Morgunblaðið - 25.10.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.10.1939, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 25. okt. 1939. von Ribbentrop boðar stríð „svo Bretar verði agndofa44 Stríðið verður háð á enda þar til öryggi Þýskalands er trygt JÖÐVERJAR munu í framtíðinni telja, að stríðið milli þeirra annarsveg- ar og Breta og Frakka hinsvegar hafi byrjað í dag, með ræðu þeirri, sem von Ribbentrop utanríkismálaráðherra flutti í Danzig. í ræðu þessari lýsti hann yfir því, að Þýskaland taki á móti hóimgönguáskoruninni, sem von Ribben- trop sagði að Mr. Chamberlain hefði sett fram í ræðu sinni 12. október síðastliðinn, er hann svaraði Hitler. von Ribbentrop hjelt áfram: „Þjóðverjar munu heyja þetta stríð á enda, þar til öryggi Þýskalands er trygt og búið hefir verið svo um hnútana, að árásir á Þýskaland, eins og þessi, sjeu fram- vegis útilokaðar um alla framtíð^. , von Ribbentrop kvaðet ekki vera í vafa um hvemig stríðið myndi fara: Þjóðverjar myndu vinna glœsilegan sigur. Hann spáði því, að Mr. Chamberlain og „klíkan“, sem hann kallaði svo, umhverfis hann, myndi eiga eftir að upplifa ýmislegt, svo að augu þeirra myndu opnast og þeir verða agndofa. Meginhluti ræðunnar var ofsaleg árás á Bretland og þó aðallega breska stjórnmálamenn, og kallaði utanríkismálaráðherrann athafnir þeirra ýmist „óskammfeilnar“, „ósvifnar“ eða „hlægilegar“. Þegar von Ribbentrop og Bonnet undirrituðu griðasáttmála Frakka og Þjóðverja 6. des. í fyrra. >Bretar drógu Frakka á eyrunum út í stríðið« Chðmberlsill VÍIdÍ ekki fríð , En eirm kaflinn, sem var stuttur, mr þó ekki síður mákilvœgwr, um sambuS Þjóðverja og Frakka. von Ribbentrop sagffi, aff framka þjóðm . vildi ekki þetta stríð, hún ‘ hefði %erið dregm á eyrunum út í þaff >rrf Bretv/m og fámennri Þ klíku stríðsœsvngamanna í Frakk- landi. von Ríbbentrop sagði, að Bretar ihefðu ávalt reynt að hindra það, að Þjóðverjar og Frakkar sættust, og tekju upp samstarf. Þeir hefðu altaf reynt að ala á sundrung á miUi þeirra. Hann skýrði frá því, að árið 1933, skömmu eftir að Hitler komst til valda tefði verið bóið að gera ráðstafanir til þess að hann og Daladier, sem þá vai' forsætisráðberra Frakka, eins og nú, hittust til þess að ræða um ágrein- ingsmál Þýskalands og Frakklands. — Tifkindi hefðu verið til að sættir tækjust með þeim, þar sem báðir væru sann- kölluð böm þjóðar sinnar og befðu barist í fremstu línu á vígvellinum. : En Daladier befði á síðustu stundu pent afboð. Skömmu síðar hefði Dala- dier verið neyddur til þess að segja B.Í sjer. Það var látið heita svo, sagði von Ribbéntrop, að hann hefði orðið að segja af sjer af innanríkispólitís'kum ástæðum. „En svölumar pískruðu það ofan af húsþökunum", að það hefði verið annað, sem bjó undir. Það var breska stjómin, sem tekið hafði í (tanmana, henni fanst hinn ötuli for- SH'tisráðherra of vinveittur Þjoðverjum. (í reyndinni var það svo, að Dala- dier, sem sagði af sj«?r í febrúar 1934, varð að fara frá vegna Staviskys- hpeykslisins svokallaða). BAJvDARÍKIK von Ribbentrop lýsti í ræðu sir.ni at stöðu Þjóðverja til annara þjóða, þ. 