Morgunblaðið - 16.09.1939, Side 8
r
s
Jfaufts&a/iuc
GÓLFTEPPI
ca. 2x2,50 m. til sölu. Skarp-
hjeðinsgötu 2, uppi.
Laugardagur 16. sept. 1939.
gimniimiiiimiiiiiiiiiiimiiniiiiiiiiiiiiimiiifinmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiuiiiimmniiiiiuiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiin
| Orczi/ barónessa: EÍÐUJUTITI \
Þfer getið byrfað að fylgfasf með í dag. — 13. dagur.
iliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiuiiiiuiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiimi1 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiinmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiuiiiiil
SÆNSKIR GlTARAR
nýkominr. Hverfisgötu 44.
RLINDRA IÐN
Gluggatjaldaefni, Handklæði
og Þurkudreglar fyrirliggjandi.
Vefstofa blindra, Ingólfsstræti
16.
4 MANNA FIAT
bifreið í góðu standi til sölu.
Stefán Jóhannsson. Sími 2640.
BARNAFATNAÐUR
prjónaður, heklaður, saumaður.
Sokkaprjónastofan, Bræðraborg
arstíg 15.
GRÆNMETISSALAN
við Steinbryggjuna selur á
hverjum degi frá kl. 8—12
mjög ódýrt hvítkál í stærri
kaupum.
MEÐALAGLÖS, FLÖSKUR,
Fersólglös, Soyuglös og Tómat-
flöskur keypt daglega. Sparið
miliiliðina og komið beint til
okkar ef þið viljið fá hæsta
verð fyrir glösin. Við sækjum
heim. Hringið í síma 1616. —
Laugavegs Apótek.
ÞORSKALÝSI
Laugavegs Apóteks viðurkenda
meðalalýsi fyrir börn og full-
orðna, kostar aðeins 90 aura
heiiflaskan. Lýsið er svo gott,
að það inniheldur meira af A
og D-fjörefnum en lyfjaskráin
ákveður. Aðeins notaðar ster-
iiar (dauðhreinsaðar) flöskur.
Hringið í síma 1616. Við send-
um um allan bæinn.
DÖMUFRAKKAR
ávalt fyrirliggjandi. Guðm. Guð-
mundsson, klæðskeri, Kirkju-
hvoli.
KALDHREINSAÐ
þorskalýsi sent um allan bæ. —
Björn Jónsson, Vesturgötu 28.
Sími 8594.
LEGUBEKKIR
allar stærðir, vandaðir, ódýrir.
Körfugerðin, Bankastræti 10.
PaiJ, sem skeð hefir í sögunni:
Juliette er dóttir Marny heitins her-
toga, og hefir svariiS þess eið að hefna
sín á Deroulede, er hefir vegið bróður
hennar í einvígi. Eftir stjómarbylting-
una í Frakklandi býr hún með Petron-
elle fóstru sinni í París. Dag einn gerir
skríll aðsúg að henni og Deroulede
þjóðþingfulltrúi bjargar henni og býð-
nr henni húsaskjól, uns enski öðling-
urinn Rauffa akurliljan (Sir Percy
Blakeney) geti hjálpað henni til Eng-
lands. Deroulede býr með móður sinni
og fóstursystur, Anne Mie, sem elskar
hann. Hann er vinsæll meðal alþýð-
uvnar og hefir gefið þjóðinni stórfje.
Eu gerist hann forstjóri í Conciergerie
fangelsinu og ætlar að freista þess að
frelsa Marie Antoinette drotningu, þó
að liann hætti með því lífi sínu. Sir
Percy Blakeney er í heimsókn hjá hon-
um og líst ekki á ráðagerðir hans, en
hefir þó lofað að aðstoða hann.
VIII. kapítuli.
Anne Mie.
egar Blakeney gekk niður
Rue Ecole de Medecine á
leið heim til sín um kvöldið fann
hann alt í einu, að lítil hendi
snerti handlegg hans,
Það var Anne Mie, sem stóð við
hlið hans, föl á svip og' sorgmædd,
og horfði á hann óttaslegnum aug-
um.
„Monsieur“, sagði hún hikandi.
HREINGERNINGAR
leysum best af hendi. Guðni og
Þráinn, sími 2131.
TÖKUM SAUM HEIM,
Njálsgötu 4 B, niðri (bakhús).
Svava og Millý.
HREINGERNINGAR
Jón og Guðni. Sími 4967, eftir
klukkan 6.
Tek að mjer
ZIG-ZAG-SAUM
og sauma smábarnakjóla.Stein-
unn Sveinsdóttir, Bræðraborg-
arstíg 1. Sími 8938.
SPARTA- DRENGJAFÖT
Laugaveg 10 — við allra hæfi.
FORNSALAN, Hverfisgötu 49,
selur húsgögn o. fl. með tæki-
færisverði. Kaupir lítið notaða
muni og fatnað. Sími 3309.
VENUS SKÓGLJÁI
mýkir leðrið og gljáir skóna af-
burða vel.
VENUS-GÓLFGLJÁI
afburðagóður og fljótvirkur. —
Ávalt í næstu búð.
K.F.U.M.
