld og síldarafurðir eru lang- stærstu liðirnir í útfiutnirignum þenna mánuð, eða um S1/^ milj. kr. Skömtanio Gerið skyidu ykkar, Reyk- vfkingar! Skömtunarseðlum verður úthlutað hjer í Reykja- vík í dag og á morgun. Út- hlutunin fer fram í öllum (fjórum) barnaskólunum frá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd., báða dagana. Þegar menn vitja skömtunar- seðlanna eiga þeir að afhenda út- fylt eyðublöðin, sem send hafa verið í húsin undanfarna daga. Á þessum eyðublöðum á að vera skrá yfir alt heimilisfólkið, svo og skýrsla um birgðir þeirrg mat- væla (auk kola), sem skýrslugef- endur eiga. Ríður á, að þessar birgðaskýrsl- Ur sjeu rjettar. Krafa almennings er sú, að eitt gangi yfir alla. En til þess að þessari kröfu verði hægt að fylgja út í æsar, verða birgðaskýrslur hvers ein- staks að vera rjettar. Verða vald- hafarnir að ganga ríkt eftir þessu og engum að hlífa. Því að ef mönn um helst það uppi, að fela birgð- ií’ eða draga undan, þá er grund- völlurinn undir rjettlátri skömtun burtu fallinn. Þá yrði alt báknið ein samfeld svikakeðja. Það á að telja hirgðirnar eins og þær voru í gærkvöldi. Morgunhlaðið vill alvarlega á- minna Reykvíkinga um, að þeir geri nú skyldu sína og gefi ná- kvæmlega og rjett upp. Ei' enginn bæjarbiii skerst úr ieik,,. þá verðui' alt auðveldara íueð úthlutun þeirra nauðsynja. sejn skömtunin nær til. Ef hins- yeoar skyldi koma í ljós, að nienn hafi dregið undan, myndi það, auk þess sem viðkomendur yrðu látnir sæta ábyrgð, valda mikilli truflun í skömtuninni og baka bæjarbúum margskonar óþæg- inda. G«rið skyldu ykkar í dag, Reyk- víkingar! CUXHAVfj W/IHJELVSHVac. | 7)í/-;c.ín f-fOLLAND VSRDUN® MFTZ. OT- LINIBN FRANKRie Kort þetta sýnir vesturvígstöðvarnar, með hinum öflugu varnar.virkj- um beggja megin landairiæranna: Siegfried-línunni lijá Þjóðverjum og Maginot-línunni hjá Frökkum. Strikalínurnar á Norðursjónum sýna svæðið, þar sem Bretar hafa girt með tundurduflum og lokgð Þýskalandi á þeirri leið. Yfir þetta svæði fóru flugvjelar Breta, er~ þær gerðu árásirnar á flotastöðvar Þýskalands á dögunum. I hringiðu viðburðanna síðastliðið ár Samtal víð Jóhann Hafstein, lögíræðing MEÐAL FARÞEGA á Brúarfossi í fyrrakvöld var Jóhann Hafstein lögfræðingur, Hefir hann undanfarið ár dvalið við framhalds- nám í lögfræði í Englandi, Danmörku og Þýskalandi. Vesturvígstöðvarnar NOR TY5KLAND OESSEN © SOLIMOEN DUSSELDORF AACHtV' ~ . , - - ©. KÓL.N Wk, \® BONN Vfe'Ov® COBLENZ S/E GFRIED -L/NIEN K—t*RH iNEN Aðalslátrun sauðfjár að hefjast Aðalslátrun sauðfjár hefst alls- staðar á landinu eftir næstu helgi. Sumsstaðar er hún þegar hafin. Vei’ð sláturafurða verður hið sanjá og' í fyrra, því að lög (geng- isbreytingin) skipa þannig fyrir. En þar fyrir eru allar líkur til þess, að verðið til bænda hækki frá því í fyrra. I fyi*ra var tekið verðjöfnunargjald, 10 aurar pr. kg. af öllu dilkakjöti, sem notað var á innlenda markaðinnm. Gjahl þetta var svo notað til upp- bótar á útflutta kjötið. Nú eru hinsvegar allar horfur á því, að verðið á útflutta kjötinu verði það hátt, að ekki þurfi -að bæta það upp. Kæmi þá verðjöfn- unargjaldið, að nokkru eða öllu leyti, bændum tit góða. Kynti hann sjer sjerstaklega ar rjettarins, serii lúta að hlutleys: Jóhann Hafstein hefir haft ei rás hinna stórpólitísku viðburða í tíðindamaður Morgunblaðsins átti fyrst og fremst að þeirn málum. Jó Milíi septembermánaðanna 1938 og 1939 liggja hinir örlagaríkustu atburðir í sögu Evrópuríkjanna. Það er því venju fremur sögulegt að hafa komið til Englands í sept- embermánuði 1938 og snúið aftur heim frá Þýskalandi í septemher- mánuði 1939 — eftir árs dvöl með al þeirra tveggja þjóða, sem nú spinna sín á milli örlagasíma álf- unnar. Að renna augunum yfir milli- ríkjamáléfni þessa árs sem hlut laus vegfarandi og reyna að dæma og skilja, er bæði erfitt og ákaflega viðsjált. IJndir hinu sljetta yfirborði getur undiraldan niðað þungt — dægurmálin kunna að eiga langar og flóknar rætur. Allir muna eftir deilunni um Sudeten-lijeruðin, sein náði liá- þjóðarjett og einkum þær grein- ríkja. stakt tækifæri til að fylgjast með álfunni á undanförnu ári, og er tal við hann í gær, barst talið anni fórust m. a. orð á þessa leið: marki í september í fyrra. Margt hefir síðan verið rætt og ritað um orsakir og úrlausn þeirrar deilu. Við vitum, að þessi deila færði stríðsóttann yfir Evrópu með miklu meiri rauUveruleik en nokkru sinni hafði áður verið um að ræða, frá því sumarið 1914. En hvað sem segja má um Sudeteri- deiluna og endalok hennar; Múri- chen-samninginn, er þó sannast, að þessi fyrsti verulegi ófriðarboði frá lokum heimsstyrjaldarinnar, gat ekki talist að hafa valdið neinum verulegnm straumhvörfum í ntanríkismálum Evrópu, með því að vegnrinn stóð enn opinn eftir sem áður, til friðsamlegra við- FR4MH. Á SJÖTTU SÍÐB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.