'á m. til Bandaríkjanna. Hann sagði að það þyrfti sjúklegt ímyndunarafl til þess að geta fundið ágreiningsefni milli þessara tveggja þjóða. Þjóðverj- ar óskuðu einskis nema að auka versl- unarviðskifti sín við allar þjóðir. Hann sagði, að almenningi í Þýska- landi væri vel til Bandaríkjanna og al- menningi í Bandaríkjunum vel til Þjóð- verja. En Bretar gerðu alt til þess að vekja sundrung milli Þjóðverja og Bnndarík j anna. Ilann hjelt því fram, að engin þjóð hefði lagt sig eins einlasglega fram um að virða Monroe-kenuinguna ame- rísku og Þjóðverja. En hann sagði, að Monroe-kenningunni væri aðallega hætta búin frá Bretum vegna áróðurs þeirra og þar sem þeir ættu nýlendur, fb'tabækistöðvar o. fl. í Ameríku. RÚS8AR Um afstöðuna til ítala og Japana sagði hann, að EQtler befði leitað sam- vinnu við þessar þjóðir af því að þær sidldu þarfir Þjóðverja, og að samvinna þessi myndi halda áfram og myndi verða efld á allan hátt. Nýlega hefði þriðja þjóðin bæst í þenna hóp, Rússar. von Ribbentrop sngði, að enginnágreiniugur væri á milli þessara þjóða um lönd, og viðskifta- higa uppfvltu þær þarfir hverrar ann- arar. Hann spáði því, að viðskifti milli Þjóðverja og Rússa myndu bráð- lega verða eins mikil og þau hefðu verið mest. Hann sagði, að um innanríkisstjóm- skipulag væri' þjóðimar óneitanlega ólíkar. En hann endurtók það, sem Hitler hefir sagt um að þær myndu viðurkenna stjómskipulag hverrar ann- arar. von Ribbentrop hjelt því fram a>: samningar Þjóðverja og Rússa ættu vinsældum að fagna meðal almcnnings í Þýskalandi og Rússlandi. Með þessum- .samningi, sagði von Ribbentrop, befði utanriMsmálastefna Þjóðverja komist á algerlega nýjan grundvöll. AFSTAÐAN TIL BRETA Grundvöllurinn nndir utanríkismala- stefnu Hitlers hefði áður verið að komast að samkomulagi við Breta. — Hitler hefði hvað eftir annað lagt fram tillögur í þá átt, og hann, von Ribb- entrop, hefði oft verið sendur í er- indum Hitlers til Englands. Hitler hefði óskað samstarfs við Breta, bæði af þjóðemislegum ástæðum og vegna tilfinninga sinna gagnvart bresku þjóð- itni. Strax árið 1933, skömmu eftir að Hitler komst til valda, hefðu eftir- f.ij'andi tillögur verið lagðar fyrir bfesku stjómina: 1) að híutfallið milli flota Þjóðv. og Breta skyldi vera 35:100. 2) að Bretar og Þjóðverjar skyldu báðir ábyrgjast landamæri smáríkj- anna, sem á milli þeirra væm, Hol- lands og Belgíu, 3) að Þjóðverjar skyldu viðurkenna hagsmuni breska heimsveldisins, bvar sem er í heiminum, 4) að Bretar skyldu viðurkenna hags- muni Þjóðverja í Austur-Evrópu,. 5) að Bretar lofuðu að taka aldrei þátt í stríði gegn Þjóðverjum. I móti lofuðu Þjóðverjar að taka á sig sömu ábyrgð gagnvart Bretum og þar að auki að styðja Breta í ófriði. hvar sem. væri í heimsveldi þeirra með ölium flota sínum og jafnvel með nokkrum hudeildum (divisions) af landher. Þessn boði eins og öllum öðram, 'sem síðar hefðu verið lögð fram hefði verið vísað á bug og augu Þjóðverja hefðu nú opnast fyrir því, að það væri sama hvað þeir gerðu, Bretar vildu umfram alt stríð við þá. von Ribbentrop lagði áherslu á, að reyna að sanna, að Bretar cettu sölc á stríðinu, og hann lcvaffst geta lagt fram ótvírœffar sanngnir fyrir því, að Bretar Hefðu um langt skcið oa leynilega undirbúið stríðið á hendiir Þjóðverjum. MR. CHAMBERLAIN OG FRIÐURINN Hann sagði að þáð væri rangt, að Mr. Chamberlain hefði unnið fyrir friðinn í Múnchen í fyrra. Það sem hann hefði gert, hefði verið að bæta fyrir órjett, sem '’Þjóðverjum befði verið gerður og hann hefði ekki fengrit til að gera það fyr en á síðustu stundu. Hin ótvíræða sönnun fyrir því, að Mr. Chamberlain hefði ekki verið að vjna fyrir friðinn, sagði von Ribben- trop væri, að þegar hann hafi komið frá Múnchen til London hefSi hann haldið á olíuviðargrein í annari hend- ii