Almenn samkoma annað
kvöld kl. 814. Allir velkomnir.
FRIGGBÓNIÐ FÍNA,
er bæjarins besta bón.
IO.G.T.
ST. FRAMTÍÐIN NR. 173
Aukafundur í kvold kl. 6 í
Templarahúsinu. Endurupptaka
Tek að mjer
HREINGERNINGAR,
Vönduð vinna. Sími 5133.
3úfui2-fundi£
KVENHANSKI,
brúnn, hefir tapast í Austur-
bænum. Skilist á afgreiðslu
Morgunblaðsins.
%Ke*us£cc
KENNI TUNGUMÁL,
reikning og eðlisfræði. Les með
skólafólki. Páll Jónsson, Leifs-
götu 23 II. Heima kl. 20—22.
KENNI DÖNSKU OG ENSKU.
Guðrún Arinbjarnar. Sími 5222.
NORDISK TILSKÆRERSKOLE
Specialuddannelse til Direkt-
rice, Damskræderinde og Lærer-
inde. Husmoderkursus, Ung-r
pigekursus í Tilskæring og Syn-
ing. Aaboulevarden 1, NOra 43
02 Vega, Köbenhavn.
„Afsakið dirfsku mína. Mig lang-
ar til þess að tala við yður nokk-
ur <yð“.
Hann leit niður á ungu stúlk-
una, sem var undarlega samanfall-
in, og blíðusvipur færðist yfir
karlmannlegt andlit hans, er hann
horfði á veslings litla vanskapn-
inginn, og sá hörkusvipinn á and-
liti hennar.
„Mjer finst ánæg.ja að því, made
moiselle“, sagði hanií vingjarn-
lega. „Og jeg er reiðubúinn að
hjálpa yður, ef jeg get. „En“,
bætti hann við, er hann sá ótta-
svipinn á andliti hennar. „Við get-
um ekki talað samau hjerna. Eig-
um við ekki að finna betri stað?“
Að svo mæltu leiddi hann hana
í áttina til P,laee St. MicheJ.
„Við skulum setjast hjerna“,
sagði hann, „og jeg held, að þjer
ættuð að draga hettuna frá and-
liti yðar. „Þjer ætlið að tala við
mig um Paul Derouledef', hjelt
hann áfram vingjarnlega, er hann
sá, að hún átti bágt með að byrja.
„Þjer vitið, að hann er vinur
minn“. „Já, og þess vegna lang-
aði mig til þess að spyrja yður
um nokkuð, sagði hún.
„Hvað er það?“
„Hver er Juliette Marny?“ sagði
hún umsvifalaust. „Hvers vegna
reyndi hún viljandi að komast inn
á heimili Pauls?“
„Gerði hún það?“
„Já! Jeg var uppi á svölunum
og fylgdist með öllu sem fram
fór þegar hún ko:m. Fyrst hjelt
jeg, að hún hefði aðeins komið
þessu af stað óviljandi. En brátt
sá jeg, að þetta var alt leikur hjá
henni. Hún æsti múginn upp með
vilja, einmitt þegar hún var kom-
in að húsi M. Deroulede. Hún ætl-
aði sjer altaf að kalla haun til
hjálpar, vitandi það að hann var
of mikið göfugmenni til þess að
synja henni um hjálp“.
Hún hristi af sjer alla feimni
og talaði í æstum róm, en síðan
var eins og hún skammaðist sín
fyrir geðshræringuna og liún hjelt
áfram, rólegri, en áköf:
„Og nú býr hún stöðugt í húsi
hans! Hvers vegna fer hún ekki ?
Paul hefir sjeð svo um, að hún
geti farið til Englands. Oamla
konan er farin að elska hana, en
henni finst þó hyggilegra að hún
fari. En hún situr kyr! Hvers
vegna?“
„Líklega vegna þess —“
„Vegna þess að hvin er ástfang-
ÍBÚÐER, itórar og nnáar og
eiiutök herbergi.
LEIGJHNDUB, hvort aem «r
fjölakyldufólk eöa einhloypa.
Bmáanglýaingar MorgnnblaSa-
ina ná altaf tilgangi aínna.
in af Paul“, tók Anne Mie fram
í fyrir honum æst. „Nei, hún elsk-
ar hann ekki! Að minsta kosti
ekki með neinni göfugri ást! Það
er undarleg, ókvenleg ást, sem
vill honum ilt-------“
„Hvers vegna lialdið þjer það?“
„Æ, jeg veit það ekki“, svaraði
unga stúlkan. „Jeg finn það bara!“
„En það er ekki óbrigðult í
þessu tilfelli“, sagði Sir Percy.
„Hvers vegna ekki?“
„Vegna þess, að yðar eigin ást
á Deroulede gerir yður blinda. O,
fyrirgefið ef jeg særi yður. Eti
þjer byrjuðuð þetta samtal og jeg
verð að tala eins og mjer býr í
brjósti. Jeg á ekki innilegri ósk
en þá, að geta hjálpað yður“.
Jeg ætlaði einmitt að biðja
yður að gera mjer greiða“,
sagði Anne Mie.
