Morgunblaðið - 19.09.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.09.1939, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. sept. 1939. Fjórða skifting Póllands milli Hitlers og Stalins Frakkar óttast stríð Rússa við Vesturríkin „Couragous“. 22 þús.smálesta bresku flugvjela- móðurskipi sökt: Með ca.50 flugvjelum Frá frjettaritara, vorum. * Khöfn í gær. ÞÝSKUR KAFBÁTUR skaut í gærkvöldi breska flugvjelamóðurskipið ,Couragous‘ í kaf. Þetta var 22.500^ smálesta skip með um 1100 manna áhöfn. Á skipinu munu hafa verið um 50 flugvjelar. Breska upplýsingamálaráðuneytið birti tilkynningu um þetta í dag. Ráðuneytið segir að breskir tundurspillar hafi þegar í stað ráðist á kafbátinn og ástæða sje til þess að halda að tekist hafi að sökkva honuni niður á hafsbotn. í kvöld komu tundurspillar til enskra liafna með 400 inanns a£ áhöfninni af „Couragous". En vitað er þó að fleiri hafa bjargast, um borð í liollenskt’ flutningaskip og amerískt skip, sem voru þarna á feí’ð. Einn af áhöfninni hefir skýrt svo frá, að hann hafi heyrt tvo skot- hvelli og að skipið hafi alt nötrað. Fimm mínútum síðar var gefin fyrirskipun uin að hver ætti að bjarga sjer sem best hann gæti. Bretar og Frakk ar sökkva 3 þýskum kafbátum Skipið tók þegar í stað að hall- ast. Talið er að flestir af áhöfn- inni hafi bjargað sjer með því að kasta sjer í sjóinn. SUNGU í SJÓNUM. Tuttugu mínútum eftir að tund- urskeytin hæfðu skipið var, það sokkið. Skuturinn lyftist upp úr sjónum og síðan stakst það í kaf. Annar sjóliði hefir skýrt svo frá, að skömmu eftir að tundur- skéytin hæfðu skipið hafi öll Ijós sloknað. Þriðji sjóliðinn, sem var 75 mín- útur í sjónum áður en honum var bjargað, segir að sjóliðarnir hafi sungið og verið kátir í sjónum. Þéir hafi jafnvel kastast á keskn- isyrðum. Couragous var eitt af elstu skip- unum í breska flotanum. Það hljóp af stokkunum árið 1916. í ágúst síðastliðnum var það tekið í þjón ustu, sem eitt af varaskipum flot- ans. Það var upprunalega bygt sem' orustuskip, en síðar var því breytt í flugvjelamóðurskip. Undir venjulegum kringumstæð- um er áhöfnin á skipum eins og „Couragous“ 1216 manns. En skip- ið var ekki mð fulla áhöfn, og er talið að áhöfnin hafi ekki verið nema um 1100 manns. Fallbyssn- skotbríH á Varsjá Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Idag hófu Þjóðverjar fallbyssu- skothríð á Varsjá, eftir að orustur höfðu legið niðri í tvo daga. Síðan í gær hafa Þjóðverjar 'tvisvar sent varnarliðinu í Varsjá úrslitakosti um að gefast upp. Þegar ekki var komið fullnægj- andi svar í dag, ákvað þýska her- stjórnin að bíða ekki lengur og láta til skarar skríða. Ekkert nýtt á vestur- vígstöðvunum Ihemaðartilkynningu Frakka í kvöld segir, að litlar að- gerðir hafi farið fram á vestur- vígstöðvunum síðasta sólar- hringinn. Hefir verið haldið uppi fallbyssuskothríð á víð og dreif. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Breska upplýsingamálaráðu- neytið birtir í dag fregn um að tveim þýskum kafbátum hafi verið sökt og í hemaðarr tilkynningu Frakka segir, að frönsk herskip hafi ráðist á þýskan kafbát og sökt honum. Annar kafbátanna, sem um getur í fregn upplýsingamála- ráðuneytisins í London er sá, sem sökti „Couragous“. Hinum var sökt af flugliðs- foringja frá Suður-Afríku. Er gefin ítarleg Iýsing á því, hvernig bátnum var sökt. SPRENGJA HÆFÐI KAFBÁTINN. Flugliðsforinginn kom auga á kafbátinn í þriggja kílómetra fjarlægð. Til þess að gera ekki vart við sig flaug liðsforinginn ofar skýjum á meðan hann var að komast að bátnum. Síðan ljet hann nokkrar viðvörunar sprengjur falla umhverfis bát- inn, svo að þeir sem um borð