Morgunblaðið - 19.09.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.09.1939, Blaðsíða 5
3>riðjudagur 19. sept. 1939. ( orgtmHafód Útgeí.: H.f. Árvakur, Heykjavtk. Ritstjórar: J&n KJartanMon o[ Vaittr StofítDMon (Abyr«»*»»»»5u»). Auglýsinsrar: Árnl Óla. Ritstjórn, au«lýsin«ar or st«r*lCsla: Austarstnstl *. — lllart 1*00. ÁskriftarsJald: kr. 1,00 A atánuCl. í lausasölu: 1S aura olntaklS — II aura at«0 Lssbók. ENN SYRTIR AÐ AÐ er komið fram, sem spáð var, að fylgja myndi Jþýsk-rússneska samningnum. IRauði her Stalins hefir ráðist að baki Pólverjum og lagt undir sig iþann hluta Póllands, sem Stalin var lofað sem endurgjaldi fyrir vináttusamninginn við Hitler. Einvaldsherrarnir skifta Pól- landi bróðurlega á milli sín. Með þessu hefir eitt lýðræðisríkið enn verið lagt í rústir í Evrópu. Hvert verður næst í röðinni, veit ■enginn. En barnaleg einfeldni væri að láta sjer detta í hug, að þetta væri lokaþátturinn. ★ Það verður hlutverk sagnarit- ara síðari tíma, að leggja dóm . á atburðina, sem gerðust á sunnu •dagsmorguninn, er rauði herinn rússneski fjekk fyrirskipun um, að ráðast að baki Pólverjum. En við sem erum áhorfendur þessa • atburðar, fordæmum aðfarirnar, teljum innrásina níðingsverk af Ijótasta tagi. 1 rúman hálfan mánuð hafði pólski herinn barist af fádæma hreysti, fyrir sjálfstæði og frelsi þjóðarinnar. Jafnvel Þjóð- verjar, sem eiga í viðureigninni við pólsku hermennina, hafa dást að hugrekki þeirra og hreysti. En hjer var svo ójafn leikur háður, að sýnt var hvert stefndi. Þó er ekki að vita, hve lengi vörn Pólverja hefði dugað, ef innrás rauða hersins hefði ekki komið að baki þeim, þegar verst rgegndi. En úr þessu er öll vörn Pólverj a vonlaus. Pólska þjóðin verið svift sjálfstæði sínu og frelsi. Er þar með lokið fyrsta :þætti þessa harmleiks. •351 Þögnin á vesturvíg- stöðvunum Það verður fróðlegt að vita á hvaða „línu“ íslensku kommúnist •arnir verða nú látnir dansa, eft- ir innrás rauða hersins í Pól- land. Aðeins fáir dagar eru liðnir síðan blað kommúnista fullviss- :aði íslenska lesendur um friðar- hug Stalins og öryggi smáríkj- anna undir vernd rauða hersins. Þar stóðu þessi fögru orð um friðarstefnu Stalins: „Hún er sú sama og tekin var upp 1917: Barátta fyrir friðin- um. Friður við öll lönd, burt sjeð frá því, hvaða stjórnarfar ræðar í þeim, en enga undanlátssemi við þá, sem reyna að særa fram styrjöld og kúga aðrar þjóðir. Þessi ákveðna stefna veldur því •einnig, að Sovjet-ríhin hyggja ekki á landvinninga og munu ekki hyggja á þá. Það er því eins fjarri þeim, eins og það væri ó- samrýmanlegt hugsunarhætti ís- lensks verkalýðs. Ástæðan er ein- föld: t Sovjet-ríkjunum er verk- lýðsstjettin ráðandi, og hún hef- ir enga hagsmuni af því, að leggja önnur lönd undir sig. Þvert á móti. Hún styður frelsis- baráttu kúgaðra þjóða, eins og best hefir sýnt sig á Spáni og í Kína“. Það var miðvikudaginn 13. september 1939, sem ofangreind ummæli stóðu í blaði kommún- ista hjer. Fjórum dögum sfðar, sunnu- dagsmorguninn 17. september fekk rauði herinn skipun um, að hefja innrásina í Pólland og ráð- ast að baki pólska hersins. Og