Morgunblaðið - 19.09.1939, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.09.1939, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. sept. 1939, 6 Herir Rússa og Þjóðverja hiRast * ■ V. PítAjytÍÍ. AF ANNARI SÍÐU. Herir Þjó&verja og Rússa hittust í Brest-Litovsk á miðri víglínunni í dag. Hershöfðingjar herjanna skiftust á kurteisiskveðjum. Syðst á vígjínunni segjast Rússar vera um það bil að loka landamærum Póllands og Rúmeníu. SKIFTING PÓLLANDS í sameiginlegri hernaðartilkynningu, sem Rússar og Þjóð- verjar birtu í Moskva í kvöld, segir að herir Þjóðverja og Rússa í Póllandi vinni ekki gegn hagsmunum hvors annars. Þjóðverj- ar og Rússar segjast vinna að því að hjálpa Pólverjum til þess að endurreisa ríki sitt á nýjum og heilbrigðum grundvelli. Þessi yfirlýsing staðfestir þá fregn, sem undanfarið hefir gengið um það, að Rússar og Þjóðverjar ætli ekki að láta pálska ríkið hverfa með öllu, heldur taka hvor sína sneiðina af þvi, en hafa lítið pólskt ríki á milli landa sinna, Það er talið, að hin nýju landamæri Rússlands muii liggja frá Lithauen yfir borgirnar Grodno, Bjelostok, Brest-Litovsk, Lemberg og til letndamæra Slovakíu og U ngver j al an d s. Þetta voru landamærin, sem ákveðin voru milli Þýskalands og Rússlands þegar friðurinn í Brest-Litovsk var saminn árið 1917. SÓKN ÞJÓÐVERJA 1 hernaðartilkynninug Þjóðverja í dag segir, að stríðinu í Póllandi sje nú senn lokið. Hlutverki þýska flughersins í Pól- lapdi sje að mestu lokið og. að nú sje hægt að senda hann til þess að leysa af hendi ný verkefni annars staðar. í tilkynningunni segir, að þýski herinn hafi tekið sjer stöðu meðfram línunni Bjelostok, Brest-Litovsk, Lemberg. Þýski herinn, sem sækir fram í suð-austur Póllandi hafi um- kringt Lemberg og tekið borgina Grodek, sem er mikilvæg- asta borgin í olíuiðnaðarhjeraðinu í Galizíu. Þjóðverjar segjast í dag hafa tekið Lublin. í tilkynningunni segir, að pólski herinn sje í upplausn. All-mikill herafli, um fjórði hlutinn af pólska hernum, hafi verið umkringdur á litlu svæði milli fljótanna Bzura og ,WeichseI, nær miðja vegu milli Varsjá og Lodz. Loks segir í tilkynningunni, að orusturnar um Varsjá, sem degið hafa niðrj tvo undanfarna daga, hafi verið teknar upp aftur í dag. Bát frá Húsa- Rjettirnar hefjast vík vantar ' vikunni Pðlsku ráðherr- arnir flúnir til Rúmenfu |A lestir ráðherramir í pólsku stjórainni eru nú komnir til Rúmeníu. Moscicki, forseti Póllands dvelxir í sumarhöll Karols Rúmeníukonungs skamt frá pólsk-rúmensku landamær- unum. Meðal ráðherranna, sem komnir eru til Rúmeníu eru Beck ofursti og Rydz-Smigly, yfirhershöfðingi. Beck utánríkismálaráðherra PóIIands er sagður hafa reynt að kalla saman fund pólskra stjórnarmeðlima í rúmensku borginni Czernowitz, en rúm- ensk yfirvöld hindruðu það. FLÓTTINN. Til flugstöðvarinnar í Czerno witz eru komnar 300 pólskar flugvjelar, flest hernaðarflug- vjelar. Hafa Rúmenir afvopn- að flugmennina og tekið þá í gæslu. Margar pólskar loft- varnadeildir eru komnar til Czernowitz með loftvarnabyss- ur sínar, og hafa rúmensk yf- irvöld gert þessi vopn upptæk. Mikið af pólskum flótta- mönnum hefir leitað til Lithau- en og Ungverjalands. Pólskar flugvjelar hafa lent í Lettlandi og a. m. k. ein her- sveit hefir farið þangað frá Póllandi. í fregn frá Riga segir, að flokkur pólskra hernaðarflug- vjela hafi lent í Lettlandi, og hersveit hafi komið þangað frá PóIIandi, og verið afvopnuð og kyrsett. Slysavaraafjelag íslands fór þess á leit í gærkvöldi við skip, sem stödd eru nálægt Grímsey, að þau svipist um eft- ir vjelbátnum „Kristinn“ frá' Húsavík, sem ekki hefir orðið vart við síðan á sunnudags- morgun kl. 10. Síðast þegar sást til