„Og hvað á jeg að gera?“,
spurði Sir Percy.
„Reyna að gera Paul skiljan-
legt, að honum stafi hætta af því
að þessi stúlka sje á heimili hans“.
„Hann myndi ekki hlusta á
mig“.
„Jú, karlmenn lilusta hver á
annan' ‘.
„Ekki, þegar um er að ræða
konuna sem þeir elska!“
Hann sagði þetta blíðlega en
ákveðinn. Þó honum sviði sárt að
sjá sorg hennar, er hún sá fram
á að missa ástvin sinn.
„Ilaldið þjer, að hann eíski
hana?“, sagði Anne Mie að lokum.
„Jeg er viss um það“.
„En hún?“
„Það veit jeg ekki. Um það
treysti jeg yður betur að dæma“.
„Hún er fölsk“, sagði Anne
Mie. „Jeg segi yður satt, hún er
fölsk og ætlar að svíkjast að
Paul“.
„Þá getum við ekkert gert nema
bíða átekta“.
„Bíða?“
„Já, og' fylgjast vel með ölLu
sem skeður“, svaraði hann og-
bætti síðan við: „A jeg að gefai
yður loforð mitt upp á það, að!
ekkert ilt skal henda Deroulede?*1
„Lofið mjer því, að skilja hanm.
frá þessari stúlku!“
„Nei, það megna jeg ekki! Mað-
ur eins og Paul Deroulede elskar-
aðeins einu sinni, og’ þá elskar
hann að eilífu“.
Hann sá, að hún hafði orðið
fyrir miklum vonbrigðum og:
reyndi að draga úr sársauka Iienn-
ar.
„Það verður yðar verk, að valcas
yfir Paul“, sagði hann.
„Og ef þjer gerið það af vin-
áttu við hann, er jeg- viss um, að
honum er óhætt“.
,,-Jeg skal hafa augun með
mjer“, sagði hún rólega.
Brátt voru þau komin aftur %
Rue Ecole de Medecine.
Hinn glaði og djarfi Blakeney
var dapur í bragði, er hann skildi
við Anne Mie. Þessi stóra borg
var full af sorg, ljemagna undir
hinni miklu byrði, er árangurs-
laus bardagi lagði henni á herðaiv
Þó var fallöxin, liarðstjórnin og
fangelsin ekkert i samanburði við'
hina þögulu sorg, er speglaðist í
augum veslings Anne Mie.
IX. kapítuli.
Afbrýðissemi.
Lakeney skiLdi við hana við>
dyrnar og sýndi hemni sömui
hæversku og hann hefði sýnt tign-
ustu hefðarfrúm í’ ættlandi sínu.
Anne Mie opnaði sjálf Iiurðina:
með húsdyralykli sínum, lokaði
henni hljóðlega á eftir sjgr. og
læddist hægt upp stigann.
En uppi á pallinum mætti hújs
Paul Deroulede..
Framh.
Það er ekki nóg að matur sje
búinn til eftir öllum listarinnar
reglum. Hann þarf líka að hafa
sinn rjetta lit. En á þessu varð
verkfræðingi nokkrum í New
York býsna hált fyrir skemstu.
Hann hafði boðið fjölda fólks til
veislu, og rjettirnir voru hver öðr-
um betri. En til þess að setja
sjerstakan svip á veislusalinn,
hafði hann þar sjerstaka raflampa,
sem ekki báru aðra geisla en
græna og rauða. Afleiðingin af
því varð sú, að gestunum sýndist
steikin öskugrá, salötin gráblá og
baunirnar gegnglærar, mjólkin
rauð, en Icaffið gult. Þeim bauð
svo við matnum að þeir gátu sama
sem ekkert borðað, og flestum
varð óglatt, svo að þeir urðu að
flýja borðið.
★
Á Fjóni er þorp, sem heitir
Söby og dregur nafn af vatni,
sem þar er. En svo var vatnið
nefnt Söbysö. Skamt frá þorpinu
er herragarður, sem svo er kall-
aður Söbysögaard. Og vegna þess
að herragarðurinn er merkari
heldur en þorpið, hefir vatnið nií
fengið nafn af honum og lieitir
Söbysögaardsö. j
★ -
Enskur lávarður fekk glæsilfega
sendingu frái Kína, matarílát
handa 36 úr besta postulí’ni og;
handmáluð. Þessi sending kottí
honum alveg á óvart, en þegat*
hann fór að grenslast eftir hvern-
ig á henni stæði, kom það upp lúr’
kafinu að langa-langa-langafi lians
hafði pantað þetta í Kína og’
borgað það, og sama fjöískyldau
hafði unnið að því í nokkra ætt-
liði að smíða þessa samstæðu og
mála alt postulínið.
*
Lögreglan £ New Yörk tók í
fyrra fingraför fjölda merkra
borgara, og eru þau geymd semt
minjasafn. I þessu safni er sjer-
stök deild', sem nefnd er „anda-
safnið“. Það eru fingraför þeirra
manna, sem hafa einsett sjer það
að gera vart við sig eftir dauð-
ann, og sanna þá framhaldslíf ’
sitt með fingraförum á miðils-
fundum.