Morgunblaðið - 18.10.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.10.1939, Blaðsíða 3
‘Miðvikudagur 18. okt. 1939. MORGUNBLAÐIÐ 3 Breska flngvjelin á Ranfarhöfn Breska flugvjelia á Baufarhöfn. Myndin til vinstri er tekin með hið nýja verksmiðjuhús síldarverk- smiðja ríkisins í baksýn. Reykháf- ur verksmiðjunnar sjest, sem verið er að reisa. Gerð flugvjelarinnar sjest allvel, einkum á myndinni til hægri, en hún er tekin með hafn- armynnið í baksýn, flotholt undir endum vængjanna, og tvær vjela- skrúfur framan á. Sletturinn til vinstri á myndinni er svonefndur Hólminn við innsiglinguna á Rauf- arhöfn. Pípurnar í Hitaveit- ti una væntaniegar upp úr áramótum Faimgjöld og sement það eina sem hækkar áætlun Hitaveitunnar ÞEIR verkfræðingarnir K. Langvad og Valgeir Björnsson komu hingað í gærkvöldi með e.s. Lyru, úr ferð sinni í erindum Hitaveitunnar. Hafði blaðið tal af þeim. Þeir ljetu vel yfir erindislokunum. Það sem þeir sögðu var í aðalatriðum þetta: Kaup á efni til Hitaveitunnar er nú lokið að öðru leyti en þyí, að 3500 tonn af sementi hafa ekki verið keýpt enn. Við höfum fengið hingað 1500 tonn og á það að nægja til verksins frani yfir áramót. Kn það er ekki gott að geyma lengi mikið af sementi, og því hafa ekki verið gerð meiri kaup á því enn. En nú förum við að athuga kaup á stórum sementsfarmi. Rafraagnsofnar geta sparað kol að mun En loka þarf fyrir rafmagns- hitun um hádegíð TALSVERT hefir verið um það rætt hjer í haust að nota þyrfti rafmagnið sem mest til hitun- ar, vegna kolasparnaðar, að svo miklu leyti, sem rafmagnið nægir til þess. Spurði blaðið Steingrím Jónsson rafmagnsstjóra að þessu í gær, og skýrði hann svo frá: liætt er við að margir álíti, að meira rafmagn sje nú aflögvi pn það er. vegna þess hve Sogsstöðin er ný. En rafmagnsnotkunin verður að vi’ssu leyti að miðast við mestu notkun sem fyrir kemur. Og hún fer hritðvatiandi. Alt efni í „bonnapípurnar“ í að- alleiðsluna er nú keypt og verður farið að bvrja að steypa þær. Þær ættu að geta verið til í tæka tíð. Og pípurnar í innanbæjarkerfið, sem keyptar eru í Þýskalandi, eiga að koma hingað um áramót eða upp úr áramótum. Síðasti hluti þeirrar pönturiar átti að afgreið- ast um áramót frá verksmiðjunni, . Um. tilboð fyá öðrum löndum en Þýskalandi var ekki að ræða. En kaupverðið á þeim efni- vörum, sem keyptar hafa ver- ið til Hitaveitunnar er lægra en áætlað var í upphafi. Það eina sem maður verður að húast við hækkun á, eru farm- gjöldin, eða flutningskostnaður yf- irleitt, sVo og' verðið á því sémenti. sem ókeypt er. Um framkvæmd verksins sagði Langvad verkfræðingur m. a.: Það veltur vitaskuld mest á því. að fá efnið til Hitaveitúnnar hing- að. Stöðvist ekki ailar sigiingar næstu 4—5 mánuði, ætti það að„ vera fengið. Annars get jeg ekki annað en gert mjer bestu voriir um að verk- inu verði lokið á tilætluðum tíipa. Frú Þórnnn Matthíasdóttir, Ei- ríksgötu 9, er 70 ára í dag. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. r. Churchill sagði í breska þinginu í dag að Þjóð- verjar hefðu átt 60 kafbáta, þegar stríðið hófst. Þar af hefðu Bretar sökt 13, svo að vitað væri með fullri vissu og stórskemt 5, sem annaðhvort hefðu sokkið eða væru ósjófær- ir. Hann sagði, að árásir hefðu verið gerðar á a. m. k. tvo þriðju hluta af þýska kaf- bátaflotanum og oft hafi verið ökunnugt um árangur. Mr. Churehill sagði a'ð, í þessum íöium yæru ekki með þeir kafbátar, sem frönsk herskip hefðu sökt. En í ERAMH. Á SJÖTTU SÍÐU —I fyrsta— skifti í flupjel 66 ára... Kyösti Kallio, forseti Finn- lands, hafði aldrei stigið upp í flugvjel fyr en í dag, er hann lagði af stað loft- leiðina á þjóðhöfðingjafund- inn í