nú hefir rauði herinn lagt undir sig stóra spildu af Póllandi. Skyldi það vera verkalýðurinn í Rússlandi, sem þessu hefir ráð- ið? Er ekki hin tilgátan senni- legri, að með innrás rauða hers- ins sje verið að fullnægja drotn- unargirnd einvaldsherrans í Moskva? Það væri að minsta kosti hlægilegt að heyra þaðhjer eftir frá munni kommúnista, að lýðræðisríkin ættu vissa örugga vernd hjá einvaldsherranum í Moskva. ★ Ekkert verður um það sagt á þessu augnabliki, hvaða verkan- ir það hefir á stríðið, að Rússar hafa gripið á þenna hátt inn í hildarleikinn. En svo mikið er víst, að imtrás rauða hersins í Pólland gerir alt ástandið í heim inum ótryggara og flóknara. Hlutlausar þjóðir hljóta nú að horfa með ugg og kvíða móti framtíðinni. Ef baráttan á enn eftir að harðna, og ekki er sjáan- legt annað en svo verði, er hætt við, að þeim fjölgi enn ríkjun- um, sem verða þátttakendur í hildarleiknum. Við Islendingar getum engu ráðið um framtíðina á vettvangi stríðsins. En við fögnum því, að okkar land er fjarri hildarleikn- um. Hinu megum við ekki loka augunum fyrir, að því fleiri þjóðir, sem verða þátttakendur í stríðinu, því meiri verða erfið- leikar okkar í framtíðinni. Það getur auðveldlega farið svo, að siglingar okkar við Norð- urálfu teppist að mestu eða öllu leyti. Og það væri barnaskapur að gera ekki ráð fyrir þeim möguleika. En lega landsins gei'- ír okkur hins vegar mögulegt, að halda uppi siglingum til Am- eríku. Okkur er því mjög áríð- andi, að þau viðskifti geti hafist hið bráðasta, svo að við getum fengið brýnustu nauðsynjar þar, ef allar aðrar leiðir lokast. En eitt á þó að vera okkar höfuðsjónarmið: Að búa þannig í haginn hjer heima, að við get- um lifað sem mest á eigin fram- leiðslu. 1 slendingur, sem dvalið hef- ir í Þýskalandi í mörg ár, sagði við mig þegar hann kom heim nýlega: Þjóðverj- ar eru sannfærðir um að stríðið verði stutt, ef þá nokkurt stríð verður. Það verður stutt, en hart, sögðu þeir. Þú getur e. t. v. ekki komið aftur hingað til Þýskalands í september, en í október eða nóvember verð- ur alt fallið í ljúfa löð. Stríð í einn eða tvo mánuði! Utan Þýskalands munu fáir hafa gert sjer sömu vonir, lifað í sömu trú. Það er líka eins og vonin hafi smátt og smátt verið að kulna, trúin að missa mátt- inn, jafnvel í Þýskalandi, þessar fyrstu vikurnar, sem stríðið hef- ir staðið. Enginn vafi er á því, að dr. Goebbels hafði tekist undanfarna mánuði að sannfæra þýsku þjóð- ina um, að Bretar myndu ekki fara í stríð til þess að vernda sjálfstæði Póllands. Þegar erlend- ir blaðamenn komu til Brom- berg í pólsku göngunum skömmu ’eftir að Þjóðverjar höfðu tekið borgina, fyrstu dagana, sem stríðið stóð yfir, var það fyrsta, sem þýsku hermennirnir spurðu þá: „Er það satt, að Bretar og Frakkar sjeu komnir í stríð við okkur? Eða er það lygi?