bátsins, var hann staddur um 20 sjó- mílur .norðaustur .af Grímséy og var þá að leggja af stað til Húsayíkur eftir að hafa nýlok- ið við að drága reknet sin. Veður var sæmilegt á þessum slóðum á sunnudag og ætla menn að báturinn hafi orðið fyrir vjelarbilun. — Á bátnum er 5 eða 6 manna áhöfn. Vjelbátur fór í gær frá Húsa- vík áleíðis til Raufarhafnar óg æélaði hann um Ieið að svipast um eftir ,,Kristni“., öngur hjer á Suðurlandi hefjast á þessari viku og verða rjettir nágrannasveitanna sem hjer segir: 1 gær voru Gjáarjett, Þing- vallarjett og Vallarjett. Þriðjudag: Hafravatnsrjett og | Tungnarjett. Miðvikudag: Kollaf jarðár- rjett. Fimtudag: Ölfusrjett og Þver- árrjett í Börgarfirði. FÖstudag: Landrjettir og Skeiðaí’jettir. FJE REYKVÍK- INGA VÆNT Fjáreigendur í Reykjavík smöluðu BreiðholLsgirðinguna á föstudag. Er fjeð það óvenju- vænt og Íítúr vel út með að fje verði yfirleitt vænt á þessu hausti. Kerrupokar frá Magna Þifjár gerðir fyrirliggjandi. Einnig hlífðardúkar. „Heimfararleyfi gegn drengskap arorði“ heitir kvikmýnd, ’sem Gamla Bíó sýnir í fyrsta skifti í kvöld. Kvikmynd þessi gerist í Berlín í lok heimsstyrjaldarinnar og segir frá liðsforingja og mönn- um hans, sem fá heimfararleyfi í 6 stundir, gegn drengskaparorði um að mæta á rjettum tíma. Kvik- mynd ]æssi hefir að verðleikum hlotið einróma lof alstaðar þar sem hún hefir verið sýnd. ÞÖGNIN Á VESTUR- VÍGSTÖÐVUNUM PRAMH. AP FIMTU SÍÐU. Austur-Evrópu næstu daga, eða í hæsta Iagi næstu viku. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma verður friður þessi á þann veg, að nýtt, pólskt ríki verður stofnað á þriðjungi eða helm- ingi þess ríkis, sem nú er liðið undir Iok. Og hið nýja ríki verður undir vernd Þjóðverja á sama hátt og Slóvakía. Þegar byssurnár þagna á austur-vígstöðvunum, verða tímamót í hinni nýbyrjuðu styrj öld. Þá verður úr þvi skorið, hvórt hin hægfara styrjöld á vestur-vígstöðvunúm er aðeins þáttur í bresk-franskri her kænsku, sem bygð er á þeirrí Itrú, að styrjöldin standi í mörg ár, eða hvort hjer er um að ræða hik, sem leiðir af þeirri von, að enn sje ekki um sein- an að semj’a frið. Danskúr vjelfræðingur hefir fnndið upp nýjan bifreiðahreyfil, Sem gengur fýrir gási, og ér áætl- að að keyra niegi í bílnum 150 km. fyrir 8 krónur. : (FL.)„ Á laugardag og sunnudag voru 58 skip hlutlausra þjóða færð'til rannsóknar í höfnpm í BretTandi. (FÚ.). • BRJEF f Tökum hægri-aksfur! Herra ritstjóri! eg vil leyfa mjer að taka undir uppástunguna í ritstjórnar- grein í blaði yðar í gær, um að bráður bugur verði undinn að því að taka upp hægri-akstur á veg- um landsins og yfirleitt leggja alla umferð yfir til hægri í stað vinstri, eins og nú er. Oll Evrópuríki, að undanteknu Englandi, Svíþjóð og hluta af Austurríki, hafa hægri-akstur. Nú mun vera lokið að breyta akstrin- um í Austurríki svo að hann er alstaðar til hægri, og Svíar hafa lengi verið að hugsa um að breyta hjá sjer, en ekki enn lagt í það vegna erfiðleika. Fyrir nokkrum árum var, ef jeg man rjett, skift um í Canada frá vinstri- í hægri- akstur og er auðsætt að stefnan er sú hjá þeim ríkjum, sem enn hafa vinstri-akstur, að skifta um. Erlendis er þetta víðast hvar mjög erfitt vegna sporbrautanna. sent þarf að taka upp og færa, t. d. þar sem teinarnir liggja aðeins annarsvegar í götunni, sömnleiðis á gatnamótum og járnbrautar- stöðvum, auk þess sem menn eru hræddir við hin snöggu- umskifti í þjettbýlum löndum þar sem mikil umferð er. Hjer má segja að slysahættan sje ekki m'ikil, þar sem ekki er unt að aka úr landi með hægri- akstur beint inn í land vort. En útlendingar eru farnir að koma með bíla sína hingað og Islend- ingar fárnir að fara utan með sína