Morgunblaðið - 18.10.1939, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 18. okt. 1939.
KVENÞJOÐIN OG HEIMILIN
Aðal Hfsskilyrðið er:
Holt mataræði:
Heilbrigður líkami
TVENT er það, sem fylgist að, segir í fróðlegri
grein um mataræði í „Sundhetsbladet“. Það
er rjett mataræði og heilbrigður líkami. Og
eitt af höfuð skilyrðum lífsins er það, að fæðan sje rjett
saman sett.
Til þess að líkami vor geti þrifist og veitt viðnám, heil-
inn starfað og við höfum krafta í kögglum, verðum við að
fá næringu, og það rjetta næringu.
Verið f jafnvægi
afnvægi er hlutur, sem hefir
mikla þýðingu á mörgum
sviðum og hver og' einn getur öðl-
ast með nokkurri umhugsun og
viljastyrkleik.
Ilvað fegurðina snertir, er það
InjÖ8' þýðingarmikið. Fólk getur
t. d. verið laglegt, án þess að vera
-aðlaðandi, ef það vantar jafnvægi.
Hafið þið ekki tekið eftir sumu
fólki, hvernig það er sífelt á iði,
veit ekki hvernig það á að hafa
hendur eða fætur, þýtur með fing-
urna upp í hár sjer eða afm.yndar
andlit sitt í fettur og brettur, svo
að öðrum líður illa af að horfa á
það.
Þetta fólk vantar jafnvægi. Það
"þarf að temja sjer þá gáfu að
hafa vald yfir hreyfingum sínum,
Ihvort sem það situr eða stendur —
vera í jafnvægi hið innra og ytra.
Það verður best gert, með því að
veita bæði sjálfum sjer og öðrum
athygli og lagfæra með einbeitni
það sem aflaga fer.
Eðlileg ró og virðuleiki í fram-
komu gerir manneskjuna aðlað-
andi, þó að hún sje ekki lagleg.
Þó ber fyrk- alla muni að forðast
•stirðlega framkomu eða reiging.
Það er óeðlilegt og því Ijótt. Það
eðlilega verður ávalt það skemti-
legasta.
Og þegar á alt er litið, mun
frjálsleg og eðlileg framkoma, sem
ber vott um jafnvægi, sálar og
líkama, vera það, sem mest- stuðlar
að því að gera manneskjuna að-
laðandi, öðrum til ánægju og
sjálfri henni til styrks í lífsbar-
áttunni.
Nýar gúmmívörnr:
Baðhettur, margar teg.
Gúmmíbuxur, margar teg.
Gúmmíhanskar, margar teg.
Gúmanítúttur og
Gúmmísnuð.
Lanolin-púður
á brúna og sólbrenda
húð.
Lanolin-skin f ood.
Dagkrem í eðlilegum
húðbt.
Sex efni eru nauðsynleg líkam-
anum, ef heilsan á að vera góð.
Þau eru:
Kolvetni (sykur, mjölvi, lín-
sterkja), fita, eggjahvítuéfni, vita-
mín, málmsöltin og vatn.
Kolvetni er aðallega að finna ’
korni, mjöli, grjónum, sykri, á-
vöxtum og grænmeti, og halda
hita og orku í líkamanum.
Sama gera fituefnin, sem m. a
eru í feitum fæðutegundum, eins
og t. d. rjóma, mjólk, smjöri og
olíum.
Eggjahvítuefnin eru nauðsynleg
vefjum líkamans og eru einnig
orkugjafi, Um tvennskonar egg'ja-
hvítuefni; er að ræða: Ur dýrarík-
inu og jurtaríkinu. Hin fyrnefndu
eru í mjólk, osti, eggjum, fiski,
kjöti og fuglakjöti. Hin síðar-
nefndu í hrauði, grautum, kartöfl-
um, grænmeti, belgjurtum og
hnetum:
Málmsöltin eru nauðsynleg efna-
skiftingu iíkamans. T. d. verður
að vera járn í blóðinu, en það fær
það m. a. úr eggjum, kornvöru,
grænmeti og ávöxtum, Beinagrind-
in og tennurnar þurfa nauðsynlega
kalk og fosfor. I mjólk og osti er
mikið af kalki, en aftur á móti er
fosfor í fiski, eggjum, osti, mjólk,
rúgbrauði, grófn hveitibrauði,
bygggrjóna- og hafragraut, hnet-
um og ýmsu grænmeti. Og loks
fáum við ýms málmefni með því
að drekka vatn.
Þegar sjeð er hvaða nauðsynleg
efni eru í hinum ýmsu fæðuteg- ]
undum, er augljóst, að mataræðið .
má ekki vera of einhliða frá degi ]
til dags. Það verður að vera kjarn-
gott, en framreitt á mismunandi
hátt til tilbreytingar og listarauka.
Mjólk, segir ennfremur í „Sund- j
hetsbladet", er ein af þeim bestu
fæðutegundum, sem fáanlegar eru.
Hún inniheldur eggjahvítuefni,
kolvetni, málmsölt og ýms vita-
míh. Ilún „bvggir upp“ líkam-
ann og gefur honum, orltu. Ilún er
holl fyrir beinin og tennurnar.
Hún inniheldur allmikið af vatni,
sem nauðsynlegt er líkamanum. Og
hún meltist auðveldlega. Að vísu
þarf ekki að drekka hinn ákveðna
skaint af mjólk. Einnig er hægt
að neyta hennar í súpum og graut-
um.
Nýjasta nýtt er a,ð hafa ullarslá
yfir klæðnaði, eins og sjest á
myndinni. Einkum eru sláin lúifð
í staðinn fyrir frakka á ferða-
lögum.