Stokkhólmi. Kallio er 66 ára gamall. Fyrir rúmlega áratug var Kallio samgöngumálaráð- herra Finna. ★ Nú er rjett rúmlega ár síðan Mr. Chamberlain, for- sætisráhðerra Bi-eta flaug í fyrsta sinn, er hann flaug á fund Hitlers í Berchtesgaden. Hann var þá 69 ára gamall. Mikil síldveiði Hafnarfjarðar- báta rír Hafnarfjarðarbátar komu inn í gær með ágætis síld- arafla, sem veiðst hafði sunnan Reykjane&s í fyrrinótt. „Asbjörg“ kom með um 200 tunnur, sem veiddust í 35 net; ,,Auðbjörg“ rúmlega 100 tn.; „Helgi Hávarðarson“ rúml. 100 tn., og „Njáil raeð 80 tn. Hafði hann mist meira en helnjing af neturn sínum, sökum þyugsla í þeim. Hafnarfjarðarbátarnir, sem ekki hafa hreyft sig' undanfarið vegna aflaleysis í flóanum, bjuggust þeg- ar á veiðar í gær. Leikfjelag Reykjavíkur sýnir sjónleikinn Brimhijóð í kvöid, en ekki á morgun eins og venjulega. Ríkisskip. Súðin var á Salt- hólmavík kl. 6 síðd. í gær. Esja fer ki. 9 í kvöld í strandferð aust- ur um land. i desember 1937 var mesta notk- un 3000 kw. Ari síðar var hún orðin 6000 kw. Og nú má búast við því, að notað verði mest 9000 kw. E.ri hægt er að framleiða í Ljósa- fðssstöðinni og Elliðaárstöðinni 11000 kw. En þá eru líka allar vjelar í gangi bæði á Elliðaárstöð- inni og við Ljósafoss. Svo hjer má ekki miklu við bæta. Þessi öra hækkun á rafmagnsnotkuninni, þegar iiún. er mest á daginn, staf- ar af því hve rafmagnseldavjelum hefir fjöigað mikið síðustu missir- in. — Ef bæjarbúar fara nú a.ð auka notkun rafmagnsofna, frá því sem verið hefir, þá verða öll heimili að gera sjer það að reglu að taka ofn- ana úr sambandi á tímabilinu frá kl. 11—12 á hádegi. Því þá stendur eldamenskan til hádegisverðar yfir. Ef fólk gerir það ekki, lækkar spenn- an á rafmagninu svo mikið að eldamenskan tefst tilfinnan- lega! En aðra tíriia Sólarhringsins er mikið rafmagn aflögri. Og þá væri rjett að bæjarbúar notuðu það til hitunar. Á nóttunni t. d. er raf- magnsnotkuniu ekki nema % af því sem hún er um hádegið. Þegar milt er veður, segir raf- magnsstjóri ennfremur, er sjerlega hentngt að ilja upp íbúðir með rafmagnsofnum. Með því koiaverði sem nú er, verður mátuleg upp- hitun herbergja ódýrari með raf- hitun heidur en ef lagt er. í mið- stöðvar. Þar sem rafeldavjelar eru og heiinilistaxtar, með 5—6 manns í heimili, þar verður árleg raf- magnsnotkuri af eldavjel og ijós- um yfir 1500 kw. Svo það sem fer í rafofna til npphitunar íæst fyrir lægri tax'tann — 4% eyri kíló- wattstundin. | Hægt er þá t. d. að nota kíló- wattsofn 2—3 stundir á morgnana fyrir ki. 11. Og svo eftir hádegi 6—8 stundir, Þetta verða 1.0 kwjst. á dag er kosta 45 aura. Þegar fer að kólna í veðri, þá verður rafhitunin vitanlega ófull- nægjandi. En þá er hægt að kynda á morgnana og fram eftir degi, en lialda svo hitanum við með rafpfni í einu herbergi eða tveiiaur er á daginn líður. Hvenær er búist við. að bæta þurfi vjelasamstæðu við í Sogs- stöðinni? . t . Upprunalega var talað um , að það yrði á árunum 1942—.43. En þetta kemur mjög undir Hitaveit- unni, Þegar hún kemur til sög- unnar, þá hverfur rafofnanotkun- in, nema í úthverfum bæjarins: En úr því rafmagnsnotkumn: liefir aukist hraðar en uppruna- lega var áætlað, má þá ekki bii- ast við að fjárhagur Rafveitunnar verði sæmilegur næstu árin? Gamli tekjustofn Rafveiturinfir var lækkaður er Sogsstöðin tók til starfa. Sam.t uxu tekjur Raf- veitunnar um 5% árið 1938. Og nú vaxa tekjurnar talsvert ð þessu ári. Eu talsvert mikið þarf til, til þess að standa straum af vöxtum og afborgunum af Sogsláninu, ekki síst þegar verðfeiiing krónunnar kemur iíka til greina. Næturvörður er í Revkjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.