“ Þeim fanst ekki annað geta verið, en að hjer væri um uppspuna og lygi að ræða. Þeir áttu kanske von á stuttu stríði — við Pólverja eina. Svo kom yfirlýsingin um að allar stjórnardeildir í breska stríðsráðuneytinu, ætluðu að miða ráðstafanir sínar við að ófriðurinn stæði í þrjú ár eða lengur. tíma og eilífð. Og bæði áður en þessi samningur var gerður og æ síðan, hefir Hitler aldrei vikið svo að utanríkismálum, að hann hafi ekki lagt á það megin á- herslu að hann og með honum öll þýska þjóðin óskaði þess ein- lægléga að binda enda á hinn forna fjandskap þjóðanna beggja megin við Rín. Það er erfitt, að gera sjer grein fyrir, hve mikil áhrif þess- ar síendurteknu yfirlýsingar Hitlers hafa haft í Frakklandi. En það þyrfti engum að undra, þótt sú kynslóð, sem nú ber byrð arnar í Frakklandi og á árunum 1914—1918 barðist á vígvöllun- um gegn Þjóðverjum, yrði ekki ósnortinn af boðum um ævarandi frið á hinum blóðugu landamær- um í vestri. voru búnir að samþykkja fyrir sitt leyti. T E n þótt þýskir stjórnmálamenn hafi til hins síðasta ekki trúað því, að Bretum væri al- vara, jafnvel ekki eftir að Sir Neville Henderson flaug þann 23. ágúst til Berchtesgaden á fund Hitlers og afhenti honum yfir- lýsingu Mr. Chamberlains, um að Bretar væru staðráðnir í því að standa við allar skuldbinding- ar sínar gagnvart Pólverjum, þá treystu þeir þó kannske í enn ríkara mæli á Frakka — að þeir myndu neita að berjast fyrir Pólverja og að þeir myndu með því hafa áhrif sem dygðu á Breta. Frá því síð- astliðið haust, hafa Þjóðverjar beitt allri stjórnkænsku sinni til þess að sundra hinu „hjartan- lega bresk-franska bandalagi“ — entente cordiale. ★ Markmið þeirra kann að hafa verið, samkvæmt þeirri megin- stefnu Hitlers, að eiga ekki í höggi við nema eina þjóð í senn, að ráða niðurlögum Breta og Frakka hvors um sig, fyrst Breta og síðan Frakka og fá Frakka til þess að sitja hjá, á meðan bardaginn stæði við Breta. Haustfermingarbörn Dómkirkju- safnaðarins geri svo vel að koma til viðtals í Dómkirkjuna í þess- ari viku sem hjer segir: Miðviku- daginn til síra Friðriks Hallgríms- Það er aftur staðreynd, að sonar. Fimtudaginn til síra Garð- * desembei í fyrra gerðu Frakk- ars Svavarssonar. föstudaginn til síra Bjarna Jónssonar. Alla dag- ana klukkan 5 síðdegis. og Þjóðverjar með sjer samning, þar sem þeir viðurkenna núver- andi landamæri hvors annars um Hina örlagaríku daga frá 1.— 3. sepember, eftir að þýskur her var kominn inn í Pólland, en áður en Frakkar og Bretar sögðu Þjóðverjum stríð á hendur, virt- ist líka vera ríkjandi meira hik í París en í London. Það hefir aldrei komið nægilega skýrt fram í frjettaskeytum hjer á landi, að Daladier hafði föstudaginn, 1. september, eftir að stríðið í Pól- landi var byrjað, fallist á tillög- ur Mussolinis frá deginum áður um fimmveldaráðstefnu, til þess að skapa varanlegan og rjettlát- an frið. f ræðu, sem hann flutti þenna dag, fór hann miklum við- urkenningarorðum um Mussolini fyrir starf það, sem hann hefði lagt fram til þess að skapa frið. Út af fyrir sig er það merki- legt, að Daladier skyldi hafa fall ist á tillögu Mussolinis, þar sem Frakkar og ítalir eiga útistöður, sem jafna yrði, ef skapa ætti „varanlegan og rjettlátan“ frið að dómi Mussolinis. Þessar úti- stöður ganga undir nöfnunum: Tunis, Djibouti og Korsika. En hitt, að Daladier skyldi hafa fallist á tillöguna, áður en Bretar höfðu gert uppskátt