Húsmæður!
Svo sem skýrt var frá hjer í blaðimi 10. þ. m. hafa
rannsóknir leitt það í ljós, að
Gerilsneyðing (í Stassanovjel) rýrir ekkt
finnanlega C-fjörvismagn mjólkurinnar.
Sýnishorn af sömu mjólk á undan og eft-
ir stassaniseringu sýndu sama C-fjörvis-
magn eftir gerilsneyðinguna og fyrir
hana.
Tvenskonar prjónamunstur
i
Vitið þjer...?
-----— að blekblettir, sem ekki
fara úr með hráum sítrónusafa,
hverfa oftast nær, ef sítrónusafinn
er soðinn og blettinum síðan dyfið
í hann eða tauið látið sjóða með.
l Síðan er það þvegið úr volgu sápn
vatni og skolað vandlega.
--------1 að gott er að Strjúka
vaskaskinnshanskana með band-
klæði, sem undið er upp úr heitu
vatni, ef þeir eru harðir og stirðir
eftir þvott. Þá verða þeir mjúkir
og auðvelt að færa sig í þá.
--------að hægt er að ná hinni
brúnu „húð“, sem myndast í te-
pottnm og bollum, með því að
láta sterkt sódavatn standa í þeim
um hríð.
Já eða nei?
Kona, sem á ungar dætur, hef-
ir beðið kvennasíðuna fyrir
eftirfarandi spurningar til ungu
stúlkunnar og biður hana að svara
með sjálfri sjer samviskusamlega
og vita hvort hún fái ekki sam-
viskubit við einhverja spuming-
una.
— Er mömmu þinni óhætt að
koma inn í herbergið þitt, án þess
að eiga von á, að finna þar alt á
ringurreið ?
— ITefurðu hugsun á að hafa
hreina sokka tilbúna að fara í, eða
ferðu heldur í sltúffuna til mömmu
þinnar ?
— Finst þjer að beimilisfólkið
eigi að finna útidyralykilinn þinn,
þegar hann er „horfinn" og fara
út úr stofunni meðan þú talar í
síma.?
— Skilur þú baðlierbergið eftir
eins og þú vilt koma að því, eða
er þar alt á floti eftir þig?
— Veistu, að það er ótækt að
skilja eftir ösku eða sígarettu-
stubba í ösknbakkanum, ?
— Dettur ]>jer í hug að spyrja
annað heimilisfólk, hvað það vilji
hlusta á í útvarpinu og að eitt-
bvað sje annað til en „jazz“?
— Ertu úrill, Jjegar mamma þín
biður þig um að bjálpa sjer, þeg-
ar stúlkan á frí?
— Eyðir þú öllum mánaðarpen-
ingunum þínumi fyrstu vikuna ?
— Tekur þú fram í fyrir mömmu
þinni, þegar hún er að tala, og
segir „nei, mamma, það var ekki
svona!“ ?
— Hvað lestu? Ljettmeti í viku-
þlöðunum eða góðar bækur?
1. Fljettað munstur.
Þetta munstur á vel við ábreið-
ur til þess að hafa ofan á í barna-
vögnum, sportpeysur og annað*
sem á að vera hlýtt.
Fitjið upp 28 lykkjur í praf-
una, sem er 7 em. breið:
1. prjónn : Brugðinn.
2. prjónn: Rjettur.
3. prjónn; Brugðinn.
4. prjónn: Prjónið 4 lykkjur rj.,
* færið næstu 4 1. á annan prjón og
látið hann vera fyrir aftan bandið,
meðan þjer prjónið næstu 4 1. rj.;
prjónið síðan lykkjurnar af hinum
prjóninum og endurtakið munstrið
á milli * út prjóninn.
5., 6. og 7. prjónn: Eins og 1.,
2. og 3. prjónn.
8. prjónn: Takið 4 lykkjur á
annan prjón og látið hann vera
fyrir framan bandið, meðan þjer
prjónið næstu 4 1. rjett. Prjónið
síðan lykkjurnar, sem voru geymd-
ar, rjett, og haldið þannig áfram
prjóninn á enda.
Þessir 8 prjónar mynda munstr-
ið. —
II. Gisið munstur.
Hjer er annað munstur, sem er
ágætt í barnaföt og slíkt:
Fitjið upp 17 lykkjur í sýnis-
hornið.
1. prjónn: Prjónið 3 1. rj„ sláið
bandinu um prjóninn, prjónið 2 1.
rj. saman — og haldið þannig á-
fram prjóninn á enda.
2. prjónn: Brugðinn .
3. prjónn: Prjónið 3 I. rj„ takið
2 1. rj. saman, sláið bandinu um
prjóninn, og haldið þannig áfram
prjóninn á enda.
4. prjónn: Brugðinn.
Þessir 4 prjónar mynda munstr-
ið. —
MUNIÐ —
— — að þegar saumuð eru
hnappagöt í þunn efni, er gott að
leggja litla ljerefts- eða bómullar-
pjötlu undir og sauma hnappa-
gatið í gegnum bæði efnin. A
þenna hátt endast hnappagötin
betur en ella.
— -----að til þess að draga úr
lykt, sem vill koma við suðu á káli,
rófum, o. s. frv., er gott að hafa
litla skál eða bolla með ediki á
borðinu hjá suðupottinum.
•------að gamlar regnkápur er
hægt að nota í poka undir sund-
föt og þvottapoka. Sje pokinn
klæddur öðru efni, þannig að
vatnshelda efnið sje aðeins notað
í fóður, getur þetta orðið lagleg-
ur hlntur, sem t. d. er hægt að nota
til tækifærisgjafa.