Morgunblaðið - 19.09.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.09.1939, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. sept. 1939. MORGUNBLAÐIÐ 3 Gengi íslensku krónunnar miðist við Öollar-gengi Bráðabirgða- lög í gær RÍKISSTJÓRNIN gaf í gær út bráðabirgðalög, er gera tvær breytingar á gengislögunum frá 4. apríl í vor. í þeim lögum var, sem kunnugt er, gengi íslensku krónunnar tengt við sterlingspund, þannig að ákveðið var, að kr. 27.00 íslenskar skyldu vera í pundinu. I bráðabirgðalögunnni frá í gær er svo ákveðið, að gengi íslensku krónunnar skuli ekki fylgja sterlingspundi ef það fellur niður fvrir það, að 4.15 dollarar sjeu í pundi, þá skúli íslenska krónan skilja við pundið og fylgja dollarnum. En þegar þetta hlutfall er milli dollars og punds kostar dollarinn kr. 6.50 íslenskar. Meðan sterlingspundið var ófallið kostaði pundið 4.68 dollara. Hvar hin nýju landamæri Póllands og Rússlands verða Kortið sýnir legu borganna Grodno, Brest-Litovsk og Lem- berg, en um þessar borgir er gert ráð fyrir að hin nýju vestur- landamæri Rússlands muni liggja. Lækkun sterlingspundsins frá því sem það v-ar í vor, er gengis- iögin voru gefin út, og til þess takmarks, sem gengi íslensku krón- unnar á að skiija við það, nemur 11%. í Danmörku mun hafa verið ákveðið að krónan þar skyldi fjdgja 8% lækkun sterlingspunds. Fyi’ir helgina voru um 3.75 dollarar í sterlingspundi. Var pundið þá lækkað það mikið niður fyrir 11% takmörkin, að gengi þess í ísl. krónum hefði verið um kr. 24.50. í gær var gengi þess gagnvart dollar svipað. Þegar þingið ákvað í vor, að binda gengi íslensku krónunnar við sterlingspundið, var það gert með tilliti til þess að það væri öruggasti gjaldmiðillinn, gengi þess stöðugast. En nú hefir styrj- öldin raskað þessu gífurlega. Hækki sterlingspundið aftur upp í það að 4.15 dollarar sjeu í pundi, þá kostar það hjer kr. 27.00, en aldrei meira, meðan nú- gildandi gengislög standa. Hin breytingin á gengislögun um, sem gerð var með bráðabirgða lögunum er sú, að í stað þess að í lögunum í vor er ákveðið að engin breyting megi fara fram á kaup- gjaldi til 1. apríl 1940, þá er nú gerð undantekning á því, sú, að sjómenn, er sigli á hættusvæðum, geti fengið kauphækkun sem á- hættuþóknun. Akranesbátar á síldveiðum Stjórn síldarverksmiðjunnar á Akranesi hefir ákveðið að greiða kr. 8,20 fyrir síldar- málið. Upp á þær spýtur fara Akranesbátar alment á síld- veiðar hjer í Flóanum. Þeir„ sem eru byrjaðir hafa fengið 50—100 tunnur á dag. Búist er við að fleiri bátar en þeir af Akranesi leggi þar upp síld. Alls hafa verið brædd um 4000 mál á Akranesi, en um 3000 tunnur verið saltaðar þar. MatseOla- úthlutuniD gekk greiðlega Matvælase<j(laúthlutun,inni í bamaskóíunum var lok- ið á sunnudaginn og var alls út- hlutað 34,571 seðli. Starfsmenn matvælaeftirlitsins telja að út- hlutunin hafi gengið greiðlega, þó enn vanti 3—-4 þúsund á að allir bæjarbúar hafi fengið matvælaseðla. Stafar það meðal annars af því, að ekki var búið að út- hluta til sjúkrahúsa og nokkra annara stofnana. Þá dvelja margir bæjarbúar enn utanbæj- ar og loks munu vera nokkrir, sem ekki hafa haft hentugleika til að sækja seðla sína þessa tvo daga, sem úthlutunin fór fram. Þeir bæjarbúar, sem enn hafa ekki fengið skömtunar- seðla geta fengið þá á skömtun- arskrifstofu bæjarins í S.R.- húsinu við Tryggvagötu, en þar var úthlutað um 100 seðlum í gær. Fólk er þó varað við að reyna að fá seðla, sem því ekki ber, því slíkt mun óhjákvæmi- lega komast upp og verður í slíkum tilfellum dregið af við- komandi við næstu skömtun. Seðlaúthlutunin skiftist þann- ig á skólana: I Miðbæjarskólanum 14.577 í Austurbæjarskólanum 16.754 í Laugarnesskóla 1.638 í Skildingarnesskóla 1.602 ÓKUNNUGT UM STRÍÐIÐ ettnesk skonnorta hefir gert það meistarastykki að sigla í gegnum tundurduflasvæðið fyrir sunnan Litlabelti án þess að hlekkjast neitt á. Skipstjórinn köm til Assens í gær og kom þá í ljós að hann hafði ekkert heyrt um' styrjöldina. Norskt skip rekst á tundurdufl, sekkur á tveim mínútum Osló í gær. FB. ótorskipið Ronda, eign