væru gætu gefið til kynna hverrar þjóðar báturinn væri. En ekkert merki var gefið og lækkaði liðsforinginn þá flug- ið og skaut af vjelbyssu á mann, sem stóð á palli bátsins. Maður- inn hvarf strax undir þiljur. Flugliðsforinginn ljet nú fyrstu sprengjuna falla og kom hún niður rjett framan við bát- inn um það bil sem hann var kominn hálfur í kaf. Bátnum skaut upp aftur vegna þrýst- ingsins frá sprengjunni, og næsta sprengjan hæfði mark sitt. Varð ógurleg sprenging og báturinn stakst í kaf; myndaði skuturinn 30° horn við sjávar- flötinn. Strelcher handtekinn! Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Julius Streicher, GyÖ- ingahatarinn þýski, er sagð- ur hafa verið handtekinn. Samkvæmt fregn, sem bor- ist hefir um þetta til Kaup- mannahafnar, var það Her- mann Göring, sem gaf fyr- irskipunina um að taka hann fastan. Bretar segja: Enginn friður við Hitier Frá frjettaritara vorum. Khöfn % gær. KLUKKAN 6 á sunnudagsmorgun hóf miljón manna rússneskur her innrás í Pólland að austan. Innrásin var gerð eftir öllum pólsk- rússnesku landamærunum. Þessi innrás hefir ekki komið á óvart í Vestur-Evrópu, þótt hún sje harðlega fordæmd. Innrásin var gerð þrátt fyrir að í gildi væri pólsk-rússneskur ekki-árásar-sáttmáli. YFIRLÝSING BRETA I kvöld var birt opinber yfirlýsing í London um inn- rás Rússa og segir í henni, að breska stjórnin sje að bíða eftir nánari upplýsingum frá sendiherra sínum í Moskva. En nú þegar sje hægt að slá því föstu að hún breyti í engu afstöðu Breta til styrjaldarinnar við Þjóðverja. Þeir sjeu staðráðnir í því að halda henni áfram þar til þeir hafi náð því marki, sem þeir hafa sett sjer. 1 yfirlýsihgunni segir, að Bretar geti á engan hátt viður-* kent þau rök, sem Rússar beri fram fyrir árás sinni á banda- mann, sem eigi í vök að verjast. Mr. Chamberlain og Halifax lávarður sátu á ráðstefnu í allan dag, áður en þessi yfirlýsing var birt. EKKI STRÍÐSYFIRLÝSING Það er talið ólíklegt, að Bretar og Frakkar segi Rússum stríð á hendur á meðan þeir hafast ekki annað að en þegar er fram komið með innrás þeirra í Pólland. Elr litið svo á, að stríðsyfirlýsing á hendur Rússum myndi á engan hátt hjálpa Pólverjum, en gæti aftur á móti orð- ið hættuleg Bretum, ef Rússar rjeðust t. d. á Indland. Rússar hafa aftur á móti fyrir sitt leyti afhent sendiherr- um erlendra ríkja í Moskva yfirlýsingu, þar sem segir, að þeir muni gæta strangasta hlutleysi gagnvart styrjöldinni, annars staðar en í Póllandi. 1 París gætir samt nokkurs ótta við að Rússar muni ætla að taka virkan þátt með Þjóðverjum í stríðinu gegn Vestur-Ev- rópu-þjóðunum. VARNIR RÚSSA Molotoff, forsætisráðherra Rússa varði árás rauða hera- ins á Pólland í útvarpsræðu frá Moskva á sunnudaginn með því að segja, að pólska ríkið væri hrunið í rústir Síðasta stig þessa hruns, sagði Molotoff, hefði tekið á sig þá mynd, að hætta gæti af því stafað fyrir Sovjet-Rússland. Hann sagði, að Rússar gætu ekki látið sig engu varða örlög hinna rússnesku minnihluta í Vesturúkraínu og vestra Hvíta- rússlandi. Rússneska stjórnin liti á það sem skyldu sína að rjetta þessum minnihlutum hönd til hjálpar. Rauði herinn hefði hjer virðulegt hlutverk að rækja, og hvatti hann rússnesku þjóð- ina til að styðja í öllu starfi sínu þetta hlutverk. SÓKN RÚSSA 1 hernaðartilkynningu, sem birt var í Moskva í kvöld seg- ir, að rússneski herinn, sem sæki fram nyrst á víglínunni hafi í dag tekið borgina Vilna um 140 km. frá rússnesku landamær- unum. Borgin var tekin viðnámslaust og útvarpið í Moskva seg- ir, að hermönnunum hafi verið tekið með húrrahrópum. FP.AMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.