um sína afstöðu, gefur bendingu um að Frakkar vildu ganga lengra en Bretar, til þess að afstýra stórstyrjöld. Það kom fram dag- inn eftir, á laugardaginn, að mönnum var þetta ljóst í Eng- landi, því að í breska þinginu ljet einn þingmaður orð falla á þá leið, í sambandi við drátt þann, sem orðinn væri á því, að Bret- ar veittu Pólverjum stuðning, að Bretar mættu ekki gleyma því, að það væri loforð þeirra sjálfra gagnvart Pólverjum, en ekki Frakka, sem þeir ættu að efna. Aðfaranótt sunnudags var síðan haldinn ráðuneytisfundur í London, og þar ákveðið að setja Þjóðverjum frest þar til kl. 11 daginn eftir til þess að svara úrslitakostunum um að kalla herlið sitt burtu úr Póllandi. — Því er haldið fram, að með þess- ari ákvörðun hafi Bretar sett fótinn fyrir friðartillögu Musso- linis, sem Frakkar og Þjóðverjar afnvel eftiraðteningunum var kastað, og Bretar og Frakk- ar höfðu ákveðið að segja Þjóð- verjum stríð á hendur, hafa menn þóst sjá mun á afstöðu Þjóðverja og Frakka innbyrðis og Þjóðverja og Breta. Þegar Sir Nevile Henderson kom af fundi von Ribbentrops, eftir að hafa beðið hann um vegabrjef sitt, var hann í æstu skapi, að því er frjettaritarar herma, og leit hvorki til hægri nje vinstri. Hef- ir sú ályktun verið dregin af því að fundur þeirra von Ribben- trops hafi verið all hávær. En. þegar Coulandre sendiherra Frakka, kom frá von Ribben- trop 6 kl.st. síðar, þá var hann. bi*osandi og heilsaði á báðar hliðar. Honum var sýndur allur sá heiður, sem sendiherrar er- lendra ríkja eiga að venjast í Berlín. ★ En það sem fyrst og fremsfc hefir ýtt undir getgátur manna um að þrátt fyrir alt sje ekki ríkjandi full alvara í styrjöld' Vesturríkjanna og þá fyrst og fremst Frakka við Þjóðverja, er það, hvernig hún hefir verið háð á vesturvígstöðvunum. — Fyrstu dagana eftir að stríðið byrjaði, hermdu frjettir í Þýska- landi, að stórt spjalcl hefði verið reist á varnarlínu Frakka, þar sem stæði: Nous ne tirerons pas — við skjótum ekki. Og nokkru síðar átti að vera komið upp annað spjald, Þýzka- landsmegin, þar sem skráð var: Wir auch ’nicht — við heldur ekki. Þótt þetta sje tilbúningur eixm, þá höfðu menn búist við ákafari sókn og vörn á vesturvígstöðv- unum en raun hefir á orðið. Það er nú hálfur mánuður síðan fyrstu skotunum var hleypt af á landamærum Frakklands og Þýskalands. Þenna hálfa mánuð hefir í raun og veru ekkert ann- að gerst, en að Frakkar hafa náð fótfestu á þýskri grund á 150 km. breiðu svæði, (sem ekki er nema noklcur hluti af fransk- þýsku landamærunum), 1—5 km. inn í landið. Og síðasta hernað- artilkynning Þjóðverja (frá því í fyrradag) hljóðar á þessa leiðr Síðustu 24 kl. st. hefir verið al- ger þögn á vesturvígstöðvunum. Samtímis berast fregnir frá Póllandi um að stríðið þar sje brátt á enda kljáð. Þátttaka Rússa í undirokun Pólverja gerir aðeins þann eina mun, að upp frá þessu munu Bretar og Frakk ar ekki geta endurreist hið pólska ríki í þeirri mynd, sem það var 1. september, nema með því að sigrast bæði á Þjóðverjum og Rússum í stríði. Friður verður kominn á í FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.