Joh. Ludw. Mowinckels útgerð- arfjelagsins, rakst á tundurdufl við strendúr Hollands og sökk. Skipið var 8000 smálestir og var á því 30 manna áhöfn og 7 far- þegar, þar af hafa 14 manns farist og meðal þeirra skipstjórinn, Sol- berg að nafni, kona hans og 2 farþegar. Hinir komust í bát og reru í áttina til lands, en sótti seint vegna veðurs og strauma. Eftir 38 klst. volk við illan aðbúnað, matarleysi og vosbúo, bjargaði ít- alska skipið Providenzie skip- brotsmönnum og flutti til Vliss- ingen. Skipið sökk á 2 mínútum ,og e<’ talið, að það hafi rekist á fleiri en eitt tundurdufl. (NRP.). Tyrkir? London í gær. FÚ. ikla athygli vekur það, að utanríkismálaráðh. Tyrkja fer hráðlega í heimsókn til Moskva. í því sambandi er þess getið, að Bretar hafi alls ekki uppfylt þau skilyrði, sem sett vöi’u til þess að Tyrkir gengju í bandalag við þá, nefmléga að Bretar væru éður húnir að ganga frá bresk- rússneskum sáttmála, (FÚ.). Innrás Rússa íordæmd Helstu blaSaummæli um innrás Rússa í Pólland eru þessi: ENGLAND: „Observer“ skýrir frá því, að Hitler hafi í hyggju að gera Bretum friðartilboð sem verður í aðalatriðum á þá leið, að Vest- urríkin viðurkenni skiftingu Póllands gegn því, að Hitler sleppi tilkalli til nýlendna. „Manschester Guardian“ seg- ir: Stalin reynir að komast hjá stríði, en, gerist sníkjudýr á fórnarlömbum stríðsins. „Times“ segir: „Ósigur Breta eða málamiðlun getur ekki komið til greina. Stríðinu verð- ur haldið áfram, þar til búið er að þurka út Hitlerstjórnina. Menn geta leitað upplýsinga í „Mein Kampf“ um það, hvaða afleiðingar sameiginleg landa- mæri Þýskalands og Rússlands munu hafa fyrir Rússa. BANDARÍKIN: Blaðið „New York Times“ seg ir í grein um innrásina, að þetta sje að líkindum það, sem Stal- in hafi boðist til að gera til þess að svíkja Bretland og Frakk- land. „The New York Herald Tri- bune“ segir, að það, sem ger- ast kunni í nánustu framtíð muni ef til vill verða þess eðl- is, að Bandaríkin yrði að beita valdi sínu gegn því. Á Spáni láta blöðin í ljós samúð með bandamönnum. Kveðjuhljóm- leikar Emils Telmðnyis annað kvðld Fáir gestir betri hafa í seinni tíð gist land vort en fiðlusnillingurinn ungverski, Emil Telmányi sem ásamt konu sinni hefir dvalið hjer undan- farið á vegum Tónlistaf jelags- ins. En samtímis komu hans gerð- ust þeir atburðir úti r heimi, sem dregið hafa að sjer alla at- hygli og hugsun fjöldans og- hefir því koma þessa ágæta listamanns vakið minni eftirtekt en ella. En í samstarfi sínu við Hljómsveit Reykjavíkur hefir hann þó á skömmum tíma unn- ið mikið og gott starf, sem vafa laust á eftir að bera ávöxt í tónlistalífi höf uðstaðarins og sáust þess þegar merki á bljóm leikunum í gær. Þau hjón fara nú af landi burt með Lyru á fimtudaginn, en á miðvikudagskvöldið halda þau kveðjuhljómleika fyrir al- menning með aðstoð Hljóm- sveitar Reykjavíkur. Mun Tel- mányi leika þar meðal annars verkefni eftir Mendelssohn, Raval og Sibilius, og ásamt Hljómsveit Reykjavíkur mun hann leika E-dúr konsertinn eftir Bach, en frú Telmányi leikur undir sem áður. Má búast við, að tónlistavinir muni vilja nota þetta síðasta tækifæri til að hylla þau hjón- in og þakka þeim fyrir komuna. Þá á og Tónlistafjelagið miklar þakkir skyldar fyrir að hafa fengið þau hjón hingað. Bretar beygja slg I Austur- Asiu apönsk blöð hafa enga skoðun látið í ljós fram til þessa, um innrás Rússa í Pólland. En eitt aðalblaðið í Tokio segir í kvöld, að ef Rússar vilji leggja fram frekari samkomulagstillögur við Japana, þá muni þeim verða vel tekið. Japanar hafa byrjað nýja sókn í Kína í Honan og Hopei fylkjunum. Fregnir hafa borist í dag frá Austur-Asíu um undanslátt Breta við Japana. í fregn frá Shanghai segir, að Bretar hafi látið af hendi við Japana eina af varnarstöðvum sínum í alþjóðahverfinu þar, við Soochow. Þá hefir orðið samkomulag miIÍi Breta og Japana í Ku-lang-su. Þar eiga Bretar sjerrjettindasvæði, sem Japanar hafa haldið í hafn- banni, frá því í júlí síðastliðnum. í dag voru Japanar farr/j að slaka á þessu hafnbanni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.