ni, en með hinni hefði hann fyrir- skipað stóraukinn vigbúnað Breta. Síðan hefði Mr. Chamberiain og „klíkan" hans gert ráðstafanir til þess að stríðið gæti byrjað nákvæmlega á þeirri stundu, sem þeir vildu. Þeir hefðu búið svo um hnútana, m. a. með loforði sínu um stuðning við Pólverja, að þeir gætn sannfært bresku þjóðina um að hún á ákveðinni stundu, gæti ckki annað en farið í stríð, heiðurs síns vegna. Hann sagði, :ið sjált vild: breska þjóðin ekki stríð von Ribbentrop vjek síðan að upp- hafi stríðsin'- og endurtók það, sem áður hefir verið haldið fram af Þjóð- vcrjum, að Frakkar hefðu vil.jað ganga að málamiðlunavti’lögu Mussolinis þ. 3. sept., en Breta: heffu liindrað að Iiún næði fram að ganga. Loks mintist hann á hið göfugmann- lega friðartilboð Hitlers, sem hanu hefði sett fram, til þess að hindra að miljónir manna fórauðu lífi sínu til eii skis. STEFNA ÞJÓÐVERJA. LTtaii rík ism áiastefmi -Þýskal an d s lýsti von Ribbentrop á þá leið, að hún hefði verið að eyðileggja Ver- salasáttmálann og tryggja stöðu Þýskalands í Evrópu, svo að þýska þjóðin gæti lifað þar öruggn menn ingarlífi. Þessu marki væri nú náð, nema um nýlendurnar. í Austur- Evórpu hefðu Þjóðverjar fengið landrými, sem nægja myndi til að taka á móti vaxandi fólksfjölgun u.m langan tíma. Landamæri þeirra í austur, suð- ur, norður og vestur væru nú end- anlega ákveðin. SVIKIN LOFORÐ von Ribbéntrop fór ákaflega börðnm orðum um Mr. Chamberlain fyrir ræðu þá, sem hann flutti, er hann svaraði þessu tilboði. Hann sagði, að Mr. Cha'u- berlain befði sett sig á liáan hest, ta’.að eins og kennari og siðaprjedikari. Með því að neita tilboðinu hiffii hann tekið á sig gífnrlega áb-fS gagnvari breska heimsveldinu. ílunn og „klíkiui“ hans hefðu gerst greftrunar- irenn heimsveldisins. Hann rjeðist hvasslega á Mr. Cham- berlain fyrir að halda því fram að Hitler hefði gengið á orð sín. Hann sagði að þýska þjóðin væri Adolf Hitl- er, og Adolf Hitler þýska þjóðin. Og Jiann spurði áheyreudur sína: Finst ykkur., sem emð hluti af þýsku þjóS- inni, að þið hafið gengið á orð ykkar — og áhevrendurnir svöraðu einum rómi: Nei! von Ribbentrop sagSi, að ]>aS væri sjerstaklega óskaminfeilið að heyra tal- að um brigðmælgi af munni breskra stjómmálamanna. Hann kvaSst vilja nefna aðeins örfá dæmi um svikia loforð Breta. Hann taldi upp loforðin 6nm Þjóðverjum væm gefin áður en vopnahlje var samið árið 1918, loforðin sem Bretar hefðu gefiS Itölum á stríðs- áruunm, loforðin sem Aröbum vorn gefin um sameinað ríki og loforðin seia GySingum vom gefin; hjer væri urn að ræða tvöföld loforSasvik. Loks loforðin gcfin Indverjum) o. fl. Nýjasta loforðiS, sem Mr. Cliam- berlain hefði svikið, væri það, sem fólgið væri í ýfirlýsingunni, sem hann og Hitler hefðu undirskrifað í Múncheh í fyrra, eftir ósk Chamberlains sjálfs. Hann liefði lofað a'ð hey.ia aldrei stríð við Þjóðverja, en samt sagt þeim stríð á hendur 3. sept. s.l. von Ribbentrop sagSi að þar hafi Mr. Chamberlain þó skjátlast mest í nTari sínu, er hann hjelt því fram að friðartillögur Hitlers væru veikleika- merki. ÞjóSverjar myndu nú taka afleiðing unum af svari Mr. Chamberlains. UNDIRTEKTIRNAR Hvað eftir annaS kváðu við dynj- andi fagnaðarlæti, á meðan von Ribb- cntrop var að flytja ræðu sína, og þá raest or hann lýsti hollustu þýsku þjóð- arinnar við Adolf Hitler. En hvenær sem hann mintist a Breta kváðu viS „svei“ hróp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.