bíla, og má búast við að meiri brögð verði að slíkum ferða- lögum áður en varir. Og það er mjög óþægilegt og getur verið stórhættulegt að þurfa að aka eftir öðrum lögum en þeim sem orðin eru að vana. Jeg hefi lent í því erlendis að aka vinstra megin af gömlum vana í ógáti og kom bíll béint á móti mjer nns við námum báðir staðar. Ekkert slys varð, af því að báðir óku hægt. Jeg var að hngsa mn hvaða hjáni þetta . gæti verið, sem æki öfugu megin á veginum, og sama hefii' hann auðvitað liugsað, og það var hann sem hafði rjett fyrir sjer, en ekki jeg. Þó hafði jeg, er þetta köm fyrir, ekið daglega í ca. hálf- an mánuð í þessu landi, og h.jelt mig öruggan um að vera farinn gð venjast hægri-akstri. En í þess- a-ri littu, fáförnu götu varð gam- all vaúi alt í einu yfirsterkari. Hjer kostar akstursbreytingin sapia og ekki neitt. Hjer eru eng- ár sporbrautir, sem þarf að breyta og tæplega að þetta kosti nokkurt rask íinnað en tilfærslur á skilt- úm strætisvagnanna, lijer í Rvík, sem fengju þá tækifæri til að setja ujip ásjálegri skilti en þau sem nú óprýða bæinn. Og sennilega gefst aldrei hetra tækifæri til að fyrirskipa hægri- ákstur en e'inmitt nú, þegar ekki ei' nema lítill hluti bíla í gangi. Því inihni sein bílaumferðin er, þegar skift er um, því minni verð- ur hættan. MÖrgum kann að sýnast þetta litlu skifta, en ef fr.amfarir verða i með svipuðum hætti í framtíðinni og þær hafa verið nndanfama ára- tugi, getur orðið erfitt að koma slíkri breytingu á seinna ýmsra hluta vegna. Menn eru við því búnir að þurfa að venjast ýmsu nú, og áreiðanlega njiirgu óþægi- legra en því að leggja umferðina vfir til hægri. 13. september 1939. Yðar einl. Niels Dungal. Kolasparnaður oo lokun skólanna Herra ritstjóri! Imennur stríðsótti hefir gripið menn, og er það að vonum. Einkum ér það ótti um það, áð vissár vörútegundir fáist ekki nema mjög skornum skamti, svo sem kol og ýmsar matvörur. Ein- staklingar og ríkisstjórnin gera alt hugsanlegt til að minka notk- un áðurgreindra tegunda og hvetja. til sparnaðar. Þetta er sjálfsagt og nauðsynlegt. Nú nýlega hefir kenslumálaráðu- neytið tilkynt að skólar skuli starfa einum mánuði skemur en áður, ýmist byrja seinna en vant. er eða fella niður kenslu í janxíar- mánuði. Það er auðvitað slæmt að þurfa að gera þetta, en á erf'ið- leikatímnm verða menn að sætta sig við þetta. En hitt er aftur k móti sjálfsagt að nota þær leiðin sem minstri truflun valda. Og jeg hygg að það hefði mátt fara aðra leið I þessu máli, sem hefði sparað jafn mikið af kolum, en ekki vald- ið eins miklum truflunum í kenslii- starfinu. Með því að fella niður kenslu í einn mánuð sparast sem næst 1/7 hluta af kolum. Þessi sparnaður héfði cfrðið álíka mikill með því að fella niðnr kenslu á einum virkum degi í viku. Þetta vildi jeg að ráðamenn vorir í ríkisstjórn og kenslumál- um athuguðu. Jeg er sannfærður um að þessí tilhögun væri heppilegri. En fyrsfr farið er að tala um sparnað á annað horð og framkvæmd, finst mjer þessi ráðstöfun: út af fyrir sig ná svo skamt; og eiginlega byrjað á öfngum enda. En það kemur ef til vill meira á eftir. Ilefði ekkert sparast á því a5 loka hótelum og' samkomulnisum t. d. einn dag í viku eða fyrr a5 kvöldinu ? Væri ekki hægt, að skaðlitli* f.yrir alla, kaupmenn og viðskifta- yini. að loka búðum og' skrifstof- úm einn dag í viku, einkum þar sem vörur verða látnar af skorn- um skaínti til almenningS. A þessu myndi sparast t. d. í Reykjavík margfalt meira en lok- un skólanna. Hafnfirðingur. Húsmæður, notið bókina 160 fiskrjettir. Þá getið þjer haft fisk í matinn eins oft og þjer viljið, hann verður aldrei leiðigjarn..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.